Alþýðublaðið - 14.02.1964, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 14.02.1964, Blaðsíða 15
fólki, sem lagði sig niður við að kynnast því, hvað ég er dásam- leg sál. — Hann er ritstjóri „Bare“, sagði ég. Henni brá í brún: — Ó, guð — — Þú sagðir honum ekkert mikilvægt, var það? — Nei, nei. Auðvitað gerði ég það ekki. En hann var alltaf að reyna að veiða upp úr mér eitt- hvað um Anny. Eg hefði átt að skilja það. Ó, Nieholas, ég hefði mátt vita það. Þarna stóð ég og hélt að hann væri að tala við mig vegna minna eigin verð- leika, en hvað kemur svo upp úr kafinu? Hann er ritstjóri ,,Bare“. Þetta er vegna ættar- bölvunarinnar. Hún hefur fylgt mér frá fæðingu. Eg ætlaði að ganga tií Pam, en á leiðinni tók ég eftir mömmu, Ronnie og Sylviu, sem voru að tala við þekktan slúðurdálkahöf- und. Og ekki nóg með það, við hliðina á þeim tvísté Robinson lögreglufulltrúi. Eg reyndi að skýla mér í mann þrönginni, en varð of seinn. Mamma hafði tekið eftir mér, og benti mér að koma til sín. — Nickie, elskan. Komdu og lieilsaðu upp á Gloriu. Gloria var slúðuardálkahöfund urinn. Við Delight gengum til þeirra. Mamma sendi lögreglufull trúanum töfrandi bros. —. Nickie, Delight, þetta er yndislegi lögregiufulltrúinn, sem hefur hjálpað Ronnie svo mikið á þessum eífiðu tímum. Eg gat ekki hugsað mér að standa augliti til auglitis við lög reglufulltrúann. í stað þess snéri ég mér að Ronnie. Hann var á- mátlegrj enn nokkru sinni f>’rr, Maður gat ímyndiað sér, að hann liefði verið sviptur tólf eiginkon um, sem allar hefðu verið honum dýrmætari en öndin í brjósti sér. Sylvia La Mann stóð við lilið hans, Ijómandi lagleg og virðuleg. Gloria, sem var alltaf einstak- lega alúðleg en athugaði um leið alla með röntgen augum, heilsaði okkur með mátulega miklu af því áhugaleysi, er við áttum skil- ið. Svo greip hún um handlegg lögreglufulltrúans, eins og til að sýna hvað hún væri mikið inn- undir hjá lögreglunni, og snéri sér að Ronnie. — Ronnie, elskan. Þú veizt, að okkur blaðahaukunum þykir öllum mjög vænt um þig, og við finnum öll til með þér í þinni • miklu sorg. En við verðum öll að standa okkur f starfi okkar, og það er ein grein, sem liggur mér þungt á hjarta. Þú mátt ekki halda, að ég sé svona harðbrjósta, en allur heimurinn bíður eftir þessari grein. Hvað gerist næst? Hefurðu tekið ákvörðun? Hver á nú að leika Ninon de Lenclos? Eg leit á mömmu. Hún var jafn falleg og virðuleg og alltaf, og vissi nákvæmlega hvað hún átti að gera. í augum hennar var baráttuglampi, sem ég vissi að þýddi — NÚNA. Mamma hefði greinilega ákveðið að nú væri sbaður og stund til að tilkynna umhciminum hver ætti að leika Ninon. Nú sá ég í einum svip hvað ij5) JÍ>) 'f) 'o) „--o) það voru mikil mistök af okkur að segja henni ekki frá heimsókn lögreglufulltrúans. Hvað hafði lögreglufulltrúinn ekki sagt? — Þetta um Ninon de Lenelos fullvissaði mig um' að þetta væri bara vitleysa.. Ég get ekki ímynd að mér að Anny Rood þurfi að myrða til að fá hlutverk. Ef til vill hafði Hans frænda tekizt að blekkja hann. Ef til vill hafði hann ekki tekið eftir förunum eftir Tray. En . ; . . en . . . Ó, mamma, það verður þú, 18 sem fellur í gröfiná. Mér leið hræðilega illa. Eg er viss um að ég hefði ekki komið upp nokkru orði, þó á mig hefði verið yrt. — Svona nú. Gloria hló glettn islega. Það er engin ástæða til að halda þessu leyndu, kæri Ronnie. Ronnie leit helzt út fyrir að geta dottið dauður niður þá og þegar. Eg bjóst ekki við öðru en að grafararnir yrðu kvaddir til baka til að taka aðra gröf. — Ja . . . stamaði hann. Ja. Eg sá að mamma var að undir búa sig undir mikla sýningu. — Manima, stundi ég lágt. Enginn veitti mér athygli, því að nú gekk Sylvia La Mann hnar reist fram og sendi Gloriu og lög reglufulltrúanum töfrandi augna ráð. — Ronnie, elskan. Ég er viss um, að það er allt í lagi að segja þeim frá því, er það ekki? Eg á við, ef til vill er þetta einmitt rétta stundin. Og þar að auki er Gloria kær vinur okkar — mjög kær — og lögreglufulltrúinn hef ur verið svo alúðlegur við okk- ur. Ronnie tudraði eitthvað óskilj anlegt. Sylvia lyfti blæjunni með grönnum hanzkaklæddum fingr um og leit á