Alþýðublaðið - 08.10.1964, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 08.10.1964, Blaðsíða 8
r^immmmmmmmimmmmiiii i«iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii'iiiiiiiiiiiiiiiiimiikvV i iiiiimiiimiiiiiimiimiimiiiiiiimiuiiiimiiimumiimnMiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiuimiiiimmiiiiimiiiiiiiimiiiiimmimmiimm*^ Saumið Rya í tómstundum ykkar NÚ ERU hinir ljósu sumardagar senn á braut, kvöldin orðin húm- dökk og -eðlilega, farin að bera blæ af haustinu. Kannski erum við þegar farn- ar að hlakka til næsta sumars. En það er alveg óþarfi að kvíða vetrarkvöldunum þó að þau séu stundum löng, því alltaf er hægt að finna sér eitthvað til tímastýttingar. Og húsmóðirin sem hefur í svo mörg horn að líta og finnst tíminn hlaupa frá sér fær oft tækifæri til að setjast niður og grípa í handavinnu, eða aðra tómstunda-iðju. Vinsæl handavinna um þess- ar mundir, er að sauma púða og teppi með svokölluðum Rya saum. i Rya saumur er mjög einfaldur og fjölskyldan getur öll tekið þátt í þessari handavinnu, þó að aðeins einn komizt að í einu, ef um eitt og sama stykki er að ræða, t. d. gólfteppi. í hundruð ára, hafa Rya teppi verið gerð í Finn- landi og þau teppi hafa þótt end- ast sérlega vel. Með þeirri undirstöðu og garni sem nú er notað eru teppin bók- staflega óslítandi og þar fyrir utan finnst mörgum mun skemmtilegra að hafa heimagert teppi á gólfinu, í stað þess sem keypt er tilbúið. Ef löngunin til að sauma Rya, er blönduð dá- litlum efa um að það takist ekki, er ágæt hugmynd að byrja á því að gera púða. Sumir halda að DAGLEG SNYRTING UNDIRSTAÐAN í hinni daglegu. snyrtingu er gott andlitskrem. Það er ekki hægt að vera án þess, þó að við aðeins púðrum okkur örlítið. Kaupið ólitað krem sem passar gerð húðarinnar, klappið það inn i hörundið og látið það jafna sig aðeins áður en púður undirlagið er sett á. Dagkrém, sem er litað, eða fljótandi púður undirlag er bor- ið á andlitið og hálsinn. Kremið er borið eins jafnt á og mögulegt er. Við hársvörðinn er það þurrk að burtu með bómullarhnoðra. Að þessu loknu er kinnalitur- inn settur á sé hann notaður. Hann er látin efst á kinnbeinin og jafnað vel út. Notið mjög lít- ið af kinnalit og aðeins rósgula liti haust og vetur, því blárauð- ar kinnar eru ekki fallegar út- lits. Nú er púðrað yfir með stórum bómullarhnoðra. Látið ský af púðri á andlit og háls. Nuddið því ekki inn í húðina. Snúið svo bómullinni við og fjarlægið nú allt laust púður ,svo andlitið sé ekki eins og mélað. Sé ekki notað litað dagkrem, er gott að púðra tvisvar sinnum, fyrst með dekkra púðri en venjulega og síðan með því ljósasta sem fáanlegt er. Augnskugginn er ljós og léttur í ár. Hann er lagður yfir allt augnlokið. Púðrið síðan yfir með talkúmpúðri. Veljið þann lit af augnskugga sem hæfir augna- litnum. Það er ekki í tízku lengur að nota ,,eyeliner“ en ef ekki er hægt að vera án þeirra að ykkur finnst, er liturinn valinn eftir lit augnskuggans. Nota skal bláan, gráan eða marine-bláan augn- háralit (ekki svartan). Burstið augnhárin á eftir með hreinum bursta, svo þau ekki klístrist saman. Varirnar eru málaðar með feit um varalit. Veljið hreinrauðan eða rósrauðan lit. Feitur litur heldur vörunum mjúkum og fal- legum. Og síðast en ekki sízt — munið að púðra ekki yfir hann á eftir .... rákir myndist þegar klippt er upp úr garninu en til að fyrir- byggja, það, á að klippa ójafnt upp úr lykkjunum og áferðin verður þá alveg jöfn. Það er hægt að nota venju- legt garn til að sauma Rya saum og hessian striga í botninn, en bezt er þó að kaupa hið rétta teppagarn og mun ullarbandið íslenzka vera tilvalið. Rya saum- ur eru hnútar sem hnýttir eru yfir reglustiku eða annan flatan lista. Auk þess þarf mjög grófa stoppunál, ef ekki er völ á að fá hina sérstöku nál sem ætluð er til að sauma með. Byrjað er á að leggja strig- ann á gólfið og strika línu þvert yfir hann, við endann næst ykk- ur. Dragið síðan 2-3 þræði úr striganum þar sem strikið var og mælið síðan I cm. og dragið aftur 2-3 þræði úr striganum. Endurtakið þetta þvert yfir all- an strigann. Hafið bandið ávallt þrefalt í nálinni. Athugið nú meðfylgjandi mynd ir, ásamt skýringunni og hefjist svo óhikað handa. 1. Byrjið alltaf frá vinstri hlið á hverri röð. Nálinni er stungið frá hægri til vinstri und- ir fyrstu þræðina. (ca. 3 þræðir af þeim sem standa langsum í úrdregnu línunni). Auðveldast er að draga þráðinn vel til vinstri, en ekki of fast um reglustik- una. 2. Næsta spor er líka frá hægri til vinstri undir næstu þræði. Herðið á þræðinum sem siðan fer bakvið reglustikuna. Hnúturinn lokast. Herðið ekki um of að hnútnum. Fyrsti hnút- urinn í hverri röð er alltaf saum- aður án reglustiku en síðan er hún lögð meðfram úrdregnu lín- unni. 3. Jafnóðum og verkinu mið- ar áfram á að ýta reglustikunni til hægri, og þegar röðin er búin er hún tekin úr. Svo er klippt upp úr lykkjun- um, ójafnt eins og fyrr er sagt. Athuga skal að hafa ekki reglu- stikuna í lykkjunum þegar klippt er upp úr þeim því þá getur stykkið sem saumað hefur verið, tapað hinu sérkennilega Rya út- liti. ii****i*i***i*ii*iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiil«iiiiiiiiiitiiii**iiiiiiiiiiiiiiiii*iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiliiiiiiiiiiiiaiiiiiaiiii«i>iiitfeiiiiii,lM*lliiiiaitiiit,,l,iiail,tllll riiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin iiiii ••iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin.iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiitiiiiiiiHiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiM 8 8. október 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.