Alþýðublaðið - 03.01.1964, Síða 1
KVEIKTU I
OF SNEMMA
45. árg. — Föstudagur 3. janúar 1964 — 1. tbl.
Leitað á unglingum sem sóttu Lídó:
30-40 áfengis-
flöskur fundust
Akureyri, 2. jan.
GS-HP.
Reykjavík, 2. jan. — ÁG.
Á gamíárskvöld var lialdinn
dansleikur í Lidó. Var hann ætl-
aður unfflinenm. Til þess að koma
I veg fyrir áfengisneyzlu á staðn-
um var leitað á gestunum, áður en
þeir fóru inn í húsið. Fundust þá
milli 30-40 flöskur af áfengi, sem
Iögreglan hefur nú tekið í sína
vörzlu.
Dansleikur þessi fór hið bezta
fram. í byrjun skemmtunarinnar
ætluðu nokkrir strákar að auka á
ÞRUMUR OG
ELDINGAR
Reykjavík, 2. jan. — GO.
í gærmorgun gekk allmikið
hvassviðri yfir sunnanvert landið
og komst veöurhæðin upp í 13
vindstig í Vestmannaeyjum. Síðar
snérist til sunnan og suðvestan-
áttar með rigningarhryðjum og
þrumuveðri í gærkvöldi. Samkv.
upplýsingum veðui*stofunnar eru
slík veður einna algengust hér,
þegar snögglega bregður til suð-
vestanáttar á vetrum. Jón Eyþórs-
son veðurfræðingur kvað útlit fyr-
ir milt og umhleypingasamt veður
á næstunni.
'' Fjölmargar brennur voru
haldnar í flestum kaupstöð-
um landsins á gamlárs-
kvöld og tókust þær yfir-
leitt vel. Myndin hér að neð
an er tekin af brennu á
Skólavörðuholti- (Mynd:
Rúnar).
gleðina með því að sprengja kín-
verja. Var þá leikur hljómsveitar-
innar stöðvaður, og unglingunum
tilkynnt, að ef fleiri kínverjar
yrðu sprengdir, myndi dansleikur-
inn stöðvaður og skemmtunm
leyst upp. Enginn hvellur heyrðist
eftir það.
Eins og fyrr segir, voru 30-40
flöskur af áfengi teknar af gestun-
um. Við innganginn var leitað á
öllum ungu mönnunum, og jafnvel
litið ofan í veski stúlknanna. Mun
enginn hafa sloppið inn með ljúfar
veigar, og eins og áður, skemmt
sér vel yfir glasi af gosdrykk.
IMWtMMUMMMMMMHMMM'
Systurnar hér á myndinni
fögnuðu með stjörnuljósum
nýja árinu, því herrans ári
1964, sem voriandi verður
liappasælt og gotit' ár.
(Mynd: Rúnar).
j Hlýviðri og logn var á Akur-
eyri á gamlárskvöld og vcður m jög
fagurt, en tók að hvessa á ný-
ársnótt. Brennur voru 20-30, stór-
ar og litlar, víðs vegar um bæinn,
og stóðn unglingar að þeim flest-
um. Ennfremur var efnt til brennu
á Svalbarðseyri og a.m.k. tveggja
á Svalbarðsströnd, og var fögur
sjón að sjá þær speglast í Eyja-
firði í góðviðrinu. Á miðnætti-var
kveikt á blysum, sem komið hafði
verið fyrir þannig í Vaðlalieiði,
að þau mynduðu ártalið 1964.
Mörgum flugeldum var skotið
víða í bænum, og áramótadans-
Framh. á 2. síðu
Á SÍÐA
LYS
U
OSLO, 2. jan (NTB).
Árið 1&S3 var mikið slysár eins
og sjá má af eftirfarandi yfirliti
um stórslys, sem fólk hefur lesið
um 1963:
Af völdum náttúruhamfara bár-
ust fregnir um 26 slys og fórust
30 þúsund.
Alls bárust fregnir um 32 flug-
slys, þar sem fleiri en 10 fórust og
alls fórust í þessum slysum um
1.000 manns.
Fregnir bárust um 21 bruna,
um 900 fórust.
