Alþýðublaðið - 08.04.1964, Page 5

Alþýðublaðið - 08.04.1964, Page 5
Ragnar Jóhannesson skrifar um Ijóðskáidið W. H. Auden, sem kemur hingað í dag: Þá er Auden kallin kominn hingað aftur — að vísu hyggst hann að hafa hér skamma við- dvöl að þessu sinni; koma hér aðeins við á leið sinni til Norð- urlanda. Auden dvaldist hér á landi sum- árið 1936 og fór víða um land. Uppskeran af því ferðalagi varð bókin Letíers from Iceland (ís- landsbréf), sem hann samdi ásamt féíaga sínum Louis McNeice, sem látinn er fyrir skömmu. Eins og nafnið bendir til, er bókin samin í sendibréfastíl, að fyrirmynd annars ensks íslands- fara á öldinni, sem leið, Duffer- ins lávarðar, og er sú bók fræg að verðleikum. Bók þeirra félaga vakti nokk- urn gust hér á landi. fyrst eftir útkomuna. Við vorum þá, jafnvel fremur en nú, haldnir viðkvæmni smáþjóðarinnar fyrir ummælum og dómum útlendinga og þoldum ógjarnan dóma annarrá en svo- kallaðra- „íslándsvina,” sem marg ir hverjir voru og eru hinar hlá- legustu manneskjur, er hlóðu á oss mærð í tíma og ótíma. Hin alkunna gráglettni Audens kom því bölvanlega við skap ýmissa góðborgara. Einkum fóru dómar hans um höfuðstaðinn, Reykja- vík í tnugarnar á fólki. Taldi hann henni fátt til ágætis og hneykslaði einkum með þeim hryssingslegu ummælum, að hér væri fátt manna, sem vert væri að gefa gaum að, utan fjórir: — „Kjarval, málarinn; Árni Pálsson, prófessor í sögu; Óli Maggadon við -höfnina; og Oddur Sigurgeirs- son, alls staðar.” Tóku sumir vin- ir og aðdáendur tveggja hinna fyrrnefndu þetta nærri sér og töldu upptalninguna gerða þeim til vanvirðu. En það hygg ég að ekki hafi verið ætlun Audens. En hann hefur ævinlega verið vanur að láta allt flakka, og þessir tveir menn hafa orðið honum harla eft- irminnilegir, enda mun svo fleir- um fara, sem nákomnari og kunn- ugri eru þessum meisturum orðs | og lita. En þetta smáatriði lýsir I Auden nokkuð vel. Gráglettið ; skopskyn hans og hispursleysi hafa aldrei riðið við einteyming um dagana. Það varð hlutskipti þess, sem þetta ritar, að vera fylgdarmaður Audens sumarpart 1936, um Boi'garfjörð, Norðurland og aust- ur á Fljótsdalslxéfað. Eg geri ráð fyrir, að það sé af þeim á- stæðum, sem Alþýðublaðið hefur farið þess á leit við mig, að ég skrifaði smágrein um . Auden í tilefni af annarri hingaðkomu hans. Og þar sem ég mun vera sá íslendingur, sem kynntist Auden einna nánast per- sónulega í þessari íslandsdvöl hans, vildi ég ekki leg'gjast það verk undir höfuð. Hins vegar vil ég taka það skýrt fram, að margir munu þeir menn hérlendir, sem eru betur að sér í bókmenntalist Audens, því að- þar hefi ég fylgzt slælega með, enda er ekki hæg- urinn hjá; Landsbókasafnið sjálft á t. d. fátt af verlcum þessa heims fræga höíundar. Eg leiði þess vegna hest minn hjá því að ræða lífsstarf hans til nokkurrar hlít- ar, og sízt í stuttri blaðagrein með skömmum fyrirvara. Um ferðalag mitt með Auden 1936 mun ég ekki heldur gerast fjölorður, sökum þess, að ég gerði því allýtarleg skil í Andvara, tíma riti Þjóðvinafélagsins 1960, og vísast þangað, þeim sem kynnu að hafa gaman af að vita nánar um það. ' Annars var þetta býsna eftir- minnilegt ferðalag. Auden kærði sig ekkert um neitt lúxus-ferða- lag, enda maður sparsamur, og liklega ékki auðugur maður; lagði líka í mikinn kostnað á ári hverju í þann mund, vegria mikilla ferða- laga; hafði þá þegar ferðazt um flest Evrópulönd. — Við ferðuð- ust því með einföldum hætti: með áætlunarbílum og jafnvel mjólkurbílum, ef svo bar undir. Má og vera, að Auden hafi viljað liaga ferðinni svo, af þeirri á- W. II. AUDEN. Mynd úr bókinni „Letters from Iceiand.” McNeice er til vinstri. stæðu, að honum var það mikið í mun að kynnast svo náið sem verða mætti á stuttum tima ís- lenzkum þjóðháttum og alþýðu- menningu, en það var aðaláhuga- mál hans og tilgangur með ferð- inni. Var hann því oftast spurull og eftirgangssamur um svör. Lentí ég því oft í miklum vanda, ung- ur stúdent og lítt fær í tungu- máli hans, ekki hvað sízt, þegar hann krafðist þess, að ég þýddi fyrir hann á hrognamál mitt kvæði öndvegisskálda eins og Davíðs j Stefánssonar og Tómasar Guð- mundssonar — að ég minnist nú ! ekki á Einar Benediktsson! En mest hefur mig furðað á því síð- ar, hve Auden lét-sér lynda þessa ófullkomnu afgreiðslu í íslenzkri ljóðlist. En satt að segja átti hann varla í annað hús að venda á þessu ferðalagi okkar. En ógjarn- an hefði • ég viljað sjá svipinn á kunningjum mínum, Davíð