Alþýðublaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 13
Ljóð Sfeins Frh. af 16 síðu. sem hann hefur síðan þýtt eftir. Á fundinum í dag sagðist hann liafa byrjað að þýða íslenzk ljóð og kynna sér íslenzkan skáldskap fyrir um það bil 20 árum, en í þann tíð hafi verið búið að þýða miklu fleiri ljóð úr dönsku á ís- lenzku en úr íslenzku á dönsku. Ragnar Jónsson kvaðst hafa boð ið Poul P. M. Pedersen hingað til skrafs og ráðagerða fyrir fjórum árum, og samdist þá svo um með þeim, að Pedersen tæki að sér að þýða íslenzk Ijóð á dönsku, sem Helgafell gæfi síðan út. Og nú er fyrsta bókin að koma út, en ráð fyrir gert, að þær verði fleiri sem fyrr segir. Ekki er enn ráðið, hvaða bók verður næst, en senni- lega koma bæði út þýðingar á ljóð um Davíðs Stefánssonar og Tóm- asar Guðmundssonar síðar og e. t. v. safn þýddra Ijóða eftir fleiri ís- lenzka höfunda en einn. í „Rejse uden löfte“ eru kvæð- in úr „Ferð án fyrirheits”, „Tím- inn og vatnið” í heild og nokkur fleiri kvæði. -Aftast í bókinni er ritgerð eftir þýðandann um Stein og verk hans og eftirmáli. Bókin -er 192 bls., prentuð á góðan papp- fr og hin smekklegasta að öllum frágangi. Eins og fyrr segir er hún gefin út í samvinnu við Gyldén- dal, en prentuð hér. Upþlagið fyr- ir íslenzkan markað er 1000 eintök, en 1500 eintök verða séld í Dan- mörku. Helgaféll hefur nú í undirbún- ingi þriggja binda heildarútgáfu á öllum verkum Steins í bundnu og óbundnu máli, og kemur hún sennilega út með haustinu. í nýju útgáfunni verða ýmis kvæði, göm- ul og ný, sem ekki hafa áður birzt, þ, á m. Hlíðar-Jóns ríma öll. í 2 bindunum verður bundið mál, en óbundið í hinu þriðja. Kristján Karlsson sér um útgáfuna, og mun fylgja henni ritgerð um Stein Steinarr og skáldskap hans eftir Krlstján. SPAÁK (Framhald af 1. síSu), Utanríkisráðherra Belgíu, Paul Henri Spaak, gagnrýndi í dag framferði fjögurra ves.rænna stór velda fyrir opinberun yfirlýsxngar um Þýzkalandsmálið og Berlínar- xnálið. Er hún á þá lund, að lausn ar þessara vandam. verði að leita á grundvelli sjálfsákvörðunarrétt- arins og að taka verði til gaum- gæfilegrar athugunar sérhvern möguleika á að mynda frjálst og sameinað, Þýzkaland. Að því er upplýst hefur verið nefndi Spaak í ræðu sinni fimm atriöi er sýna hvernig A lants- hafsbandaiagiff hefur breytzt frá því Atlantshafssamningurinn var undirritaður fyrir 15 árum síffan: 1. Kjarnvopnajafnvaxgiff milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, er bindur varnir Evrópu órjúf-, anleguxn böndum vörnum Banda- ríkjanna. 2. Frelsun nýlenduþjóffanna. Sagffi hann, aff affstoffin viff þró- unarlöndin væri svo stórkos'leg, aff ekkert eitt land gæti börið þær byrffar eit og væri mikil þörf á sanxræmingu og samvinnu NATO- landanna í þessum efnxxm. 3. Hin eflda Evrópa. Sú staff- reynd, aff Evrópa hefffi styrkzt mjög væri engin ástæffa til að fjarlægja hana Bandaríkjununx. 4. Hin algjöm breyting setn orff iff hefur á viffhorfinu tll kommún istalandanna síðustu fimm árin. Jafnvel þótt þessi þróun hafi ekki lei t tU neinnar grundvallarbreyt- ingar aff Því er varffar Þýzkalands málxn verður samt sem áffur aff nota öll tækifæri til aff komast að samkomulagi við kommúnistarík- in. 5. H $ xðáh (gamál Sovéf | : j- anna er ekki lengur Evrópa held- Ur Afríka og Asía. Hvatti hann Ves ur-Evrópu til að sýna sama göfuglyndiff i Afríku og Asíu og Bandarikin hafa sýnt þar á árun- um eftir striff. Atvinnumál (Fraxnhald af .1. síðu). armál, iðnaff og uppbyggingu norff anlands tU aff vega á móti hinni gífuriegu fjarfestingu í Reykja- vík og nágrenni. Eíur noiíKrar umræður um þessi mái var Kjörin nefnd til að semja um þau ályktun. I hana voru kjörnir Valves Kárason, Ár- skógsstrond, Guðjón Sigurðsson, SauoaritroKi, Jóhannes Kristjáns son, Hx-isey,- Aðalsteinn Óskars- son, Dalvík, Þors.einn Hjálmars- son, Hotsósi, Sverrir Guðmtmds- son, Grenivik, Asgrímur Hartmars soa, Ó.afsfirði, Baldur Eiríksson, Siglufirði Aöalbjörn Arngrímsson Þórshöhn, Þörfinnur Bjamason, Skagaströnd og Páll Kristjánsson, Húsavik. Aff tiilögu nefndarinnar samþykkti fundurinn síðan eftir- farand, ályktun um útgerðar- og atvinniunál. 