Alþýðublaðið - 08.10.1964, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.10.1964, Blaðsíða 1
IÞessi mynd er frá fundi stjórnar Handritastofnunar íslands með fréttamönnum í gær. Frá vinstri: Próf. Hreinn Benediktsson, próf. Halldór Halldórsson, próf. Einar Ól. Sveinsson, formaður stjórnarinnar, Stefán Pjetursson, þjóðskjalavörður, og Finnbogi Guðmundsson, landsbókavörður. Á myndina vantar tvo stjórn- armeðlimi, þá dr. Ármann Snaevarr og Kristján Eldjárn. BRÆLA Á 22 skip með 10900 mál Reykjavík, 7. okt. — GO. NÚ er bræla komin á síldarmið- in fyrir austan og öll skipin á landleið eða inni. í nótt fengu 22 skip 10900 mál og tunnur, en þau gátu stutt verið að, því snemma hvessti og meðan sætt var var erf itt að komast í kastfæri fyrir rúss neska flotauum, sem situr miðin þétt og þykir aðgangsharðui'. Einungis tvö skip fengu yfir 1000 mál og tunnur: Gullberg NS 1100 mál og Hamnavík KS JJIQO tunnur. Vindur er NA og fer vaxanði og engar líkur fyrir veiði í nótt. FELL NIBUR AF 4. HÆÐ Reykjavík, 7. okt. — ÁG. STJÓRN Handritastofnunarinn ar íslands hélt fund með frétta- mönnum í dag. Þar sagði formaður stjórnarinnar, prófessor Einar ÓI. Sveinsson m. a., að segja mætti, að í hópi andstæðinga okkar gengi maður undir manns hönd í áróðr- inum gegn þwí að haníritamál ið fái góð lok. En því mætti þó ekki gleyma, að við ættum sem áður örúgga og dugmikla liðs- menn. Heitstrengingar þeirra og ósleitileg vinna væri mikilsverð. Sagði prófessorinn, að sumt af því, sem ritað væri móti málstað íslendinga í *blöðum og 'annars staðar væri svo hált, að varla yrði við það átt nema með langri rök- semdaleiðslu. Öðru máli gegndi um það, þegar berlega væri farið rangt með staðreyndir. Mótmæli gegn þvi þyrftu að koma fram og komast áleiðis til Danmerkur sem fyrst. í upphafi máls síns á fundin- um í dag, sagði prófessor Einar að aðalstarf Handritastofnunarinnar hefði beinzt að undirbúningi vis- indaútgáfu og ljóspre’ntun hand- rita. Líklegt væri að nú í haust kæmi út Viktors saga og Blávus, búin til prentunar af Jónasi Kristjánssyni. Næst mætti búast við að kæmi Sýnisbók elztu ís- lenzkra handrita með mynd af hverju handriti frá upphafi og allt fram til 1270-80. Um þá bók sér prófessor Hreinn 'Benedikts- son. Annað rit, sem ætti að koma út um líkt leyti, væri ljósprent- un eiginhandarrita Jónasar Hall- grimssonar af kvæðum hans. Ein- ar Ól. Sveinsson og Ölafur Hall- dórsson annast það verk. Þá kem- ur vísindaútgáfa af Svarfdælu og Færeyingasögu, enn fremur upp- haf af rímnasafni, sem á að taka við af Rímniasafni Finns Jónsson- ar. Farið er iað vinna að visindaút- gáfu af Árna biskups isögu, lengra Framh » bls. 4 | MAÐUR slasaðist illa er hann féll af viiuiupalli við fijórðu hæð á húsinu við Síðumúla 4, um hálf fimm í dag. Hann er Sigurður Guðjónsson, járnsmiðúr, (37 ára) til heimilis að Grettisgötu 32. Ekkl er vitað um tildrög slyssins enn, en talið er að Siguróur hafi hras- að og fallið, eða stigið á „falsk- an“ enda. Hann var flattnr á Síysavarðstofuna og þaðan á Landakot, og er blaðið hafði sam- ■. band við spitalann um 7 leytið, voru meiðsli hans ekki fullkönn- uð. iWWWWMWMMMWWWWW' aWMMWMWWWWWMMWW* Grein áfíonbiadet hefur vakið mikla afhygfi í Svíþjóð Reykjavík, 7. okt, — ÁG. GREIN sænska „Afton- bladet” hefur vakið mikla athygli. Samkvæmt skeyti, sem hingað barst í kvöld frá Stokkhólmi, var þegar sagt frá greininni í sænska sjón- varpinu. Þessi ákveðni stuðn ingur blaðsins við Loftleiðir hefur komið nokkuð á óvart og er félaginu mikill stúðn- in'gur í baráttunni gegn SAS , Það er sænska Verkamanna- sambandið sem á „Afton- bladet.” AFTONB ARBA HRIB A0 SA tM*»WMMMWMWWMMMMWser Stokkhólmi, 7. október (NTB). Deila SAS og Loftleiða hefur blossað upp á ný. Jafnframt þvi sem skýrt var svo frá í Stokkhólml í dag, að ríkis- stjórnir Sviþjóðar, Noregs, Dan- merkur og íslands hefðu tekið að samningaumleitanir um nýjan Ioftfcrðasainning landanna gerði hið útbreidda, sænákia síðdegis- blað „Aftonbladet“, harða hríð að SAS og flugmálastjórnum Norður- landa og kvað samningaviðræður þær, sem fram hafa farið, aðeins nýjan lið í mörgum til- raunum til að klekkja á Loftleiðum „Aftonbladet", sem er í eigu sænska verkalýðssambandsins, kvað flugmálayfirvöldin aðeins hlýðna sendi veina SAS. Blaðið Skoraði á yfirvöld í Noregi, Dan- inörku og Svíþjóð að láta Loft- leiðir vera í friði. Jafnfnamt skýrði „Aftonbladet“ frá því, að til væri viðbætir við loftferðasamning íslands og Norð urlanda, er rynni út 1. nóvenrber. Biaðið segir, að þessi viðbætir, sem ákvæði samskipti SAS og Loftleið'a, ’væri hrein spOnni- treyja fyrir íslendinga. Enn frem Framh. á 13. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.