Alþýðublaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 6
SHAKESPEARE mun afla margra punda í
ríkiskassa Elísabetar annarrar á þessu ári. Það
er 400 ára afmæli hans, sem veldur mestu
þar um.
Póstmálaráðherrann upplýsti þetta í spurn-
ingatíma í neðri deild fyrir nokkru. Fram-
leiðslukostnaður við minningarfrímerkin um
hann nam nálægt 14.000 pundum, en lágmarks
tekjur af þeim verða milli 150 og 300 þúsund
pund, og freistist nógu margir safnarar til að kaupa heil sett, verður
hagnaðurinn mun meiri.
FISKIMENN hafa orð fyrir að segja ævintýralegar sögur, en hér
kemur ein, sem er með þeim betri.
Það var einu sinni, þegar ég dvaldist í Afríku og datt í hug að
rölta niður að á einni og reyna með stöng. Þegar ég kom niður að
ánni komst ég að þvi, að ég hafði gleymt ormunum heima.
Ég reyndi að finna einhverja þarna í kring, en það var til
einskis. En þá kom ég auga á slöngu, sem var að éta frosk.
Þennan frosk hlýtur þú að geta notað, sagði ég við sjálfan mig.
En það var ekki auðvelt að fá slöngu til að sleppa mat sínum. Sem
betur fór hafði ég drykkjarflösku mína meðferðis. í henni -var ég
með koníak og slangan þurfti ekki nema eina munnfylli til þess
að sleppa.
Nú. ég beitti froskinum og kastaði og beið síðan rólegur eftir
að biti á. Þá fann ég, að hnippt var í olnbogann á mér. Það reynd-
ist vera slangan með annan frosk.
HIN fornfræga stórstjarna þöglu myndanna,
Gloria Swanson, sem nú er orðin 66 ára að
aldri, varð aldeilis miður sín, þegar hún
komst að því, að jafnaldra hennar, Pola Negri,
væri búin að krækja sér í hlutverk.
Hún hafði enga ró í sínum beinum fyrr
en hú.n var einnig búin að skrifa undir samn-
ing. En ekki er nóg með það.
Þegar hún frétti, að Pola gengi um kvik-
myndavcrið með hlébarða í bandi, veitti hún einnig ljósmyndurum
jeitthvað til umhugsunar. Hún lætur nú tvo heljarstóra negra bera
sig þar um í burðarstól.
■K
'ÞEGAR hann var í Monte Carlo gekk hann alltaf um með kast-
keiti af þeirri tegund, sem eigendur skemmtisnekkja ganga með,
þegar þeir eru úti að sigla.
— Af hverju gerir þú þetta eiginlega? spurði einn vinur hans.
— Það skal ég segja þér. Ég keypti það fyrir þá peninga, sem ég
Ref unnið mér inn í spilavítinu. Fyrir þá peninga, sem ég hef tapað,
hefði ég getað keypt mér skemmtisnekkju.
RÓMANTÍKIN hefur fremur verið á undan-
haldi hér í heimi upp á síðkastið. Það ér þó
mikil upplífgun í þessum orðum franska skálds
ins André Mourois:
„Eftir margra ára hjónaband er innileikinn
inilli manns og konu svo mikill, að annað finn-
ur á sér hvað hitt hugsar og ætlar að segja.
Já, hamingjusamur eiginmaður ferðast í hugs-
unum konu sinnar líkt og þegar hann fær
sðr göngutúr í garðinum eftir miðdegisverð.
Hann býst við sömu setningu á sama stað. Hann veit, að þar sem
stígurinn beygir, þar blómgast rósirnar. Það eru ætíð sömu rósirnar
og orlin hafa alltaf sama samhljóm.
Svo undursamlegur er sætleiki tilbreytingarleysisins“.
6 14. maí 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Myndarlegar Sovét-hænur
Þeir eru ekki af baki dottn-
ir í Sovét. Prófessor einn þar
í landi, Sopikov að nafni, hef-
ur með kynþáttablöndun og
blóðgjöfum, framleitt hænsna
tegund, sem ber af öðrum
hænsnum hvað snertir stærð
og afurðaágæti. Það er fremri
púddan á myndinni, sem er ár
angurinn af tilraunum Sopi-
kovs. Hún vegur fimm kíló og
verpir 180-200 eggjum árlega.