Gloriu. — Gloria, elskan. Það er ekki bara vegna myndarinnar. Það þýr miklu, miklu meira á bak við það. Það er vegna Normu. Við Ronnie erum bæði viss um að sá hefði verið vilji Normu. Og það er það eina, sem skiptir nokkru máli. Þannig er þetta, elsku Gloria. Auðvitað hef ég tekið það nærri mér, að valda öllum þeim, sem ég hafði lofað að vinna með vonbrigðvun, en ég ætla samt að gena það. Ég ætla að leika Ninon. Ó, ég veit, að ég get aldrei gert það eins vel og Norma, aldrei í lifinu, en ég ætla að reyna að gera mitt bezta, vegna minningar hennar. Eg leit skelfingu lostinn á mömmu. Hún stóð sig með ágæt- um. Það sáust engin svipbrigði á andliti hennar. Það hlaut að vera óþolandi fyr ir Gloriu að vera stödd í síma- lausum kirkjugarði, þegar svona fréttir bárust. Hún skimaði óþol inmóð í kringum sig, — Þú staðfestir þetta, Ronnie, spurði hún. — Ég get látið þetta á þrykk út ganga? Ronnie gerði örvæntingarfuUa tilraun til að brosa. — Já, Gloria. Þetta er rétt. Sylvia hefur verið svo væn að taka að sér að leika Ninon de Lenclos. Gloria skildi strax, að hér var um gullnámu að ræða. Hún þreif í Sylviu og dró haha að bUnum sínum, sem hefur áreiðanlega ver ið búinn radartækjum og þumal skrúfum. Við hin stóðum þegj andi eftir. Mér fannst tíminn standa kyrr. Loks rauf lögreglu fulltrúinn þögnina: — Jæja, ungfrú Rood. Ég verð víst að kveðja yður. Hann kvaddi mömmu, Ronnie ogog Delight með handabandi, en þegar röðin kom að mér, lagði liann handlegginn um axlir mér og dró mig af stað með sér. Hann nam ekki staðar fyrr en við leiði konu nokkurrar, sem samkvæmt legsteininum, hafði heitið EUza M. Bunthorne. Á leið inu war hnetusmjörskrukka með þrenningargrasi. — Þið sögðuð ekki móður þinni frá nafnlausa bréfinu, spurði hann. — Nei. — Gott. Það hefði verið synd að vekja henni áhyggjur að ó- þörfu. Hann hélt enn um axlir mér. — Á ég að segja þér nokk- uð? — Hvað? — Ég ætla að trúa þér fyrir lögregluleyndarmáli. Ef til viU getur það komið þér að gagni síð armeir, ef þú skyldir einhvem tíma lenda í viðureign við lög- regluna. Kvöldið, sem ég kom til ykkar, sagðist ég aldrei hafa tekið mark á nafnlausa bréfinu. Það var ekki satt. Auðvitað bentt' allt til þess, að dauði ungfrú Del' anay hefði verið slys. Vínflösk-; ur faldar i herberginu hennar og- aUt það. En lögreglumaður ver8 ur að hafa augun opin. AuðvitaS kemur stundum fyrir, að mann- neskja detti úr stiga og háls~ brotni, en það er afar sjaldgæftt Og leikkonur — það er erfitt aS henda reiður á leikkonum, eða finnst þér það ekki, sonur sæll? Þegar ég fékk bréfið, runnu á mig t\'ær grímur. Ef til viU var eitthvað tU í þessu. Ef ég nú ttt dæmis sæi það í blöðunum- ein- hvem daginn, að Anny Rood ættl að leika Ninon de Lenclos .... Hann klappaði mér á bakið. — Já, sonur sæll, þannig hugs aði ég. Þú skalt aldrei treysta vingjarnlegum lögreglumannl, mundu það. Hami andvarpaðL •— Sylvia La Marni fær hlutverk ið. og það rekur endahnútihn & Normu Delanay mállð. Það et nú það, Hugsaðu þér hvað fyrir sögn eins og þessi hefði vakið mikla athygli og aflað mér frægð ar: Robinson lögreglufultlrúl sviptir grímunni af Anny Rood, morðingja Normu Delanay. O- jæja, þetta er ekki alltaf jafn spennandi. Hann hló glettnislega, sl6 enn einu sinni á öxl míng og hvarf á milU leiðanna. Uss, það er brúðkaupsdagurinn ykkar í dag pabbi. ?^STAyoNTHAT< DECK ANP TgyÁi TO EVAPE í > OVER... pVV WHILE ON ÁNOTHEE HE AL-ER.TS THE TUKK-ögEEIC FleHTER TE4M WH/CH HA5 &EEN ON A'TPAININO' AAI5SION NEAR THE BORPEe...C THE REP FIOHTER WA5TEP PRECIOU5 AA/NUTE5- FOLLOWINð THE WRONO VALLEY IN THE LoNELY TURKISH HILLS — BUTNOW HE SWINúS INTO THE COPPECT ONE... ANP SFOTS THE TINY, UIMBERIN® TÉANSPORT FAR POWN THE RIVER... Stebbi fær nú aðvörim um hvað í vænð- um er. Jafnframt er haft samband við flug menn grísku og tyrknesku þotanna, sem voru á „æfingaflugi" yfir Utu. Flugmaður Mig-þotunnar hefur eytt dýr mætum mfnútum í að lcita að vél Stebba. En svo breytir hann mn stefnu og skyndi- lega sér hann vélina framunðan. 1 — Þú svitnar Mark Leef. Mér IíSur sv# ágætlega. ALÞÝÐUBLAÐIÐ —14. íebr. 1964 151

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.