Alþýðublaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 7
T ÚTGEFANDI SAMBAND UNGRA JAFNAÐARMANNA I>ingful!trúar á 7. heimsbingi ungra jafnaffarmanna í Qsló. Nýtt hefti Áfanga KOMIÐ ER ÚT nýtt hefti af ÁFANGA, hinu myndarlega tíma- riti Sambands ungra jafnaðar- manna. Er það annað hefti þessa árgangs, efnisríkt og sérlega vand að og nýtízkulegt að úiliti og frá gangi. Heftið hefst á grein um atvinnu lýðræði, sem er þýdd úr ,,Fön- stret“, tímariti Menningar og fraeðslusambands' alþýðu í Sví- þjóð. Ungur hagfræðingur, Pétur Eiríksson, skrifar grein, sem hann nefnir Verðbölga og vextir. Þá er þátturinn Guðað á glugga, sem ritstjórinn, Sigurður Guð- mundsson skrifar. Er þar fjallað um John F. Kennedy, Hallgríms i kirkju og ráðhúsið og loks skatt svikin. Um Ödipus Rex nefnist grein eftir Robert Craft og er það kafli úr samtalsbók við hið fæga bandarísk-rússneska tónskáld Ig- or Siravinski, myndskreytt af franska málaranum Jean Cocteau. Hinn sigferðisl. grundvöllur jafn aðarstefnunnar nefnist athyglis- verð grein eftir Erich Fromm. Gunnar Vagnsson viðskipafræð- ingur skrifar grein um skatta og útsvör, mál, sem jafnan er- ofar- lega á baugi. Þá ber loks að geta ljóðmælisins ,,Á heiðihni" eftir Framhald á síðú 10. Æskulýðssíðan hitti nýlega að máli Karl Steinar Guðnason sem gegnt hefur stöðu utanríkisritara í núverandi stjórn SUJ. Er hann sá fyrsú, er skipað hefur þá stöðu. Fréttaritarinn spurði Karl eftir samskiptum SUJ við önnur æslui- lýðssamtök jafnaðarmanna í heim inum og voru svör hans á þessa leið: „Samband ungra jafnaðarmanna gerðist aðili að Alþjóðasambandi ungra jafnaðarmanna (Internati- onal Union of Socialist Youth) í ársbyrjun 1954. Um svipað Ieyti sat fulltrúi SUJ í fyrsta sinn funö í hinni þáverandi norrænu sam- starfsnefnd ungra jafnaðarmanna. Var sá fundur haldinn í Kaup- mannahöfn og má til gamans geta þess, að meðal þeirra er sátu fundinn, voru Per Hækkerup, nú verandi utanríkisráðherra Dan- merkur en hann var þá fram- kvæmdastjóri Alþjóðasambands ungra jafn^ðarm^ina er hafði skrifstofur sínar í Höfn. Aðrir, er sátu þann fund, voru t.d. Ivar Mat hiesen, þáverandi formaður Sam- bands ungra jafnaðarmanna í Nor' egi (AUF), en hann er nú fram- kvæmdastjóri Alþýðuflqkksing í Osló og varaborgarstjóri þar í borg. Af okkar hálfu sat fund- inn Sigurður Guðmundsson, nú- verandi formaður SUJ. IUSY- þingið í Höfn, er SUJ var tekið inn, sat fyrir okkur Helgi G. Þórðarson verkfræðingur, núver- andi forstjóri Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Frá því þetta var höfum við jafnan reynt að hafa sem bezt og nánust samskipti við erlend æsku lýðssamtök jafnaðarmanna en fé leysi og tímaskortur reyndist okk ur þó verulegur fjötur um fót. Þó gerðum við mikla bragarbót í þess um efnum fyrir tveim árum síð- an. Er óhætt að segja að sam- skipti okkar- við félaga okkar í i Karl Steinar. Alþjóðasambandinu og á Norð- urlöndum séu nú með hinu á- kjósan egasta móti. j Alþjóðasambandið hefur sínar aðalstöðvar í Vínarborg og núver- andi framkvæmdastjóri þess er svíinn Sture Ericsson. Er þar rek- in umfangsmikil starfsemi undir forystu hans og annarra léiðtoga I sambandsins en þeir eru m. a. forsetinn Kyi Nyunt frá Burma og varaforsetinn Horst Seefeld, formaður æskulýðssambands þýzkra jafnaðarmanna. SUJ hef- ur verið svo lánsamt að geta sent fulltrúa á tvö síðustu heimsþing Alþjóðasambandsins. Næstsíðasta þing, er háð var í Vín fyrir fjór- um árum síðan, sat Sigurður Guð mundsson, núverandi formaður SUJ, en síðasta þing, er háð var í fyrrasumar í Osló, sátum við Hörður Zóphaníasson, varafor- maður SUJ. Sambönd ungra jafnaðarmanna á Norðurlöndum mynda það sem við köllum Norðurlandaráð ungra jafnaðarmanna (Nordens social- demokratiske Ungdom). í því eru Arbeidernes Ungdomsfylking í Noregi, Sveriges