Alþýðublaðið - 14.02.1964, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 14.02.1964, Qupperneq 11
'■'■llÍlPlf-í IpjMÉ ^wrapívfv.^y ; í-;-:>l-i“ , W&r W BAÐIR LEIKIRNIR FARA FARM í ÍÞRÓTTAHÚSINU Á „VELLINUM Það var ákveðið í gær, að banda ríska landsliðið í handknattleik, á Ieið til heimsmeistarakeppn- innar í Tékkóslóvakíu, Ieiki tvo landsleiki við íslendinga um aðra helgi. Leikirnir fara báðir fram í íþróttahrisinu á Keflavíkurflug- velli, fyrri leikurinn hefst láugar- daginn 22. febrúar kl. 16 ög sá síðari sunnudaginn 23. febrúár kl. 15,30. Eftir að það fréttist, að annað hvort Bandaríkin og Kanada myndu taka þátt í úrslitakeppn- inni í Tékkóslóvakíu, datt stjórn Handknattleikssambandsins í hug, að möguleiki gæti verið á því, að fá sigurvegarann í riðlinum (áð- urnefnd tvö lönd léku saman í riðli) til landsleiks hér á leiðinni til Evrópu. Þegar úrslit voru kunn en Bandaríkin sigruðu á einu marki, í Kanada sigruðu Banda- ríkin 18:16, en í New York vann I Kanada með einu marki 16:15, skrifaði HSÍ bandarískum forráða- I mönnum og hófu jafnframt við- ræður við forsvarsmenn á Kefla- víkurflugvelli um afnot af íþrótta- húsinu. Árangurinn er svo þessi, að tveir leikir verða háðir, en slíkt „tíðkast mjög á Norðurlönd- um og er reyndar mjög gott fyrir okkar lið nú, því að í heims- j meistarakeppninni fara fram þrír j leikir á fjórum dögum. Bandaríska liðið kemur til ís- lands laugardagsmorguninn 22. ; febrúar með Loftleiðum og held- ur áfram til Evrópu á þriðjudag, ■ en í Þýzkalandi ætlar liðið að leika nokkra leiki áður en heims meistarakeppnin hefst. Bandaríkja .menn eru riðli með Júgóslavíu Dg Austur- og Yestur-Þjóðverjun á HM. j Lítið er vitað um styrkleika ! Bandaríkjamanna í handknatt- Loksins - loksins! SÖGÐU AUSTURRÍKISMENN Innsbruek, 6. febr. — Ingvar. — Loksins, ioksins, — stundi Austurríska þjóðin, þegar döm- unum tókst að vinná. þrefaldan sigur í bruninu. Hvilík fagnaðar- læti í Lizum, þar sem brunið fór fram! Áhorfendur féllust í faðma og óskuðu iivorir öðrum til ham- ingju með austurrískan sigur. — Lizum varð að hátíðarsvæði á áugabragði. Verðir laganna lokuðu augunum í hrifningu sinni svo fréi.tamenn og ljósmyndarar gátu korr.izt að kempunum og spurt þær spjörunum úr og myndað þær í bak og fyrir. Vafalaust höfðu undangengin vonbrigði með stúlkurnar í svig- inu og stórsviginu þau áhrif að hrifning austurrískra áhorfenda varð svo stórkostleg sem raun varð á. Nú var þeim fagnað sem þjóðhetjum. IKIR VIB leik, okkur er ekki kunnugt um, að þeir hafi leikið aðra lands- leiki, en áðurnefnda leiki við Kan- ada, sem einnig eru óþekkt stærð í handknattleik. í bandaríska lið- inu eru þrír leikmenn, sem leikið hafa með evrópskum landsliðum, en eru nú orðnir bandarískir rík- isborgarar. Markmaður vestur- þýzka landsliðsins í heimsmeistara keppninni 1958 er markvörður liðs ins, en hann er mjög snjall. Ann- ar vestur-þýzkur leikmaður og einn svissneskur, eru einnig í lið- inu, og báðir þekktir. Um aðra leikmenn er ekki vitað. Stjórn HSÍ tók fram á fundi með íþróttablaðamönnum í gær, að forsvarsmenn