Alþýðublaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 15
niður í kviksyndi þessa hjóna- bands, og stundum fannst henni sem það myndi lokast yfir henni og gleypa hana algjörlega, að henni tækist aldrei að losna. ! Noel sýndi Jienni mikla ástúð í viðurvist annarra. Hann virt- ist vera ákveðinn í að láta fólk halda að þau hefðu gifzt af ást. Þegar þau voru ein var hann kur.teis og vingjarnlegur, en ekk ert fram yfir það. Og hann gerði henni erfitt fyrir í baráttunni. Hann forðaðist að ræða við liana um Aubum og framtíðina. Eina skiptið sem þau deildu, þá var það út af peningum. Peta neitaði að taka við peningum . eða gjöfum frá honum,, og hann reiddist henni. Hann sagði að hún yrði að kaupa sér föt, sem hæfðu stöðu hennar. Hún væri konan hans, og þurfti ekki að finna til neins samvizkubits yfir að taka við fé hans. ' Þegar Peta neitaði þrjózku- full, hótaði hann henni að hann léti þá senda henni föt heim frá einhverri verzlun. Hún neydd hst til að láta undan honum. ' Strax næsta morgun keypti hún sér nýja sumardragt. Noel lofaði hana hástöfum. — Þú lítur yndislega út, sagði | liann. — Ég dáist að smekk þín- um. Ég verð s*oltur í kvöld, þeg ar ég kynni þig f-vrir Edith. Hún mundi allt í einu eftir því að systir Noels ætlaðr að koma í lcvöld. Hún fékk sér vindling úr vindingaöskju á skrifborði Noels og kveikti í honum með gremjusvip. I — Ég skil satt að segja ekki hvað það á að þvða að kynna mig fyrir öllu þessu fólki. — Ég hef haft gaman af því, sagði Noel. — Mér datt aldrei í hug að ég gæti orðið svona fé- iagslyndur. Það er skemmtileg tilbreyting að hafa eiginkonu í húsinu. Ó, vinur minn, andvarpaði Peta. — Þú ert sannarlega und- arlegur maður. Hann hló. — Og þú ert miög lagleg, Peta. Það verður miklu trúlegra í augum heimsins að ég skilji við þig fyrir að hlaupast á brott frá mér, en að þú skiiiir við mig af sömu ástæðu. Hvers vegna skyldi þreyttur, roskinn læknir hlaup- ast á brott frá shíiku, sem er jafn töfrandi og þú? Hún roðnaði udd í hársrætur. — Þú slærð mér gullhamra. '—; Hvenær er von á Lyell h'eim aftur? spurði hann stutt- lega, — Um helgina. — Þá" er bezt ég tali við hann °g fúi nákvæmlega að vita hvað hann ætlar sér að gera í þessu máli. Peta þráði ekkert heitara. En hún braut heilann um bað, hvort Auburn fyndist bað mjög óþægi- legt að verða bendlaður við skiln aðarmál? Átti hann í viðskipta- örðuleikum, eins og Noel hélt? Mundi það ijafa áhrif á hegðun hans í þessu máli? Nei, sagði hún áköf við siálfa sig. Hann ; yrði að fara með hana héðan. Hún gat ekki haldið svona áfram. ' Það var ekki réttlátt. hvorki fyr- ir hana, Noel né Auburn. JÍDÆ cm í tösku hennar lá bréf, sem hún hafði fengið frá Aubum um morguninn. Hann hafði staðið við orð sín og skrifað henni eld- heit ástarbréf. En það nægði samt ekki til að róa hana. Hún hafði tekið eftir, að hann skrif- aði ekki nafn sitt undir neitt þeirra. Henni fannst það undar- legt. Það var hvorki dagssetn- ing né heimilisfang á þeim. Að- eins einkennilegir pappírssneppl ar með fögrum ástarorðum. Gat það verið, að Auburn vildi ekki að til væru sannanir gegn sér eins og undirskrifuð ástar- bréf? Guð minn góður. Hún mátti ekki einu sinni láta sér detta slíkt í hug — eða gruna að eitthvað af hinum andstyggi- legu athugasemdum Noels hefðu við rök að styðjast. Hún var í mjög döpra skapi þetta kvöld. Siðustu dagar höfðu verið henni erfiðir og öll hennar aðstaða tók á taugarnar. Skyndi- lega lagði hún frá sér töskuna og hanzkana, fól andiitið í hönd- um sér og fór að gráta. Tár hennar höfðu mikil áhrif á Noel. Hann hafði aldrei þol- að að sjá konu gráta. Hvað þá heldur konuna, sem hann elsk- aði. Hann stóð á fætur, gekk jtil hennar, og tók um axlir hennar. — Peta, kæra baraið mitt, hvað er að þér? Hún huldi enn andlitið í hönd Um sér, en hann gat séð stór tár .'