1. Greiðslu afborgana og vaxta af lánum vegna útvegsins og fisk vinnsiustöðva, svo sem hjá Stofn lánadeiid sjávarútvegsins og Fisk veiðasjóði íslands verði frestað um 2 ár og lánin íramlengist um jafnlangan tíma. 2. Auka verði aðstoð frá Afla- og hlutatryggingasjóði til útgerð arinnar á umræddu svæði. 3. Aukin verði aðstoð við hrað- frystihús og fiskviimslustöðvar m.a. með því að verðbæta smá- fisk, enda hækki þá fiskverð til útgerðarmanna. 4. Hraðað verði athugunum stjórnarvalda á s.ofnsetningu iðn fyrirtækja Norðan.ands, þar sem atvinnuástand er verst. 5. Skorað er á háttvirta ríkis- stjórn og hið háa Alþingi að hlut asi til um, að framkvæmd og fjár festingu hins opinbera verði beint til Norðurlands meira en verið hefur, m.a. til að hagnýta það ó- notaða vinnuafl sem þar er. Fundur.nn skorar á alþingis- menn kjördæmanna á Norðurlands að vinna að framgangi þessarar samþykktar." Loks kaus fundurinn 4 manna nefnd til að fy.gja þessum málum eftir. í hana voru kjörnir: Ásgeir Kristjánsson, Húsavík, Einar Flyenring, Dalvík, Þorsteinn Hjálmarsson, Hofsósi og Aðal- steinn Óskarsson, Dalvík. FLUGFERÐIR Flugáætlun Loftleiða Fimmtudagur: Flugvél Loftleiða er væntanleg frá NY kl. 07,30. Fer til Luxemborgar kl. 09,00. Kemur Lil baka fráLuxemborg kl. 24,00. Fer til NY kl. 01.30. Önnur vél væntanleg frá NY kl. 09,00. Fer til Glasgow og Amsterdam kl. 11.00. SKIPAFRÉTTIR EimsKipafélag íslands. Bakkafoss fer frá Akureyri í kvöid 11-5. tix Húsavíkur, Raufar haínar, Þórshafnar og Norðfjarð ar. Brúaríoss íór frá NY 9-5. til KeykjaviKur. Dettifoss fór frá Vesvmannaeyjum 7-5 til Glouc- esier og NY. Fjallfoss fór frá Reykjavík 7-5 til Kaupmannahafn ar, Gautaborgar og Kristiansand. Goðafoss fer frá Heisingfors í dag 11-5. til Reykjavikur. Gull- foss fór frá Thorshavn í morgun 11-5. tix Kaupmannaínar og Leith. Lagarfoss fer frá Gravarne á moxgun 12-5 til Rostock og Riga. Mánafoss fór frá Hornafirði í gær 10-5, væntanlegur til Réykjavíkur í nótt 12-5. Reykjafoss er í R.vík. Tröllafoss fer frá Reykjavík kl. •6.00 í fyrramálið 12-5 til Gufu- ness. Tungufoss fer frá Hull í kvöld H-5. til Leith og Reykjav. Hafskip Laxá fór frá Vestmannaeyjum 13 maí til Hamborgar. Rangá fór frá Gautaborg 11. maí til Norð- fjarðar. Selá er í Huil. Hedwig sonne er væntanlegum til Reykja víkur í dag. Funhgth fór frá Riga 12. maí tix Vestmannaeyja. Effý kestar í Hamborg 20. maí til austur- og norðurlandshafna. Axelsie er í Leningrad. Jöklar. Drangajökull re í Leningrad fer þaðan til Helsingfors. Hamborg- ar og Reykjavíkur. Langjökull fór frá Cambden í gær áleiðis til Reykjawíkur. Vatnajökull lestar á vestfjarðahöfnum. Eimskipafélag Reykjavíkur Katla, er væntanleg xil Cagli- ari i dag. Askja er á leið til Eyja- fjarðarhafna frá Cagiiari. Skipaútgerð ríkisins Hekla er á vestfjörðum. Esja er á Norðurlandshöfnum á austur- leið Herjólfur er í Reykjavík. Þyri.l er væntanlegur til Réykjav. í dag frá Norðurlandshöfnum. Skjaldbreið fer frá Vestmannaeyj um í dag til Hornafjarðar. Herðu breið er á Austfjörðum á norður- leið. AUGLYSING um skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Samkvæmt umferðarlögum tilkynnist hér með, að aðalskoðun bifreiða fer fram 19. maí til 6. ágúst n.k., að báðum dögum meðtöld- um, svo sem hér segir: PRÓF Frh. af 16 síffu. útt á lágmarkseinkunn í stærð- i-æðigreinum. Hæs,tu einkunnir hlutu Stefán luðjohnsen, símvirki, 7.48, óg rúlíus Amórsson, múraranemi, ’,15, en einkunnastigi er frá 0-8. Yinnuvélar tll lesgu Leigjum út litlar steypu- hræivélar. Ennfremur rafknúna grjót- og múrliamra, með borum og fleygum og mótorvatnsdælur. ■ Upplýsingar í síma 23480. Þriðjud. 