Alþýðublaðið - 14.02.1964, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.02.1964, Blaðsíða 1
Reykjavík, 13. febr. AG. Alþýðublaðið hefur haft spurn- ir af því, að enn sé nýtt mál í uppsiglingu á Keflavíkurflugvelli og að það sé í nánum tengslum við mál Jósafats Arngrímssonar. Mun þarna um að ræða pósthús flugvallarins. Munu ávísanir frá Jósafat hafa verið leystar út í pósthúsinu, og síðan geymdar þar í mislangan tíma, eða þar til viðkomandi sá sér fært að innleysa þær. Munu upphæðirnar á þessum ávísunum hafa skipt tugum ef ekki hundr- uðum þúsunda. í>á hefur einnig verið getið, að einhverja upphæð vanti til að reikningar pósthúss- ins gangi upp. Mikil leynd hefur hvílt yfir þessu máli, en þegar eru liðnir nokkrir dagar síðan viðkomandi yfirvöldum var skýrt frá þessu. Ógjörningur hefur reynst að fá nánar um þetta að vita, menn ekki talið tímabært að gefa upp- lýsingar eða þá ekkert viljað segja. Þess má geta, að yfirmaður póst- hússins hefur sagt upp stöðu sinni Reykjavík, 13. febr. — GO. UM kl. 5 í dag varð það slys upp við Selás, að fisk- trönur hrundu er verið var að hengja á þær fisk og einn maður varð undir þeim. — Hann heitir Guðmundur Sig- urjónsson og var meðvit- undarlaus þegar lögregla og sjúkralið kom á vettvang. Gúðmundur stóð uppi á bíl ásamt tveimur mönnum öðr um, þegar slysið varð, en hinum tókst að forða sér í tæka tíð. Þegar lögregla og sjúkra- lið kom á vettvang var Guð- mundur meðvitundarlaus. Hann hafði fengið högg á höfuðið og herðar og var fluttur á Slysavarðstofuna. Þaðan var svo farið með hann í Landsspítalann. Ekki er enn vitað, hvað olli slysinu, en málið er í rannsókn. Guðmundur er til heimil- is að Nökkvavogi 5 í Rvík. (Mynd: WMWWWWMWWMWWWW Taka Loftleiðir við ugvallarhótelinu? SAMNINGAVIÐRÆÐUR STAÐIÐ YFIR SÍÐAN í JANÚAR Reykjavík, 13. febr. — AG. UM þessar mundir standa yfir samningaviðræður milli varnar- máladeildar og Loftleiða annars vegar og varnarmáladeildar og yfirmanna varnarliðsins hins veg- ar, um framtíðarrekstur flugvall- arhótelsins. Eru mjög sterkar lík ur fyrir því, að Loftleiðir taki alveg við rekstri hótelsins, og mun það væntanlega verða í fram haldi af kaupum félagsins á hin- um stóru Canadair-flugvélum, ' sem ekki geta athafnað sig á R- , víkurflugvelli nema óhlaðnar. Skipuð var nefnd af hálfu ' varnarmáladeildar, en í henní eru Hörður Helgason, formaður, | Jóhannes Sölvason, Hörður Bjarna son húsameistari, Pétur Guð- mundsson, flugvallarstjóri á MMMMMMMMWMMMMMM* VERDA MÚRHLIÐIN OPNUÐ A PÁSKUNUM? Berlín, 13. febr. (NTB-Reuter). Austur-þýzka ríkisstjómin stakk upp á því í dag, að um páskana verði haft sama fyrirkomulag og um jólin, það er að hlið verði opnuð á múmum og Vestur- Þjóðverjum er ættiugja eiga austan múrsins yrði leyft að heimsækja þá. Er þetta haft eft- ir austur-þýzku fréttastofuuni ÁDN. Fyrr í dag gekk orðrómur um i að viðræður embættismanna Austur- og Vestur-Berlínar væru komnar í sjálfheldu. í yfirlýs- ingu frá borgarstjórninni í V,- Berlín segir, að viðræðúrnar muni halda áfram þar í borg í næstu viku. Óstaðfestar fréttir hermdu, að viðræðúrnar hefðu verið komnar í sjálfheldu eftir að Austur-Þjóðverjar höfðu vís- að á bug fjölmörgum tillögum Framh. á 4. síðu Þáttur frá; íslandi í BBC Sunuudaginn 19. mánaðar verður flutt í brezka útvarpinu (BBC-Ho- me Service) þáttur frá ís- landi, sem nefnist „Talking of Iceland”. Þátt þennan tók saman maðnr að nafni Brid- son, en