Alþýðublaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 8
i!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinii; iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiitiitiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiuiiiiii ti.iiiiiifiiiiiiiixiiiiiittiiM iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.ijfii'i 11111111111111111111111111111111111111 n'>' r^MIIIMIMMMMIMMIMMMMMMII .................................................................................................................................................................................................. 1(111 Spjallað við Hilmar Þorbjörnsson Það verður æ tíðara að íólk í hinum ýmsu starfsgreinum þjóð- félagsins, fari utan til að kynn- ast starfsaðferðum og starfs- bræðrum sínum þar. Við fréttum af lögregluþjóni, sem nýkominn er heim frá því að kynna sér starfsaðferðir gæzlumanna hjá aðalstöðvum SÞ í New York. Þessi lögreglumaður er hinn landskunni íþróttamaður Hilmar Þorbjörnsson. í tilefni heimkomu Hilmars áttum vijð tal við hann og báðum hann segja okkur undan og ofan af veru sinni á fyrmefndum staá. Hilmar tók erindi okkar vel og fer samtalið hér á eftir: — Hver voru tildrög þess að þú réðst til starfa hjá SÞ, Hil- mar? — Það mun hafa verið Thor Thors, aðalfulltrúi íslands hjá S Þ, sem hafði samband við lög- reelustiórann í Reykiavík vegna ráðningar á gæzlumönnum hjá SÞ. Þetta er í þriðja sinn sem íslenzkir lögregluþiónar eru ráðnir til starfa hjá SÞ. í þetta sinn vorum við sendir þrír utan, þeir Axel Kvaran 'og Halldór Einarsson, auk mín. Eg kom fyrst ur heirn, af sérstökum ástæðum. Halidór er um það bil að koma, en Axel mun dvelja lendur úti, en hann er þar með fjölskyldu sína. Við fórum utan í lok ág- úst í fyrra. — í hverju eru störf löggæzlu- manna hjá SÞ fólgin? — Þau eru margs konar. Til dæmis er okkur falið að vernda bvpgingu SÞ, starfsfólk og full- triia frá hinum mörgu þjóðum, sem aðild eiga að SÞ. Þetta er vernd fyrir alls konar fólki sem heimsækir aðalstöðvarnar. Fund- ir eru opnir almenningi, nema fundir í öryggisráðinu, beir eru haldnir fyrir luktum dyrum, þegar ástæða þykir til. — Hvað eru gæzlumerin marg- ir? — Um það bil 80, en auk þess er sérstök rannsóknarlögregla, sem er sérþjálfuð í að þekkja úr fiöldanum, uppivöðsluseggi og fleira þess háttar fólks. SÞ hef- ur fastar reglur í löggæzlumál- um. Til dæmis er þeim, sem eitt- hvað gex-ir af sér innan umráða- svæðis SÞ, vísað burtu, en ekki fengnir í hendur New York lög- reglunni, nema um alvarlegt brot sé að ræða. Þannig er umráða- svæði SÞ í New York, nokkurs konar ríki í ríkinu. Aginn meðal gæzlumanna er mjög strangur, en vinnutíminn skiptist í nætur- vaktir, dagvaktir og kvöldvaktir, svipað og hér heima. Gæzlu- menn eru frá flestum aðildar- ríkjunum. — Er mikið um ólæti í þing- sölum? — Það kemur fyrir, og þá sér- staklega þegar verið er að ræða liitamálin, svo sem Kýpurmálið á dögunum og svo mun einnig liafa verið þegar Kúbumálið var á dagskrá, en að sjálfsögðu skiptast menn í tvo hópa með og á móti. Annars er alltaf eitthvað að ske innan veggja SÞ, eins og eðlilegt verður að teljast, þar sem fleiri þúsund manns eru sam an komin. — Þið hafið að sjálfsögðu far- ið á námskeið? — Já, það hófst í janúar sl. Þangað komu fyrirlesarar og sér- fræðingar frá Washington FBI og New York lögreglunni. New York lögreglan hefur mjög full- kominn skóla, eða akademíu. Frá