Alþýðublaðið - 08.10.1964, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 08.10.1964, Blaðsíða 16
1» REYNIR NÝTT VEIÐARFÆRI Reykjavík, 7. nóvember — GO. TOGARINN Þorsteinn þorska- bítur hefur verið við fiskileit og irannsóknir fyrir togaraflotann í cumar og leiðangursstjóri hefur verið Jakob Magnússon, fiskifræð ingur. Við náðum tali af Jakobi í tíag, en hann vildi sem minnst um íeiðangrurinn segja að svo komnu «náli. Hann sagði að einu gilti; hvort árangurinn af leitinni hafi verið jákvæður, eða neikvæður; erlend- ir togaramenn yrðu fljótir að not færa sér allt sem síaðist út í blöð um um þetta efni. Nefndi hann sem dæmi að íslendingar hefðu setið einir að Nýfundnalandsmið- unum um langa hríð eftir að þau Framhald á 13. síðu BANKAMENNVIUA LAUGARDAGSFRf Fimmtudagur 8. október 1964 FERÐIN TIL TOKYO GEKK MJÖG VEL Reykjavík, 7. október. BLAÐIÐ átti í kvöld símviðtal við Inga Þorsteinsson, fararstjóra ís« lenzka olympíuliðsins. Hringingin vakti hann af værum blundi, en klukkan var þá 7 að morgni f Tokyo. Ingi sagði, að hópurinn hefði kornið til Tokyo seint í gær- kvöldi, og þau liefðu ekki verið komin í rúmið fyrr en um kl. 2. SEGIR HANDRITIN VEL GEYIVED Á fSLANDI Keykjavík, 7. okt. — EG. Lagafrumvarpi um afhend- fngu handritanna tii íslend- inga var útbýtt meðal danskra þingmanna í dag. Frumvarpið kemur til fyrstu umræðu í danska þinginu 28. þessa mán- aöar, að því er Stefán Jóliann Stefánsson sendiherra íslands í Kaupmannaliöfn tjáði blað- lnu í dag. í Berlingske Aftenavis í kvöld er yfirlýsing frá Agnes Lotli, sem er lektor við Kaup- mannahafnarháskóla, og starf- ar á Árnasafni. Segir hún, að það sé ekki rétt sem segir í pésanum gegn afhendingu handritanna, að þau séu geyind við slæmar aðstæður á íslandi. Sem fyrr segir hefur frum- varpi um afhendingu liandrit- anna verið útbýtt í danska þing inu, en nu er þinghlé og verð-' ur fram til tuttugasta þessa mánaðar, en þann tíma nota. þingmenn til að kynna sér þau; mál, sem lögð hafa verið fram og stefnuskrárræðu danska: forsætisráðherrans Jens Otto£ Krag, er hann hélt við þing-' setninguna. f Málið verður tekið til fyrstu umræðu miðvikudaginn 28. þ. m. Að þeirri umræðu lokinni verður kosin sérstök nefnd til að fjalla um það. Þegar nefnd- in hefur afgreitt málið frá sér, fer það til annarrar um- ræðu, sem vcniulega er aðal- umræðan um málið. Síðan er það afgreitt til þriðju um- ræðu og endanlega frá því gengið, og er sú umræða venju iega stytzt. Berlingske Tidende morgun, að harka sé í málinu Framhald á 13. síðu Ferðalagið tók alls 35 klukku- stundir, og lenti flugvélin á þrem stöðum á leiðinni til Tokyo. Að öðru leyti gekk ferðalagið vel. Ingi sagði, að þau myndu byrja að æfa eftir hgdegi. Þá verður ís- lenzki fáninn dreginn að hún, þjóðsöngurinn leikinn og íslend- ingar formlega staðfestir sem þátt tökuþjóð. Ingi sagði, að þau fjögur byggju betur en flestir aðrir. Þau hefðu fengið tvö hús fyrir sig, en í þeinil væru svefnpláss fyrir 14 manns. Hann sagði, að þau væru öll hress og bað hann fyrir kveðjur. Ingi Þorsteinsson, fyrirliði íslendinga. f HAFNARFIRÐI Í KVÖLD FYRSTA spilakvöld Alþýðuflokksfélags Hafnarf jarðar verður ;| kvöld (fimmtudag) í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði og hefst kl. 8,30. Stefán Gunnlaugsson