og Tómasi, ef þeir hefðu mátt hlýða á enskar þýðingar mínar á verk- um þeirra. Þá hefði ég helzt kosið að taka til fótanna! Við héldum eins og leið liggur norður og austur um land. Fyrst höfðum við nokkurra daga viðdvöl á Hraunsnefi í Norðurárdal og áttum þar góða vist hjá Þorbirni bónda Ólafssyni og frú Guðnýju. í Skagafirði dvöldumst við nokkra daga, að nokkru leyti í skjóli Jónasar læknis Kristjáns- sonar, sem greiddi fyrir okkur um gistingar- og dvalarstaði. Til Hóla fórum við með mjólkurbíl og þræddum flesta ki-óka á þeirri ieið, að siðvenju mjólkurbílstjóra. Á Hólum gerðist það helzt til frá sagnar, að þangað kom í heim- sókn Herbert nokkur Göring, — bróðir nazistaleiðtogans feita. — Varð Auden ókvæða við þá gesta- komu og hótaði öllu illu, því að hann var mikill andstæðingur nazista. En betur fór en á horfð- ist og snæddu þeir Auden og Göring saman morgunverð í Hóla- stofu með allri kurteisi, þótt litl- ir kærleikar yrðu með þeim. Segir miklu nán'ar frá þessum atburð- um í Andvaragrein minni eins og öðru á ferðalagi þessu. Á Akureyri áttum við mjög skemmtilega vist hjá skólabróður mínum, Jörundi Pálssyni teikn- ara. Var þar glatt á hjalla í hópi ungra manna, og varð ekki ann- ars vart en skáldið yndi sér hið bezta. Svo var haldið austur um og gist á Grímsstöðum. Leiðin þaðan yfir Fjöllin niður á Jökul- dalinn var bæði löng og ströng, vegir lélegir, ryk og hiti. Var A. kvefaður og segir svo frá þessu ferðalagi um Fjöilin (í kvæði: Letter to Lord Byron): „The thought of writing carne to mé to-day. (I like to give these facts of time and space); The bus was in the desert on its way From Möðrudalur to some other place: The tears were streaming down my burning face; I caught a heavy cold in Akur- eyri. And lunch was late and life look- cd very dreary.” A Egilsstöðum skildum við Aud- en, eins og ráð hafði verið fyrir gert. En hann dvaldist enn nokk- urn tíma á íslandi. Wystan Hugli Auden er fæddur í Jórvík 1907, sonur uppgjafóv. herlæknis. Hann stundaði nám i, ýmsum skólum, m. a. í Christ. Chureh College í Oxford. Fyrst eftir háskólapróf stundaði har.n kennslu, en tók fljótlega að gefa sig að ritstörfum fyrst og frernst. Hann ferðaðist víða á þessum ár~ um, fór um flest lönd Evrópu, tii, Kína, íslands og víðar. Jafnframt, gaf hann út bækur, aðallega ljóða- bækur. Árið eftir að hann var ív íslandi fór hann til Spánar, en þá geisaði borgarastyrjöldin þar. Aud~ en ók sjúkrabíl í liði lýðræðis- sinna. Hann kvæntist Eriku Mann, dóttur stórskáldsins þýzka, Thoin- asar Mann. Til Bandaríkjanna fluttist hann 1939 og gerðist síð* ar bandarískur í'ikisborgari. 1950’ varð hann prófessor í enskum bók menntum við Ann Arbott-háskól- ann í Michigan. En fyrir nokkrum., árum varð hann heiðursprófess- or í Oxford.. (Þessi orðskviður er hafður eftir Auden, og er líkur honum: „Prófessor er maður, sem talar í svefni annarra!”) Rit har.sr, eru mýmörg, bæði í bundnu og óbundnu máli, og verða ekki tal- in, enda yrði það ekki annað ea 'nöínin tcm. Fyrstu bók sína, Oxford Poct- ry, mun Auden hafa gefið út m tvítugt. En þekktur varð hann, í fyi'st f.vrir Poems, 1930. Hún vakti . mikla athygli, og segir í samtíma dómum, að höfundur sé frumlegur í hugsun og tækni hans í ljóða- gerð frábær. Þar kernur fram rík- ur áhugi á þjóðfélagsmálum og sálfræðilegum vandamálum. — A þessum árum þótti gæta hjá hon- um nokkurra áhrifa frá braut- i ryðjandanum T. S. Eliot. En hania fann brátt sinn eiginn persónu- lega stíl, í nýtízkulegu, oft mál- lýzkukenndu táknmáli, og vora myndir hans oft sóttar í tækni og sálfræði. Mál hans var stundura strákslegt, en oftast með snilli- } brag. • Að loknú háskólanámi tengdisb , Auden fljótlega, í London, þröng- , um hópi kornungra skálda, sen> unnu sér brátt það álit að verav ) efnilegustu Ijóðskáld Englands. — 5 Upphaflegan kjarna þess hópy mynduðu nokkur ungskáld, sem ' stundað höfðu saman nám í Ox- ford og Cambridge (Auden, Step- hen Spender, nánasti vinur hana , og aðdáandi; Mac Neice, sem ga? út íslandsbréfin með honum; Ish- : erwood, sem samið hefur margar ! bækur í félagi við Auden, eg , fleiri). Allir voru þessir ungr* ' menn mjög vinstri sinnaðir í þjóð- félagsmálum og sumir sanntrúað- ir kommúnistar. Auden varð þa?> þó aldrei, og ber nánasti vinur hans, Stephen Spender, því vitni. (Framhald á 10. síðu). ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 8- apríi 1964.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.