á Keflavíkurflug velli með kapt. Ellison í broddi fylkingar, hefðu sýnt mikla tilhliðr unarsemi í sambandi við lands- leikinn. Öll samvinna við varn- arliðsmenn hefði verið hin á- nægjulegasta nú sem fyrr, en HSÍ efnir til hqppdrættis Stjórn IISÍ hefur ákveðið að efna til happdrættis og er einn vinningur. Hann er ekki af verra taginu, ferð á Olympíuleikana í Tokyo í haust ásamt uppihaldi. Verð hvers miða er 100 kr. en útgefnir eru 3600 miðar. Miðarn- ir eru seldir í Bókaverzlun Lár- usar Blöndal við Skólavörðustíg og i Vesturveri, í Verzl. Hjólið, Hafnarfirffi og í Verzl. Fons, Keflavík. handknattleiksmenn hafa oft feng- ið að æfa í íþróttahúsinu á Kefla víkurflugvelli undanfarna vetur. DÓMARINN ER DANSKUR Dómarinn í landsleikjum íslendinga og Bandaríkja- manna verffur danskur, Knud Knudsen, þekktasti dómari Dana. Hann dæmdi m. a. úr- slitaleik Rúmena og Tékka í síðustu heimsmeistara- keppni. Knudsen kemur hingað til lands 19. febrúar og efnt verður til dómara- námskeiðs hér, sem fer fram á fimmtudags og föstudags- kvöld og sunnudagsmorgun. Dómaranefnd HSÍ, en form. hennar er Hannes Þ Sig- urðsson, hefur veg og vanda af námskeiðinu. Unglinga- landsliö i handbolta Ant Antsson í 1500 m. skautahlaupinu í Innsbruck, Antson sigrabi í 1500 m. skautahl. Christine Góitscfaell, Frakklandi. Unglinganefnd HSÍ hefur valið eftirtalda leikmenn til þátttöku á næsta Unglingameistaramóti Norðurlanda í handknattleik inn- anhúss, sem fram fer í Sviþjóð í marz næstk. Viðar Símonarson, Haukum, fyrirliði, Rúnar Pálsson, FH, Jón Gestur Viggósson, FH, Stefán Sandholt, Val, Hermann Gunn- arsson, Val, Jón Ágústsson, Val, Jón Carlsson, Val, Frímann Víl- hjálmsson, Fram, Gylfi Jóhann- esson, Fram, Ölafur Friðriksson, Víking, Bjöm Einarsson, KR, Hilmar Bjömsson, KR, Jón B. Ólafsson, Val, Einar Hákonarson, Víking. Innsbruck, 6. febr. — Ingvar. Fyrir leikana var álitið, að rússneskir skautamenn myndu hirða bróðurpartinn af verðlaun- unum fyrir skautahlaupin, amk. yrðu þeir harðir í horn að taka á styttri vegalengdunum. Þetta hef- ur líka komið á daginn að nokkm leyti, en fyrir stómm áföllum hafa þeir orðið. Skemmst er að minnast ósigurs þeirra á 500 m. en þar sigraði eitthvað á ó- vart, Bandæríkjamaðurinn Mc- Dermott hljóp meðal þeirra síð- ustu og hjálpaði það honum nokk- uð að sólin hafði skinið smástund á svellið og gert rennslið betra, en samt sem áður var sigur hans sannarlega verðugur. Grisjin hinn tvöfaldi olympíusigurvegari á þessari vegalengd tókst sem - sagú ekki að krækja sér í enn einn gullpening. Það merkilega skeði hins vegar í þessu hlaupi, að þrír runnu skeiðið á sama tíma 40.6, sva veita varð þrenn silfurverðlaun en það mun vera í fyrsta sinn I sögu Ólympíuleikanna. Aðeing sáralitlu munaði að sá fjórði bætfi ist í þennan silfurmannahóp, þvl hefði Japaninn Suzuki ekki dottið á síðustu metrunum og farið á magann í gegnum markið, hefðl hann vafalaust einnig fengið 40.S en aðeins eitt brot vantaði upp á það. Framh. á 10. síffo ALÞÝÐUBLAÐIÐ —14. febr. 1964

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.