Alþýðublaðið - 22.03.1964, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.03.1964, Blaðsíða 5
MinvtfngarorS: Byggingaverkfræðingur í byggðum Breiðafjarðar og sveitunum á sunnan verðu Snæ- fellsnesi er náttúrufegurð talin mikil og hrífandi. Það fmnst þeim, sem dvalið hafa þar langdvölum og notið margbraytileik lands og lagar, í litum og línum. Þar um slóðir hefur líka löngum búið margt ágæma manna og kvenna. Þaðan hafa líka komið, bæði fyrr og síðar, góðir fulltrú- ar hinna ýmsu stétta þjóðfélags okkar, enda mannval um margar byggðxr fjarðarins frá fyrstu tíð til vor.ra daga. Á morgun verður gerð útför Steinars Guðmundssonar frá Stykkishólmi, er lézt að Lands- spítalanum að kvöldi.dags hinn 14. marz eftir nálega 6 vikna legu. Steinar var borinn og barnfæddur Snæfellingur og fæddist í Stykkis hólmi 10. júlí 1907. Hann var elztur 8 systkina. Eru það allt kjörviðir og hvert þeirra valinn fulltrúi á sínu sviði, hvort sem er við húsmóðurstörf eða í at- vinnulífinu. Guðmundur faðir Steinars var tvíkvæniur og var Steinar af fyrra hjónabandi. Guðrún, móðir Stein ars, var Rangvellingur að ætt, Ein- arsdóttir, að Garðbæ á Hvalnesi. Hún var talin lagleg kona og kven kostur hinn ágætasii. .Til hennar lá öllum hlýtt orð en heilsuleysi sótti hana tiltölulegá unga heim og lagði hana að velli unga að ár- um. En meðan heilsu naut sýndi hún í búsýslu sinni að þar fór mikilhæf og óvenju'eg kona. Nokkrum árum efár andlát Guð rúnar gekk Guðmundur að eiga Kristínu Vigfúsdóttur frá Brokey, sem lengi var ljósmóðir í Stykkis- hólmi. Það er sennilega elcki alls kost- ar vandalaust verk að ganga börn um í móðurstað. Mér er eigi kunn- ugt annað en að það verk hafi Kristín leyst- af höndum vel og með kostgæfni. Með Kristínu eign aðist Guðmundur 3 börn, sem öil eru á lífi. Nokkrum árum eftir andlát Guðmundar fluttist Krisán iil Reykjavíkur og býr nú hér í borg. Það er eigi ætlunin að rekja ættir Steinars en þeir sem til þél^kja vita glöggj, að ste^kír STEINAR GUÐMUNDSSON og merkir stofnar stóðu að hon- um í báðar ættir. Föðurfólkið var mikill ættbálkur um sunnanverðan Breiðafjörð, gáfufó’k með hag- leikshendur og snyrtibragð i hátt um öllum og framkomu. Móður- fólkið upprunnið úr Rangárvalla sýslu með traustum einkennum alls þess sem talið var til dygða fyrr á tímum. Steinar 'ifði glaður og áhyggju- iaus í fjölmennum barnahópi fyrstu ár sín, undir handleiðslu móður og föður. En um ferming- araldur fór að draga bliku á loft. Um ;t.920 tekur móðir hans veiki þá sem 4 árum síðar leiðir hana til dauða. Hún dvelur langdvö'um fjarri heimili sínu og deyr hér í Reykjavík árið 1924. Það var þungt áfall fyrir Steinar. Samband móð- ur og sonar var hér með þeim inni leik að vart mun hafa getið annað nánara. Því er frá þessu sagt hér að til þess var tekið hve óvenju- lega umhyggjusamur hann var fyr ir móður sinni þau árin, sem hún var veik. Frá sjúkrabeði hennar mun hann sjaldan hafa vikið og nærgætni hans við hana var róm- uð og viðbrugðið. Þá var hann að- eins 17 ára gamall. Um þessar mundir og síðar var Steinar föður sínum hjá’psamur og traustur sam verkamaður. Hann vann við öll þau störf, sem faðir hans hafði með höndum en þau voru marg- þætt