19. maí R - 1 til R - 150 Miðvikud. 20. maíR - 151 — R - 300 Fimmtud. 21. maí R - 301 — R - 450 Föstud. 22. maí R - 451 — R - 600 Mánud. 25. maí R - 601 — R - 750 Þriðjud. 26. maí R - 751 — R - 900 Miðvikud. 27. maí R - 901 — R - 1050 Fimmtud. 28. maí R - 1051 — R - 1200 Föstud. 29. maí R - 1201 — R - 1350 Mánud. 1, júní R - 1351 — R - 1500 Þriðjud. 2. júní R - 1501 — R - 1650 Miðvikud. 3. júní R - 1651 — R - 1800 Fimmtud. 4. júní R - 1801 — R - 1950 Föstud. 5. júní R - 1951 — R - 2100 Mánud. 8. júní R - 2101 — R - 2250 Þriðjud. 9. júní R - 2251 — R - 2400 Miðvikud. 10. júní R - 2401 — R - 2550 Fimmtud. 11. júní R - 2551 — R - 2700 Föstud. 12. júní R - 2701 — R - 2850 Mánud. 15. júní R - 2851 — R - 3000 Þriðjud. 16. júní R - 3001 — R - 3150 Fimmtud. 18. júní R - 3151 — R- 3300 Föstud. 19. júní R - 3301 — R - 3450 Mánud. 22. júní R - 3451 — R - 3600 Þriðjud. 23. júní R - 3601 — R - 3750 Miðvikud. 24. júní R - 3751 — R - 3900 Fimmtud. 25. júní R - 3901 — R - 4050 Föstud. 26. júní R - 4051 — R - 4200 Mánud. 29. júní R - 4201 — R - 4350 Þriðjud. 30. júní R - 4351 — R - 4500 Miðvikud. 1. júlí R - 4501 — R - 4650 Fimmtud. 2. júlí R - 4651 — R - 4800 Föstud. 3. júlí R - 4801 — R - 4950 Mánud. 6. júlí R - 4951 — R - 5100 Þriðjud. 7. júlí R - 5101 — R - 5250 Miðvikud. 8. júlí R - 5251 — R - 5400 Fimmtud. 9. júlí R - 5401 — R - 5550 Föstud. 10. júlí R - 5551 — R - 5700 Mánud. 13. júlí R - 5701 — R - 5850 Þriðjud. 14. júlí R - 5851 — R - 6000 Miðvikud. 15. júlí R - 6001 — R - 6150 Fimmtud. 16. júlí R - 6151 — R - 6300 Föstud. 17. júlí R - 6301 — R - 6450 Mánud. 20. júlx R,- 6451 — R - 6600 Þriðjud. 21. júlí R - 6601 — R - 6750 Miðvikud. 22. júlí R - 6751 — R - 6900 Fimmtud. 23. júlí R - 6901 — R - 7050 Föstud. 24. júll R - 7051 . — R - 7200 Mánud. 27. júlí R - 7201 — R - 7350 Þriðjud. 28. júlí R-- 7351 — R - 7500 Miðvikud. 29. júlí R - 7501 — R - 7650 Fimmtud. 30. júlí R - 7651 — R - 7800 Föstud. 31. júlí R - 7801 — R - 7950 Þriðjud. 4. ágúst R - 7851 — R - 8100 Miðvikud. 5. ágúst R - 8101 — R - 8250 Finxmtud. 6. ágúst R - 8251 — R - 8400 Auglýsing um skoðunardaga bifreiða frá R-8401 til R-16200 verður birt síðar. Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sín- ar til Bifreiðaeftirlitsins, Borgartúni 7, og verður skoðun fram- kvæmd þar daglega, kl. 9—12 og kl. 13—16.30, nema fimmtudaga til kl. 18.30. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyBgi vörubifreiða skulu fylgja bifreiðunum til skoðunar. Skoðxm á bifreiðum, sem eru í notkun hér í borg, en skráðar eru annars stáðar, fer fram 1 til 31. júlí. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiðaskattur og vá- tryggingariðgjald ökumanna fyrir árið 1964 séu greidd, og lögboð- in vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Þeir bifreiðaeigendur, sem hafa viðtæki í bifreiðum sínum, skulu sýna kvittun fyrir greiðslu afnotagjalda til ríkisútvarpsins fyrir árið 1964. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd, verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiff- in stöðvuð, þar til gjöldin eru greidd. Vanræki einhver aff koma bifreiff sinni til skoffunar á réttum degi, verffur hann Iátinn sæta sektum samkvæmt umferffarlögum og lögum um bifreiffaskatt og bifreiffin tekin úr umferff, hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 13. maí 1964. SIGURJÓN SIGURÐSSON. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 14. maí 1964 |,3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.