Alþýðublaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 11
 Rússar eru bjart fyrlr OL STÓRÞJÓÐIRNAR og reyndar þær smærri einnig, undirbúa sig nú af kappi fyrir Olympíuleikana í Tokyo í Japan í haust. Stórveld- in tvö, Sovétríkin og Bandaríkin þurfa ekki að horfa í peninga í sambandi við undirbúninginn. — Fremstu íþróttamenn þessara þjóða eru heldur ekki í vandræð- um með tíma til íþróttaæfinga og keppni og fjármálum íþrótta- mannanna persónulega er bjargað „á annan hátt”. Þegar Akurnesingar sigr- uðu Hafnfirðinga me5 Nýlega tilkynntu yfirvöld í Sovét, að sjö toppþjálfarar muni sjá um þjálfun sovézkra hlaupara og kastara í sumar fyrir Olympíu Ieikana i Tokyo. Leonid Bartenjev mun þjálfa spretthlauparana, en hann átti um tíma met í 100 m. hlaupi, hljóp á 10.3 sek. Hann hefur mikla trú á sovézkum spretthlaupurum á þessu ári, sérstaklega Edvin Ozolin, sem á bezt 10.2 sek. í 100 m. og 20.9 sek Í 20Q m. Bartenjev hefur einn- ig mikið álit á Nikolai Politiko, Salva Prokorovskij og Amin Jyja- i nov. Annars má geta þess, að Rúss- ( ar ha/a aldrei komizt í -fremstu röð í spretthlaupunum á Olympíu- Teikum. Fyrrverandi heimsmethafi í 400 m. grind, Jurij Litujev þjálfar grindahlauparana og 400 m. hlaup- j ara. Vadim Arkiptsjuk er fremsti j ÍÞRÓTTABLAÐIÐ, 3. tbl. 1964, er m. hlaupari Rússa og Litujev j nýkomið út. Á forsíðu er mynd af RUDENKOV íþróttablaðið er komið út BOLOTNIKOV ★ LIMA (NTB-Reuter). Uruguay og Chile gerðu jafntefli 0-0 í und- ankeppni fyrir OL í knattspyrnu. í öðrum leik sigraði Perú Kolom- bíu 3-0. ★ PARÍS (NTB - Reuter). Lyon sigraði Bordeux 2-0 í úrslitaleik frönsku bikarkeppninnar. Áhorf- ur voru um 50 þúsund. ★ ADDIS ABEBA (NTB - Reuter). Marokko sigraði Ethiopiu 1-0 í fyrri leik landanna í undankeppni fyrir OL. ★ LIMA (NTB - Reuter). Argen- típa sigraði Equador 1-0 í undan- keppni fyrir OL. í öðrum leik sigr aði Brasilía Chile 2-0. ★ HANNOVER (NTB - Reuter). í fimmta landsleik Skota og Vest- ur-Þjóðverja á þriðjudag varð jafn tefli 2-2. Uwe Seeler skoraði bæði mörk Þjóðverja með einnar mín. millibili á 32. og 32. mín. — Gil- zean skoraði bæði mörk Skota á 22. og 38. mínútu síðari hálfleiks. Áhorfendur voru 70 þúsund. Stokkhólmi, 13. maí - NTB-TT SVÍAR og Rússar gerðu jafntefli í dag f knattspyrnu 1 mark gegn 1, bæði mörkin skoruð í síðari hálfleik. Þetta var leikur í Evr- ópubikarkeppni landsliða. og bezt 46.3 sek. Litujev er á þeirri skoðun, að Arkiptsjuk nái betri tíma en 46 sek. á þessu ári. er beztur Rússa í 110 m. grindahlaupi og á metið, 13.7 sek. en Anissimov á 50.6 sek. í 400 m. grind og heimsmethafinn fyrrver- andi er á þeirri skoðun, að Anissi- mov nái betri tíma en 50 sek. í sumar. í langhlaupunum stjórnar Gri- gorij Nikiforev þjálfuninni. Það var hann sem þjálfaði Vladimir Kuts. Pjotr Bolotnikov olympíu- meistari og heimsmethafi í 10.000 m. hlaupi er sá, sem Rússar gera sér mestar vonir um í langhlaup- unum. Hinn lítt þekkti Jurij Tiu- rih og Leonid Ivanov geta einnig orðið skeinuhættir. Þeir Viktor Aleksejev og Otto Grigalka eiga að fínpússa kringlu- kastarana