Alþýðublaðið - 03.01.1964, Page 13
Ávarp forseta
Framliald úr opn.u-
eru þeir raunhæfir nútímamenn
og fúsir og fljótir til að semja sig
að nýjum og breyttum háttum í
liugsun og framkvæmd. Ég drep
aðeins á þessi atriði, og oflangt
mál að rekja ferða.öguna, enda
er hún áður komin að nokkru ley.ti
í útvarpi.
Þó vil ég ekki láta hjá líða að
nefna heimboðin til háskólanna í
London, Oxford, Leeds og Edin-
borg og British Museum. Þau
lieimboð voru engin tilviljun, held
ur áttu þau rót sína að rekja til
þess, sem ég endurtek enn'- ís-
lenzkra fræða og sögu. Þar voru
okkur sýndir margir dýrgripir ís-
lenzkra handrita og elztu prentaðra
bóka, og bar margt á góma um
íslenzk og engilsaxnesk fræði,
enda munu hvorir tveggja hafa
skilið annars mál, Aðalsteinn kon-
ungur og Egill Skallagrímsson,
þegar hann dvaldi með konungi á
Englandi- Titill drottningar „The
Queen“ er engilsaxneska, og
sama orðið og „kvon“ á íslenzku
í kvonfang og kvonbænir. í Ox-
ford sá ég bók, sem ég raunar
þekkti áður, um „Hamlet í ís-
lenzkum bókmenntum,“ en hann
er fyrst nefndur í Snorra-Eddu
og heitir þar Amlóði. Um hann eru
og Brjánssögur í íslenzkum þjóð-
sögum, og nokkrir rímnaflokkar.
En mikill munur er á leikriti
Shakespears og íslenzkum Amlóða-
rímum. Veldur hver á heldur, þó
söguefni sé hið sama. Butler, ut-
anrikisráðherrann, bauð okkur í
leikhús til að rjá „Harnlet". Það
var stórkostleg sýning að efni og
meðferð. Því vænna þótti mér að
sjá Hamlet hér í Þjóðleikliúsinu
um jólin til samanburðar- Sú sýn-
ing tókst mjög vel, og enginn'am
lóðabragur eins og á rímunum.
En hér verð ég að láta staðar num-
ið.
Ég hef lagt nokkra áherzlu á
það, að vér íslendingar njótum er-
lendis vors mcnningararfs í rík-
um mæli í hóp menntamanna og
margra valdsmanna, og er það
þjóð vorri ómetanlegur styrkur.
Persónuleg viðkynning og vinátta
við nágranna- og viðskiptaþjóðir
vorar og ráðamenn þeirra, er
vorri fámennu þjóð nauðsyn.
Þekking á íslandi nútímans fer
vaxandi meðal þeirra, sem ináli
skiptir. Vér erum ekki lengur ut-
an sjóndeildarhringsins, og vér
fögnum því, þegar o s er sýndur
skiiningur og vinahót.
Ég vil að lokum bæta við sög-
una og bókmenntirnar öðrum ó-
launuðum fulltrúa íslands erlend-
is, en það eru allir þeir íslending-
ar, sem þar búa, ýmist við nám
eða heimilisíastir. Við höfum á
ferðum okkar hitt fjölda þeirra,
og ekki sízt nú á Englandi og Skot
landi. Það er ánægjulegt, hve oft
maður verður þe s var, hve vel
þeir bera ættlandi sínu söguna
mcð framkomu sinni, hæfileikum
og starfi- Tryggð og ástúð, sem
þeir sýna viö svona tækifæri, er
með ágætum. Það ber oss að þakka
enda má Fjallkonan vart við þ.ví
að missa neitt af börnum sinum.
Að svo mæltu óskum við hjónin
öllum gleðilegs nýárs og þjóðinni
gæfu og gengis á þessu nýbyrjaða
ári og Guðs blessunar.
SHUBSTðBII
Sætúni 4 - Sími 16-2-27
Bíllinn er smurður aj<>tt o? veí,
i Beljunt aJlar tegnndtr af smurolia,
SAMVINNUTRYGGINGAR'
Báfreiösdeild - Sími 20500
BIFREÐAEIGENDUR
Frá upphafi hafa Samvinnutryggingar
lagi megináherziu á tryggingar fyrir
sannvirði, góöa þjónustu og ýmiss-
konar fræðslu- og uppiýsingastarf-
semi.