hann var hér á ferð síðastliðið sumar). í þættinum koma m. a. fram Barbara Árnason, lista- koua, Gunnlaugur Péturs- son, Kristján Karlsson, rit- höfundur, Bjarni Guðmnnðs- son, blaðafulltrúi, Gunnar Schram, ritstjóri, Helga Kal- man, ritari í sendiráði is- lands í London, Björn Björnsson kaupmaður i Lon- don — og fleiri. >MMMiMMMMMMMMM%MW Keflavíkurflugvelli og Ásgeir Einafssan, skrlfstofustjóri. Við- ræðrn- við Loftleiðir hófust í síð- asta mánuði, og eru þar fulltrú- ar Loftleiða, þeir Kristján Guð- laugsson, Gunnar Helgason og Jóhannes Einarsson. Blaðið ræddi í gær við Jóhann- es Sölvason. Hann sagði, að Loft- leiðir hefðu sýnt áhuga á mál- inu sérstaklega með tllliti til þess að í flugstöðinni yrði meiri og betri aðbúnaður og þjónusta fyr- ir farþega. Athugun hefur farið fram í sambandi við breytingar á hótelinu og frumteikningar ver- ið gerðar. Þá er I ráði að koma þar upp tollvörugeymslu og fleiru. Jóhannes taldi það mjög æski- lega lausn, að Loftleiðir tækju við rekstrinum, og það yrði vafa- laust endirinn, ef félagið færi með sína starfsemi á Keflavíkur- flugvöll. Jóhannes sagði, að ekki hefði verið gengið emi frá nein- um samningum. Hann kvað viðræðurnar tvíþætt- ar. Annars vegar væru það Loft- leiðir og hins vegar, varnarlið, sem nú rekur hótelið, en Loft- leiðir hafa þar aðeins aðstöðu til að afgreiða sínar vélar. Hann sagði undirtektir varnar- liðsins vera mjög jákvæðar. Ef hótelið yrði afhent, fengi ríkið það og leigði það síðan Loftleið- \un. Framh. á 4. síðu þar, og mun hafa verið ætlunin að hann yrði sölu- eða fram- kvæmdastjóri hjá dóaagos- drykkjaverksmiðju þeirri, er Jósafat Arngrímsson ætlaði að reisa í Garðahreppi. Það er engum vafa undirorpið, að Keflavíkurmálið er að verða æði viðamikið, þó ekki sé meira sagt. Ekkert hefur enn verið lát- ið uppi um gang rannsóknarinn- ar, en nú er kominn tími til að einhverjar upplýsingar verði veittar. Það er ekki lengur hægt að þaga yfir slíku máli sem þessu. HMMMHMMMMMMMMMMM Rannsókn Spari- sjóðsmálsins senn að Ijúka Reykjavík, 13. febr. — ÁG. RANNSÓKN Sparisjóðs- málsins svokallaða fer nú senn að ljúka” og verður það sent saksóknara ríkisins inn- an skamms. Hefur mál þetta verið allumfangsmikið, og rannsóknin tekið langan tíma. Sveinn Sæmundsson, yfirlögregfluþjónn hefur haft með rannsókn málsins að gera. Það hefur ekki komið í ljós, að nokkur annar starfs maður Sparisjóðsins, utan þess, sem lézt rétt fyrir jól, hafi átt lilut að máli í sam- bandi við f járdráttinn. Allar þær gróusögur, sem gengið hafa um bæinn undanfarnar vikur eru gersamlega úr lausu lofti gripnar. MMMMMMMMMMMMMMMM SPARKAÐI í DRENG Reykjavík, 13. febr. GO- Klukkan 11.45 í morgun þegar 12 ára drengur úr Kópavogi átti leið um Vonarstræti, vék sér að honum maður og sparkaði svo kröftuglega í fótlegginn á honum að flytja varð hann á Slysavarð- stofuna. Pilcurinn heitir Hákon Karl Magnússon og á heima í Hóf- gerði 24. Rannsóknarlögreglan hef ur fengið málið til meðferðar. Um hádegið féll maður niður stigann í Café Höll og var fluttur á Sjlysavarðfttofunal Hann jnun. ekki hafa meiðst alvarlega. Þriðja óhappið varð klukkan að verða 3 í dag, þegar tveir bílar lentu í árekstri á mótum Fríkirkju vegar og Skálholtsstígá. Kona, sem vár farþegi í öðrum bílunum tneidd ist allmikið af glerbrotum. Húu heitir Málfriður Ámadóttir og var flutt í Slysavarðstofuna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.