Alþýðublaðið - 16.06.1964, Qupperneq 2
1
Ritstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedlkt Gröndal. — Fréttastjórl:
j Arnl Gunnarsson. — Ritstjómarfulltrúl: Eiður Guðnason. — Símar:
] 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við
) Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskriftargjald 7
tr. 60.00. — 1 lausasölu kr. 5.00 elntakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Akranes 100 ára
í DAG eru liðin 100 ár, síðan Akranes hlaut
(verzlunarréttindi. Gerðist það ekki! átakalaust hér
:| innanlands, því kaupmannavaldið í Reykjavík var
i :í þá tíð bæði voldugt og gætti vel hagsmuna sinna.
;. í tvo áratugi eftir endurreisn Alþingis tókst því að
; íyrirbyggja, að þingiðsendi'konungibænarskrá um
], þennan verzlunarstað. Þegar þingið loks sam-
j þykkti bænarskrána og verzlunarréttindin feng-
j 'ust, urðu þau þáttaskil í sögu staðarins.
Á fáum áratugum reis á Akranesi myndarleg
j 'byggð umhverfis verzílun og vaxandi utgerð. Timb
, urhús leystu torfbæi af hólm'i, þilskip komu í stað
, ■opinna báta og kartöflurækt var hafin. Reyndist
l' aðstaða til vaxandi byggðar vera hin bezta, stutt á
I. xengsæl fiskimið, allgott hafnarstæði og góð af-
j staða fyrir samgöngur og verzlun.
\ Akranes er nú einn af glæsilegustu útgerðar- og
J iðnaðarkaupstöðum landsins. Þar hefur risið vold-
i: ugur fiskiðnaður, isem vinnur afla myndarlegs
i flota sem er mannaður dugandi sjómönnum. Þar
! Ihefur verið gerð ágæt, lokuð höfn með stórátaki.
i Þar hefur risið sementsverksmiðja, byrjun á ís-
j lenzkri stóriðju og undirstaða hinna miklu bygg-
ingafram'kvæmda í landinu. Á Akranesi er marg
Glæsilegur — Mjúkur — Hentugrur — Endingarffóður
GANTEX
TÍZKUHANZKINN
Veitið viðskiptavinum yðar góða þjónustu með því
að bjóða þeim eingöngu rúmenska GANTEX hanzka.
Við framleiðum þá bæði úr Iambskinni (nappa, glasé
og sútuðu) og úr svínaskinni.
GANTEX
RÚJyiENSK FRAMLEIÐSLA
ÓFÓÐRAÐIR
ULLARFÓÐRAÐIR
SKINNFÓ8RAÐIR
Ú t f 1 y t j e n d u r :
ROMÁÖOEXPORT
IVCWMItlilyKANU
' 4 Piata Rosetti — Bucharest, Rumenia
Simncfni: ROMANEXPORT — Bucharest
! víslegur annar iðnaður í örum vexti. Sjúkrahús er
! víðfrægt á Akranesi, og mennihgarstofnanir hafa
! risið hver al' annarri, fyrst skólar og sundlaug, og
! innan skamms kemur bókasafnsbygging. íþrótta-
mannvirki eru myndarleg, enda hafa ungir Akur
nesingar unnið bæ sínum landsfrægð sem afburða
! knattspyrnumenn.
I Akurnesingar eru dugmikið fólk, sem Jhorfir til
I framtíðarinnar. Þeir hafa ekki lokið einu stórvirki,
þegar liafinn er undirbúningur hins næsta. Fram-
tíð bæjarins er því aðeins tryggð, að haldið verði
áfram stórframkvæmdum í hafnarmálum, að sköp
j sé góð aðstaða fyrir fiskiðju og hvers konar ann-
an iðnað, og samgöngur til og frá staðnum séu
sem beztar. Akurnesingar sækja fram til auðugra
i menningarlífs og hafa prýtt Skagann með glæsi-
legri gatnagerð og snyrtilegum, nýjum bæjarhverf
tim.
Þjóðinni er mikill styrkur af þróttmiklum
byggðum eins og Akranesi. Þar fara saman stæltir
vöðvar atvinnulífs og sívaxandi menningar- og fé
lagshf. Þótt löng saga sé af lífsbaráttu forfeðranna
: a Skipaskaga, og sú saga sé ekki gleymd, er Akra
ues fyrst og fremst framtíðarborg.
