Alþýðublaðið - 13.06.1964, Síða 2
fcítstjðrar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjðrl:
Arni Gunnarsson. — Ritstjórnarfulltról: Eiöur Guönason. — Símar:
14900-14903. — Auglýsingasimi: 14906. — Aösetur: Alþýöuhúsið við
Hverflsgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýöublaðsins. — Askriftargjald
tr. 60.00. — í lausasölu kr. 5.00 eintakiö. — Útgefandi: Alþýðuflokkiu-inu.
Einokunareftirlit
: VERÐLAGSMÁL hafa Verið miíkið rædd hér
á landi undanfarna anánuði, og þau hljóta að koma
itnjög við sögu þess samkomulags, sem ríkisstjóm
-og verkalýðshreyfing hafa gert með sér. Hér hafa
itveir stærstu flokkar landsins verið andvígir verð-
ftagseftirliti og eðlilega hefur þeim tekilzt að draga
verulega úr því, þrátt fyrir mótmæli minni flokk-
uhna.
i Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamálaráðherra, drap
á þctta atriði í ræðu í fyrradag, og skýrði hann
frá því kerfi, sem Danir hafa nú á þessum mál-
um. Þeir samþykktu í fyrra nýja löggjöf um eftir-
j lit með verðlagi. Veitir sú löggjöf stofnun, sem
aiefnist „Einokxmareftirlitiða, heimild tíl þess að
láta fara fram athuganir á verðlagi og álagningu
j í tilteknum greinum, þar sem hún telur slíkt vera
nauðsynlegt. Samtök neytenda eða framleiðenda
' geta einnig óskað slíkrar athugunar. í framhaldi
af henni getur stofnunin ákveðið, að verð eða
I álagning megi ekki hækka í þrjá mánuði í einu,
rneðan á athuguninni stendur.
Leiði hún í Ijós, að verðlagnmg í þessum til-
greindu greinum sé óréttmæt, getur stofnunin sett
i reglur um verð og álagningu eða birt leiðbeiningar
verð. Þegar stofnunin ákveður verð eða álagningu
é þennan hátt, ber henni skylda til að taka tillit
til kostnaðar í fyrirtækjum, sem rekin eru á hag-
Skvæman hátt.
Einokunareftirlitið getur einnig sett reglur um
imerkingu vöru og iverðmerkingu hennar, svo og
um gerð vörureikninga, ef það 'telur slíkar reglur
greiða fyri'r samkeppni. Það hefur einnig heimild
; til að fyrirskipa, að sett sé þungamerking á vörur,
sem pakkaðar eru í verksmiðjum.
Þessi lög voru sett til viðbótar iögum, sem
gilt hafa í Danmörku síðan 1955 um eftirlit með
einokun og tákmörkun á samkeppni. Tiigangur
þeiirra laga hefur verið að koma í veg fyrir verð-
; hækkánir, sem stafa af of lítilli samkeppni, hvort
sem einn aðili ræður yfir markaðnum eða sam-
íkomulag hefur verið gert um verð. Þegar um slíkt
fer að ræða, er Einokunareftirlitinu heimiit að grípa
í taumana.
Gylfi taidi þessa löggjöf vera að mörgu leyti
til fyrirmyndar, og taldi tímabært, að rannsakað
væri, hvaða skipun hentar okkur bezt í þessum
málum.
■ Rík ástæða er til að gefa þessum málum gaum
hér á iandi, þar sem samkeppni er mjög takmörk-
u$ vegna smæðar þjóðarinnar, og hætta á misferl'i
í verðlagsmálum mikil. Einnig er vaxandi tilhneig
;ing til einokunar hér á landi og vafalaust samið
um verð á ýrnsum sviðum.
