Alþýðublaðið - 08.10.1964, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.10.1964, Blaðsíða 5
£4IIM1IIIIIII„IIHIIH'.lÍnilHnHIIIIIIHIIHHIIIIIIIIHHIHIHHIHHniHHHiniHHHHHHIHIIHHHHHIHIIIHHHlHlliMlllimHHIHIIHHIIHIIIIIIIM****' 111111111IHHIIIHHHHIIIHH HITCHCOCK: FUGIARNIR IHIIIIIIIIIIillHIIIIHHI ■IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIinilllllllllllllllllllimillHIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIHIHHIIin Aðalhlutverkið í hinni umtöiuðu mynd Alfreds Hitchcock, hina ungru auðsmannsdóttur Melanie Daniels, leikur „Tippi“ Hedren. Hafnarbíó: „FUGLARNIR“. — bandarísk Hitchcock- mynd. Leikstjóri: Alfred Hitchcock er fæddur í London árið 1899. Fór að vinna við kvikmynda- gerð um 1920 sem textagerðar maður hjá „Famous Players Lasky“. Fyrstu mynd sína sendi hann frá sér árið 1922 („Númer 13“). Hitchcock hvarf til Holly- wood um 1940 og hefur að mestu haldið sig þar upp frá því. Meðal mynda hans, þeirra er hingað hafa komið má nefna: Jamaica inn, Spellbound, Not- orious, I confess, Rear window, Vertigo, North by northwest, The Trouble with Harry og Psycho. Hitchcock hefur sérhæft sig í gerð mynda þar sem allí get- ur gerst og allt gerist og þarf þá ekki alltaf að vera um hryll ingsmyndir“ að ræða. Erfitt er um að segja, hvar hann hefur náð mestum ár- angri, en í fersku minni mun mönnum myndin Psycho — með Antony Perkins í aðalhlut verki (sýnd í Háskólabíói á síðasta ári). Efni „Fuglanna“: Ung stúlka verður ástfangin af manni, og það svo mjög, að hún tekur sér langa ferð á hendur til þess að afla sér frekari kynna af hon- um. Ferðin hefur hinar æskileg- ustu afleiðingar, hvað ástarfar snertir, en fuglar taka að ger- ast iilvigir í heimakynnum glæsimennisins — og loks er svo komið, að þeir ráðast að fólki í hópum og því fleiri, sem lengra líður og svo . . . (endir þessarar setningar er í stíl við prógrammið frá kvik- myndahúsinu, sem er vægast sagt illa úr garði gert). tlrvinnsla: Myndin er kvik- mynduð af mestu list og er þar að verki Robert Burks. Elektroniska tónlist hafa þeir samið Remi Gassmann og Oskar Sala og ná furðuvel til- gangi sínum (þeim að skapa taugaspennu og óhugnað). Kav Beriwick hefur tamið ara grúa fugla fyrir töku myndar- innar og er hans hlutur ef til vill stærstur allra — og bezt- ur. Ekki gerir efniviðurinn úr bók Daphne Du Maurier mikla lukku í meðförum Hitchcocks. úrvinnslan er víða melodrama tízk, hið sama er að segja um meðferð hans á leikurunum. T. d. er byrjað fáránlega fljótt á því að skapa andrúmsloft ut- an um það, sem sáralitla á- stæðu gefur til nokkurrar spennu. Leikurinn er meðalmennsk- an uppmáluð í flestum aðal- tilfellum. Nægir víst að nefna dömuna ,„Tippi“ Hedren í því sambandi, glæsimennskan og ekta — hæfileikarnir til leiks aftur á móti tæpast, að því er Bardot-stúturinn á vörunum er séð verður af þessari mynd. Endir myndarinnar mun eiga að tákna einhvers konar spurn- ingu, en getur alveg eins tákn- að algjöra uppgjöf fyrir við- fangsefninu. Má ég svo að lokum lýsa yfir óskoraðri aðdáun minni á fugl unum um leið og ég lýsi yfir •að.ég er lítt hrifinn af „Fugl- unum" — HE. rJ 4IIHIHIHHHHHHHHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII IHIIIIHIIIHIIHIIIIIHHHIIIIIIIHIIIHII'imillHIIIIIIIIIIHIIIIIIIHIIilHIH-l ll UIIII11III1111111II111IIIIIIIlll ............................................. lllMHUUIIUItUIUIIIIIIIUIIIIIIIIUUUIIIIIHIIIIIHIIIHIHHIHIIIimil o=s*t Dómur um ritdóm ALÞÝÐUBLAÐIÐ birti ritdóm eftir Ólaf Jónsson sunnudaginn 4. þ.m. Fjallaði hann um bókina EFNIÐ, ANDINN OG EILÍFÐAR MÁLLN og var þar margt vel sagt. Einkum er athyglisverður sá gagn rýnisstíll Ölafs Jónssonar að kynna efni bókar þeirrar, sem um er fjallað, með