Alþýðublaðið - 14.08.1964, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 14.08.1964, Qupperneq 8
í>AÐ er ekki á hverjum degi að blaðamönnum er boðið í dýr- indis veiðiferð. En þegar það hef ur átt sér stað hafa þeir yfirleitt ekki látið á sér standa, að skrifa igreinarkorn um veiðiförina, hvort sem hún hefur tekizt, vel eða illa Annars er einn stór kostur við veiðiferðir, en hann er sá að hægt er að segja lesendum frá þeim stóra sem maður missti, a. m. k. Með öðrum orðum var ég svo heppinn að fá tækifæri til veiði skapar í Eyrarvatni í Svínadal, en það er í fyrsta sinn sem sú gæfa veitist mér, að halda á stöng við silungsveiðai;. Eftirvæntingin er því mikil þeg ar lagt er af stað og veiðihugur inn fylgir í kjölfarið. Við kom- um að Eyrarvatni í bliðskapar- verði, klukkan fimm, e. h. sl. þriðjudag. Það er fallegt við Eyr- arvatn, umhverfis eru kjarrivaxn- ar hlíðar, en reyndar heitir kjarr ið sunnan við vatnið, Vatnaskóg- ur. Þar eru sumarbúðir K.F.U.M., sem alltaf eru fullsetnar sumar- larjgt af fríakum drengjum úr Reykjavík og víðar. Þarna fá þeir tækifæri til að lifa heilbrigðu úti- lífi, við leiki og störf. Þarna er í- þróttaleikvangur og þeir hafa báta, sem þeir róa út á vatnið. Þeir höfðu flatbytnur og einnig reru þeir á kanóum, svipuðum, sem indíánar notuðu í „den tíð“. Tveir voru á og reru með stuttum árum, knékrjúpandi, ann ar aftur í en hinn fram í. Að sjálfsögðu eru þeir drengir sem út á vatnið fara, í bjargvestum, en sú varúðarráðstöfun er alltof sjaldgæf hérlendis, og ætti reynd ar að banna fólki að fara út á vatn á smákænum, án slíkra bjarg vesta. Fyrr en varir erum við komnir langt út á vatn, enda er auðróið, báturinn góður og skriðmikill og vatnsflöturinn sléttur. Það kemur í minn hlut að róa fyrsta spölinn, en bátasfélagar mín ir renna spúnum í vatnið. En það er annars bezta að segja lesend- um nöfn þessara ágætu manna. Skipstjórinn heitir Ari. Sigurfinns son, en hann er aðéins sex ’ ára gamall, lætur sér nægja skips- stjórnina og hefur því ekki veiðar færí meðferðis' Fiskiskipstjórinn heitir Haraldur Korneliusson, 14 ára, alvanur veiðum í þessu vatni og því sjálfkjörinn í fyrrgreint embætti. Kokkurinn heitir Berg- þór Sigurðsson og er að læra gull smíði í frístundum hjá Hreini M. Jóhannssyni, gullsmið, sem er vélamaður um borð. Til þess að undirritaður væri ekkj embættis- laus í fjörinni, var honum leyft að kalla sig háseta og þótti honum að vonum mikið til þeirrar upp- hefðar koma. Þeir kasta spúninum af mikilli kúnst, draga inn á hjólinu og slaka á víxl. — en ekkert gerist. En hvað er að tarna, stökk ekki lax úr kafi í fluguleit. svo til við nef- ið á okkur, og þarna annar, „þetta var dólpungsurriði, það er ég viss um“, segir Hreinn. „Eðá var það lax líka. Það er greínilegá líflegt í vatninu núna, hann vakir, það er auðséð, já hann vakir“. „Uss, ekki hafa svona hátt“, segir Bergþór. Þegar ég fór með honum Leif upp í vatn í fyrra, kenndi hann mér að róa hljóð- laust og hann sagði mér líka að maður yrði að steinhalda kja . . . hm, pas po, hann Ari er svo lít- ill“. Svona er bollalagt og málið rætt fram og til baka, það vantar að- eins að hann bíti á. „Skyldi hann vera nýkominn úr mat, eða hvað?“ spyr Hreinn, eu býst ekki við svari og heldur á- fram, „máske maður ætti að skipta um spún“. . Síðan skiptir Hreinn um spún og það er auðséð að hann kann á því lagið. En silungurinn vill ekkert frekar nýja spúninn og mönnum finnst fiskurinn illa kunna gott gð meta. Svo skiptir Hreinn um sæti við mig og nil skal maður renna, eða réttara sagt, kasta. Stöngin sem ég fékk að láni er ekki kaststöng, endal alltof löng, árinni kennir illúr ræð ari. En ég kasta nú samt, með glæsilegri sveiflu. Þeir beygja sig niðurundir botn í bátnum, en spunninn flýgur af stað. En hann er ekki lengi á fluginu, lendir u.þ. b. f mm metra frá borðstokknum, Það er lítið gagn í þessu og ekki um annað að gera en reyna aftur og nú tekst ögn betur til en í fyrra skiptið. Við erum komnir vatnið á enda og ekki um annað að gera en snúa Við og halda til baka. Bergþór tek. ur við af Hreini og rær af kunn- áttu og festu. Það er eins og við manninn mælt. Hann er vart fyrr kominn undir árar en fiskur tekur á .hjá mér og svo til í sömu andrá á færi Haraldar. Við spólum inn, kampakátir yfir árangrinum. Ekki er bleikjan stór sem hefur álpazt á minn krók, en Haraldur fær áll- sæmilegan urriðagogg, en báðum íiskunum er lógað. Sennilegasta ástæðan fyrir morðinu á- ’minúnv

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.