Alþýðublaðið - 22.03.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.03.1964, Blaðsíða 6
Vaknaði aftur tiE iifsins Sænsk stúlka, scm var læknis- fræðilega látin, en tókst að kalla aftur til lífsins, er stöðugt um- ræðuefni manna í Svíþjóð. Ekki sízt eftir að hún komst aftur til meðvitundar í síðustu viku. Með hjálp blástursaðferðarinnar og með þriggja tíma hjartanuddi var hjartanu komið af stað aftur, en fyrst hálfu ári síðár, komst hún aftur til meðvitundar. Ennþá er líðan stúlkunnar alvarleg og ekki er unnt að segja til um hvort hún muni komast til heilsu. Það var 14. september í fyrra, að 22 ára stúlka, Sonja Wilken- skjell, fékk lánaðan bíl í fyrir- tæki því, sem hún vann í, og ók áleiðis til heimilis foreldra sinna. Eftir aðeins nokkur hundruð metra akstur missti hún bílinn ut- an í brúarhandrið og fór hann í gegn um það og út í vatnið. — Straumur var sterkur og eftir fá- ein andartök var bíllinn með stúlkunni kominn um hundrað metra niður fyrir brúna. Björg- unarsveit var þegar gert aðvart og eftir 20 mínútur var búið að ná stúlkunni upp í bát, og þá var þegar hafizt handa um að lífga hana við. Haldið var áfram við það alla leiðina til sjúkrahúss- ins og í þrjá tíma eftir að þangað var komið. Þá byr.iaði hjartað að slá og Sonja fór aðeins að anda. Dagar liðu og hjartað sló stöðugt, en Sonja komst ekki til meðvit- undar. Siðan hefur hún legið meðvit- undarlaus á sjúkrahúsinu. Unn- usti hennar hefur setið við rúm- stokkinn og endurtekið þúsund- um saman: „Sonja, heyrir þú til mín?” í síðustu viku gerðist undr- ið: Hún lauk upp augunum. Mik- il eftirvænting varð umhverfis rúmið. Var þetta aðeins andar- taks taugakipringur? Nei, hún renndi augunum til og horfði um herbergið. Hún kom auga á unn- usta sinn og brosti. Hún þekkti RYÐVORN Grrrásvpír 18 sími 1-99-45 i Ryðverjum bílana með T e c t y I, SkoSnm o? stUlnm bílana flióti oc vel BILASKOÐUN Skúiae-otu 32. Stmi 13-100. I hann raunverulega aftur. Svo kom hún auga á móður sína. Hún hvíslaði ógreinilega: Mamma, — mamma. .. Þetta olli vitaskuld mikilli gleði. En hvað um Sonju? Unnustinn, Birger Vitalis, segir, að enn sé langt i. land með að hún sé úr allri hættu og nái | heilsu, það mun taka langan tíma og læknar vilja ekkert ákveðið segja enn sem komið er. Allan þann tíma, sem Sonja var meðvitundarlaus, gátu læknarnir ekkert aðhafzt. Hún fékk nær- ingu um nefið, en meltingarfærin unnu starf sitt eðlilega allan tímann. Nú vona menn einungis, að ekki líði á löngu þar til tauga- læknar geta tekið hana til með- höndlunar. Unnusti hennar hefur sagt frá því, að um þessar mundir séu lfð- in þrjú ár síðan þau settu upp hringana. Mánuðum saman var hann vonlítill um að af brúð- kaupi gæti orðið. Nú er hann fullur bjartsýni og vonar, að krafta verkið verði fullkomið. U í byrjun april frumsýnir U Þjóðleikhúsið hið umrædda |j leikrit Teenagerlove, sem H hlotið hefur nafnið Táninga- 1 ást á íslenzku. Þetta leikrit p hefur vakið mikla athygli á P Norðurlöndum að undanförnu 1 og gengur enn á Konunglega H leikhúsinu í Kaupmannahöfn, en þar var það fyrst frumsýnt fyrir einu og hálfu ári. Höfund- ur er danski leikarinn og leik- ritahöfundurinn Ernst Bruun Olsen, en tónlistin er samin af Finn Savery. Aðalhlutverk eru leikin af Rúrik Haraldssyni, Herdísi Þorvaldsdóttur, Róbert Arn- finnssyni, Bryndísi Schram og Benedikt Árnasyni, en hann er einnig leikstjórinn. Auk þess koma fleiri við sögu. Jón Sig- urðsson stjórnar hljómsveit- inni. Myndin er tekin á æfingu í gær. ......................