21 meiriháttar sjóslys voru í
fréttunum á árinu, alls fórust um
850.
36 járnbrautaslys kostuðu 700
manns lífið.
Þes:u yfirliti má ljúka með
„ýmsum slysum“. Hér var um átta
slys að ræða og biðu 500 bana.
Af slysum af völdum náttúruham
fara má nefna: Jarðskjálfti í Lí-
býu í febrúar kostaði um 300 líf-
ið og margra var saknað- Um 1500
fórust af völdum eldgoss á eyj-
| unni Bali í marz. Yfir 400 fóruzt
! einnig í jarðskjálfta í Skoplje í
! Makedóníu í júlí. Þúsundir fór-
ust af völdum fellibylsins ,,Flóru“
á Karíbahafi í september. í sama
mánuði fórust um 2000 í stíflu-
slysinu í Longarone á Ítalíu.
FLUGSLYS: í febrúar fórust 91
er 2 flugvélar rákust á yfir Ank-
ara og 43 fórust í bandarískri Boe-
ing 707 yfir Flórída. 54 fórust í
DC-6 farþega flugvél í Duala í
Kamerún í maí og í júní hrapaði
bandarísk flugvél með 101 lier-
mann í Alaska og allir fórust. 80
fórust í svissneskri Caravelleflug-
vél í Ztirich í september. 118 fór-
ust í DC-8 flugvél norður af Mont-
real í nóvember- 82 fórust í Boeing
707 þotu, sem elding laust niður í
í Maryland í Bandaríkjunum í des
ember.
BRUNAR: 42 fórust í bruna í
fyrirtæki nokkru í Calcutta. 105
fórust af Völdum sprengingar í
Indianapolis í september. 60 fór-
ust í bruna á elliheimili í Ohio í
nóvember. 128 fórust í brunanum
um borð í gríska farþegaskipinu
,,Lakonia“ um jólin (904 var
bjargað).
SKIPSSKAÐAR: Stærsta sjó-
Framh. á 2. síðu
Báðir mennirnlr
mikið slasaðir
Akureyri, 2. jan. — GS-HP. f
Eins og skýrt var frá í blaöinu
á gamlársdag, varð alvarlegt bíl-
slys við Bægisá í Hörgárdal síff-
degis á mánudag, þegar vörubif-
reið úr Borgarnesi ók út af við
brúna og hrapaði ofan í gljúfrið.
Mennirnir tveir, sem í bifreið-
inni voru, eru báðir úr Borgar-
nesi og rétt um tvítugt. Bifreiðar-
stjórinn heitir Gunnar Kristjáns-
son, en hinn Axel Þórarinsson. —■
I Þeir liggja báðir mjög alvarlega
slasaðir í sjúkrahúsinu á Akureyri,
en meiðsli Gunnars munu vera al-
varlegri. Hlaut hann bæði opið
fótbrot og handleggsbrotnaði, en
Axel fótbrotnaði einnig, og báðir
hlutu margvísleg smærri meiðsli.
Yfirlæknir sjúkrahússins tjáði
fréttáritara Alþýðublaðsins á Ak-
ureyri í dag, að líðan þeirra væri
eftir atvikum sæmileg, en enn hef-
ur ekki verið hægt að rannsaka
meiðsli þeirra að fullu.
wwwwwwwwwvww
254 erlendir
togarar komu
fil ísafjarðar
ísafirði, 2. jan. — BS-GO.
Sl. ár leituöu 254 erlend-
ir togarar hafnar á ísafirði.
Þar af voru 205 brezk-
ir, 42 þýzkir og 7 belgískir.
Árið áður voru brezku tog-
ararnir 164 og hefur því
fjölgað um 41. Hér fá tog-
ararnir hina beztu fyrir-
greiðslu og ágæta þjómistu
varðandi viðgerðir á vélam,
siglinga- og öryggistæk.inm,
einnig góða læknisbjónustu
á fjórðungssjúkrahúsim».
Hinir erlendu togarar
skapa verulegar tekjur fyr-
ir viðgerðaverkstæðin,
sjúkrahúsið og bæjarfélag-
ið í heild. T. d. greiddu
brezku togararnir einir 200
þús. kr. í hafnargjöld árið
1963.