beinum tilvitnunum er geyma meginsjónarmið bókar- höfunda, en þannig má leggja traustan grundvöll í grein gagn- rýnandans fyrlr gildismati um bók ina. Hitt er svo annað mál, að rangt er af gagnrýnanda að ætla bókar ’höfundum annan tilgang með bók en þann, sem þeir sjálfir bafa markað sér, og taka fram í bókinni sjálfri. En þetta gerir Ólafur, því miður. Af því stafar misskilningur, sem óhjákvæmilegt er að leiðrétta, þar sem hann ger- ir hinn eiginlega dóm ÓTafs Jóns sonar um bókiiia í niðurlagi rit- dómsins að markleysu. Ólafur gefur sjálfum sér þá lindirstöðu pndir dóm'sinh fram arlega í greininni, að bókin kynni að verða gagnleg „þó hún gerði ekki meira en veita nokkra hug- mynd um heimsmynd og heims- skoðun nokkurra menntaðra nú-, tíma-íslendinga“, og þegar að sjálfu matinu kemur í niðurlagi greinarinnar, endurtekur hann þetta sjonarmið efnislega sem for' sendu dómsins, þar sem hann spyr: „Hvaða ályktun er svo heimilt að draga af þessari bófc um heims mynd og heimsskoðun íslend- inga?“. En bókinni hefur aldrei verið ffitlað að fjalla sérstaklega um eða" greina „heimsmynd og heimsskoð un íslendinga". Þetta er ljóst af bókinni sjálfri, þar sem segir svo í lok inngangskaflans: „í köflunum liér á eftir er reynt að leggja trúmál þannig fyrir, að til umhugsunar verði fyrir lesand ann. Ef efnisskipan bókarinnar verður til þess að hjálpa einhverj um lesanda til þess að finna skyn samlega skýringu á trú sinni í ljósi nútímaþekkingar kjarnorkualdar, þá er tilgangi bókarinnar meira en náð.“ í formála er hins vegar tekið fram, að bókin sé ekki mannfélags fræðilegt vísindarit heldur yfir- litskönnun í formi fræðilegra hug leiðinga. — Hugleiðinga um hvað? — Svarið er m. a. að finna í efnisyfirliti bókarinnar, sem sýn ir að hún fjallar um tilgang og upp runa Iífsins, skýringar vísinda og trúarbragða á sköpun og þróun, möguleikana fyrir persónulífi eft- ir líkamsdauðann, siðfræði, spíri- tisma, guðspeki og hugmyiídir manna um Guð. Ef hugmyndin hefði verið sú, að ,kyuna .sérstakléga „heimsmynd og heimsskoðun íslendinga“, hefði •Félagsmálastofnunin vafalítið gef ið út mannfélagsfræðllegt vísind-j rit. Undárifari slíkrar útgáfu liefði m, a. verið sá, að skilgreina rann- sóknarverkefnið og hugtök snert- andi þaðjútbúinn hefði verið spurn ingarRstr, gert tölfræðilegt úrtak úr þjóðskránni, samband haft við yiðkomapdl' einstaklinga, og þeir ,beðnir,að'Syara spurningunum. Að Þessu \oknu. hefði farið fram úr vinnsla. úr svörunum og skýrslan skrifuð um rannsóknina, sem ..hefði falið í sér kynningu á.ríkj- Framhald á síðu 10. Fleiri deildir í Liverpooi Verzlunin Liverpool, Lauga vegi 18 hefur breytt talsvert um svip. — Húsnæðið er orðið stærra og rúmbetra en áður og fleiri deildir tekið til starfa. Öll efri hæð verzlunarinnar hefur veriff tekin í notkun og stigi settur milli hæð'a, svo nú er iunangengt um alla verzl-: unina. KRON, sem hefur haft Liver pool á leigu síðan í október í fyrra, stendur fyrir þessum breytinguih. Raftækjaverzlun KRON, sem áður var til húsa á Skólavörðustíg 6, er flutt á efri hæð'ina. Verzlunarstjórí þar verður eftir sem áður, Steingrímúr Ingólfsson. Verzl- unarstjóri hinna deildaiuia er Örn Ingólfsson. Skýrði hann blaðinu svo frá aff reynt væri aff skipta verzluninni sem mest niffur í deildir, til hægffarauka fyrir viffskiptavini, einnig væri nú meff stækkun vcrzlunarinn ar möguleiki á aff auka vöru- val. Fyrir utan raftækjaverzlun- ina eru nú í Liverpool gjafa- vörudeild, búsáhaldadeild, leik- fangadeild og sportvörudeiW. >Iyndir: Verzlunarstjérarnir í Liverpool Örn Ingólfsson og Steingrímur Ingólfsson. ALþÝÐUBLAÐIÐ - 8. október 1964 || «

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.