Aftari hænan, sem er með á
myndinni til samanburðar, er
venjuleg heimsva.dasinnuð
kapitalistahæna.
Tókst að flýia á náttfötunum
EINN allra athafnasamasti of-
beldismaðurinn í OAS, Marc Ro-
bins, liðþjálfi, stakk af í matar-
tímanum dag einn í byrjun mán-
aðarins frá sjúkrahúsi í La Roc
helle. en bar hafði hann dvalizt að
undanförnu.
Hann var að afplána lífstíðar-
fangelsisdóm í virki á eyjunni
St. Martin de Ré, en þaðan er
talið óhugsandi að flýja. Honum
tókst að telia yfirvöld á að senda
sig á sjúkrahús til La Rochelle,
bernskustöðva sinna.
Klukkan 11,30 annan þessa
mánaðar kom kona hans í heim-
sókn í klefa hans í sjúkrahúsinu. I
Sjúkravörður opnaði dyrnar tili
hans og ætlaði að færa honum i
hádegisverð. Lögreglumaður, semi
var á verði í ganginum, var þessai
stundina staddur í öðrum klefa i
við hliðina. . )
Hann greip þetta tækifæri, seml
hann hefur sennilega átt einhver.ia i
von ó, þar sem hann var á skómj
upp í rúminu, skauzt fram hjá|
hjúkrunarverðinum, sem var illa
undir átök búinn með bakk-
ann í höndunum hljóp fram
ganginn og út í garð-
inn og hafði vit á að hægja ferð-
ina þegar þangað var komið, og
gekk í áttina að hliðinu að sjúkra
húslóðinni. Hann var kominn
hálfa leið þangað, þegar lögreglu
maðurinn kallaði úr glugga:
„Stöðvið sjúklinginn.”
Annar sjúklingur, sem var nær-
staddur, hélt í humátt á eftir hon
um, grunlaus um að maður, klædd
ur náttfötum sjúkrahússins, værl
glæpamaður. Robins tókst samt
að sleppa og þaut út um aðal-
hliðið í átt að kirkju, þar sem
í rétt í sama mund brúðkaupsgest-
! ir streymdu út að lokinni vígslu.
| Tveir fólksflutningabílar, sem
; biðu eftir veizlugestum, huldu
liann sjónum leitarmanna og síð-
an hefur ekkert til hans spurzt.
Fólkið á götunni virtist ekki telja
það neitt athugavert þótt það
mætti náttfataklæddum manni á
hlaupum.
yiaiiiiilillllilllllllllllllllllllil i. iiii«iiii> i>iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiii|iiiiii( 'i
Myndasöguhetja |
og frambjóðandi I
A. : „Ég sá þig við jarðarför-
ina í gær. Það var fallega gert
af þér. að fylgja óvini þínum til j
grafar”. i
B. : „Ojæja! Reyndar var þa®
ekki af kærleika gert, ég vildi
vera viss um, að búið væri að
hola honum niður í jörðina”. i.
Milljónir blaðalesenda í
Florida fylgjast nú með nýrri
myndasöguhetju: — Hinum
hrausta Fred Dickinson —
manninum, sem berst gegn
spillingu í ríkinu, slær þrjót
í gólfið vegna þess, að hann
hefur verið vondur við barn,
og er vinsæll af kvenþjóðinni.
— En hver er fyrirmyndin
að þessari hetju? Jú, það er
Fred Diekinson, öldungadeild-
arþingmaður, sem hefur boðið
sig fram til ríkisstjórastöð-
unnar í Florida. Hann birtir
þessa myndasöga sjálfur sem
lið í áróðri sínum. ■ Hann =
MUIIIMI»«lllllllllliniltlllllllllllllllllllMMMIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIItHIIII»'llllllÍl(imil(|ÍÍIIIMim»(»l»illllW>y
teiknar myndirnar sjálfur á-
samt konu sinni og ef má trúa
honum, þá liefur hugmyndin
gefizt prýðisvel. Vinsældir sín
ar kveður hann hafa aukizt
um tíu prósent síðan mynda-
sagan tók að birtast.
Og það sem meira er, bætir
hinn hugmyndaríki frambjóð-
andi við þetta er hagkvæm
áróðursaðferð. Venjulega má
frambjóðandi til ríkisstjóra
verða af með um 150 þúsund
dollurum í áróður, en á .þenn-
an hátt slepp ég með 40 þús-
und.