Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1917, Síða 62

Eimreiðin - 01.09.1917, Síða 62
184 hafa þeir þá verið (að skoðun höf.) höfundar Gunnlaugs sögu Orms- tungu og Laxdælu, er þeir tóku draumana hans Þorsteins Egilssonar og hennar Guðrúnar Ósvífrsdóttur inn í sögur sínar! Reyndar hafa nú útlendir fagurfræðingar hver 1 kapp við annan lofað þessar sögur sem framúrskarandi listaverk og einmitt sérstaklega bent á þessi atriði sem dæmi upp á snildina í framsetning þeirra. Og vér höfum heldur ekki hingað til heyrt neinn íslending vera á öðru máli. Gagnrýni höf. á sögunni sHækkandi stjarna* er heldur ekki á réttum rökum bygð. Því þó veikindasaga Kristínar sé næsta ótrúleg og óeðlileg, þá er hún í fullu samræmi við hin sögulegu heimildarrit, sem J. Tr. byggir á. Það helzta, sem að mætti finna, er því það, að ekki er gerð meiri tilraun til að skýra hið ónáttúrlega í henni. Og fráleitt er það, er höf. bregður J. Tr. um, að hann misbjóði ís- lenzku kvenneðli, er hann láti Kristínu tala um ást sína á brúðguma sínum, sem hún hafi vart þekt nokkuð fyr, af því hún hlakki til að eiga börn með honum, væntanleg stórmenni. Því einmitt þetta er fyllilega réttmætt í sögu J. Tr., þar sem Kristin skoðar það sem æðsta takmark sitt í lífinu, að bæta föður sínum og ætt sinni upp sonar- missinn. Og hugsunarháttur hennar í þessu efni er í fylsta samræmi við hugsunarhátt beztu fornkvenna vorra, sem vanalega urðu að sætta sig við að ganga að eiga menn, sem þær lítið eða ekkert þektu, og bygðu sínar æðstu sæluvonir á voninni um að eiga með þeim hrausta og góða sonu, er varpað gætu ljóma yfir ættina. Nóg dæmi í ís- lendingasögum þessu til sönnunar. Skilningur J. Tr. á þessu er ó- endanlega miklu réttari en dómanda hans. Því verður ekki neitað, að þingeyingar eru margir gáfumenn og sinna betur bókmentum en flestir eða jafnvel allir aðrir íslendingar. En þeir vita líka af því. Og sjálfsálit þeirra á sér stundum engin takmörk. í’að er einkenni sannmentaðra manna, að þeir vita, hve skamt þekking þeirra nær, en hálfmentaðir menn halda, að þeir hafi vit á öllu Og þessu bregður óneitanlega stundum fyrir hjá sumum í'ingeyingum. Jafnvel annar eins gáfumaður og skáldið á Sandi heldur, að af því viðurkent er, að hann riti fallegt mál, þá hljóti hann að vera fær um að skrifa um málfræði, og kemur því upp um sig, að hann þekkir ekki einföldustu málfræðisreglur, heldur t. d., að af því að rétt er að rita pöglar, þá megi líka rita pögl (f. þögul). Eftir því ætti að vera rétt að rita göml (f. gömul)', af því rétt er að rita gamlar. Þar sem svo fer um hið græna tréð með oftraustið á sjálfum sér, þá er ekki furða, þótt Á. J. hafi tekist meira í fang en hann var maður til. V. G. MAGNÚS JÓNSSON: VESTAN UM HAF. Smávegis um Ameríku og landa vestra. Rvík 1916. Ritlingur þessi er vel ritaður og ber vott um bæði allmikla einurð og glögg- skygni og sannleiksást. En þar með skal enganveginn sagt, að alt sé fullkomlega rétt, sem þar er hermt af löndum vorum vestra. Viljandi mun höf. ekki hata sagt annað en það, sem hann áleit sannast og réttast, en hann er ekki óskeikull, fremur en aðrir menn. Sérstaklega gerir hann altof lítið úr ræktarþeli landa vestra til ís- lands og er ósanngjarn í kröfum sínum um álit þeirra á ættjörðinni. Hann heimtar,

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.