Alþýðublaðið - 22.03.1964, Blaðsíða 9
Fermingarúr
fyrir síúlkur
og drengi
í miklu úrvali.
Ársábyrgð. - Kaupið
úrin hjá úrsmið
IVIagnús E. Baldvinsson,
úrsmiður — Laugave&i 12. Sími 22804.
Hafnargötu 35 — Keflavík.
PIERPOm
kDOröíia
Einhnepptir enskir
komnir.
Aðalstræti 9.
Sími 18860.
jakkar (blazers) fyrir
drengi og telpur, ný-
annars staðar. Grindvíkingar vona
að þessu verki verði haidið áfram
í sumar og lokið við það fyrir
næstu vetrarvertíð.
Upp af bryggjunni stendur Hrað
frystihús Grindavíkur, beitinga-
skúrar og hjallar alls konar. Einn
ig fiskimjölsverksmiðja, aðgerðar-
liús og salthús. Vinna er mikil,
enda er landað 350-600 tonnum af
fiski á sólarhring. en íbúar borps
ins ekki nema 840. Þeim fer að
vísu fjölgandi, en fjölgunin tak-
markast af húsasmíðum því hús-
næðissko'rtur er óskapíegur eins
og í öllum uppgangsplássum. Mik-
ill fjöldi Skagstrendinga hefur sótt
til Grindavíkur hin seinni ár, ým-
ist til vertíðarstarfa, eða fastrar
búsetu. Kunnugir segja að svip-
mót sé með þessum tveim stöðum,
þótt þeir séu sitt í hvorum lands-
fjórðungi.
Áður fyrr var lendingin vestan
við Hópið og enn stendur þar
niðri á bakkanum þyrping gamalla
húsa, m. a. verz'unarlnis frá dansk-
ri tíð. Á sjávarbakkanum standa
nú uppi nótabátar, en mikill földi
af þeim liggur í vanhirðu í flestum
eða öllum útgerðarplássum lands-
ins. Stokkaðar lóðir hanga til þerr
is utan á bátunum. Raunar hanga
þær hvar sem hægt er að tylla
þeim upp, því línuvertíð er nýlok-
ið, en þar er sérkennilegt að sjá
gamla nótabáta tjaldaða með snyrt
ilega stokkuðum lóðum.
Niður af kambinum er gamla
lendingin eins og fyrr segir. Talið
er, að oþin áraskip hafi gengið frá
Grindavík allt til ársins 1930. Var-
irnar eru tvær og heita Norðurvör
og Suðurvör. Seinustu árin var
komin þar steinsteypt renna með
föstum hlunnum, til að draga bát-
ana á upp á kamb. Áður en lent
var, hafði fiskurinn verið dreginn
upp á band og áður en báturinn
kenndi grunns, urðu mennirnir að
stökkva útbyrðis og halda honum
fríum meðan fiskböndunum var
kastað upp, eða þau borin á bak-
inu upp á kambinn. Þegar svo bú-
ið var að létta bátinn var liann
settur með aðstoð handvindu í
landi.
Allt til stríðsáranna var líka lend
ing í Þórkötlustaðahverfinu. Hún
var svipuð hinni, sem að framan
er lýst, nema hafði það fram yf
ir að bryggjustúfur hafði vorið
gerður samhliða vörinni. Uppi á
Kambinum má enn sjá handvind-
una, sem notuð var við setningu
bátanna og einnig er þar ryðguð
vinda, sem knúin var af mótor.
Hún kom ekki til sögunnar fyrr
en allra síðustu árin.
Þórkötlustaðalendingin er all-
langt utan við aðalþorpið og ofan
Munið að panta
áprentudu limböndin
Allir litir. — Allar hreiddir.
Stativ, stór og smá.
Pólíur, Plastpokar, Límpappír.
Karl M. Karlsson & Co.
Melgerði 29, Kópavogi, sími 41772.
Orösending frá
Stiörnuljósmyndum
Barna, fermingar- brúðar- og heimamyndatökur í ekta
litum.
Pantið með fyrirvara.
STJÖRNULJÓSMYNDIR
Elías Hannesson.
Flóbagötu 45. — Sími 23414.
IÐNAÐARHÚSNÆÐI
200 til 300 ferm. iðnaðarhúsnæði óskast.
Sími 20087 — 16534.
við hana hafa verið nokkur hús.
Þau hafa nú ýmist verið brotin
niður eða færð í burtu. Það eina
sem minnir á forna frægð Þór-
kötlustaðahverfisins eru gapandi
tóttir, steinsteypt vörin og bryggju
stúfurinn. Reyndar er enn starf-
rækt frystihús í hverfinu, en all-
an fisk til þess verður að flytja
að vestan úr Járngerðarstaðahverf
ínu.
Það er mikið byggt í Grinda-
vík. Hraunið er smám saman að
láta undan mannanna verkum.
Jarðýturnar slétta úfnasta yfir-
borðið og brunagjallið er hið á-
kjósanlegasta undirlag. Barna-
skólinn var byggður árið 1947 og
er nú orðinn of lítill.
Eins og hægt er að skilja á
framansögðu byggja Grindvíking-
ar allt sitt á sjónum og fiskinum,
sem í honum er. Að vísu er þar
enn nokkur sauðfjárbúskapur, sem
stundaður er í hjáverkum, en geit
Rramhald á síðu 10.
Björvin Gunnarsson, skipstjóri
Gömul handbátavinda.
Bjóð á bát.
ALÞYÐUBLAÐIÐ — 22. marz 1964 9