Alþýðublaðið - 14.08.1964, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 14.08.1964, Blaðsíða 16
Liggja enn þá þungt haldnir Akureyri, 13. ágúst. - GS, GO. ÍSLENZKU piltarnir þrír, sem lentu í bílslysinu á Öxnadalsheiði, ligg-ja enn í sjúkrahúsi og liefur ekki verið hægt að yfirheyra þá enn, en Bretarnir, sem voru með !>eim í bílnum, sluppu út í dag með aninniháttar meiðsli og skýra þeir svo frá, að fyrst liafi bíllinn senzt 20—30 metra utan í vegarbrúninni og síðan hrapað 9 metra fall ofan í stórgrýtt gilið. Slysið átti sér stað við svokall- að Reiðgil vestan við Klif. Bíllinn, sem er af Ford-gerð, árgerð 1958, er gjörónýtur og telja kunnugir kraftaverk að ekki urðu meki slys á mönnum. Bretarnir, sem hér um ræðir, fengu far mgð bílnum, þegar þeir veifuðu honum einhvers staðar á leiðinni. Þeir sitja nú með sárt ennið á Akureyri og dót þeirra allt liggur í bílflakinu vestur á Heiði. Piltarnir, sem enn eru á sjúkra- húsinu, eru ungir að árum, einn þeirra er frá Akureyri, en hinir tveir úr Reykjavík. Mólið er í rann sókn hjá lögreglunni á Akureyri. Þýzkir menntamenn í sjóhrakningum Reykjavík, 13. ágúst. — GO. SKIPVERJAR á m.b. Leó voru að leita að síld fyrir austan Eyjar í nótt í svartaþoku, og um hálf sex leytið í morgun, þegar þokunni var aðeins farið að létta og þeir staddir austur af Elliðaey, kom stýrimaðurinn niður og tilkynnti Óskari Matthíassyni skipstjóra, að verið væri að skjóta neyðarblysum &ipp við landið. Sett var á fulla ferð á staðinn og komu þeir þá að litilli seglskútu, sem komin var uppundir land og skipverjar vortí að reyna að draga frá með lítilli plastjullu. Leó sigldi til þeirra og Óskar spurði þá, hvqrt þeir væru að fara. Þeir sögðu ferðinni heitið til ls- lands, eða nánar tiltekið Heima- eyjar. Óskar bauð þá velkomna til íslands og bauð þeim spotta, sem þeir þáðu með þökkum. Síðan var stefnan tekin á réttan áfangastað og komið að mátulega í morgun- kaffi. Skútan er 14 tonn, aðeins búin seglum og lagði af stað frá Ham- borg fyrir 10 sólarhringum. Þeir fóru með löndum meðan hægt var og lögðu á úthafið frá Orkneyjum, Framhald á síðu 4 ELÍSABEI OTTÓSDÓTTIR KOMST í UNDANÚRSLIT Reykjavík, 13. ágúst - KG „MISS International” keppnin stendur nú yfir á Langasandi og í gær voru valdar 15 stúlk- ur í undanúrslit og var Elísa- bet Ottósdóttir, sem varð „ung- frú Reykjavík 1964“, ein þeirra. Þátttakendur í keppninni eru um 47 talsins. Er þetta í 5. sinn sem íslenzk stúlka kemst í und- anúrslit, en eins og menn muna_ j varð Guðrún Bjarnadóttir sig- urvegari í síðustu keppni. Endanleg úrslit verða annað kvöld og verða þá fimm efstu stúlkurnar valdar. Næsta fegurðarsamkeppnin, sem íslenzk stúlka tekur þátt í, verður væntanlega Norður landakeppni í Helsingfors í september og svo verður „miss world” keppnin í Bretlandi í nóvember. MMMHMMmtMUMMMMMUt Rætt vi5 Sigvalda Hjálmarsson, ’ sem er nýkominn úr Indlandsför INDVERJAR BERA ERFIO ÖRLÖG SlN VIRDULEGA ÞÓ AÐ íslendingar geri nú svo að mig vantar rétt um !10 orðið víðreist, er það ekki dag- daga upp á ársdvöl erlendis. legur viðburður að hitta menn, Ég fór mér hægt á austurleið- sem komnir eru austan frá inni, enda kom ég ekki til Ind Indlandi. Og þó getur það gerzt. í gær birtum við í blað- inu viðtal við gamlan blaða- mann Alþýðublaðsins, sem dvaldist um skeið með Kúrd- um. í dag birtist stutt viðtal við annan gamlan blaðamann og fyrrverandi fréttastjóra Al- þýðublaðsins, sem dvaldist í Indlandi í vetur. Þegar Sig- valdi Hjálmarsson snaraðist inn á ritstjórnarskrifstofurnar eftir hádegi í gær, gripum við hann glóðvolgan og byrjuðum á því að rifja upp, hve-langt gg|||| væri orðfð síðan við sáum hann síðast. — Hvenær lagðirðu af stað í ferðalagið? — Ég lagði af stað héðan að heiman 24. ágúst í fyrrasumar, SIGVALDI HJÁLMARSSON lands fyrr en 13. september, — tók fyrst skip til Bretlands, fór svo með lest um megin- landið til Italíu og þaðan á skipi það, sem eftir var. Kon- an mín, Bjarney Alexanders- dóttir, og dóítir mín, Ólöf Elfa, sem varð tvítug í vor meðan á utanlandsdvölinni stóð, fóru með mér. Á Indlandi dvöld- umst við svo þangað til 30. apríl í vor. Þá lá leiðin nokk- urn veginn eins heim aftur, nema hvað ég ferðaðist í það skiptið um Neðra-Egyptaland og dvaldist um sinn á ítalíu. Þaðan fór ég til Hollands; en síðan til Þýzkalands og Dan- merkur. Ég var þrjár vikur í Hollandi og mánuð í Dan- mörku og starfaði mikið í sam bandi við Gilðspekifélagið í þessum löndum í miðstöðvum þess. Loks fór ég svo til Bret- Framh. á bls. 4 1%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%»%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%^ UMFERÐARMÁL BORG- ARINNAR SKÝRAST Reykjavík, 13. ágúst — HP. Á BORGARRÁÐSFUNDI sl. þriðjudag staðfesti borgarráð end- anlega tillögur þær, sem umferðar nefnd og sikpulagsnefnd höfðu samþykkt áður um aðalumferðar- brautir í borginni með tilliti til heildarskipulags hennar. Tillögurn ar byggjast á starfi danskra og ís- lenzkra ráðunauta borgarinnar um umferðar- og skipulagsmál, og er þar gert ráð fyrir, að gatnakerfi borgarinnar verði skipt í fjóra flokka, aðalgötur, safngötur og tvenns konar hverfagötur, en meg ináherzla er lögð á það í tillögun- um að friða íbúðargötur sem mesv fyrir almennri umferð bíla. Verður nú á næstunni unnið að frekari skipulagni-ngu í smærri dráttum. Ekk; er á þessu stigi unnt að gera grein fyrir aðalumferðar-^ brautunum í smáatriðum, en yzti ramminn verður senníl. sá, ef byrj- að er við Elliðaárnar, að framhald aðalvegarins inn í bæinn verður Miklubraut, en lokað verður fyrir Suðurlandsbraut innan megin. Hringbraut tekur síðan við af Miklubrautinni og endar vestur í Naustum. Keflavíkurvegurinn nýi liggur um Kópavog og austur eftir Framh. á bls. 13 -£V 'S*>

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.