Alþýðublaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 3
%VWWWMWWMWWWWWWWWWW»WWWWMW Humarverðið ákveðið ALÞÝÐUBL.AÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynn- ing- frá Verðtagsráði sjávarútvegsins: Á fundi Verðlagsráðs sjávarútvegsins, er stóð fram eftir s.l. nóttu varð samkomulag um eftirtalin lágmarksverð á humar er gildir fyrir humarvertíð 1964. 1. flokkur (ferskur og heill, sem gefur 30 gr. hala og yfir) pr. kg. kr. 12,70 1. flokkur, slitinn pr. kg. kr. 51.00 2. flokkur (smærri, þó ekki undir 7 cm. hala og og brotinn stór) pr. kg. kr. 4,25 2. flokkur, slitinn pr. kg. kr. 22.00 Sé humarinn flokkaður af kaupendum, þá lækkar hver flokkur um kr. 0,30 hvert kr. Verðflokkun samkvæmt framanrituðu byggist á gæðaflokk un ferskfiskeftirlitsins. Verðið er miðað við að seljendur afhendi humarinn á flutningstæki við veiðiskipshlið. >WMMMMMMMM»MMMMMMMMMMMM»MMMM%MMMMV Kína vill nýja Laos - ráðstefnu SIÚLKA HVERFUR í KEFLAVÍK Eeykjavík 13. maí— KG LÖGREGLAN í Keflavík hefur auglýst eftir þýzkri stúlku, sem hvarf í Keflavík síðastliðinn föstu dag og ekkert hefúr spurst til síð an. Stúlka þessi Freya Burmeist er vann á sjúkrahúsinu í Kefla- vík og sást hún síðast á sjúkrahús | inu um klukkan 11 á föstudags- j morgun. Hafði hún ætlað að fara með kunningjafólki sínu til Hvera gerðis um hádegið en kom ekki fram þegar leggja átti af stað. Freya Burmeister er 33 ára gömul og talar íslenzku með á- berandi erlendum hreim. Hún er um 162 cm. á hæð, feitlagin og dökkhærð. Þegar hún sást síðast var hún í brúnu pilsi, Ijósbrún- um hálfsíðum sportjakka, brún um gönguskóm og með leðurtösku. Peking, 13. maí, (NTB-Reiter). KÍNA stakk upp á því í dag að Genfar-ráðs efnan um Laos yrði kölluð saman að nýju ef ástandið WMMMWMMMWMMMMMW HLUTKESTI UM VANTRAUST Á ANDERSON Stokkhólmi 13. maí (NTB) ALLAR líkur eru fyrir því, að atkvæðagreiðslan í s jórnarskrár nefnd sænska Þjóðþingsins, sem á að láta í ljósi hvort ástæða- er til vantrausts á meðferð Sven And erson landvarnarráðherra á Wenn erström-málinu, mun að öllum lík indum verða á þann veg, að at- kvæði verða hnífjöfn í nefndinni. í henni eiga sæti 10 fulLrúar jafn aðarmanna og 10 fulltrúar borg- aralegu flokkanna. í Laos batnaði ekki fljótlega. Að þw; er fréttastöfan Nýja KjSna skýrir frá var tillaga þessi Iögð fram af utanríkisráðherra lands- ins í sérstökum boðskap er hann sendi ríkiss jórnum Bretlands og Sovétríkjanna. í bréfinu til ríkis- stjórnanna eru Bandaríkin ásökuð um að bera meginábyrgð á ástand inu í Laos. Aðalmálgagn kínversku stjórnar innar, Alþýðudagblaðið, skrifar í dag, að ástandið í Laos sé sannar- lega líkast púðurtunnu. Krefst blaðið þess, að þegar í stað verði gerðar ráðstafanir til þess að hindra að borgarastyrjöld brjót- ist út í landinu. í bréfinu er þess einnig krafist að sú glæpastarf- semi er Bandarikin og hægrimenn í Laos viðhafi. verði þegar í stað stöðvuð. Krefst kínverski utanrík- isráðherrann þess einnig að hin ráðandi klíka í Vientiane verði þeg ar í stað vikið frá vöidum og síð- an verði gert í því að fá í gagn nýja samninga milli hinna þriggja stjórnmálasamtaka í landinu. Skulu þær miða að því að gera aðseturssiað konungs hlutlausan svo og höfuðborgina. SAIGON: Robért Mc Namara varn armálaráðherra Bandarikjanna sagði í dag að þau myndu styrkja varnir í Suður-Vietnam með 75 sprengjuþotum. Verður það gert á næstunni. INNBROTSTILRAUN í HAFNARFIRÐI Reykjavík 13. maí — KG LÖGREGLAN í