Alþýðublaðið - 03.03.1964, Page 7
K3ÍLAR
öldunga æíti að tajca úr umferð
áður en hrumleiki þeirra verður
öðrum að tjóni. Ekki að lóta sömu
reglur gilda um gamla bíla og
nýja, eins og nú er gert. Auðvitað
er nóg að koma með nýjan bíl til
skoðunar einu sinni á ári, fyrstu
fjögur til fimm árin, en eftir
það ætti skoðun að fara fram
tvisvar ef ekki þrisvar á ári.
Flestir reyna að sleppa sem
.billegast’ í gegn um skoðunina og
tjasla saman eftir beztu getu -því
sem bilað er, áður en farið er
með bílinn í skoðun. Sleppi hann
í gegn er síðan allt látið sitja á
hakanum og danka þar til að
skoðun kemur aftur eftir eitt ár.
Bifreiðaeftirlitsmenn hafa oft
sætt harðri gagnrýni fyrir störf
sín, og skal ekki lagður dómur á
réttmæti þeirra ásakana liér, en
víst er þó, að ýmsir úrslcurðir
þeirra virðast á stundum harla
einkennilegir og tilviljunum háð-
ir. Kunna þar nokkru um að
valda slæm .starfsskilyrði.
Ekki væri úr vegi að athuga
hvað Danir segja um þau vanda-
mál scm gömlu bílarnir skapa.
í Danmörku eru nú 60 þúsund
bílar, sem framleiddír voru fyrir
stríð. Allir eru þessir bílar eldri
en 25 ára. Þeir eru flestir taldir
lífshættulégir og ætti fyrir löngu
að vera húið að selja þá i brota-
járn, að því er Politiken segir.
Meðalaldur danskra bíla er 14 ár
(vafalaust mun lægri hér á landi)
en með tilliti til öryggis og sparn-.
aðar ætti meðalaldurinn að vera
10 ár.
Það eru bætt lífskjör, sem valda
Því að svona mikið af gömlum
bilum er enn í umferð í Danmörku
þótt undarlegt sé. Stöðugt bætast
nýir bíleigendur við í tekjulægri
stéttunum, eftir því sem almenn
velmegun vex og laun hækka. —
Þeir, scm minnst efnin hafa eiga
að sjálfsögðu fæstra kosta völ, og
eignast því oft á tíðum elztu og
verstu bílana.
Sálfræðjngum Qg bílasölum ber
fullkomlega saman um, að menn,
sem eru að kaupa notaðan bíl í
fyrsta skipti, hegði sér yfirleitú
allir eins: Þeir eru utan við sig
af ánægju, og einstaklega bjart-
sýnir á lífið og tilveruna. Þeir
gæta sín ekki á brellum bílasala
og sjá ekki galla á bílnum sem þi>
ættu að blasa við augum.
Danir segja, að tíu ára gamall
bíll geti ekki veríð meira en 12
þús. króna virði, en hægt sé aðT
fá 24-36 þús. krónur fyrir hann,
éf skipti eiga sér stað. Mjög ei-
mikið um það, sem ekki þekkist
hér á íslandi ennþá, að bilasalar
taka gamlan bíl upp í verð nýs.
í Politiken er lögð áherzla á, aS
nauðsyn beri til að setja strang-
ari skoðunarreglur og fjölga
skoðimarmönnum, ef ekki eigi illa
að fara.
Að skaðlausu mætti íslenzka
bifreiðaeftirlitið og ganga nokkru
harðar fram í að taka hættulega
bílskrjóða úr umferð, sem aðeinu
stofna lífi vegfarenda í hættu, ea
eru einskis virði, þegar á allfc
er litið. (Ekill.
* #>
Vann Monte fí
Carlo-keppnina.
Þróunin stefnir nú í þá átt, að
æ fleiri bílar verði búnir sjálf-
skiptingu, að því er BMC segir.
■Eftirspurn eftir sjálfskiptum bíl-
um vex stöðugt, bersýnilega af
þeirri ástæðu, að umferð í flest-
'Um borgum fer nú hraðvaxandi og
menn verða langþreyttir á því í
umferðarflækjum að vera , alltaf
með annan fótinn á kúplingunni
og aðra hendina á girstönginni.
Þá stefnir þróunin og í þá átt, að
búa 4 manna bíla sjálfskipting-
um, en ekki er ýkja langt siðan
að einu sjólfskiptu bílarnir voru
stórir amerískir íólksbílar vonju-
lega fyrir sex farþega.
I fyrra var það Saab, sem
fyrstur kom að marki í
Monte Carlo kappakstrin- ^
um, en í ár var það Morris
Cooper. Hvað er þessum 2
bílum sameiginlegt? Jú, þeir
eru báðir með framhjóla-
drifi. J ár voru Saab bílar
í þriðja og fimmta sæti ;og
Morris Cooper í 7. sæti.