og margbreytileg, svo sem húsasmíðar, kaupfélagsstjórn, út- gerð, mann- og vöruflutningar um Breiðafiörð o. fl. o. fl. Á þessum árum fór að koma vel í, ljós annar snar þáttur í eðli Steinars en það var yinnusemin. Honum féll aldrei verk úr hendi og fylgd; það honum til síðasta ; vinnudags. Bóklegt nám sóttist honum vel, enda var hann greindur í bezta lagi. Þar sem liann lærði húsa- smíðar hjá föður sínum og enginn iðnskóli var í Stykkishólmi sótti hann iðnskólann hér í borg og lauk honum á stuttum tíma. Eftir að hafa stundað .húsasmíð- ar í Siykkishólmi í nokkur ár h’eypti hann heimadraganum um áramótin 1937 og 1938, og hélt til Svíþjóðar. Þar hóf hann nám við Tekniska institutet í Stokkhólmi í byggingaverkfræði og lauk námi með góðum vitnistVrðC. Vegna styrjaldarinnar var þá erfiðleikum bundið að komast heim og senni- lega hefur hann líka talið sig enn eiga ýmislegt óunnið. Hann stund- aði því áfram sérnám í fræðigrein sinni og ýmsum greinum húsgerð arlistar og byggingaverkfræði. Hann sótti meðal annars tíma í Tækniháskólanum. Þar komst hann í kynni við ýmislegt það, sem honum varð halddrýgst í starfinu þegar heim kom. Þar aflaði hann sér staðgóðrar þekkingar, enda átti hin hárnákvæma sænska vinnu semi vel við eðli hans og skap- gerð. Allt sem hann gerði var með handbUa£j5i hins list-elska manns. Allt var fágað og hárná- kvæmt. Allt hans ; starf eins og hann var sjálfur. Hann var sjálf- ur sannur, heill og óskiptur í starfi. Þetta undirstrikaði. Svíinn í samskiptum við hann, þessu hélt hann áfram að lifa eftir þegar hann kom heim. Fyrst ■ eftir heimkomuna, fór fyrir honum eins og mörgum, sem eigi hafa vinahóp eða frændlið lil þess að ryð.ia sér brautina. Honum sóttist seint að markinu eftirsótta, að fá nægileg verkefni við sitt hæfi. Hann vann oft fyrstu árin við þröngan kost og erfiðar aðstæð ur. Þá komu honum í fang. ýmis vonbrigði úr óiíklegustu áttum. En smátt og smátt fóru verkefnin að berast áð. Vinnukostgæfni hans ruddi honum braut til margþættra starfa og margbrotinna verkefna. í áratug hefur hann nú unnið hjá húsameistara ríkisins og haft til meðferðar vandasöm verkefni hér í borg og úti á landi. Kennara- skóli íslands var síðasta verk- æfni hans. Hann naut að því er mér er talið álits og virðingar vinnu- félaga sinna og var virtur fyrir kostgæfni, heiðarleik og trausta framkomu í hvívetna. Hér hefur í stuttu máli verið stiklað á hin- um ytri hliðum í lífi Steinars. því sem blasir víð frá sjónar- miði hins ytra lífs. Hér hefur ver ið minnzt á manninn sem kom allt- af á vinnustað á tilsettum tíma vann sinn venjulega vinnudag og bætti oft í álag kvöldstundum og vökunóttum ef með þurfti. 'Ef til vill hefur þessi langi vinnudagur átt einhvern þátt í því sem komið er. Það veit enginn og verður ald- rei sannað eða afsannað. i En maðurinn lifir eigi á einu brauði saman, eins og skrifað stend Framh. á 10. síðo LÍVEEPOOL Hvenær verður tekið í HVAR sem komið er þessa daga, er sama spurning efst á baugi: Hvenær ætlar ríkisstjórn- in að grípa í taumana í efna- hagsmálunum? Er ekki ætlunin að gera ráðstafanir til að stöðva dýrtíðina? Síðan söluskattsmálið var af- greitt á Alþingi, hefur lítið verið fjallað