Alþýðublaðið - 08.10.1964, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 08.10.1964, Blaðsíða 9
 Kína og sprengian ÞESS er ekki langt að bíða, að Kínverjar sprengi fyrstu kjarn- orkusprengju sína og Kína verði fimmta landið í „Kjarnorkuklúbbn um“ ásamt Bandaríkjunum, Sovét ríkjunum, Bretlandi og Frakk- landi. Frá þessu skýrði Dean Rusk nýlega, og heimild hans eru síðustu upplýsingar bandarísku leyniþjónustunnar. Fregnin hefur ekki vakið ugg á Vesturlöndum, enda er sagt, að Kínverjar verði ekki kjarnorku- veldi, þótt þeir sprengi- fyrstu kjarnorkusprengju sína. Kínverj- ar hafa hvorki birgðir kjarnorku- vopna né sprengjuflugvélar eða eldflaugar til að flytja slík vopn langar vegalengdir. í þessum mál- um standa Kínverjar Frökkum og Bretum langt að baki og margir efast um, að þeir muni nokkurn tíma standa Rússum og Bandaríkja mönnum jafnfætis. Gert er ráð fyrir, að Kínverjar séu 20 árum á eftir Bandaríkjamönnum, sem eiga 50 þúsund sprengjur. En hugsanleg sálfræðileg áhrif, sem kjarnorkusprenging í Kína kynni að hafa á grannríkin í Asíu, vekur nokkurn ugg, enda er bú- izt við," að Kínverjar muni nota kjarnorkusprengju sína í áróðurs- skyni til að hræða íbúa Asíu. Bandaríkjamenn munu hafa skýrt frá sprengjunni á undan Kínverj um til að hún kæmi ekki grann- ríkjum þeirra í Asíu á óvart og til að afstýra því, að þau leituðu á náðir þeirra í ótta sínum. Kín- verjar, eiga sprengjuflugvélar, sem geta gert árás á grannríkin, en Bandaríkjamenn fullvissa banda- menn sína í Asíu um, að engin ástæða sé til að óttast. Rússar áhyggjufyllri Góðar heimildir herma, að Rúss ar hafi meiri áhyggjur en Banda- ríkjamenn vegna framfara Kín- verja í kjarnorkumálum. Fyrir fimm árum reyndu Rússar að setja : stein í götu þeirra og ógiltu samn ing um, að þeir smíðuðu fyrstu kjarnorkusprengjumar fyrir Pek- ingstjórnina. Kínverskir vísinda- menn voru sendir heim frá Sovét ríkjunum og rússneskir sérfræðing • ar voru kallaðir heim frá Kína. Efnahagslegum þvingunum var beitt til að neyða Kínver.ia ti-1 að hætta við fyrirætlanir sínar. Nú virðast Rússar jafnvel sjá eftir óbeinni aðstoð í sambandi við frið samlega hagpýtingu kjarnorkunn- ar. Rússar gættu þess hins vegar, að útvega Kínverjum ekki lang- ' fleygar sprengjuflugvélar, sem flutt geta kjarnorkusprengjur, en Rússar hafa t. d. útvegað Indónes um sprengjuþotur af Badger-gerð og synjað beiðni Kínverja um slíkar þotur. Þotur þessar gætu eytt stórum landsvæðum í Sovét- ríkjunum með kjarnorkusprengj- um. Það var aðstoð Rússa með kjarn kljúfum til friðsamlegra þarfa, sem kom Kinverjum á rekspöl 1955. Þrem árum síðar stunduðu útveguðu Kínverjum, magni tekur tvö ár. á slíku Fyrsti kjamklofi Kínverja, sem Rússar útveguðu, tók til starfa 1960. Hann getur framleitt nægi- legt magn af plútóníum í eina kjarnorkusprengju á tveim árum KASTLJÓS yfir 5000 kínverskir tæknifræðing ar nám á námskeiðum undir stjórn Rússa í Kína, og kennsla var hafin í kjamorkuvísindum i stórum háskólum. Skömmu áður en vinátta Rússa og Kínverja fór út um þúfur, voru 1500 Kínverjar fjölmennasti hópur útlendinga, við nám við eina helztu kjarnorkuvisindastofnun Rússa. Er hér var komið, var fyrsti kjam- klofinn, sem Rússar höfðu útveg að, tekinn til starfa í Kína. Síðan hafa Kinverjar smíðað a. m.k. þrjá aðra kjarnklofa á eigin spýtur, og bandaríska leyniþjón- ustan hermir, að unnið sé að smíði geysistórrar verksmiðju, sem á að geta hafið fjöldaframleiðslu á efn um þeim, sem þarf í kjarnorku- sprengju. Slíka