Alþýðublaðið - 22.03.1964, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 22.03.1964, Blaðsíða 16
45. árg. — Sunnudagur 22. marz 1964 — 69. tbl. Keykjavík, 20. marz, — ÁG. Framkvæmdum við Hótel Sögu er nú að mestu lokið. t dag var ©pnuð setustofa og vinstúka á jarðhæð hótelsins, og er þá aðeins ♦ftlr að ganga frá gufubaðstofu og fótsnyrtistofu I kjallara húss- ins. Hin nýja vínstúka var opnuð í gær. Verður hún opin jafnt fyrir hótelgesti og þá, sem sækja Súlnasalinn, svokallaða. Þá hefur verið opnað nýtt salernl í kjall- ara hússins, og er nú aðeins eftir að opna ferðaskrifstofu og banka á þeim hluta jarðhæðarinnar, sem heyrir undir hótelið. Vann bæöi fyrstu og önnur verðlaun Hugmyndasainkeppni xim skóla á Selfossi Breytist veðrið? Reykjavík, 21. marz. — HP. EINS og áður hefur verið skýrt frá gæti nú á næstunni brugðið ■til beggja vona með blíðviðrið, sem hér liefur ríkt aÖ undanförnu. Nú er snjókoma og frost á haf- feuu milli Grænlands og íslands og ríkjandi NA-átt. Samkvæmt tipplýsingum Veðurstofunnar hef lir snjókomuröndin ekki færzt «ær síðan í fyrradag. en afstaða 4:egðanna má ekki niikið breyt- «st, ef snjókoman á ekki að ná fííngað til íslands. í veðurspánni nú um hádegið var ekki gert ráð fyrir, að snjókoman oæði hingað næsta sólarhring- íon, en hins vegar átti að snjóa á. • Vestf jarðamiðum. í morgun liefur gengið á með éljum um norð anverða Austfirði, og í innsveit- um hefur verið' frost í nótt. í Reykjavík var einnig eins stigs f»ost í nótt, en hér hefur nú ekki fóyst í allmargar vikur. YFIRLYSING Alþýðublaðið birti í gær athuga semd frá Frjálsri þjóð. Blaöinu hef pr- nú borizt yfirlýsing frá Lárusi Jóhannssyni, fyrrv. hæstaréttar- d&mara og verður hún birt í blað- Eau á þriöjudag. A SIÐASTLBÐNU hausU var boöin til samkeppni um teikningar af væntanlegu Gagnfræðaskóla- húsi á Selfossi. Dómnefnd hefur nú lokið störf- um og voru allir tillöguuppdrætt- irnir til sýnis fyrir almenning á Selfossi í Iðnskófamun í gær. Sami maður, Ormar Þór Guð- mundsson í Reykjavík, hlaut bæði 1. og 2.. verðlaun. Nema 1. verð- laun 90 þúsund krónum en 2. verð- laun 45 þúsund eða samanlagt 135 þúsund krónur. Þriðju verðlaun 25 þúsund krónur h’.utu Skarp- hóðinn Jóhannsson og Guðmund- ur Kr. Guðmundsson. Einnig voru keyptar teikningar eftir Helga Hjálmarsson og Guð- mund Þór Pálsson og Jörund Páls son og Þorvald S. Þorvaldsson. Þessi úrslit voru kunngerð í gær af formanni dómnefndar Bjarna Pálssyni, byggingarfulltrúa á Sel- fossi, við opnun sýningar á öllum tillögunum í iðnskólahúsinu á Sel fossi. Samtals bárust 12 tillögur til samkeppninnar en skilafrestur var úti um miðjan febrúar. Ráð- gert er að hefja framkvæmdir við skólann í sumar. í hinu væntan- lega skólahúsi verða 12 almennar kennslustofur, 2 eldhús, 4 handa- vinnustofur fyrir pilta og stúlkur auk sérkennslustofa fyrir eðlis- fræði, náttúrufræði, tónlist og teikningu. Þá er og gert ráð fyrir bókasafni, náttúrugripasafni, heil brigðisþjónustu og stórum íþrótta sal, sem jafnframt verði samkomu salur skólans. Samtals munu 400-500 nemend- ur rúmast i húsinu fullbyggðu en ráðgert er að reisa það í að minn- sta kosti tveim áföngum. í fyrsta áfanga verða 8 almennar kennslu stofur og hluti af sérkennslustof- unum. Á fötudag var peysufata- dagur lijá námsmeyjum Hús mæðraskóla Reykjavíkur. Hér eru nokkrar blómarós- anna að spoka sig í góðviðr inu. Reykjavík, 21. marz, — GG.