sovézku. Tamara Press er hinn öruggi sigurvegari í kvennaflokki, en Vladimir Trusen- jev, fyrrverandi heimsmethafi, 61.64 m. og Bukhantsev munu helzt veita Bandaríkjamönnum og öðrum toppmönnum keppni í To- kyo. í kúluvarpi er Viktor Lipsnis langbeztur í Sovétríkjunum og hann varpaði 19.04 m á fyrsta mót- inu utanhúss. Hann er þar með fyrsti Rússinn, sem varpar lengra j en 19 metra (utanhúss). Á innan- hússmóti í vetur varpaði Lipsnis 19.20 m. Rússar gera sér vonir um, að Lipsnis veiti Bandaríkjamönn- um keppni í kúluvarpi í Tokyo, en betur má ef duga skal. Maðurinn, sem ber ábyrgð á spjótkösturunum heitir Valentin Massalitis. Rússar eiga bæði Evr- ópu og Olympíumeistarann og því er mikið í húfi. Lusis varð Evrópu meistari 1962 og Viktor Tsibulen- ko (sem keppti hér á ÍR-móti 1957) sigraði í Róm. Þeir tveir ásamt Viktor Iíuznetsov eða Marta Paam verða fulltrúar Sovétríkjanna í Tokyo. Rússar eiga mjög marga góða sleggjukastara, en fremstur er Ol- ympíumeistarinn Vessilij Ruden- kov (68.95 m.) Hann og fjölmargir aðrir stefna nú á 70 m. markið, en ýmsar aðrar þjóðir gera slíkt hið sama. sundkappanum Guðmundi Gísla- syni. Af efni blaðsins má nefna grein um Olympíuþingið í Baden- Baden 1963 eftir Benedikt G. Waage, heiðursforseta ÍSÍ, Einar Matthíasson skrifar um Polar cup mótið í Helsinki, þá er fræðslu- þáttur í blaðinu eftir Stefán Krist jánsson, sem skrifar um sumaræf- Á SUNNUDAGINN fór fram á Akranesi síðari leikur Akurnes- inga og Hafnfirðinga í Litlu bik- arkeppninni og lauk leiknum með sigri Akurnesinga 4-1. Leikurinn hófst í norðan strekkingi og glamp andi sólskini, en endaði í úrhellis rigningu og logni. Á sama hátt og íslenzka veðrið er óstöðugt og margbreytilegt er íslenzk knatt- spyrna óútreiknanleg og það lið, sem sigrar í dag í góðum leik get- ur alveg eins tapað á morgun, fyr [ ir sama liði. Akranesliðið, sem fyr- ir nokkrum dögum sigraði úrval frá Reykjavík í mjög góðum leik átti í dag í vök að verjast fyrir II. deildar liði frá Hafnarfirði. En þannig er knattspyrnan, og það er sennilega þessvegna, sem hún dregur ætíð til sín jafn stóran hóp áhorfenda, sem raun ber vitni. Akurnesingar léku í fyrri hálf- leik undan norðan strekkingi og héldu menn að Skagamenn mundu nú hefna fyrir jafnteflið í Hafnar- firði, enda byrjuðu þeir með stutt um samleik og komst Hafnarfjarð- armarkið oft í hættu, en án árang- urs. Þegar um 10. mín. voru af leik ná Hafnfirðingar góðri sókn- arlotu upp miðjuna og miðherji þeirra kemst frír inn fyrir og skor ar fyrsta mark leiksins. Skömmu síðar er dæmd vítaspyrna á Akur- nesinga, en Borgþóri tekst illa til, hann spyrnir í stöngina og knött- urinn hrekkur út á völl. Þarna ingar skíðamanna. Viðtal er við töpuðu Hafnfirðingar góðu tæki- Gunnlaug Iljálmarsson, handknatt færi. Akurnesingar herða sóknina, leikskappa, Gunnar Gunnarsson en Hafnfirðingar verjast vel og ná skrifar um íslandsmótið í körfu- oft góðum upphlaupum, sem skap- knattleik, íþróttaannáll er í blað- j aði mikla hættu við mark Skaga- inu o. fl. ' manna, enda var vörn þeirra mjög Þó að ensku knattspyrnunni sé loklð, þá getum við ekki stillt okkur um að birta þessa ágætu mynd úr leik Tottenham og Ever- ton. Það er West, markvörður Everton, sem grípur boltann. Ilinn leikmaðurinn er Melee. opin í fyrri hálfleik. Þegar um » mín eru til loka fyrri hálfleiks e;.’ dæmd aukaspyrna á Hafnfirðinga um 10 m. fyrir utan vítateig. Jón Leósson framkvæmir spyrnunn vel fyrir markið og þar nær Ey leifur knettinum og afgreiðir hann í netið. Skömmu síðar taka Skaga ■ menn forystuna í lciknum og ný liðinn Rúnar Hjálmarsson er lék vinstri útherja, bætir öðru markt við í þröngri aðstöðu. Hafnfirð ingar töldu hann rangstæðan og neituðu að færa knöttinn á míðj • una til að hefja leik að nýju. * SÍÐARI HÁLFLEIKUR í síðari hálfleik náðu Skaga- menn betri tökum á leiknum og skora fljótlega þriðja mark sitt. Jón Ingi bakvörður náði knettin- um um miðlínu, lék með hánn upp kantinn og sendi vel fyrir markið til Donna, sem skallaði ýf- ir markvörðinn, sem hafði komiö út úr markinu, og í netið. Síðasta mark Skasamanna skoraði Skúii Hákonarson um miðjan síðari háli' leik, eftir skemmtilegan samleils framlínunnar. Lið Hafnfirðinga er furðu gott, ef miðáð er við hversu stutt er síð • an þeir hófu æfingar. í fyrri hálf- leik léku þeir nokkuð vel saman og reyndu að halda uppi/’stuttum samleik og það var einmitt þá þeg- ar þeim gekk bezt. í síðari hálfleik sneru þeir hinsvegar blaðinu al- veg við og reyndu nær eingöngu gegnum brot upp miðjuna og sveltu útherjana og var slík spila- mcnnska alveg árangurslaus, enda mjög auðvelt fyrir varnarleik- menn að verjast slíkum sóknum. Hafnfirðingar sýndu það í þessum leik, að beir geta leikið samar. stuttan samleik og hann er miklu árangursríkari en þessi löngu spörk upp miðjuna og hlaup. I4ð þeirra er að mestu skipað ungum og duglegum leikmönnum, en knattleikni þeirra er mjög ábóta- vant. Þegar úr þeim galla er bæti. er engin ástæða til anars en aö ætla að þeir standi öðrum liðum fyllilega á sporði. í liði Akraness léku tveir nýliðar. Rúnar Hjájm- arsson vinstri útherji og Benediki Valtýsson er kom í framvarðar - stöðuna í stað Sveins Teitssonar, sem var veikur. Að öðru leiti va.i' liðið skipað sömu mönnum og gegn Reykjavikurúrvalinu. Báðir þess- ir nýliðar skiluðu sínum hlutverk - um vel í leiknum og sýndu að við rniklu má búast af þeim í framtíð- inni. Vörnin átti mjög slakan leils í fyrri hálfleik og á köflum vav engu líkara en að hún væri ekkl með í leiknum. Þó átti Jón Ingl allgóðan leik einkum í síðari hálf leik og vex hann með hverjjim leik. Framlínan á oft á tíðum mjög skemmtilegar sóknarlotur, en þeg ar upp að markinu kemur er eina og allt bregðist. Akurnesingar hafa nú tekið for- ystuna j Litlu bikarkeppninni: og hafa hlotið 4 stig eftir 3 leiki. Kefl víkingar hafa 3 stig eftir 2 leikl og Hafnfirðingar með 1 stig eftir 3 leiki. hdan. Oslo, 13, maí, (NTB) EIRE sigraði Noreg í knattspyrm*- í dag með 4 mörkum gegn 1. Stað an í hléi var 2-0. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 14. maí 1964 !£

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.