verksmiðju verða þeir að eiga ef þeir ætla sér að verða öflugt kjamorkuveldi, en smlðin tekur mörg ár. Sem stend ur er starfi þeirra þannig hátt- að, að plútóníum er smám sam- an safnað saman úr „friðsamleg- um“ kjarnklofum, og myndar þetta kjarna fyrstu sprengjanna. í kjarnorkusprengjunni, sem varp- að var á Japan 1945, voru 13.2 pund af plútóníum, en fram leiðsla kjarnklofans, sem Rússar Sfaða Kínverja Þótt Bandaríkjamenn spái því, að Kímverjar sprengi kjarnorku- sprengju bráðlega, segja sérfræð- ingar í London, að það mundi koma þeim á óvart, ef þeir gætu gert fyrstu kjarnorkutilraun sína fyrir haustið 1965. En þótt þeim beri ekki saman um þetta, er eng inn ágreiningur um hugsanlega getu Kínverja. Kínverjar verja nær hálfum mill jarð dollara til kjarnorkumála, eða svipaðri upphæð og Frakkar þegar þeir sprengdu fyrstu kjarn orkusþrengju sína 1960. Kínverj ar geta varið helmingi meira fjár magni ef stjórnin er fús að færa fórnir á öðrum mikilvægum Svið um. Kínverja skortir engin hrá- efni í kjarnorkusprengjur, og vís indaþekking þeirra er mikil. Vís- indamenn Kínverja, en margir þeirra eru frábærir, hafa stund- að nám jafnt í Rússlandi sem Frakklandi og Bandaríkjunum. Kínverjar geta þegar ráðizt á grannríki sín með sovézkum þot- um, sem fliúga stuttar vegalengd ir, og rússneskum snrengjuflug- vélum, svinuðum flugvélum þeim, sem Bandaríkj amenn notuðu til árása á Japan í heimsstyrjöldinni síðari. Þess\r sprengjuflugvélar kæmu að litlu gagni í árásum á staðx, þar sem Bandaríkjamenn hafa byggt upp öflugar loftvarn ir, í Japan, Suður-Kóreu, Okinawa og Fórmósu, en öll Asíuríkin njóta ekki svipaðrar verndar. En sé horft lengra fram í tim ann standa Kinverjar höllum fæti, epda er aðeins hálfur sigur- inn unninn með smíði fyrstu kjarnorkusprengjunnar. Til að sprengjurnar komi að verulegu gagni verður að framleiða dýrar sprengjuþotur eða eldflaugar til að flytja þær. Frakkar og Bretar hafa komizt að raun um, að þessi kostnaður er meiri en kostnaður- inn við smíði sjálfrar sprengjunn ar. Þetta er ekki eins mikið vanda mál fyrir risastórveldin Bandarík in og Rússland. (Franxhald á 10. síðu). Sprengjuflugvélar, sem fljúga stuttar vegalengdir og sjá má á þessari mynd, gætu flutt litlar kjarnorkusprengjur í árásarferð- um gegn grannríkjum Kínverja. Kínverjum tókst aldrei að fá sprengjuflugvélar, sem fljúgá langar vegalengdir, frá Rússum. Ullarvinna Duglegur maður óskast til vinnu strax í verksmiðju okkar að Frakkastíg 8. Unarverksmiðjan Framtíðin Afgreiðslufólk Áreiðanleg stúlka óskast til vinnu strax í eina kjötverzlun okkar. Nánari upplýsingar í skrifstofunni. Sláturfélaé Suðurlands Kópavogur og nágrenni Japönsk mósaik NÝKOMIÐ. — Fjölbreytt úrval. Lifaval, Álfhólsvegi 9 Sími 41585. Ritari óskast í Rannsóknastofu Háskólans v/Barónsstíg nú þegar. — Stúdentsmenntun æskileg. Laun samkv. kjarasamnin’gl opinberra starfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Rannsóknastofu Háskólans fyrir 12. þ. m. Starfsstúlka óskast að Samvinnuskólanum, Bifröst. Upplýsingar í símstöðinni Bifröst. Samvinnuskólinn. Lausar stö&ur Stöður tveggja háloftaathugunarmanna við veðurstofuna á Keflavíkurflugvelli eru laus- ar til umsóknar. Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, send- íst Veðurstofu íslands, Sjómannaskólanum, fyrir 21. þessa mánaðar. VEÐURSTOFA ÍSLANDS Auglýsingasíminn er 14906 ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 8. október 1964 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.