- Ferðaskrifstofan Lönd og Leið- ir efnir til nokkurra ferða um páskana og verður aðalferðin far- in I Öræfin, fimm daga ferð í bílum. Verður skoðað allt hið markverðasta á leiðinni, svo sem Systrastapi, Öræfasveitin mest öll, jafnvel Bæjarstaðaskógur eða ! upptök Skeiðarár, ef ástæða þykir til. Síðasta kvöldið verður haldin kvöldvaka í samkomuhúsinu að Klaustri. Ennfremur efnir skrifstofan til skíðaferða, bæði til ísafjarðar á landsmót skíðamanna, og til Ak- ureyrar. Er í öllum tilfellum um fimm daga ferðir að ræða. . BERLÍN: Rússar tilkynntu í gær að bandarísku flugmenn- irnir þrír, sem voru með RB- 66 flugvélinni, sem skotin var niður yfir Austur-Þýzkalandi fjTÍr tæpum hálfum mánuði, yrðu látnir laúsir. Bandarískur formælandi í Vestur-Berlín skýrði frá þessari ákvörðun Rússa. Flugmennirnir svifu til jarðar í fallhlíf og iheiddist einn þeirra. Hann hefur verið á sjúkrahúsi í Magdeburg og hefur bandarískur læknir heim sótt hann tvisvar sinnum. Ekki er kunnugt um hvar hin ir flugmennirnir hafa dvalizt. fulltrúanum visað úr landi í Ungverjalandi. NEW YORK: Oryggisráðið hefur frestað fundum sínum um Kasmír-málið fram í maí. Fulltrúi Brazilíu í ráðlnu hvatti í gær deiluaðila til að sýna stillingu og kvaðst vona, að þeir leystu ágreiningsmál sín fyrir fundinn í maí. SAIGON: Kambódíustjórn hefur sent U Thant, aðalfram kvæmdastjóra SÞ, orðsendingu þar sem fordæmd er árás Suð- ur-Vietnammanna á þorp, sem Kambódíu-stjórn segir vera á yfirráðasvæði sínu. 17 féllu í ársinni. Suður-Vietnam-stjórn hefur sent stjórninni í Kambó diu liarðorða orðsendingu og mótmælt því, að flugvél frá Suður-Vietnam var skotin nið ur. Kambódíustjórn segir að vélin hafi verið skotin niður yf ir yfirráðasvæði sinu, en Suð- ur-Vietnamstjórn heldur hinu gagnstæða fram. 2 menn voru í vélinni og beið annar þeirra, sem var innfæddur, bana, en hinn, sem var Bandaríkjamað ur, meiddist. TEHERAN: Sovétrikin hafa sent stjóminni í Teheran orð- sendingu og mótmælt heræf- ingum, sem Persar og Banda- ríkjamenn hyggja&t halda í sam. einingu á vegum Cento 12. til 15. apríl. Persneskur hershöfð ingi mun stjóma heræflngun um og bandarískur hershöfð- ingi verður honum til aðstoð ar. í sambandi við heræfingam ar verða miklir loftflutningar bandarískra liermanna til íran. Bandarísk flotadeild heldur landgönguæfingar á Persaflóa. HELSINGFORS: Utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, Andrei Gromyko, kom f gær flugleið- is frá Stokkhólmi til Helsing- fors í vikuheimsókn til Finn- lands og ræddi síðdegis við Reino Lento forsætisráðherra, Jaako Haliama utanríkisráð- herra og Olvai Mattila iðnaðar málaráðherra. VÍN: Albanir hafa vísað úr landi einum starfsmanni ung- verska sendiráðsins í Tirana í mótmælaskyni við það, að ný- lega var albanska verzlunar- KALKÚTTA: 28 manns féllu og 59 meiddust í átökum mílli Hindúa og Múliameðstrúar- manna í ríkinu Orissa á föstu- dag. í óeirðum þessum var mik ið um rán og íkveikjur og varð að kalla hermenn á vettvang til þess að aðstoða lögregluna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.