Alþýðublaðið - 01.10.1964, Page 9

Alþýðublaðið - 01.10.1964, Page 9
fndarinnar er kafii, þar sem nefndin svarar öilum heizfu efasemdunum, móf- \ íáfum og öðru þvíf sem fram hefur komiö varðandi morð Kennedys forsefa. þennan afhyglisverða kafia í heifd, og gefa Eesendur dæmf sjálfir, hvorf þeir ni eða öðrum. Þeffa er spennandi íesfur. Hér fer á effir 2. hlufi kaflans. M MORD KENNEDYS kom. Við yfirheyrslu lögreglunn- ar eftir handtöku Oswalds játaði hann að hafa ferðazt bæði með strætisvagni og leigubifreið á leið sinni heim eftir að forsetinn hafði verið myrtur. Frá Norður-Beckley- braut hefði Oswald auðveldlega getað gengið níu tíundu hluta úr mílu (um 1450 metra) til 10. götu og Pattonbrautar, þar sem hann rakst á Tippit.' Orðrómur: Nákvæmri og ótrú- lega skýrri lýsingu af Oswald var útvarpað um lögregluútvarpið í glumaffur var myrtur meff. Dallas kl. 12:36 síðdegis 22. nóv- ember 1963. Niffurstaða: Útvarpsbækur Dall- aslögreglunnar og skrifstofu hreppslögreglu Dallas sýna, að engri lýsingu á manni grunuðum um morð Kennedys forseta var útvarpað fyrr en kl. 12:45 þann dag. Oswald var ekki nefndur á nafn í útvarpinu, fyrr en hann hafði verið handtekinn. Lýsing híns grunaða manns, sem útvarp- að var, iíktist Oswald, en skorti mikilsverð atriði, svo sem augna- og háralit. Upplýsingar, sem fyrsta útvarpslýsingin byggðist á, voru sennilega frá Howard Brennan, sem sá Oswald í glugganum, er hann Iileypti af riffilskotunum. Orffrómur: Oswald hafði ekki tíma til þeirra ferða, sem honum er ætlaður frá því hann yfirgaf Bókageymsluna og þar til hann rakst á Tippit. Niffurstaffa: Tímarannsóknir á öllum hreyfingum Oswalds hafa staðfest, að hann gat komizt allra umræddra ferða á þeim tíma, sem ætlað er. Orffrómur: Oswald var stöðvað- ur af lögreglunni um leið og hann yfirgaf bygginguna, en var leyft að halda áfram, er hann kvaðst stax-fa í húsinu. Niðurstaða: Nefndin hefur ekki getað fundið neitt vitni, sem sá Oswald yfirgefa bygginguna. Þessi orðrómur er sennilega mis- túlkun á þeirri staðreynd, að Baker lögreglumaður stöðvaði Os- wald í matstofunni, áður en hann yfirgaf húsið, en honum var leyft að fara ferða sinna eftir að Truly, vfirmaður Bókageymslunnar, kvað hann vera starfsmann þar. Lög- reglan umkringdi ekki húsið fyrr en nokkrum mínútum eftir að Os- wald gat komizt út. Orðrómur: Ökubók leigubif- reiðastjórans William W. Whaley, sem ók Oswald til Norður-Beck- leybrautar, sýnir, að hann steig inn í bifreiðina kl. 12:30. Þar eð þetta gerðist alllangt frá þeim stað, þar sem forsetinn var myrt- ur, hefði Oswald ekki getað myrt hann. Niðurstaffa: Bók Whaleys sýnir 12:30, en hann hefur borið, að hann hafi ekki verið nákvæmur í skráningu farþega, sem stigu inn í bifreið hans og hafi venju- lega skráð þá á 15 mínútna milli- bili. Þess vegna hafi Oswald ör- ugglega stigið í bifreiðina ein- hverntíma eftir 12:30. Stundum færði hann ekki í bók sína, fyrr en þrem eða fjórum ferðum síð- ar. Strætisvagnsmiðinn, sem fannst á Oswald, var gefinn út eftir 12:36 síðdegis. Nefndin hef- ur komizt að þeirri niðurstöðu, að Oswald hafi sennilega stigið inn í leigubifreiðina um 12:47 eða 12:48 síðdegis. Orffrómur: Fjarlægðin frá Grey- hound langferðastöðinni í Dallas, þar sem Oswald steig upp í leigu- bifreiðina, og