2 13. júní 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
K j. ■ i.i / j j ,
m
B
JL
TflT
Að rífa af sér penínga
-upp úr illagrónu sári
ÞAÐ BAR VIÐ fyrir ínörgum
áriim, a<5 maður, sem cg hafði
haft fremur lltil kynni af, en þó
nokkur. hringdi til mín og spurði
hvor. ég gæti ekki komiö heim til
hans og rabbað við hann svolitla
stund um vandamál, sem hann
væri að giíma við. Mér kom þetta
dálítið á óvart vegna þess, að
hann var íhaldsmaður og hafði
tekið nokkurn þátt I pólitík, þó
að hann væri ekki einn af framá
mönnum íhaldsmanna. En ég fór
heim .il hans og sat hjá honum
góða stund.
ÉG VISSI, að þessi maður var
mjög vel efnaður, án þess þó að
hafa tekið þátt í neins konar
braski. Hann hafði verið stakur
reglumaður allt sitt líf, hafði
gegnt ábyrgðarmiklum störfum og
hafði farið vel með. Ég hygg að
hann hafi allt sitt iíf umgengizt
fjármuni af ríkri ábyrgðartilfinn
ingu og aldrei eytt neinu af hé-
gómaskap eða fordild. Ég varð
mjög undrandi þegar liann fór að
tala um vandamálið.
HANN KVAÐST VEBA í vanda
staddur. Hann ætti töluvetfðar
eignir, nú væri hann búinn að ná
háum aldri og hann væri ekki al-
veg sáttur við sjálfan sig með það
hvdð hann ætti að gera við eignir
sínar. Svo ræddi liann þetta fram
Skoðum og stillum bílana
Fljótt og vel.
og aftur og spurði mig síðan hvað
ég áliti að hann gæti gert við þær
þannig að þær kæmu að gagni.
ÉG VAB í vanda staddur. Mér'
fannst, að hann væri þegar búinn
að ákveða eitthvað og áð í raun
og veru vildi hann ræða um þetta
við mig aðeins til þess að fá stað
festingu á því að ákvörðun hans
væri réi.t. Ég vildi ekki særa hann,
en eitthvað varð ég að segja. Eg
sagði eitthvað á þá léið, að æðsta
skylda okkar mannanna væri víst
að reytta að líkiia sjúkum börnum.
Nú væru Hringkonur að safna til
bamasþítala, og varla væri betur
hægt að verja fé lÍI líknarstarfa,
en að ánafna þessum spítala fjár-
munum börnunum til hjálpar.
EN ÞESSU TÓK HANN fjarri,
og þá nefndi ég eitthvað fleíra, en
hann var ekki ánægður og svo
loksins nefndi hann sína hugmynd-
Mér fannst hún fráleit, en sagði
það ekki. Ég sagði, að það væri
fögur hugmynd og aða'atriðið væri
að hann væri sjálfur ánægður
með hana. Hann gladdist við, —
og hann mun hafa framkvæmt
hugmyndina, en aldrei véit ég til,
að fé hans hafi veriS hægt að nota
samkvæmt ætlun. Enda mikið
vafamál, að það verði nokkum-
tíma hægt.
KUNNINGI MINN og ég rædd
um svona mál nýlega. Hann er
mjög efnaður. Líkast til auðug-
ur maður. Ég sagði við hann: „Af
hverju ertu að safna þessu? Af
hverju hefuðu svona miklar á-
hyggjur af þessu? Það er allt pott
þétt hjá þér.“ Hann svaraði og
stundi: „Ég veit eiginlega ekki a£
hverju ég er að þessu. Og satt
bezt að segja, veit ég ekkcrt, hvað
ég á að gera við þetta.“
Ég sagði: „Gerðu éitthvað.
Stofnaðu sjóð í ákveðnum til-
gangi. Gefðu eina milljón til
hjálpar og líknar. Kauptu húseign
og gefðu hana til hjálpar fýrir
föðurlaús og móðurlaus böm. Ef
til vill gæti verið hægt að finna
afburðamann úr þeim hóp sem
riyii slíks heimilis, en anriárs
mundi farast. Viltu ekki gerast
pabbi foreldralausri barnanna á
Silurigapolli einn dag í vikú.
