Alþýðublaðið - 22.03.1964, Blaðsíða 15
læknir gat ekki gert sér grein
fyrir hvaða sjúkdómur þetta
var.
I>að voru til margir undarleg
ir hitabeltissjúkdómar. Peta
vissi það, og hún var líka mjög
áhyggjufull vegna líðar hans.
Hún stóð ekki lengi við hjá
lionum. Henni sýndist að hann
mundi geta sofnað, ef hann væri
einn. Hún bað hann um að láta
ná í sig, ef hann þarfnaðist ein
liverrar aðhlynningar um nótt-
ina. Hún hafði jú dálitla æfingu
í að hjúkra!
— Ég er viss um það, taut-
aði hann, og ég þakka þér kær
lega fyrir. Eg mun ekki gleyma
því. En farðu nú upp og fáðu
þér snúning.
En hana langaði ekki til að
darisa. Hen.ni leiddist þessir
•ungu menn, sem kepptu um
hylli hennar, tilbúnir í smá ást-
arævintýri, sem eru svo vin-
sæl á slíkum ferðalögum. Fjör-
legur leikur danshljómsveitar-
innar gerði hana á einhvern hátt
dapra í bragði. Hún var líka
hrygg vegna dr. Frenshams, sem
lá undir þii.ium og kvaldist.
Hann var að vísu ókunnugur mað
ur, og henni algjörlega óviðkdm
andi, en hún fann samt til með
honum. Hún leitaði uppi kyrr-
látan stað á þilfarinu og horfði
lengi á stjörnurnar, sem endur
spegluðu Ijóma s'num í glilrandi
haffletinum. Hún fór að hugsa
um Auburn Lyell. Hún fann enn
þá kossa hans brenna á höndum
sínum. Hann hefði áreiðanlega
ekki kysst hendur hennar svo
ákaft, ef ekkert byggi á bak við
það. Hvað átti að búa á bak við
það? Ást? Hann þurfti ekki endi
lega að vera ástfanginn af henni,
þó hún elskaði hann af öllu
hjarta.
’ Hann var auðugur, ungur mað
ur, í góðri stöðu. Faðir hans var
leðurkaupmaður, ög Auburn
vann til skiptis við verksmiðj-
ur hans í London og Calcutta.
Flestar konur féllu fyiár hon
um. Hann gat valið úr hópi feg
urstu kvenna. Mary Bradley
hafði sagt henni það. En maður
átti aldrei að trúa öllu, sem
manni var sagt. Aubum hafði
verið dásamlegur við hana _____
liann hafði ekki veitb neinni
annarri konu eins mikla athygli
og henni, þegar hann sat veizl
ur Bradley hjónanna í Calcutta.
- Einu sinni hafði hann talað
um að hann væri orðinn leiður
á hinum veraldarvönu heimskon
um. Hann sagði að sér liði
miklu betur í návist. Petu. seip
væri svo blíð og tilgerðarlaus.
Hún, sem hafði haldið að hon-
um finndist hún leiðinleg!
Hvers vegna skyldi hún ekki
trúa honum — trúa því að hann
hefði samband við hana í
London?
Hún fann að hún þráði hann.
Þráði að finna- kossa hans
brenna á höndum sínum . . . og
vörum. Hún óskaði, að Auburn
elskaði sig jafn heitt og liún elsk
aði hann.
Þetta kvökl sofnaði hún út frá
umhugsuninni um Aubum.
3. kafli
j Skipið vai' nú komið til Aden.
Peta fór á fætur í dögun, og
gekk upp á þilfarið. Sólin var að
koma upp og litaði himininn -og
ströndina purpurarauða. Allt í
kringum hana flutu litlir bátar
eins og svartir dúnhnoðrar á glitr
andi vatninu.
Peta andvarpaði. Það voru
ekki nema fimm dagar, síðan hún
lagði af stað frá Bombay, en
henni fannst það vera fimm ár.
Nú var Indland í órafjarðlægð.
Þetta höfðu verið fimm undar-
legir dagar í lífi Petu. Hún hafði
ekki blandað geði við aðra far-
5
þega, eða skemmt sér með þeim
á nokkum hátt, eins og þegar
hún sigldi til Indlands með
Bradley hjónunum.
Hún hafði umgengizt dr.
Frensham töluvert, og var nú
viss um að hann væri dauðsjúk
ur maður. Að visu fann skips-
læknirinn ekkert alvarlegt að
honum, og hann komast alltaf
öðru hverju á fætur. En Peta
tók eftir, að hann grenntist með
hverjum deginum sem leið, og
kraftar hans þurm. Hún var
mjög áhyggjufull. Því meira,
sem hún ræddi við Noel Frens-
ham, því bctur geðjaðist henni
að honum. Hún hafði meira að
segja talað við liann um ást
sína á Auburn, að vísu án þess
að nefna nafn hans, og Noel
Framhalds-
Denise Robins
Frensham var mjög skilningsrík
ur. Þó var hann dálítið kaldhæðn
inn. Á sinn þurrlega hátt hafði
hann varað hana við að trúa öllu,
sem sagt væri við hana á róm-
antísku kvöldi í austurlöndum,
þar sem fólki hætti til að láta
lirífast af fegurð og töfrum um-
hverfisins.
