Alþýðublaðið - 14.02.1964, Page 7

Alþýðublaðið - 14.02.1964, Page 7
MINNINGARORÐ: Ari Kristinsson, sýslumaður FÖRINNX er heitið til Patreks- fjarðar. Þetta er á miðju sumri Og sólin hellir geislum sínum yfir Barðaströndina. Allmikil umferð er á vegunum, fólk í bifreiðum, á gæðingum og gangandi, njótandi sumarblíðunnar og fagurrar nátt- uru landsins okkar. Skammt fram undan eru þrír menn á ferð, ríð- andi fjörmiklum og fögrum gæð- ingum, sem svitinn bogar af í há- sumarsó'inni. Ég stöðva bifreið mína og ávarpa knapana, sem sjáan íega eru vinir, frændur eða feðg- ar. Mér leikur forvítni á að Jeita frétta af hinum unga, glæsilega sýslumanni, er stýrir þessu stór- brotna og fagra héraði, því að til þeirra sýslumannshjónanna á Pat- reksfirði, Ara og XDbbu, er förinni heitið. Svipmikill síðskeggur hef- ur orð fyrir þeim fé’.ögum, sem ég umbúðalaust legg spurningar mín ar fyrir, og svar hans er tákn- rænt: „Við Barðstrendingar og héraðsbúar allir metum mikils hinn unga sýslumann okkar og oddvita- Hann er hvort tveggja í senn, glæsilegt og gott yfirvald. En manninn, Ara Kristins-on, þyk- ir okkur öllum ákaflega vænt um.“ Mér kom þetta svar ekki á ó- vart. Reyndar vissi ég það fyrir. En þeir, sem spurðir voru, þekktu ekki spyrjandann, höfðu áreíðan- lega aldrei séð hann fyrr og Vissu því alls ckki um þá hlekki vináttu og kærleika, er um margra ára skeið höfðu knýtt okkur Ara sterk- tim böndum. Því er það að ég geymi svar hins aldna Barðstrend- ings sem dýrgrip, sem staðfest- ingu á öllu því, er ég vissi sann- ast og bezt um sýslumanninn unga, þeirra Barðstrendinga. — O — Fátækleg orð geta á engan hátt skýrt né sagt frá, hve náið, gott og kærleiksríkt sambandið og sam vinnan á milli föður míns, „gamla sýslumannsins í Húsavík" og fulltrúa hans, Ara Kristinsson- ar var. Sú vinátta var svo innileg og byggð á svo traustu bjargi, að slíks munu fá eða engin dæmi nema þá á milli föður og sonar. En mér er þá líka óhætt að full- yrða, að engan hefi ég þekkt, er meira mat föður minn en hinn ungi og nærgætni fulltrúi hans, en ég vissi líka vel, að þetta var ríkulega og gagn- kvæmt endurgoldið af föður míns hálfu. Hann spáði Ara glæsilegri framtíð og taldi hann afbragð ungra manna til forystu fallinn á sviði þjóð- og stjórnmála og við vinir og kunningjar Ara töldu heldur engan vafa leika á því, að þessi ungi og glæsilegi sýslumað- ur ætti eftir að komast til æðstu mctorða og skipa mestu trúnaðar- stöður þjóðfélagsins, ef honum entist a’dur og heilsa, enda hafði hann mikinn áhuga á þjóðmálum og beitti sér af alefii fyrir fram- gangi allra þeirra mála, er til memiingar og þjóðþrifa liorfðu og honum gafst tækifæri til að veita liðsinni sitt. En þó að Ari sýslumaður hefði mjög ákveðnar stjómmálaskoðanir, þá lét hann aldrei blindast í slíkum málum, því að i eðli sínu var hann mjög réttsýnn og sanngjarn og vildi jafnan það hafa fyrst, er sannast og réttast reyndist. Hann var frið- arins og kærleikans maður, þótt hann drægi aldrei af sér í barátt- unni fyrir hugðarefnum sínum og stefnumálum og mannasættir var hann með afbrigðum, þar sem skarpur skilningur hans og gáfur ásamt lægni, lipurð og sanngirni fór saman og