. Myndia er af sigurvegaran
um í Monte Carlo, en hann
Sheitir Paddy Mopkirk. Har.n
thefur oft áður tekið þátt í
þessari keppni og oft verið
meðal þeirra fyrstu, en al-
drei þó sigurvegari fyrr en
njú. Hopkirk er þrítugur að
aldri og rekur ökuskóla og
mótorstillingaverkstæði, —
auk þess, sem hann leggur
stund á nám. í verkfræði.
Það væri svo sem nógu fróð-
legt að vita, hver væri meðalaldur
bíla á íslandi um þessar mund-
ir, og væntanlega verður hægt að
reikna það út, þegar bifreiða-
skýrsla Vegamálastjórnarinnar
kemur út innan skamms.
Hér er vafalaust mikið af bíl-
um, sem fyrir löngu ætti að vera
búið að höggva i brotajárn, en
enn eru í umferð og skapa þar
hættur og eru slysavaldar. Þessa
bíla á fimmtíu árum
í ár eru liðin 50 ár síðan fyrsti
Dodge bíllinn var framleiddur.
Síðan árið 1914 hafa alls verið
framleiddir 9,5 milljón Dodge-
fólksbílar (og 3,2 milljónir Dodge
vörubílar) eða samtals 12,7 millj-
ónir bíla.
Það voru bræður, Horace og
Jolin Dodge, sem stofnuðu verk-
smiðjuna árið 1914 og þá um
haustið var fyrsti bíllinn fram-
leiddur. Þessi bíll var hinn frægi
Dodge 4 Touring, sem varð gríð-
ar vinsæll í Bandaríkjunum og
79 MILLJÓN
BÍLAR
Á Vesturlöndum voru á síðast-
liðnu ári framleiddir næstum 19
milljónir bíla síðastliðið ár, þar
af tæplega helmingur, eða 9 086-
000 í Bandaríkjunum.
Nákvæmlega var talan 18970-
000 og eru þá taldir bæði fólks-
bílar og vörubílar, er þetta rúm-
lega einni milljón meira en árið
áður.
Mest var framleiðsluaukaiingin
hjá bílaverksmiðjum í Evrópu, og
er þar hlutur V-Þýzlcalands stærst
ur, en þar voru framleiddir 2,-
673 300 bílar. Bretar eru nú í 3.
sæti á eftir Bandaríkjunum og
Vestur-Þjóðverjum hvað bílafram
leiðslu snertir.
SIMCA verksmiðjurnar frönsku
voru meðal þeirra, sem settu fram
leiðslumet á síðastliðnu ári, en þá
framleiddu verksmiðjurnar alls
273.617 bíla. Útflutningurinn jókst
mjög, fluttir voru út samtals
126180 bílar, eða 41,2% af fram-
leiðslunni, og er það mun meira
en árið áður.
Vinsælasti bi'Uinn frá Simca
verksmiðjunum og sá sem mest
var flutt út af var Simca 1000.
utan þeirra. Þess má geta, að einn
af fyrstu bílunum, sem framleidd-
ir voru hjá þeim Dodge bræðr-
um, var seldur til Noregs, nánar
tiltekið til Bergen.
Um langt árahil var það svo, að
þessir bílar voru framleiddir und-
ir merkinu Dodge Brothers (Dod-
ge bræður). Nafnið var meira að
segja notað áfram eftir að bræð-
urnir tveir fórust í bát á Michigan
vatni. Þá tóku Graham bræður við
stjórn fyrirtækisins og fram-
leiddu þeir fyrsta vörubílinn, sem
þar var framleiddur. Á þriðja ára-
tugnum voru verksmiðjurnar seld
ar Chrysler.
Tvö til þrjú síðustu árin hafa
Dodge verksmiðjurnar sett fjöl-
mörg framleiðslumet.
Dodge hefur jafnan verið held-
ur vinsæll hér á landi, en hefur
undanfarin ár, eins og aðrir ame-
rískir bílar, orðið að láta nokkuð
undan síga fyrir harðri samkeppni
Evrópu bíla, en nú virðast banda-
rískir bílar aftur njóta hér auk-
inna vinsælda og má kannski
ckki sízt marka það af bílakaup-
um atvinnubílstjóra.
DANSKIR BREYTTU
MORRIS1000
Morris 1000 Super er einn þeirra
bíla, sem hefur verið óbreyttur í
útliti í allmörg ár. Nokkrir bílar
munu vera til af þessari gerð hér
á Jandi, og í Danmörku eru um
25 þús. slíkir bílar.
í Berlingske Tidende var fyrir
nokkru skrifað um þennan bíl á
bílasíðu blaðsins og einkum bent
á þrjá galla: Fyrirkomulagið á
rúðuþurrkunum, miðstöðina og
að ekki skyldi hægt að læsa báð-
um dyrum með lykli. Á 1964 mód-
elinu hefur verið bætt úr þessum
göllum og eru bílasíðuskrifarar
Berlings kampakátir yfir að hafa
komið þessu í kring.
— Ég: veit nú ekki hvað ég á að segja um þig, en bílinn lízt mér
ljómandi vel á.
ALÞÝÐUBLAÐfÐ — 3. marz 1964 J