flytur ávarp, en að því loknu verður sam- eiginleg kaffidrykkja og dans. Kaffið er innifalið í verði aðgöngiunið- ans. Fólk er hvatt til þess að mæta vél og stundvíslega. I KÓPAVOGI ANNAÐ KVÖLD FYRSTA spilakvöld Alþýðúflokksfélags Kópavogs verður haldiS annað kvöld (föstudag) 'kl. 8,30 að Auðjbrekku 50. — Sýndar verða litskuggamyndir. Aðgangur ókeypis. Kaffiveitingar á staðnum. NORRÆNA bankamannasam- bandið. en meðlimir í því eru «amtök bankamanna í Danmörku S’innlandi, íslandi, Noregi og Sví- þjóð, hélt stjórnarfund í Kaup- 1 LAGÐUR KJÖL-1 UR AÐ NÝJUM I FOSSI' HINN 1. október var lagð- | ur kjölur að nýju vöruflutn- | ingaskipi sem Eimskipafélag j ið hefur samið urn smíði á i hjá Aalborg Værft í Áía- j borg. Stærð skipsins verðúr [ 2650 DW. tonn og er gert \ ráð fyrir að smíði þess verði j lokið í maí n. k. Þetta er annað af tveimur j systurskipum sem Eimskipa j félagið hefur samið um smíði j á við áðurnefnda skipasmíða | stöð og er áætiað að smíði j síðara skipsins ljúki í ,árs- 1 byrjun 1966. «• - = ^MIIIIHIIIIIHI HlllllllllllllliniHHIHIHIIHIHIIIIIIIIIIHHIIl mannahöfn sunnudaginn 13. sept- ember sl. Tilgangur fundarins var að samþykkia ný lög fyrir sam- bandið, sem ganga í þá átt aö gera samstarfið meira og ákveðn ara en hingað til. Formaöur danska bankamannasambandsins stjórnaði fundi, en framkvæmda- stjóri sambandsins P. G. Berg- ström frá Stokhólmi fylgdi lögun- um úr lilaði. Meðlimir í þessu sam bandi eru rúmlega 45 þús. banka- menn á Norðurlöndunum og að- ildarsamböndin fimm hafa yfir að ráða samtals rúmlega 120 mill- jónum króna. Á fundinum var stofnaður sameiginlegur trygging- arsjóður norrænna bankamanna til styrktar í kjaradeilum. Samvinnan á milli sambandsfél- aganna hófst í Gautaborg 1923 óg hefur síðan smám saman þróazt upp í það, sem hún er orðin, og nú er sem sagt kominn.tími til að sameinast ennþá betur í barátt- unni fyrir bættum kjörum banka manna. Fyrsta samejginlega hagsmunamálið á Norðurlöndum er krafan um laugardagsfri. Sænsk ir bankamenn hafa svo sem kunn ugt er haft laugardagsfrí frá því 1961 og frá og með árinu 1964 er Framh. á 13. síðu. Igor Buketoff og Victor Schiöler. FYRSIU EÓNLEIKAR ✓ / SINF0NIUNNAR Reykjavík, 7. okt. OÓ. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís- lands heldur á morgun sína fyrstu opinberlegu tónleika á starfsár- inu. Tónleikamir verða í Háskóla bíói og hefjast kl. 21. Stjórnandi hljómsveitarinnar verður Igor Buketoff og einleikari danski pí- anóleikarinn Victor Schiöler. A efnisskránni eru forleikur að „Fjalla Eyvindi“ eftir Karl O. Run ólfsson, sinfónía nr. 3 í F-dúr op. 90 eftir Brahms, sinfónisk tilfctrigði eftir Franck og Rapsódía um stef eftir Paganini, eftir Rachmanin- off. Er það í fyrsta skipti sem það verk verður flutt hér á landi. Ein leikari verður Victor Scliiöler, en hann lék einnig með sinfóníuhljóm sveitinni hér í fyrra. í vetur heldur Sinfóníuhljóm- sveit íslands 16 hljómleika.. Igor Buketoff hefur verið ráðinn fast- ur stjórnandi hljómsveitarinnar og mun hann. stjórna 10 þeirra. Aðrir stjórnendur verða Gustav König, Róbert A. Ottósson, Proinn sías O'Duinn og Páll P. Pálsson. Óvenjulega margir islenzkir ein leikarar munu leika með hljóm- Frh. á 13. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.