Socialdemokrat iske Ungdomsförbund í Sví- þjóð, Danmarks socialdemokrat- iske Ungdom, Æskulýðssamband jafnaðarmanna í Fínnlandi og Samband imgra jafnaðarmanna á íslandi. Stofnþing ráðsins var fyr ir tveim árum síðan í Malmö og átti SUJ þrjá fulltrúa þar. í stjórn ráðsins eru ennfremur tveir full- trúar SUJ og eru það nú við formaður SUJ. Meðal annarra stjórnarmanna eru Reiulf Steen, fyrrverandi formaður AUF í Nor- egi, Ingvar Carlsson, formaður SUJ í Sviþjóð, Ola Teigen for- maður SUJ í Uoregi, Einar Chri- ansen formaður SUJ í Danmörku o. fl. Formaður er Ingvar Carls- son. Varamenn okkar eru fulltrú- ar SUJ í höfuðborgum Skandin- Framhald á síðu 10. Einn er sá þyrnir, sem mjög hefur verið í augum íhalds- manna um mörg undanfarin ár en það er starfsemi Ferða- skrifstofu ríkisins. Árum sam an liafa þeir haldið uppi lát- lausu níði og rógi um starf- semi hennar og í því starfi hafa framsóknarmenn verið þeim þægir og liprir vikapiltar. Megininntakið í öllum þess- um andróðri hefur vcrið sú makalausa óskammfeilni Ferða skrifst., að hún, „sem fær fé úr vasa, skattborgaranna“, hefur leyft sér að „álíta það hlutverk sitt að keppa við einkafyrirtækin". Frjálsri sam keppni af því tagi segjast einka rekstursmennirnir vera andvíg ir, meginhlutverk Ferðaskrif- stofunnar eigi að vera það' (að bera kostnaðinn við) að laða til landsins erlenda ferða menn, síðan eigi einkafyrirtæk in að taka við og hirða ágóðann af ferðum þeirra um landið, til þcss og frá. Ferðaskrifstofu ríkisins segja þeir vera „algjört einsdæmi á Vesturlöndum", aðra eins sé víst „hvergi að finna, fyrr en komið er alla leið austur til Kína“. í fram- haldi af ölllu þessu hefur svo jafnan verið gert sem allra minnst úr hinu daglega starfi Ferðaskrifstofunnar, hún köll uð „skrifstofubákn ríkisvalds iþs“, lítið viljandi og lítils megnandi. Því miður hefur rógnum og níðinu um Ferðaskrifstofuna lítt eða ekki verið mætt á op- inberum vettvangi, hvorki af henni sjálfri né vinum henn- ar. Því er það þakkarvert er dr. Gunnlaugur Þórðarson tók ný- Iega upp hanzkann fyrir hana í Frjálsri Verzlun en mestöllu hefti þess tímarits, þar á und an, hafði verið varið til að rakka hana niður. Enn nýlegar hefur það svo gerzt að nýráð- jnn framkvæmdastjóri Flug- félags íslands, Birgir Þorgils- son, segir í blaðaviðtali (Mbl. '3. maí): „Ferðaskrifstofa ríkis- ins vinnur að mörgu leyti gott' starf og þar er unnið af ein- lægni. En skrifstofan hefur mjög þröngan fjárhag og' þar með takmarkað starfssvið". Kveðúr hér við annan tón en venjulega heyrist, enda taiað af sanngirni, þekkingu og á- byrgðartilfinningu. Sannleik- urinn er líka sá, að Ferðaskrif- stofan hefur unnið hið merk- asta og þarfasta brautryðjenda starf. Ekki er heldur annað vit að en almenn starfsemi henn- ar hafi ætíð verið fullkomlega sambærileg við starfsemi ann arra ferðaskrifstofa. Er áreið- anlegt, að ef á heildina er lit- ið, hafa ekki aðrir gert betur þótt hærra hafi látið. Og rétt eins og Ferðaskrifstofan hef- ur á liðnum árum sinnt vel verkefnum sínum, þannig á hún vafalaust eftir að sinna vel auknum og enn fjölbreyttari verkefnum á komandi árum. S.-G. Allar tilvitnanir í þessari grein eru sóttar í viðtal við Ingólf Örn Blöndal, forstjóra ferðaskrifstofunnar, Lönd og leiðir og birtist á Heiindallar- síðu Vísis 10. apríl sl. niimniininiiiiiiiniiuiiiiniiiiiHiiiiiiiUiiiaiiHiiiiiiniinHiniiiHiiiiigiiiiuininíiiiiiiiiiiiiiiniiniiiiiiiniHiniinniiiniBiiiiifliiiiiiiuinnmmig'iiiii’iiiiiiií'iaiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiíin.'i.'iiii'imiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiníiimniiíimiiiBiiimiffiiiiiiiii’iiimimniiffliiiiminiiniiinnimiiminBi NÁIN SAMSKIPTI VIÐ I ERLEND BRÆÐRASAMIÖK! ALÞÝÐUBLAÐJÐ — 14. maí 1964.. f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.