—..... BAK VIÐ TJÖLDIN Sjónvarp... Framh. af 4. siðu stóll mundi dæma þeim skaða- bætur. Þegar þeir fóru að horfa á Keflavíkursjónvarpið, voru is lenzk stjórna'rvö.d alls ekki bú in að lofa þeim íslenzku sjón- varpi, svo að varia hafa þeir keypt tæki sín svona tímanlega þess vegna. Þau geta þvi varla borið ábyrgð á því, að nokkur þúsund manns á Suðurnesjum keyptu sér tæki til að horfa á erlenda sjónvarpsdagskrá. Það hljóta sjónvarpskaupendur að hafa gert á eigin spýtur. Og ef þeir missa dagskrána, hljóta þeir að bera skaðann. Um sjónvarpsmálið mætti sjálfsagt skrifa margair síður, en ég læt hér staðar numið, enda þykir sjálfsagt mörgum kom.ð nóg. Bezt væri þó, ef um ræðurnar um sjónvarpið mi yrðu til að vekja samvizku þjóð arinna'r. Hvort sem plaggið, sem alþingi var sent á dögun- um, hefur nokkur áhrif eða engin, verður það síðar hcim- ild um vakandi hugsun 60 ís- lendinga 1964. Saga lýðveldisins ís'ands verður ekki löng, ef þeir eiga að halda því uppi, sem haf ekkert við það að aihuga, þó að kom- ið sé upp hátalara og sjónvarpi í Austurstræti ó móts við Lækjatorg og þaðan útvarpað nauðaómerkilegri, erlendri dagskrá frá morgni til kvölds. Hvað skyldi þeim útlenda ferða manni, sem leggur leið sína þar um stræti, verða hugsað um menningarástandið á Islandl? André Malraux, mennta-, □ málaráðherra Frakklands, I hefur gengið að því með oddi og egg að hreinsa til í því ógrynni listaverka og minnis- merkja, sem til er í París. Hann ákvað meðal annars, að flytja skyldi úr borginni 200 mynda- styttur og deila þeim á milli kannstaða úti á landsbyggðinni. Borgarstjórinn í Evian, hinum kunna heilsuræktarbæ, varð held- ur en ekki kampakátur, þegar honum barst tilboð um að fá styttu af sjálfum Moliére til þess að punta upp á staðinn með. Hann ákvað í samráði við borgarráð og borgarstjórn að styttunni skyldi komið upp á aðaltorgi í Evian. Þegar styttan kom til Evian minnkaði þó hrifningin talsvert. Það kom í ljós, að styttan sýndi fcnillínginn í titilhlutveirkinu í Hinum ímyndunarveika. Þetta fannst borgarstjóranum ekki vel til fallið í heilsubótarbæ og sendi Moliére því aftur til baka með kurteislegu bréfi til An- dré Malraux. Sennilega er fyrirfram- □ greiðsla sú, sem Theodore Sörensen, ræðusemjari Kennedys forseta, liefur fengið fyrir ósamda bók sína um forset- ann, hin hæsta, sem greidd hef- ur verið. — Upphæðin nemur sem svarar um 10 - milljónum ís- lenzkra króna. Enskir karlmannaskór Vor- og sunartízkan IS€4 Ný sending tekin upp i fyrramálið SKÓVAL Austurstræti 18 - Eymundssonarkjallara 6 22. marz 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.