Alþýðublaðið - 22.03.1964, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.03.1964, Blaðsíða 1
I m%W%WWWWWt*WW**M%WMWWWAMWWWWWW%tMMWWWM%W%WWW>WW 45. árg. — Sunnudagur 22. marz 19G4 — 69. tbl. Sjónvarpið kemur vonandi fljótt - sagði útvarpsstjóri á fundinum í gær Reykjavík, 21. marz EG. Stúdeníiafólag ReykjavSkur gekkst fyrir fundi um íslenzkt sjónvarp í JLídó í dagr. Málshefj- andi á fundinum var Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri. Margt manna sótti fundinn, Útvarpsstjóri skýrði frá því, að ekki væri enn hægt að skýra frá niðurstöðum rannsóknarinnar um íslenzkt sjénvarp þar eð þær liefðu en ekki verið sendar ráðu neytinu. Iívaðst hann búast við að nefndin, senl kannaði þessi mál lyki störfum nú um páskana. I opnunni í dag bregðum við upp nokkrum svipmynd- um af Grindavík bæði með myndum og texta, sem Grét- ar Oddsson hefur gert. Mynd in hér að ofan er af kirkj- unni í Grindavík og nokkr um gömlum húsum. Þar eð útvarpið hefði getað 1 staðið undir framkvæmdum og borið sig fjárliagslega, sagði út- 1 varpsstjóri, að ástæðulaust væri að vantreysta fjárhagsáætlun út- 1 ^ varpsins um sjónvarp. Taldi hann I I að ákjósanlegast mundi vera að útvarp og siónvarp hér á landi ’vtu sömu yfirstjórn, og fyrir 2-3 s^unda dagskrá mundi þurfa um 20-30 manna starfslið. Dagskrár-1 pfni mitndi verða innlent frétta- j ng fræðsluefni ásamt erlendu 1 efni með íslenzku tali. Sagði út varnsstjóri, að dagskrárkostnaður • norska siónvarpsins hefði verið | .11 millión ísl. króna sl. ár, og sent hefði verið út 1170 stundir, Fvrsta árið mætti reikna með 9- 10 millj. kr. dagskrárkostnaði hér en um 20 milljón króna heildar- kostnaði. Afnotagiöld aug lvsingar og einhverjar tekjur af innfhittum tækjum mundi geta gta*;* undir kostnaðinum. Sagði útvarpsstjóri í lok ræðu sinnar. að gott íslenzkt s.jónvarp ætti að geta orðið menningartæki eott og geta hækkað „standard" á vms"m sviðum, eins og útvarp ið hefði t. d. gert nieð tónlist. „Siónvaroið kemur örugglega.og vonandi fl.iótt" sagði útvarpsstjóri. Alimargir voru á mælenda- skrá er hann hafði lokið máli s'nu. FYRIRBRIGÐIN AÐ SAURUM: ,Poltergeist‘ er al- þekkt fyrirbrigði Reykjavík, 21. marz EG. FYRIRBURBIRNIR, sem sagðir eru hafa á t sér stað að Saurum í Kálfshamarsvík uud- anfarna daga eru síður en svo ný fyrirbrigði á sviði sáiar- rannóskna. Ekki virðist um ]>að deilt, að slík fyrirbrigði i afi átt sér stað, heldur um Iiitt hvort þau eigi sér skýranlegar orsakir eður ei. Á erlendum málum kaliast það „Pol’ergeist", þegar kynja hljóð heyrast í húsum og hús- gögn færast úr stað. Orðið „Poltergeist“ er þýzkt að upp runa, samsett úr Polter, sem þýðir hávaði, eða skrölt cjj geist, sem þýðir andi. í orðabók Jóns Ófeigssorar er „Poltergeist“ þýtt liúsálfur, eða hávaðamaður, Websteh’s New World Dictionary þýðir orðið á ef 'irfarandi hátt: Andi sem talinn er vera valdur að borðbanki og öðrum kynieg- um hávaða. í Encylopaedia Brittanica, útg. 1957, í kaflanum um sál- arrannsóknir í 18. bindi bls. 667 N segir svo í lauslegri þýð- Framhald á síðu 2 WVWWWMWWWtWWWWWMMMWlMWMMMWMMWWWWtMIMMWMWWMIWWIMMi Stálu bíl - teknir á Sandskeiðinu Reykjavík, 21. marz. — KG. Síðastliðna nótt var bifreið stol- ið frá bifreiðastæðinu við Lauga- veg 92. Óku þjófarnir bifreiðinni austur í Svínahraun og urðu að skilja hana eftir þar. Lögreglu- bifreið, sem ók austur fyrir fjall í lcit að bifreiðinni, ók svo fram á tvo pilta 16-17 ára á gangi við Sandskeið á leið í bæinn. Voru þeir eitthvað undir áhrif- um víns og liafa játað á sig bíl- þjófnaðinn. TVEIR BATAR TEKNIR LANDHELGISL. NÓTT Reykjavík, 21. marz. — KG. i TVEIR bátar, Farsæll VE 12 og Guðmundur góði RE 313 voru kærðir fyrir ólöglegar veiðar í gærkvöldi. Voru bátarnir færðir til Vestmannaeyja og verður mál þeirra tekið fyrir þar. I>að var gæzluflugvélin Sif sem kærði bát- ana, en Óðinn færði þá til hafnar. Það var síðdegis í gær, að gæzluflugvélin Sif varð bátanna vör út af Vík í Mýrdal og mæld- ist Farsæll tæpar 2 sjómíiur fyr- ir innan markalínuna, en Guð- mundur góði 3,5 sjómílur. Þegar skipsmenn á Guðmundi góða urðu flugvélarinnar varir hjuggu þeir á vírana. Var þá varðskjpið Óð- inn sent á staðinn til þess að rann saka útbúnað skipsins og stað- festu varðskipsmenn að höggvið hefði verið á vírana. Bátarnir voru sendir til Vest- mannaeyja, en Sif og Óðinn fóru til Reykjavikur og munu áhafn- irnar gefa skýrslu hér en þær verða svo sendar til Vestmanna- eyja og mál bátanna tekið fyrir þar. Miklu stolið af bílaáttavitum | í FYRRINÓTT var stolið miklu ' magni af bílaáttavitum úr sölu- mannsbíl, sem stóð viö Kleppsveg". Einnig var stolið úr bílnum liraðsuðusúpuvél. Þjófnaður þessi var framinn milli klukkan 2 og 8 í fýrrinótt, og' eru allir þeir, sem einhverjar upplýsingar gætu í gefið, beðnir að snúa sér til rann I sóknarlögreglunnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.