henni fengum við kennara sem kenndu okkur margar greinar. Þar var okkur meðal annars kennt hvernig sjá mætti út vasa- þjófa og var það sett á svið fyrir okkur. Ennfremur kom til okkar sérfræðingur í tíma- sprengjum, sem kenndi okkur hvemig ætti að meðhöndla þær og stöðva. Ennfremur kenndu læknar og sálfræðingar okkur hvernig við ættum að umgang ast andlega sjúkt fólk. — Var mikið um að slíkt fólk reyndi inngöngu í hús SÞ? — Það kom fyrir. Einu sinni kom til dæmis maður, sem bað fyrir pakka til U Thants. Rann- sóknarlögreglunni þótti maður- inn grunsamlegur og var sam- stundis haft samband við yfir- mann lögreglunnar. Síðan var haft samband við New York lög- regluna og séi'fræðingur frá henni athugaði pakkann. Hér reyndist um fullkomnustu gerð af timaspi'engju að ræða og var hún að sjálfsögðu gerð óvirk. Innan fjögurra klukkustunda var New York lögreglan búin að finna tilræðismanninn — og reyndist hér um geðbilaðan mann að ræða. Hann var sér- fi-æðingur í gerð tímasprengja á stríðsárunum, en bilaðist á geðsmunum. — Þú hefur séð margt frægra manna þennan tíma? — Að sjálfsögðu. Mér er minnisstætt þegar Kennedy kom til stöðva SÞ og ávarpaði alls- herjarþingið, en það var í síð- asta sinn sem hánn gerði það. Þá var sérstakur lífvörður sett- ur til að fylgja forsetanum. — Fimmtán menn fylgdu honum eftir um bygginguna. Allar hugs- anlegar varúðarráðstafanir voru gerðar, eins og venja er, undir slíkum kringum stæðum. Lif- verðinum var illa við hvað Kennedy skaut sér oft úr fyrir hina fyrii-fram ákveðnu leið, en hann var þá að heilsa upp á hina og þessa fulltrúa sem sæti eiga á þingi SÞ. Þegar heimsóknin átti sér stað, gi'unaði mig ekki að þessi maður ætti svo skammt eftir lifað. — Svo kom fréttin um að for- setinn hefði verið myrtur? — Eg var á vakt, þegar það var tilkynnt. Fréttin kom eins og ' reiðarslag. Þingheim setti hljóðan eftir að tilkynningin hafði verið lesin, og svo var þögnin djúp, að það hefði mátt heyra saumnál detta. Fáni SÞ var síðan dreginn í hálfa stöng og öllum fundum frestað. í marga daga var það svo, að fólk trúði því varla, sem gerzt hafði, þó svo að það stæði skýrum stöf- um í öllum blöðum. Fólk vildi ákaflega lítið ræða um þetta mál. Á útfarardaginn var enginn fundur haldinn, þá blakti ein- ungis einn fáni í hálfa stöng á húsi SÞ, en það var fáni sam- takanna. — Og fleiri frægir menn hafa eflaust komið í heimsókn þann tíma, sem þú varst þarna? — Já, til dæmis kom Titó Júgóslavíuforseti og Johnson Bandaríkjaforseti. Þegar John- son kom, voru gerðar sérstakar ráðstafanir og var mér tjáð að öryggisráðstafanir hefðu sjaldan eða aldrei verið meiri, enda var þá skammt um liðið frá morði Kennedys og óhugur í mönnum. Allt var fullt af vopnuðum vörð- um, utan húss og innan. Forset- inn kom í lokuðum bíl, en venj- an er að svo tignir gestir komi í opnum bílum. Þyrlur sveim- uðu um loftið og vopnum búnir verðir voru staðsettir á húsþök- um í kring. — Það var eins gott að Krúst- jov var ekki á ferðinni? — Það má segja, að gestir þeir, sem komu til að skoða að- alstöðvarnar, spyrðu flestir hvar borðið væri, sem hann hefði bar- ið skónum í, um árið. • — Og þér líkaði vel við þetta starf? — Þetta var mjög Íærdómsríkt tímabil og ég tel mig hafa liaft mikið gagn af veru minni þarna. Skipulagning löggæzlumála er mjög góð. Við íslendingarnir nutum velvildar allra og þeir lögðu sérstaka áherzlu á að fræða okkur um sem flest. — Þú