Alþýðublaðið - 08.10.1964, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 08.10.1964, Blaðsíða 15
 lionum og hrópaði upp yfir mig. Þegar við fórum framhjá húsi dr. Lindsay, sá ég að Pétur var á ferli úti í garðinum. Hann stóð á grasblettinum og Jess var að leika sér í kringum hann. Það lá við, að ég bæði Owen að stanza, svo við gætum tekið Pétur með, en Owen hafði hald ið áfram að segja mér frá því sem hann var byrjaður á, og þess vegna lét ég hann halda á- fram. — Ég var að horfa á þig, og sá hvernig þér leið, þegar Mar- gret og Pétur sátu þarna sam- an, sagði hann. Ég er búinn að ganga í gegn um þetta sjálfur, annars hafði ég áreiðanlega aldrei getað hert upp hugann til að ræða þetta við þig. En það er ekkert þeirra á milli, það get ég fullvissað þig um. Hún lætur bara svona af gömlum vana, -og það er eiginlega heldur barna- legt. — Hvað eruð þið búin að vera gift lengi, spurði ég heldur þung lega. Næstum sex mánuði. Þetta hefur verið svona alveg frá upp hafi, og verður áreiðanlega óbreytt eftir tíu ár. Ég segi ekki að ég viidi ekki að þetta væri öðru vísi, — eins og eðlilegt er þá er ég afbrýðisamur, en ég geri mér engar grillur út af þessu. Eins og ég sagði, þá er þetta bara gamall vani. Þegar hann endurtók þetta var það einhvern veginn ekki eins sannfærandi og áður. — Ég held að ég mundi ekki þola þetta í tíu ár, sagði ég. Ég mundi láta til skarar skríða á einhvern hátt, áður en langur tími liði. — Kærá Anna, ég læt til skarar skrí.ða svona einu sinni í viku. Það er það sem Margret lifir á. Þú skalt svo sannarlega ekki taka þetta alvarlega. Þau eru sannarlega ekki ástfangin. — En það voru þau einu sinni. ■ — Vissulega. En ætlar þú að segja mér, að þú hafir aldrei elskað arínan en Pétur. — Já, en ég veit, að hjá mér ér öllu öðru lokið, ekki satt, sagði ég. — Harín leit snöggt á mig. r— Þetta virðist ekki hafa haft ■mikið gagn hjá mér, sagði hann. 'Eg ætlaði að reyna að róa þig, ‘því ég er búinn að ganga í gegn um þetta allt á undan þér. Mér geðjast vel að þér Anna, 0g ég vil ekki að þú sért að hafa áhyggj rír af þessu. Pétur gefur henni ilieldur ekkert í skyft, eða finnst •þér það? •' — í*etta væri kannski svolít- ið skárra, ef hann gerðj það, sagði ég. Ef hann gæti bara verið kát ur, þegar þau hittast, en ekkl fengið ó sig þennan hörku svip eins og hann þjáist einhver ó- sköp. Ef svo væri, mundi mér held ég vera nokkurn veginn sama. En hann var afar miður sín eftir að þessu lauk milli hans og Margaretar, og hvað sem þú segir þá virðist því ekki vera lokið að öllu leyti. Vig vorum nýbúin að beygja inn í aðalgötuna í Lacaster. Gatan var þröng og það var all mikil umferð. Þarna voru mörg falleg hús og fjöldinn allur af verzlunum. Owen varð nú að hafa allan hugann við akstur- inn. — Þau hafa þekkzt árum sam an eins og þú veizt, sagði hann. og svipaðist um leið eftir ein- hverjum stað þar sem hann gæti lagt bílnum. Við tvö erum þeim tiltölulega ókunn. Það er sennilega nokkur kostur því auð Spákonuspil með íslenzkum skýr- ingartexta. Langavegi 47. Símí 16031. velt er að kynnast fólki of náið. — Það er erfitt að kynnast fólki nógu vel, sagði ég. — Ekkert liggur á, sagði hann. Maður á allt lífið fyrir liöndum. Nú fann hann au.tt bíla stæði og lagði jagúarnum þar. Hann sneri sér við í sætinu og teygði sig í aftursætið og náði í böggulinn, sem hann hafði lagt þar. — Það er meira en nóg um það að fólk sé alltaf að flýta sér, ertu ekki sammála mér um það? sagði hann og brosti til mín um leið og hann fór út úr bilnum. Ég brosti til hans um leið og ég fór út úr bílnum, en skyndilega datt mér svolítið í hug. Owen þurfti að fara með pakka á pósthúsið, og þangað var ég að fara líka. Við mund- um ganga þangað saman. Ég býst við að ég hefði getað sagt honum hvern ég ætlaði að fara að hitta, og beðið hann um að verða mér ekki samferða, þar sem ég gat allt eins átt von á því að Tom snerist á hæli og flýði, ef hann sæi elnhvem f fylgd með mér. En ef Tom hafði beðið mín, þá mundi hann að lík indum, þegar hafa séð mig stíga út úr bílnum, því Owen hafði lagt honum rétt hjá pósthúsinu. Ég sagði samt ekkert við Owen, og við gengum hlið við hlið í áttina að pósthúsinu, hann fór inn, en ég varð eftir fyrir ut- an og leitaði skjóls við útidyrn ar því enn rigndi ákaft. Owen kom út aftur eftir nokkr ar mínútur. Hann veifaðl aðeins til min þegar hann gekk fram- hjá og að bílnum. Ég hélt áfram að bíða, og fyrstu tíu mínúturn- ar var ég alveg róleg, en svo fór ég að hugsa um að sennilega hefði ég komið svo seint, að Tom hefði ekki haft fyrir því að bíða mín. Þótt ég hefði ekki séð hann, þá gat verið, að hann hefði séð Owen og flúið af hólmi. Karín- ski hafði líka eitthvað annað komið fyrir. Fyrst Pétur gat ekki komið, þá hafði hann ef til vill ákveðið að láta ekki sjá sig, þó hann hefði sagt mér að hann ætlaði að koma. Ég velti þessu fyrir mér, fram og aftur stund- arkorn, og svo sá ég að strætis- vagninn var að leggja af stað aft ur, og ég hugsaði mig ekki tvisv ar um heldur hljóp á eftir hon- um. Þegar ég var kominn út úr strætisvagninum og lögð af stað heim að húsinu fór ég að hugsa um hvað ég ætti að gera, ef Pét- Ur væri farinn burt. Dr. Lind- say mundi ekki vera komin heim og ég hafði engan lykil að útidyr unum. Þegar ég hringdi dyra- ' bjöllunni heyrði ég Jess gelta á- kaft, en ég heyrði engan koma til dyra. Ég beið kyrr I rigning unni og hringdi tvisvar enn. Jess hætti nú að gelta, en fór að ýlfra ámátlega. Ég var vlss um að hún SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængumar. Seljum dán- og fiðurheld ver. NÝJA FIÐURHKEINSUNIN ! Hverflsgötu 57A. Slml 18738. H frisk heilbrigð húð Lesið áiþýðublaðið HVER ER MAÐURINN? SVAR: Haraldur Björnsson. CopyógHJ P. GRANNARNIK ■ — GeturSu ehld látið hánn pabfefl þinn vinna, svona cinu sinni? Ann« ars verðxir hann í vondu skúpi % allt kvöld. WÆstCDB C?SK0CÍ1©QSI2 ALÞÝÐUBLAÐK) — 8. október 1964 £$

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.