þannig tókst honum oft á tíðum að fella í einn og sama farveg hin ólíkustu sjónarmið og erfið og vandasöm viðhorf. Leyndu sér ekki hæfileikar hins unga sýslumanns í þessum efnum er benti mönnum afdráttarlaust á forystuhæfileika hans og mann- kosti. Sjálfum sér otaði hann ekki fram, en beitti aftur á móti hæfi- leikum sínum til að efla og sam- stilla krafta og áhugamál annarra Hæverska hans var einstök og mót aðist jafnan af góðvild og glögg- um skilningi á málefnunum, eins og þau lágu fyrir hverju sinni. Hann var því ætíð úrræðagóður og skjótur til ákvarðana og af- greiðslu mála, svo orð var á gert. Hvar sem Ar sýslumaður fór, lélt birta og hlý og góð veðrátta í kringum hann. Hann var líka gleð- innar maður, unnandi fagurra lista, íþróttamaður ágætur á yngri árum, félagslega þroskaður, og var jafnan fús til þátttöku í sam- tökum fólksins á sviði menning- ar og félagsmála og var þá ætíð liðsstólpi mikill. Margfalda þakk- Ari Kristinsson arskuld á ég honum ógoldna fyr- ir alla þá birtu, yl og gleði, sem hann bar með sér inn á heimili föður míns og skrifstofur í Hú.ia- vík, þann tíma, er þeir störfuðu saman og efldu hvor annan til dáða og óvenjulegra vnsælda í Þingeyjarsýslum, hinu víðáttu- mikla og fagra fæðingarhéraði Ara, sem hann ætíð dáði og mat mikils. Hitt leyndi sér þó ekki hin síðari árin, þegar við áttum við- ræður saman og röktum minning- arnar frá liðnum dögum og at- burði síðustu ára, að þá áttu Barð- strendingar hug hans allan og ó- skiptan og Ari lýsti fyrir mér neð hrifningu og aðdáun stórhug og kjarki þess fólks, er hann hafði flutzt til scm yfirvald- Ari sýslumaður var Þingeying- ur, fæddur og uppalinn á Húsa- vík, kominn af merku og mikli* gáfu- og hæfileikafólki í báðár ætiir. Ungur giftist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni, Þorbjörgu Þórhallsdóttur, einnig ættaðri ur Þingeyjarsýslu af merku ágætis- . fólki. Hjónaband þeirra Ara og Obbu \ var frábært, sem mótaðist af ! djúpri- og einlægri ást og kær- I leika, gagnkvæmum skilningi cg nærgætni. Þau hjónin voru sem einn maður og stóðu saman í stóru og smáu. Það var unun og ánægja að sækja heim hin ungu og glæsilegu sýslumannshjón 4 Patreksfirði. Þau eignuðust 3 börn og hinn stóri og fallegi barca hópur, fjörmikill og glaður, dáði foreldi’a sína og undi sér í ást og kærleika sem næst hinum háa, spengbega föður, fegraði óg stækkaði stofurnar, en Obba, hin rólega, hæverska og prúða móð- ir, búin þeim kvenlega glæsileik og kostum, er athygli og virðingt* vakti jafnt barnanna, eiginmanns- ins sem og þeirra, er nutu liinn- ar hlýju og miklu gestrisni þeirra sýslumannshjónanna, dáði líka » djúpum hjarta síns eiginmanr* sinn og börn. Hvílíkur harmur, hvílíkur sár söknuður er nú bú- in þessu stóra og fagra heimili, við brottför sýslumannsins unga> til landsins eilífa bak við tjöldin, sem enginn mannlegur máttur fær hreyft við- Ekkert megnar af> græða þau hin miklu sár nem» kærieikurinn, hina djúpu og ein- læga ást og minningarnar, serii allar eru orpnar ljóma og birtu, og trúin á hinn mikla máít, sefn öllu ræður og gefur kraft Og traust til að standast hinar þyngstm þrautir og sárastan söknuð. ; -O- f Á miðju