..velta undan grönnum íingrum hennar. Hún snökti. — Ég er svo óhamingjusöm ... þetta er allt svo . . . svo rangt :óg andstyggilegt. Ó, hvers vegna, hvers vegna í sósköpunum fór ég að giftast þér. Augu Frensham urðu myrk af þjáningu. En hve bað særði hann _, .að heyra hana segja þetta. Hann hélt utan um hana. —■ Hatar þú mig svona mikið, Peta. — Ég hata þig alls ekki. Þú ert mjög vingjamlegur við mig, Tog ég veit, að þú ert góður mað- ur. En . . . allt væri svo miklu .. auðveldara, ef þú legðir ekki svona mikla fæð á Auburn. Hann færði sig fjær henni. — Ég er hræddur að ég geti ., ekkert gert við því, Peta. Ég hef ástæðu til að leggja fæð á hann ög ég get ekki bælt það niður, jafnvel- ekki til að gera þig ham- _ ingjusama. — Ég get ekki haldið svona "-afram.-Það verður að gera eitt- livað. — Fáðu þá Eyell til að gera éitthvað, þegar hann kemur til baka. • Hún þerraði augun. Áé? —• Já/Hann verður að fara með mig héðan '— fljótt. Noel .tók vindlinginn, sem Peta hafði lagt frá sér í öskubakkann "Og dró að sér reykinn. .... — En ef við gerum nú ráð fyrir því, að herra Aubum þyki óþægilegt að verða útnefndur sem hjónadjöfull? Hvað þá? — Þá verður þú að leyfa mér áð skilja við þig. Þú verður. Þú — Óskaðu okkur til hamingju, pabbi. Við höfum sigrað bílw skúrinn. i | 111 honum frá þessum sigri sínum. — Noel, þetta er dásamlegt af þér. Ég mun meta þétta við þig^ það máttu vera viss um. Hann hugsaði: — Henni er alveg sama um mig. Og ef að náunginn sam- þykkir þetta nú? Þá hef ég missfe Framhalds- saga eftir Denise Robins verður, sagði hún æst. — Ég skil. Og eyðileggja mann orð mitt, sem er mjög dýrmætt manni í minni stöðu, bara til að geta horft upp á þig leggja þig flata fyrir manni, sem hefur alls ekki í hyggjú að kvænast þér. — En hann ætlar að giftast mér, hrópaði hún áköf. — Allt í lagi, Peta. Þann dag, sem hann fer heim til sín með þig, kynnir þig fyrir fjölskyldu sinni og segir þeim að hann ætli að kvænast þér strax og þú hafir fengið skilnað, mun ég gera það. Hún greip andann á loft og þrýsti saman hörtdunum. Vonin kviknaði í brjósti henn- ar. ílún var að ná þeim árangri, sem Auburn hafði viljað að hún næði. Hún hafði látið honum skiljast, að það var ekki rétt- látt að gera henni svona erfitt fyrir. Hún var viss um, að þeg- ar Auburn heyrði þetta, þá mundi hann fara með hana heim til sín og kynna hana þar sem væntanlega brúði sína. Henni fannst hún skyndilega vera mun hamingjusamari en áð- ur. Hún varð að hitta Auburn srtax og hann kæmi, og segja Hre frisk heilhrigð húð — Jæja, fröken Calhoon, nú fárnn við að heyra hvað sérfræðingarnir segja um varn- ir okkar gegn rauðliðunúm. - — Eg er enn þeirrar skoðunar, Bouievard, að það ætti. að útrýma yður og yðar líkum. — Hvað um að borða saman? A mcðan: Við ernm búnir Jað finna svar-i, ið, það tókst, því það vár inikið af fingraj förum á miðanum. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 14. maí 1964

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.