Og Peta hafði hlegið og sagt:
— Ö, auðvitað veit ég það . . .
og auðvitað reiði ég mig ekki
alltof mikið á þýðingu þess.
En það var ekki satt. Hversu
heimskulegt, sem það virtist
vera, þá treysti hún Auburn og
trúði orðum hans.
Nú fylltist þilfarið af farþeg
um, sem fögnuðu því ákaft að
sjó nú til lands eftir fimm daga
sjóferð. Peta var svöng, og hún
gekk í áttina að borðsalnum. í
stiganum, sem lá niður á neðra
þilfarið, mætti hún Noel Frens
ham. Hún hafði ekki búizt við,
að hann væri á fótum, því að í
gær hafði honum liðið verr en
nokkru sinni áður. Hann var föl
ur, og dökkir baugar undir aug
um hans. Petu fannst hvít föt
hans hanga utan á honum, hann
var ekki orðinn annað en skinn
og bein. Hann var ekki annað en
sjúkur maður, sem hélt sér uppi
á viljaþrekinu einu saman. Þeg
ar hann brosti til hennar í
kveðjuskyni, fann hún að bros-
ið var þvingað.
— Jæja, þá erum við komin
til Aden, sagði hann.
___ Haldið þér að þér ættuð
að vera á fótum, spurði Peta.
Hann yppti öxlum.
___ Ef til vill ekki. Mér líður
fjandi illa. En ég get ekki held
ur séð að það sé neitt skárra að
liggja í rúminu. Það er lieitt
eins og í víti í klefanum, og þar
að auki er hundleiðinlegt að
liggja í rúminu.
—. Hafið þér farið til læknis-
ins í dag?
— Nei, ég er hættur að eyða
tíma í það. Eg veit eins mikið
um heilsu mína og hann.
— Jæja, við skulum koma og
fá okkur sæti, sagði Peta.
Hún þurfti ekki að ganga á eft
ir honum með það. Honum
fannst að fætur sínir væru linir
eins og brauðdeig, og hugsanirn
ar þokukenndar. Og svo voru
það kvalimar, sem enginn gat
fundið skýringu á. Guð minn,
liugsaði hann, um leið og hann
lét fallast í stól undir sólskýlinu
á þilfarinu. Er það ímyndun mín,
eða er andrúmsloftið hérna jafn
þungt og í klefanum? Honum
mannst eins og stáltengur gripu
um gagnaugun. Hann óskaði þess
heitt og innilega að hann vissi
livað væri að sér, og hann þráði
að vera kominn heim til Eng-
lands.
Hann virti fyrir sér stúlkuna,
sem horfði á hann áhyggjufulliu
augnaráði. Indæl lítil stúlka,
hugsaði hann. Það var fallega
gert af henni að stytta honUna
stundir. Þessi undarlegi sjúkdóna
ur, sem hrjáði hann gerði það aíB
verkum að hann var oft mjög
niðurdreginn og ólíkur því, sena
hann átti að sér að vera. Og ein-
mana — en því hafði hann ekk?,
átt áður en venjast í lífi sínu,
Dagamir vom lengi að líða iog
næturnar endalausar. Hann ýar
farinn að hlakka til þeirras
stundg, er Peta kom og set(.isí)
hjá honum. Honum tókst a®
gleyma sjálfum sér við að hlusta
á hana tala. Hún var svo úng
og ákaflynd. Sjóferðin hafði
hleypt roða í hinnar hennar,\ og
gagnstætt við hann, hafði húm
fitnað og það klæddi hana ljóm
andi vel. Hún var svo yndisleg
og full af lífsfjöri. Það var
greinilega ekkert, sem þjáðS
hana.
— Ætlið þér í land? Það en
mjög skemmtileg baðströndt
hérna í Aden, og ég hef heyrt affl
allir ætli að borða í landi, sagði
hann.
Peta hristi höfuðið.
— Mig langar ekki að fara,
Þér ætlið ekki að fara, er það?
— Nei, guð minn góður. Eg
get tæplega borið fætumar
hvom fram fyrir annann.
— Þá ætla ég að vera hér
kyrr og ræða við yður.
— Það var ágætt aS þér komuð. Hvernig á maður að
ryksuguna, þegar hún er orðin full?
— Lestu þetta laftur, Olson.
— Já, fröken Calhoon. „Mér er ánægja
að bjóða yður að lieimsækja hermálaráðu
neytið í Washington . . . “
— Þetta er nóg, nú skulum við hefjast
lianda. Finndu út hvaða samkvæmi verða
í Hvíta húsinu, svo ég geti hiaft með mér
réttu fötin.
— Búðu til lista yfir það sem ég þarf að
hafa með mér. j
ALÞÝÐUBLAOIÐ — 22. marz 1964 |5