I samræmi við það hafa Sam-
vinnutryggingar ráðizt í útgáfu
bókarinnar „Bíiiinn minn”. í hana
er hægt að skrá nákvæmiega
aiian rekstrarkostnað bifreið-
ar í heilt ár, auk þess sem
í bókinni eru ýmsar gagn-
legar upplýsingar fyrir
blfreiðarstjóra.
Bókin mun verða
send, endurgjalds-
laust í pósti til.allra
viðskiptamanna okk-
ar sem þess óska.
Látið því Aöaískrif stof-
una í Reykjavík eða um-
boðsmann vita, eff þér
ósktð, að bókin verði send
yður. Einnig má fyBIa Út
reitinn hér að neðan og
senda hann. ts! Aðalskrifstof-
unnar.
KLIPPIÐ HBR
Úg undirritaður óska eftir, að mér veröi send bókin „Bíilinn mism’'
nafn
heimiliítang
Furstinn. .
Frairih. af bls 7
fremur, að einungis slíkir furst-
ar geti bjargað sér.
Það er ekki nóg, að fursti sé hug
rakkur sem ljón, hann verður
einnig að vera slægur sem refur.
En refseðlinu verður að leyna
og þess vegna verður furstinn jafn
framt að vera „meistari í fortölu-
listinni”.
Og Ijúka má tilvitnunum með
eftirfarandi:
„Furstinn þarf einungis að
sigra og halda í sigra sína.' —
Takist honum það verða aðferð
irnar alltaf taldar lieiðarlegar
og hann heyrir löfsyrði hvaðan
æva að. Múgurinn lætur nefni-
lqga árangurinn glepja sig og
það er ekkert annað til í heim-
inum en múgur”.
* FRIHRIK IVIIKLI
I,ÆRTSVEINN-
„Furstinn“ var saminn 1513, en
var ekki gefinn út fyrr en 1532,
fimm árum eftir andlát höfundar.
Fyrstu árin gekk bókin manna á
milli í handriti og komst fljótlega
á lista kaþólsku kirkjunnar yfii’
bannaðar bækur. En að lokum var
bókin gefin út og seld.
Sagt var hér að framan, að
stjórnmálaástandið á Ítalíu mynd-
aði baksvið „Furstans”, og það er
áreiðanlega rétt. En það var tæp-
lega ætlun Machiavellis að semja
bókina aðeins i þessu augnamiði,
Flestir telja, að hann hafi einnig
liaft stjórnmálalistina fyrir aug-
um þegar liann samdi bókina. Hvað
sem því líður liafa margir kynnt
sér liana — án þess að íhuga á-
standið á ítalíu á dögum höfund-
ar.
Einn þeirra manna, sem hall-
mælt hafa „Furstanum" er Frið
rik mikli Prússakeisari. í bókinni
„Anti-Machinvelli” segir hann eft-
irfarandi:
„Bók Machiavellis, „Furstinn”,
táknar hið sama á sviði sið-
ferðisins og verk Spinoza á
sviði trúmála. Spinoza gróf
undan grund''elli trúarinnar;
Takmark hans var að ganga að
trúnni dauðri, Machiavelli sáði
fræi eyðileggingarinnar í
stjórnmálalífið og ætlaði sér
að eyða boðorðum heilbrigðs
siðgæðis. Ég leyfi mér að ganga
fram fyrir mannkynið gegn ó-
vætti, sem mun eyða því”.
Þetta voru stór orð verðandi
Prússakeisara. En þegar aldurinn
færðist yfir Friðrik mikla játaði
hann, að hann hefði ekki breytt
eftir æskuhugsjónum sínum. Hann
hefði þvert á móti fylgt stefnu,
sem bar keim af kenningum Ma-
chiavellis. Hann sagði, að staða
„fremsta þjóns ríkisins” hefði
krafizt þess.
Hinn kunni danski sagnfræðing-
ur, prófessor Hartvig Fritsch, seg-
ir í menningarsögu sinni, að um
aldirnar liafi Machiavelli verið
notaður sem nokkurs konar grýla.
En sannleikurinn er sá, að í bók-
inni „Furstinn” hefur liann ekki
sagt neitt annað en það, sem aðrir
hugsuðu — og það sem pólitískir
valdiiafar gera í verki enn þann
dag í dag.
Pressa fötin
meðar? þér bíölð.
Fatapressun A. Kúld
Vesturgötu 23.
Tökum aö oMcur
allskoaar prentuu
H
_____ >gt.
Beríþíni*öta % •. sími sisso
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 3. janúar W64 13