Norður-Beckley- brautar, þar sem hann sennilega steig út úr henni, er nokkuð yfir 3 mílur (4,8 km.) — eðlilega um 10 míirútna ferð í leigubíl. Vegna umferðatruflana, sem voru á þess- um tíma, er ólíklegt, að Whaley hefði komizt þessa leið á minna en 15 mínútum. Ein áætlun er þess efnis, að ferðin hafi tekið 23 mínútur frá Greyhound stöff- inni til herbergis Oswalds. Niffurstaffa: Fjárlægðin frá Greyhound stöðinni á horni Jack- son og Lamar gatna til númera 500 á Norður-Beckleybraut er 2,5 mílur (4 km.). í raun réttri steig Oswald út úr bílnum við 700- blokkina á Norður-Beckley. Fjar- 'lægðin var því styttri en 2,5 míl- ur. Whaley hefur skýrt nefndinni svo frá, aff ferðin hafi tekið 6 mínútur. Reynsluferðir, sem starfs menn nefndarinnar hafa farið við mjög svipaðar aðstæður og ríktu 22. nóvember, tóku um 5 mínút- ur og 30 sekúndur. Það tók starfs- menn nefndarinnar 5 mínútur og 45 sekúndur að ganga frá horni Beckley og Neelygötu, þar sem Oswald sennilega yfirgaf bílinn, til Norður-Beckley 1026. Orffrómur: Oswald var á leið til íbúðar Jack Ruby, þegar Tippit lögreglumaður stöðvaði hann. Niffurstaffa: Engar upplýsingar benda til þess, að Oswald og Ruby hafi þekkzt eða haft neitt samband með milligöngu þriðja aðila. Engar upplýsingar benda til þess, að Oswald hafi vitað, hvar Ruby bjó. Þess vegna er hvorki til sönnun þess né er ástæða til að trúa því, að Oswald hafi verið á leið til íbúðar Rubys, þegar Tippit stöðvaði hann. MORÐ TIPPITS. Tilgátur um morð Tippits snér- ust um fullyrðingar þess efnis, að hann hafi ekki verið á réttum stað, þegar hann var skotinn, að hann hafi þekkt manninn, sem skaut hann og lýsing sjónarvottar á morðingja hans hafi ekki getað átt yið Oswald. Nefndin komst að þeirri nið- urstöðu, að Tippit hafi án efa verið á eftirlitsferð á því svæði, sem honum hafði verið falið í að- alstöðvum lögreglunnar. Engar sannanir fundust fyrir því, að Tip- pit og Oswald hafi þekkzt eða nokkurn tíma sézt áður. Þeirri lýsingu á morðingjanum, sem var eignuð einum sjónarvotti, var af- neitað af sama sjónarvotti og hlaut engar undirtektir annarra sjónarvotta. Orffrómur: Tippit ók einn í lög- reglubifreið, enda þótt það væri föst fyrirskipun lögreglunnar í Dallas, að tveir menn skyldu á- vallt vera í slíkum bifreiðum. Niðurstaffa: Yfirmenn lögregl- unnar í Dallas upplýstu, að sam- kvæmt starfsreglum lögreglunnar yrðu um 80% lögreglumanna á dagvakt, frá kl. 7 f. h. til kl. 3 (li'ranxbald & 10. síðu). Enskar og Hollenzkar Vetrarkápur Hollenzkar Rúskinnskápur í úrvali K Kápu- og Dömubúðin Laugavegi 46. Gaboon - Gaboon Höfitm fyrirliggjandi finnskt smáskorið og blokklímt gaboon. Þykktir 16, 19 og 22 mm. Stærð 5x10 fet. Kristján Siggeirsson hf. Laugavegi 13. — Símar 13879 og 17172. Fólk vantar. til frystihússtarfa FISKUR h.f. Hafnarfirði. — Sími 50-993. Starfsfólk vanfar Flakara og pökkunarstúlkur vantar í frysti- húsið Hvammur, Kópavogi. Upplýsingar í síma 41868 og 36286. Atvinna Fólk óskast til iverksmiðjuvinnu nú þegar. Yfirvinna —. Ekki unnið á laugardögum. Hf. Hampiðjan Stakkholti 4. — Sími 11600. Handlaginn maöur óskast til framtíðarstarfa í sælgætisverk- smiðju. — Sími 34350. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 1. okt. 1964 9

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.