Alþýðublaðið - 14.02.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.02.1964, Blaðsíða 2
•ttítjðrar: Gylfi Gröndal (áb. og Benedikt Gröndai — Fréttastjóri: Arnl Gunnarsson. — Bitstjómarfulltrúi: Eiöur GuSnasou. — Símar: 14900-14903. — Augiýsingasími: 14908. — Aðsetur: Aiþý'ðuhúsiö viö Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýöublaösins. — Áskriftargjald kr. 80.00. — í lausasölu kr. 4.00 eintakiö. — Útgefandl: AiþýÖuflokkurinJ ENN UM HÚSNÆÐISMÁLIN HÚSNÆÐISMÁLIN hafa jafnan verið þau anál, sem Alþýðuf lokkurinn hefur mest látið til sín taka, enda telur flckkurinn þau veigamestu mál hlverrar f jölskýldu. Hér á landi hefur þaö ævinlega ver'ö fyrsta lífskjaramark hverrar fjölskyldu að leignast eigið Jiúsnæði. Þetta er iað ýmsu ley ti ólíkt því, sem tíðk- ast í nágrannalöndum okkar. Þar er ekki lögð eins mikil áherzla á að eignast húsnæði, enda oft mun meira framboð 'af leiguhúsnæði með hag- tkvæmaril fkjörum en hér þekkist. Alþýðuflokkur- dnn hefur gert sér 'ljósa grein fyrir þessu. Sam- íkvæmt þv'í hefur flokkurinn hagað baráttu sinni á sviði húsnæðismála. Margt er cunnið á þeim vettangi og ýmislegt er þar við 'lýði, sem betur væii upprætt. En því <er ekki hægt áð neita, að margt gott hefur í þess mm efnum verið gert og Alþýðuflokkurinn hefur átt sinn þátt í umbótum, sem stefnt hafa í þá átt að gera almenningi auðveldara að eignast húsnæði. Lán húsnæðismálastjórnar hafa vaxið mjög xmdanfarin ár. Aldrei hafa fleiri fengið slík lán en í tíð núverandi ríkisstjórnar og sömuleiðis hafa lán in aldrei verið hærri. Verkamannabústaðakerfið hefur verið endur- reist fyrir tilstilli Emils Jónssonar félagsmálaráð- herra. í upphafi voru lögin um verkamannabústaði sett fyrir haráttu Alþýðuflokksins, og komu að góðu gagni fyrstu árin. Meðan Framsókn fór með félagsmál í rílcisstjórn var sofið á lögunum, og urðu þau úrelt er árin liðu og þjónuðu ekki leng- ur þeim tilgangi sínum að hjálpa þeim tekjulægstu til að eignast Msnæði. Löngum var það svo, að framlag ríkisins til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis var mjög tak- markað, og tiltölulega litlu fé var veiít til þeirra mála. Nú leggur ríkið fram sinn hluta takmarka laust á móti framlagi sveitarfélaganna. Hin mikla velmegun undanfarinna missera hefur skapað gífurlega eftirspurn eftir húsnæði. Þessi m.kla eftirspurn hefur váldið því, að verð á íbúðum hefur hækkað verulega og fært bröskur- rum aukinn gróða. Einnig befur verðbólguþróun- in undanfarið átt nökkum þátt í hinu háa verði Menn haf a viljað f esta fé í f asteignum til áð tryggja sig gegn verðbólgunni. Við þetta er erfitt að ráða, enda hefur hið opinbera enga hönd í bagga -um sölu eða verðlagningu fasteigna og hefur lenginn flokkur flutt tillögur um Slík ríkisafskipti. Alþýðu flokkurinn mun í fmmtíðinni sem fyrr berjast ó- trauður fyrir því að eBa hjálp hins opinbera við efnalitla húsbyggjendur. mr Ll-Ll-lBr3 M A "1“ rii ITI [ 1 * r-, V-" m 3 V? = bJ Lj LLi 4MlilllllllllllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIMIIIMIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlHi||llllllllllllllIIIIMIIIIIllllllllinirt I -jif Enn um kartöflurnar. | í ít E B. IVialmquist gefur upplýsingar af gefnu tiiefni. Eriendar kartöflur og innlendar. if- Vöruvöndun og erfiS framleiSsiuskilyrSi- ........................... E. B. MALMQUIST yfirmats- maður garðávaxta sendir mér eftirfarandi af gefnu tilefni: „í Alþýðublaðinu 5. þ. m- koma fram umkvartanir hjá þér varð- andi hýðísþykkar og smáar kart- öflur, („rusl'“) sem voru seldar af Grænme isverzlun landbúnaðarins í smáverzlanir nú fyrir skemmtu. AF ÞESSU TILEFNI langar mig til að gera stuttar athugasemdir. Samkvæmt reglugerð um Græn- metisverzlun landbúnaðarins, mat og flokkun karcaflna og