upi efnaliagsmál þar, enda þótt þingið hafi haft nóg að gera við afgreiðslu'annarra mála. Þing- menn eru farnir í páskafrí, og koma ekki aftur saman, fyrr en eftir tíu daga. Búizt er við, að þing standi að minnsta kosti fram í byrjun maí, enda eru ýmis stórnmál enn ekki komin á dagskrá. Þar á meðal eru breytingar á skatta- og útsvars- lögum, framkvæmdaáætlun fyrir þetta ár, vegaáætlun og sitthvað fleira, að ógleymdum káupgjalds- og verðlagsmálum. Undanfarin tvö ár hefur verið gerð áhrifarik tilraun í kaup- gjaldsmálum. Almenn þreyta á langvarandi deilum, sem leitt hafa til verkfalla og framleiðslustöðv- unar, varð til þess, að farið var inn á braut gcrðardóma. Þeim hefur vcrið beitt á fjórum þýðing- armiklum sviðum. í fyrsta lagi við lausn deilunnar um kjör síld- arsjómanna á sínum tíma; og nú aftur um kaup verzlunarfólks og verkfræðinga. Þá hefúr verið lög- bundinn gerðardómur um verð landbúnaðarafurða, ef ekki hefur um það samizt. Sama leið var vaL; in fyrir opinbera starfsmenn og settur kjaradómur, ef þar tækjust að uppi eru háværar kröfur um að hverfa frá þessari skipan. Hafa komið í. Ijós miklir annmarkar, sem benda eindregið til, að þetta sé almennt ekki leið til far- sællar lausnar á hinum marg- þættu deilum um skiptingu þjóð- arteknanna, þött hún dugi á ein- staka sviði. Einmitt þessa daga situr á rök- Benedikt Gröndal skrifar um helgina ekki samningar. Loks var settur slíkur dómur um fiskverð. Ekki er rétt að eigna ríkis- stjórninni einni þessa þróun. All- ir flokkar bcra ábyrgð á kjara- dómi og fiskverðsdómi, og bú- vörudómur hefur verið lögbund- inn um árabil. Nú hafa dómar fallið hver af öðrum og verið ákveðin laun stórra starfsstétta, búvöruverð og fiskverð — með þeim afleiðingum, stólum einn þessara dóma, kjara- dómur. Mun hann i þessum mán- uði kveða upp úrskurð um það, hvort opinberir starfsmenn eigi að fá kauphækkun til samræmis við hækkanir annarra stétta — eða ekki. Úrskurður kjaradóms fellur í þann mund, sem Alþingi kemur aftur saman. Skal engu um það spáð, hvað þá gerist, en augljóst , er hverju mannsbarni, að sá dóm- ur mun gefa vísbendingu um, hvers konar þróun er fram und- an. Þá hljóta ráðamenn þjóðar- innar að gera upp við sig, hvort þeir láta kaupgjalds- og vcrðlags- málin renna sitt skeið — eða taka í taumana. Enda þótt kaupgeta þjóðarinn- ar hafi aukizt mjög verulega á síðasta ári, sá ekki á gjaldeyris- sjóðnum um áramót. Þó er- þess að gæta, að birgðir munu hafa verið litlar, og er búizt við, að áhrif hinnar miklu veltu 1963 komi fram í minnkandi gjaldeyr- iseign fyrstu mánuði þessa árs. Ríkisstjórnin hefur undanfarið fjallað um framkvæmdaáætlun fyrir 1960. í fyrra fór allt úr böndum og var unnið mun meira en áætlunin sagði fyrir um á sumum sviðum. Nú er óhjákvæmi legt að halda framkvæmdum inn- an ramma þess fjármagns, scm fyrir hendi er, og forðast þá spcnnu, sem setti efnahagslífið úr jafnvægi í fyrra. ! Af öllu þessu virðist mega draga þá ályktun, að april og maí verði úrslitatími varðandi þróun efna- i hagsmála á þessu ári og í næstu I framtíð. Liverpool ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 22. marz 1964 £.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.