hefur kynnzt starfsað- ferðum New York lögreglunnar? — Að nokkru leyti. Þeir hafa mjög fullkominn skóla. Þeir hafa sérstakt inntökupróf á aka- demíuna og í því prófi geta þeir vitnað úr. Það hafa verið vand- ræði með launamálin hjá þeim, ekki síður en okkur, en nú hafa þeir nýlega fengið bót á sínum málum og fannst mér þeir vera allánægðir með kjör sín. Það er ekki eimmgís að launin hafi hækkað, heMur nióta þeir ým- issa hlunninda. Það má segja, að skólafyrirkomulaeið hjá iþeím sé svioafi og hjá okkur, en deildaskipting er meiri. Þannig er líka sérhæfing meiri og sér- þjálfun. Ef einhver svnir dugn- að í stai'fi eða námi lxefur hann góð tækifæri til að hækka í tign. Eg varð ekki var við að fólk bæri kulda til lögreglunnar, enda er mikil áherzla lögð á „frið- samlega samV’úð.” T.ögreglan hef- ur líka náið samband við al- menning. og bá sérstaklega yngra fólkið. enda stendur hún fyrir útvarns- oe siónvarpsþátt- um, þar sem fræðsla um lög- gæzlustörf og fieira þess háttar fer fx-am. Eg kvnntist einum lög- regluþjóni sem hafði löggæzlu í hverfinu bar sem ég bió. Hann vissi um öH prakkarastrik, sem fi'amin voru í hverfinu, enda hafði hann gott samband við ungdóminn. Mér fannst lög- í-eglumenn í New York yfirleitt mjög kurteisir og almenningúr leitaði til þeirra veena ótrúleg- ustu hluta. Eftir því sem ég kynntist lögreglunni i Banda- ríkjunum, tel ég hana standa mjög framarlega í löggæzíu- störfum. — En hvað um íslenzku lög- regluna? — Löaeæzli'sförf hafa löngum þótt erfið í Revkíavík, en það hefur að sjálfsögðu skapazt vegna fæðar lögaæzlumanna og húsnæðisskorts en nú er þetta að breytast. Með tilkomu hinn- ar nýju stöðvar oe fiölaunar lög- reglumanna, er éa ekki í vafa um miklar framfarir f löggæzlu- málum okkar á næstunni. — Ferðu aftur utan? — Þeir vilia að siálfsögðu fá menn til að fastráðast hjá sér, eins og gengur. Það kemur til mála að éa fari aftur og þá á eitthvert gæzlusvæði, en það er óráðið. — Þú hefur farið bessa ferð á vegum ísVnzku löereglunnar? — Já, víð vornm leystir frá störfum bennan tíma. Eg tel fcrðir þpssai' míög jnikils virði. Þær gefa mönnnm víðari sjón- deildarhrine með hví að kynna.st sambærileaum störfum ei'lend- Lögreglustiórinn i Reykjavik hefur alÞnf lmft sérstakan á- huga á, að eefa löereelumönnum kost á þossu oe ég er honum mjög þakkiátur að hafa fengið tækifæri til að fara bessa ferð. en af henni Viefi ég haft bæði gagn og. gaman. ■ — Svo víð vi'kium að verunni hjá SÞ á nv. hvað gerðuð þið. í frístundum? * — Úr næeu var áð velja. Með- al stacfeióiks St> í New York er rpikið skpmmtanalíf. Þar eru meðal annars tennisklúbbár, skákklúbbar skiðak'úhbar, skot- klúbbar oe ai's konar íþrótta- klúbbar. Fnnfr.emur eru flutt fræðsluerindi og konnsla fer fram í 10-15 tnnenmálum, syo að sjá má. að maðnr befur ekki komizt yfir nema Htinn hluta áf því sem á bnðstólnm var. Þarna er fólkið frá fiostum löndum heimsins. iá. ba« var jafnvel kennt júdó og ballett. Kennarar voru starfsmennirnir í aðal- stöðvunum. Hilmar Þorbjörnsson, í einkennisbúningi öryggislögreglu SÞ. Framhald á síðu 10. tmillMMIMMIMIMllllllMIIIIMMIIIMMMIIMIMIIMIIIIIIIIIMMIIIIIIIIItltlMMIIIIIIIIIIIIMMMIIIIIMIIIIIJI IIMMIIIIIIIIIIIMMIIIIIIMIMIMIIIIHMIIIIIMMIIIIMMMIMIIIMIIIIIIU'IMIIMHMHIIHIIIIIIIIIIIMIIMIIIIIIIIIimiiaiHIIIIIIMIIIIHIIIIIimMMIIIIIIIIIIUIIIIIIUIIIIIIUIIIIUmUMmiMMMMMIM I 3 14. maí 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.