Alþýðublaðið sendir Akurnesingum í dag beztu
heillaóskir á liundrað ára afmælinu og óskar bæn
' l)cirra vaxtar og velsældar um langa framtíð.
Á MORGUN höldum við hátíð-lum. Það er út af fyrir sig ekkert
aufúsugestir. Þeir fá sórstök há-
legt tu tugu ára afmæli lýðveld-
isins. Það var vorh'ugur í þjóð-
inni þessa daga fyrir tuttugu ár-
um þrátt fyrir heimsbálið og ó-
| vissuna um framtíðina. Okkur var
líóst, að örlög okkar voru tengd
þeim úrsli’.um sem yrðu í hildar
lcíknum, en þá þóttust margir
okkar sjá úrslitin fyrir, að hinn
brúni nasismi og kúgari verkalýðs
lireyfingar og hins frjáls hugar,
myndi bíða ósigur, en öryggi var
ekki fengið —- og mér fannst í-
skyggilegt að sjá og fylgjast meö
því á næstu mánuðum, hve her-
, sveitir kouimúnismans s’reymdu
inn yfir Evrópu í skjóli vopna-
bræðra sinna.
VIÐ GETUM LITH) YFIR tuttugu
ára vegferð. En ekki ætla ég mér
1 þá dul, að reyna að gera úttekt á
búskapnum. Við höfum aflað mik-
j ils og eytt ógrynni. Þetta er ekki
einkamál heldur þjóðarsvipur.
Þjóðin eyðir sem heild og einstak-
lingarnir eyða — og gera æ hærri
kröfur um það, sem þeir kalla lífs
gæði, en mörg þeirra bera með sér
dauða.
UM ÞETTA skal ekki meira rætt.
Hins vegar vil.óg minnast á þjóð-
hátíðirnar og fóikið. Mér virðist,
sem liin svokallaða þjóðhátíðar-
nefnd sé orðln stirðnuð fyrir
. löngu. Henni dettur fátt nýtt í
hug, Dagskráin er orðin eins og
I gamalt margnotað myndamót.
Dansað á götum og dansað á göt-
við því að segja, og sízt má dans-
inn og gleðina vanta. En ég hefði
óskað, að meiri fjölbreytni gætti
í dagskránni.
ÉG Á EKKI VIÐ ÞAÐ, að efnt
skuli til meira tildurs heldur hitt,
að smáatriðum fjölgaði að leitazt
væri við, að gera þáttiöku fólks-
ins virkari, að gera kröfur til
þess.-Þetta er aðeins gagnrýni, en
tillögur flyt ég ekki. Þó vil ég
benda á þá staðreynd, að hér eru
nú staddir á annað hundrað þjóð
bræður okkar og systur frá Vescur
heimi. Þetta eru heiðursgestir okk
ar á þessari þjóðhátíð. Mér er sagt
að á þjóðhátiðum Vestur-íslend-
'inga séu gestir að heiman miklir
tíðarmerki til að bera og þannig
þekkja þátttakendur þá úr og taka
þá tali.
ÞETTA GETUM VH) GERT i
þetta sinn og framvegis, því a3
vonandi verður það víðtekinn sið-
ur, að Vestur-íslendingar efni til
liópferða hingað og skipuleggi þær
þannig, að þeir geti verið hér á
þjóðháijíðardaginn. — Eg beini
þessu til hátíðarnefndar og vona
að hún athugi málið. Mér þykir
hún vera nokkuð dauf. Eg held a3
það sé ekki rétt, að skipa nefnd-
ina alltaf sömu mönnum. Það er
ekki hægt að ætlast til þess, að
þeir séu allt af jafn frískir.
Ilsnnes á horninu
Fra stýrimannaskólanum
2 menn með stýrimannaprófi verða væntanlega ráðnir
til að veita forstöðu 4ra mánaða námskeiðum til undir-
búnings fyrir hið minna fiskimannapróf, sem haldin
verða á ísafii’ði og í Neskaupstað á hausti komanda verði
næg þátttaka fyrir liendi. Umsóknir ásamt kröfum uns
kaup og dvalarkostnað sendist undirrituðum fyrir lok
júlí-mánaðar.
Væntanlegir nemendur á þessum námskeiðum sendi unú-
irrituðum umsóknir sínar einnig fyrir júlílok.
Skólastjóri stýrimannaskólans.
t
2 16. júní 1964. - ALÞÝÐUBLAÐIÐ