Hafnarfirði stóð pilt að verki, þar sem hann var að brjótast inn í Bílaverkstæði Hafnarfjarðar síðastliðna nó.tt. Þegar lögreglan kom að piltinum, var liann búinn að taka hlera frá glugga og var að búa sig undir að fara inn. Var pilturinn færður á lögreglu stöðina til yfirheyrzlu og kom þá í Ijós að tveir piltar aðrir voru viðriðnir innbrotið og voru þeir einnig handteknir. Einn pilta þessara var undir 16 ára aldri en hinir eitthvað eldri. WMMMMMM%MMWMMMMMMMWMWMM%MMMMMMMMMMMMMMM»MMMMMMMW Spennandi aukakosningar háðar í Bretlandi í dag Lundúnum, 13. maí (NTB - Reuter) BREZKi íhaldsflokkurinn mun á morgun, fimmtudag, gera til- raun til að verjast í aukakosn- ingum er fram fara til brezka þingsins í fjóruni kjördæmum. Mun flokkurinn reyna að koma í veg fyrir, að þessar kosningar sýni áframhaldandi hagstæða þróun fyrir Verkamannaflokk- inn. Að því er síðustu kjósenda kannanir sýna hefur íhaldsflokk urinn nú 9-17% minna at- kvæðamagn en Verkamanna- flokkurinn. Aukakosningar þessar sigla í kjölfar bæjarstjórnarkosning anna, er haldnar voru í síðustu viku í Englandi og í Wales. Sýndu þær stóraukið fylgi Verkamannaflokksins. Hins vcgar er kosningaþátttaka venjulega meiri við aukakosn- ingar og kosið um önnur mál en við sveitastjórnarkosning- arnar. Þvi er fylgzt með þess- uin kosningum af feiknar mikl um áhuga með tilliti til vænt- anlegra þingkosninga. í kjördæminu Rutherglen, skammt frá Glasgow, var meirihluti íhaldsins við síðustu þingkosningar 1522 atkvæði. Býst Verkamannaflokkurinn fastlega við að vinna þingsæt- ið. Aðeins í einu þeirra kjör- dæma, sem nú verður kosið í, getur íhaldsflokkurinn reikn- að með öruggum sigri. Hafði hann þar 12792 atkvæða meiri hluta við síðustu kosningar. Enn er rætt um hafmeyjarmálið í dönskum blöðum og ekki hefur tekizt að hafa upp á þeim, sem ódæðið framdi, þrátt fyrir víðtæka leit. Unnið hefur verið að því að undanförnu að gera við hina frægu styttu, og á myndinni hér að ofan er verið að máta nýja höfuðið við búkinn. Bú izt er við að styttan verði orðin heil aftur, áður en ferðamenn sumars- ins taka að streyma tU Danmerkur. Rvík. 13. apríl HG. LR. í TILEFNI 35 ára afmælis Ung mennafélags Keflavíkur var háður knattspyrnukappleikur á grasvell- inum í Njarðvík í kvöld. Þar átt- ust við meistaraflokkslið U.M.F.K. og KR., og fóru leikar þannig að U.M.F.K bar sigurorð af hinum fræknu KR-ingum og skor aði 3 mörk gegn engu. Öll mörk- in voru skoruð í seinni hálfleik og öll voru þau skoruð með skalla, sem sjaldgæft verður að teljast. Sjúkraþjálfari (fysioterapeut) óskast að Borgarspítalanum í Heilsuverndarstöðinni frá 1. ágúst n.k. Umsóknir sendist yfirlækninum fyrir 1. júní n.k. Sjúkrahúsnefnd Reykja\ikur. Aðvörun um stödvun atvinnu/ekstrar vegna vanskiia á söluskatti. Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heimild I lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu, sem enn skulda söluskatt L ársfjórðungs 1964, svo og söluskatt eldri ára, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöld- um ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði.\ Þeir, sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjoraskrifstofunnar, Arnarhvoli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 13. maí 1964. Sigurjón Sigurðsson. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmm%mmmmwwmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 14. maí 1964 3.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.