Veistu, að þegar félagar Lions-
klúbbsins kom á Si’ungapoll, þá
koma börnin hlaupandi með út-
breiddan faðminn og segja: „Ætl-
ar þú að vera pabbi minn i dag?'’
Eg HUGSA, að hann gerf
ekki neitt. Að rifa af sér peninga
er eins og að rífa sjúkraumbúðir
upp úr ilia grónu sári!
Hannes á horninu, I
Búnaðarbankinn
BÍLASKOÐUN fjölgar útibúum
Skúlagötu 32. Siml 13-100.
RYÐVÖRN
Grensásveg 18, sími 1-99-45
Byðverjum bUana með
T ectyl.
Trúlofunarhríngar
Fljót afgreiðsla
Sendum gegn póstkröfu.
Guðm. Þorsteinsson
gullsmiður
Bankastræti 12.
Búnaðarbankinn opnaði útibú á
Sauðarkróki 1. júni síðastliðinn.
Fyrr á þessu ári hefur
bankinn opnað útibú á Hellu, og
loks er ætlunin, að opna samtímis
útibúinu á Sauðárkróki útibú í
Stykkishólmi. Á öllum þessum
stöðum yfirtekur bankinn starf-
semi sparisjóða, sem starfað hafa
þar ,Með stofnun bessara út:M'ia
verða útibú bankans sex aff tölu
alls, hin eru á Akureyri, Blöndu-
ósi pgr Egilsstöffum. Barst blaðinu
í gær fréttatilkynning frá bank-
anum um þetta efni, og fer hún
liér á eftir:
„Að undanförnu hafa staðið yf-
ir samningar milli Búnaðarbanka
íslands og Soarisióðs Sauðár-
krnks um að bankinn setti upp
útibú á Sauðárkróki og yfirtæki
jafnframt viðskiptastarfsemi
Sparisjóðs Sauðárkróks.
Samningum þessum er nú lok-
hefur gegnt mikilvægu hlutverki
í héraðinu. Búnaðarbankinn liefur
haft mikil viðskipti við Skagfirð-
inga, og hafa oft borizt óskir um
það til bankans, að liann setti upp
útibú á Sauðárkróki til þess aff
bæta þiónustu við viðskiptavini
sína í Skagafirði.
Af hálfu bankans og sparisjóðs-
ins er þessi ráðstöfun liúgsuð tii
þess að bæta viðskiptaaðstöðu við-
skiptavina beggja stofnananna.
Bankaútibússtjóri verður Ragn-
ar Pálsson, núverandi sparisjóðs-
stjóri.
Útibúið á Sauðárkróki er þriðja
útibú Búnaðarbankans utan Rvík-
ur, sem ákveðið hefur verið að
taki til stárfa á þessu ári. Fyrr
á árinu opnaði bankinn útibú að
Hellu og sameinaðist Sparisjóður
Holta- og Ásahrepps því útibúi.
Hefur þróun bess útibús verið
mjög hagstæð. Þá er áformað, að
opna samtímis útibúinu á Sauðár
iff, og er gert ráð fyrir, að úti-
bú Búnaðarbankans á Sauðár-
króki taki til starfa 1. júlí nk.
Sparisjóður Sauðárkróks á veru
legar eignir og mun starfa áfram
til bess að annast umsýslu og ráð-
stöfun þeirra eigna, en öll við-
skiptastarfsemi Snarisjóðsins yf-
irfærist til útibúsins.
Sparisjóður Sauðárkróks er
mjö'g traust peningastofnun — og
króki útibú frá Búnaðarbankanum
í Stykkishóhni, sem yfirtekur
starfsemi Sparisióðs Stykkishólms,
Starfrækir Búnaðarbankinn þá
sex útibú utan Reykjavíkur. Eru
liin útibúin á Akureyri, Blöndu-
ósi og Egilsstöðum.
Er með útibúum þessum að því
stefrit að bæta þjónustu við við-
skiptavini bankans í viðkomandt
héruðum.”