Alþýðublaðið - 08.10.1964, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 08.10.1964, Blaðsíða 14
Fæstir vakna við það' einn góðan veðurdag' að vera frægir. Hins vegar dreymir flesta að þeir séu frægir — og vakna svo! filgf i\K Minningarspjöld styrktarfélags vangefinna fást á eftirtöldum stöð um: Bókabúð Braga Brynjólfsson- ar, bókabúð Æskunnar, Kirkju- hvoli, og á skrifstofunni, Skóla- vörðustíg 18, efstu hæð. Bókasafn Seltjarnarness er opið mánudaga kl. 17,15—19 og 20—22, miðvikudaga kl. 17,15—19 og föstu daga kl. 17,15—19 og 20—22. Konur í Styrktarfélagi vangef- inna halda fund í Tjarnarkaffi, uppi, fimmtudaginn 8. október kl. 8,30 síðdegis. — Fundarefni: Ýmis félagsmál. Sagt frá ráðstefnu í Kaupmannahöfn í ágúst um mál- efni vangefinna. Kvennfélagið Heimaey. Fundur verður haldinn í kvöld kl. 8.30 að Aðalstræti 12. n!B2. ,g9fv3„yý HVER ER MAÐURINN! Svarið er að finna einhvers staðar á næstu síðu. __' Úr vísnabókinni Þessa vísu gerði Einar Joehumsson til Matt- híasar bróður síns, en vísan var lagfærð af öðrum: • Þú skalt ekki máta mig, Matthías í kvæðum. Ég stend fyrir ofan þig uppi á Sigurhæðum. Vísa sú, er hér birtist, mun vera einhver allra síðasta vísa Einars Jochumssonar, kveðin 20. júli 1923, nokkrum dögum áður en hann lézt: Þó að oss þrengi kólgá kífsins köldu landi á, oss þá huggar andi lífsins Fimmtudagur 8. október 7.00 Morgunútvarp — Veðurfregnir — Tónleikar — Frétttr — 8.00 Bæn. — 9.00 Útdráttur úr forustugreinum dagblaðanna — 9.30 Hús mæðraleikfimi. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Á frívaktinni" Hagalín). sjómannaþáttur (Sigríður 15.00 Síðdegisútvarp. 18.30 Panshljómsveit Daves Appel leikur, og Bobby Rydell og Chubby Checker syngja suðræn lög. 18.50 Tilkynningar. — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 „Frú Luna“, óperettulög eftir Paul Lincke, Herta Talmar, Franz Fehringer o. fl. syngja með Giinter Kalmann kórnum og hljóm- sveit, er Franz Marszlek stj. 20.15 Raddir skálda: Úr verkum Hannesar Sigfús- sonar. Lesarar: Guðrún Helgadóttir, Jón Ingvi og Jóhann Hjálmarsson. Einar Bragi sér um þáttinn og les viðtal við skáldið. 20.55 Fyrstu hausttónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabiói; fyrri hluti. Stjórnandi: Igor Buketoff frá Bandaríkjunum. a) Forleikur að „Fjalla-Eyvindi“ eftir Karl O. Runólfsson. b) Sinfónía nr. 3. í F-dúr op. 90 eftir Brahms. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: Pabbi, mamma og við“ eftir Johan Borgen; I. Margrét R. Bjarnason þýðir og les. 22.30 Djassþáttur: Jón Múli Árnason hefur umsjón með hönd- um. 23.00 Dagskrárlok. Landskoðun (Heimild: Dagur, Akureyri). Svo Ijúflega svifu þeir loftinu í yfir Ijómandi jökla og grundir. Og þarna hófst flugvélar-fyllirí hið frægasta um þessar mundir. Að skoða Surtsey þeir fengu sér far, — þá furðusýn vildu ekki missa —. Þegar dónarnir fóru að drekka þar, varð Dagur hreint aldeilis hissa. Og þetta varð Surtseyjar frægasta för. — Menn fylltu sig, svo að þeir lágu. Er endaði ferðin, leið andvarp af vör, því eyjuna fæstir sáu. KANKVÍS. Fjalla bliknar fífill enn, * fýkur lauf af bölum. fm Tungna karlar sópa senn sauðum fram úr dölum. • m Hjörmundur Guðmimdsson. m • • * • 'j KrefjasV ©miur ■ ráJaínsttr • þegorístttð VÍSIR 7.0KT. '6*1 rSNTt Norðan kaldi, léttskýjað, frost 3—5 stig. í gær var noröan gola og viða kaldi hér á landi. Fyrir norðan gekk sums staðar á með éljum. í Reykja- vík var norðan gola, léttskýjað, skyggni ágætt. MÖCO CoP. e Ooa 6 Coptnl.osin < < 3 Kellingin segir (og hefur auðvitað kallinn í huga) að auðmýkt sé það, þeg- ar maður skreppi aftur saman í rétta stærð. j|4 8. október 1964 - ALÞÝÐÖ8LAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.