síðastliðnu sumri barst Framh. á 10 síðt» .....................................mmutmiimmmmiimmm...tmmummmmm................................mmnmm.... mmmmmmi...............mmimimimimi.mimim.... B UNGUR, bandarískur ævintýra maður, Robert Marx að nafni, hyggst sigla yfir Atlantshaf á víkingaskipi í auglýsingaskyni fyrir kvikmyndina „The Long Ships”, sem kvikmyndafélagið Columbia framleiðir. Ferðin hefst í Lissabon í apríl. Þaðan verður haldið tii Mexikó og síðan til Norogs, m. a. mcð viðkomu á íslandi. Ferðinni mun ekki ljúka fyrr en um mitt sumar. Skipið, sem Marx og níu menn aðrir sigla á, er nákvæm eftirlíking á einu hinna þriggja svonefndu Gaukstaða-skipa, sem geymd eru á Víkingasafn- inu í Ósló. Marx segir, að, einn helzti tilgangur siglingarinnar sé sá, að sanna svo að ekki verði um villzt, að hægt sé að sigla yfir úthafið á þessari gerð víkinga- skipa, bæði á suðlægum og norðlægum slóðum, þótt það sé aðeins knúip áfram með stóru segli. Sumir neita enn að trúa því, að þcssar víkinga- ferðir hafi verið farnar, segir hann. — Við förum yfir Suður-At- Jantshaf og höldum til Noregs yfir Norður-Atiantshaf. Ýms- ir segja, að þessi tegund skipa hefði brotnað í spón í hinum mikla öldugangi á hafinu, en við vonum að við getum einn- ig hrakið þessa skoðun. — Þar eð ég trúi því ekki, að sæfara fyrri alda hafi rekið fyrir vindi upp að ströndum Ameríku, heldur að þeir hafi getað siglt fram og aftur yfir hafið aðeins með hjálp frum- stæðra siglingatækja, verður einn helzti tilgangur þessarar ferðar sá, að læra hve nákvæm lega hægt er að sigla, aðeins með því að miða við sólina, stjörnurnar og tunglið —- og með því að treysta á heilbiágða dómgreind óg einfalda útreikn inga. — Þar sem við erum vissir um, að víkingarnir höfðu éhga áttávita, höfum við engan átta- vita mcðferðis. Við höfum alls engin siglingartæki meðferðis. í rauninni höfum við aðeins þá hluti meðferðis, sem víkingarn ir hefðu haft með sér, nema björgunartæki, ljósmyndaút- búnað og hjúkrunargögn.. — Við höfum vitaskuld enga vél eða útyarp, en í þessu til- viki notum við árar. Við borð- um sams konar fæðu og forfeð- ur okkar neyttu — saltkjöt fisk, ost, hunang, ávexti, hnet- ur, bygg o. s. frv. —- Við förum með víkinga- skipið frá Júgóslayíu (en þar hefur það verið síðan það var notað i kvikmyndinni) til Lissa bon um 10. marz, og lcggjum upp í ferðina 15. apríl, stefn- um til Kanaríeyja og komura að Jolcum tii Ýucatan í Mexí- kó í júníbyrjun. Frá Mexikó siglum við skipinu til Noregs um New York, Nýfundnahmd, Grænland, Island og Færeyjar.' Um þessar mundir er Marx í London að ráða litla áhöfn (um níu menn) til að sigla skip- inu ásamt honum. Hann leitar að áhugasömum, duglegum og hax'ðgerðum mönnum á aldrin- um 19 til 35 ára. Sjómannsefn- ið verður að hafa vissa reynslu á sjónum að baki, hafa áhuga u : á fornleifafræði, eðlisfræði og • sjómennsku og skipum — og .. .. gera sér grein fyrir óþægind- um þeim, sem við verður að . búa í ferðinni. — Við verðum algerlega áXu - opnu hafinu alla leiðina og^- Framh. á ols. 10.c ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 14. febr. 1964 7

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.