grænmet- is, útgefinni 28. sept. 1962, er framtekið í 14- gr. nefndrar reglu- gerðar, — að heimilt sé að selja smáar kartöflur af þyngd 20 til 30 gr. úr I. ílokks afbrigðum á verði annars flokks. Sem kunnugt er hefur uppskera garðávaxta og þó sérstaklega kartaflna verið af- ar léleg tvö síðustu haust. Köld sumarveðrátta og tíð næturfrost um hinn stutta sprettutíma hefur verið aðalorsök þessarar ógæfu. Af þessu óhagstæða tíðarfari lief- ur því leitt að óvenju mikið af smáum kartöflum hefur borizt á markaðinn og meira en ef um meðal gott árferði hefði verið að ræða. HÉRLENDIS ERU svokallaðar Rauðar íslenzkar kartöflur („Ólafs rauður“) almennt vinsælustu kart öflurnar á sölumarkaði og til heimilisnotkunar, en þær teljast til I- fl. afbrigðis, (áður var kali- að ,,úrval“) samkvæmt ákvörðun tilraunaráðs jarðræktar, en það er einmitt þetta afbrigði, sem hefur að þessu sinni gefið tilefni til umkvörtunar s.br. bréf „Sig- ríðar“. í NÁGRANNALÖNDUM okkar og víðar er þessi stærð, þ. e. 30 til 35 mm kartöflur, yfirieitt tald- ar þær beztu, eru vinsælar og dýr- ustu kartöflurnar. Hér eru þær einnig mjög eftirsóttar, t- d. sem steikarakartöflur (brúnaðar) og til heimilisnotkunar almennt, sér- staklega á fámennari lieimilum. En fyrir húsmóður með fjölmennt heimili gefur að skilja, að það er mun tafsamara að afhýða þetta smáar kartöflur, meiri vinna og hcfur því sitt að segja í annríki dagsins. EN AÐ GEFNU TILEFNI skal tekið fram, að þær eru viðkvæm- ari í meðförum og geymsluþol þeirra er ennþá minna en þegar um stærri kariöflur er að æða. Þær þurfa góða, kaida vetrat- geymslu og mega umfram allt ekki bíða „pakkaðar" í heituni búðum eða heimageymslum marga daga áður en húsmæðurnar bera þær á borðið efir að hafa snögg- soðið þær. ÞAÐ MUN LÁTA NÆRRI a<3 umgreind stærð sé 30% af upp- skerunni eins og hún var eftir hið kalda sumar 1963. Er því ekki á* stæða til að íhuga aðstæðurnar nánar, áður en við vanþökkum forsjóninni og deilum á allt og alla? Athuga hvort það gæti tal- izt eðlilegt við okkar erfiðu rækt- unarskilyrði að nýta ekki þessa framleiðslu, heldur heimta inn* fluitar kartöflur er því næmi, sem kostaði okkur í dýrmætum gjald- eyri milljónir króna ár.ega. AUÐVITA® BER OKKUR a3 bæta framleiðsluna og stuðla a3 vöruvöndun eftir föngum. En þeg- ar er á allt litið þá virðist þa3 beinn þjóðarhagur að hagnýta jafn dýrmæta framleiðslu og hér um ræðir, það eru ennfremur margir sem beinlínls vllja miki3 fremur íslenzkar kartöflur en út* lendar, enda eru þær því miður stundum æði misjafnar — og me5 þykkt hýði!“ KOSIÐ I JÖTNI Um síðustu helgri var kosiff í stjórn og trúnaðarmannaráff Sjó- mannafélagsins Jötuns í Vestm.* eyjum. 193 voru á kjörskrá, en 145 greiddu atkvæffi, sem féllu þannig, aff A-Iisti borinn fram af stjórn og trúnaffarráði fckk 80 at- kvæffi og alla menn kjörna, en B- listi borinn fram af Júlíusi Sig- urffssyni o.fl. fékk 63 atkvæffi, 2 seðlar voru auðir. Stjórnin er þannig skipuff: Sig. Stcfánsson form. Sig. Zóphoníassoii varaform. Brynjar Franzson, ritari, Þórffur Sveinsson gjaldk. Hreinn Gunnarsson, meðstj. v*ntar nnglinga til að bera blaðið til áskriíj enda í þessiim hverfum: ★ Miðbænum ★ Lindargötu ★ Högunum ★ Melunum ★ Tjarnargötu ★ Kleppsholt ★ Rauðarárholtí ★ Langagerði Afgreiðsla Alþýðublaðsins Sími 14 900 T / 1 1 Akranes ~ Akranes Aðalfundur síldar- og fiskimjölsverksmiðju Akraness h.L verður haldinn í félagsheimili Templara Akranesi í dag, föstudaginn 14. febrúar og liefst kl. 20,30. DAGSKRÁ: ^ 1) Venjuleg affalfundarstörf. TrúEofunarhringar Fljót afgreiðsla Sendum gegn póstkröfu. Guðm. Þorsteinsson 2) Lagabreytingar. 3) Önnur mál. STJÓRNW- gullsmiður Bankastræti 12. HVER.FISGATA 4.-6 2 W. íebr. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.