Alþýðublaðið - 08.10.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.10.1964, Blaðsíða 7
Bjarga mætti 5. Óneitanlega glæsilegur bíll, ekki satt? Hann er til sýnis um þessar mundir á alþjóðlegri bílasýningu í París. AuðvitaÖ' er þetta Mercedes Benz, — 230 SL, teiknaður af ítalanum Pininfarina. Og verðið? Varla undir hálfri milljón að beztu manna yfirsýn. NÝLEGA var milljónasti Volvo ( bíllinn framleiddur í Svíþjóff. Það tók verksmiffjurnar níu ár að fram leiða fyrstu tíu þúsund bílana, og eftir önnur ellefu ár, áriff 1946, höfðu veriff framleiddir 50 þúsund bílar. Milljónasti bíllinn, sem framleiddur var, var tveggja dyra Volvo Ama/.on. aukningar á síðustu tveim.árum. Nú þegár ný verksmiðja í Torfe- landa hefur tekið til starfa verður framleiðsluaukningin væntanlega,. enn örari. Starfsmönnum hjá fyrir- tækinu hefur einnig fjölgað, — um 700 í Gautaborg það sem af er árinu og á eftir að fjölga um 300 fyrir áramót, ef allt fer eins og ætlað er Haldið er áfram að vinna að stækkun Torslanda verksmiðj- unnar. Um þessar mundir er verií> að byggja verksmiðju til að pressú stálpiötur, og einnig er verið a?f byggja skrifstofuhús. í bígerð er að byggja nýtt hús þar sem síðasta hönd verður lögð á vörubíla cg nýtt hús fyrir varahlutalager. Síðan 1946 hefur framleiðsla Volvo verksmiðjanna vaxið hröð- um skrefum eins og framangreind- ar tölur bera með sér. Árið 1956 var framleiðslan komin upp í 50 þúsund bíla á ári, og 1962 hafði hún vaxið um rúm- lega helming og var komin yfir 100 þúsund. Á fyrri helmingi árs- ins 1964 voru framleiddir 65 þús- und bílar í verksmiðjunum og svarar það til um 30% framleiðslu- Strætisvagnar fyrir hægri akstur EXNS og frá hefur verið skýrt í fréttum munu Svíar taka upp hægri akstur árið 1967. Kostnaður við breytinguna verður geysilegur, og telja Svíar að hann muni nema hundruðum milljóna sænskra króna. Einhver stærsti kostnaðarliðurinn verður íytingar á almenningsvögnum. Volvo verksmiðjurnai' hafa nú gar hafið framleiðslu á stræt- ögnum, sem sérstaklega verða rðir til hægri handar aksturs hafa þegar verið pantaðir 250 ar. Þessir strætisvagnar eru með rð af fjöðrum, sem fólgin er í venjulegum blaðfjöðrum og rri gerð af fjöðrum, sem fólgin i loftpúðum. Loftpúðarnír pumpast upp þeg- þyngslín á grindina aukast, en eypa úr sér lofti, þegar farþeg- n fækkar i bílnum. Þannig verð- hæð vagnsins frá götu ávallt samá. Talið er að þetta fjöðr- unarkerfi sameini beztu kostl blaðfjöðrunar og loftpúðafjöðrun- ar. Látið stilla bifreiðina fyrir veturinn! BlLASKOÐUM Skúl*íötn 32. Sfml 13-109, Nú er tíminn að ryðverja bifreiðina með TECTYL! RYÐVÖRN Grensásveg 18, sími 1-99-45 bjarga með því að veita honum ríkari hjálp i viðlögum og umönnun á leið til sjúkrahússins, að því er segir í málgagni alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, — WHO. í grein í fyrrgreindu blaði er á það bent, að æ fleiri bíði nú bana í umferðarslysum þrátt fyrir allar ráðstafanir, sem gerðar eru til að bæta umferðina, gera hana örugg- ari og allan þann áróður, sem ur er í frammi gegn gáleysisleg- um akstri. Vafalaust er að með því að meðhöndla hina slösuðu rétt og veita þeim læknishjálp, sem nauðsynleg er þegar í stað, mætti lækka tölu fórnardýra umferðar- innar um 20%. Venjulega er eng- inn læknir staddur á slysstað, og því verður að hæta hjálp í viðlög- um við kunnáttu þéirra, sem aka sjúkrabílum. Þar að auki beinist ekki menntun allra lækna að því að sinna sjúklingum, sem lent hafa í umferðarslysum. í 50—80% tilfella er um meiðsl á höfði að ræða, þegar umferðar- slys verða. I 10—40% tilfellanna er um að ræða meiðsl á brjóst- kassa eða brjóstholi. í flestum Evrópulöndum hefur komið í ljós, að oft er það dánarorsökin, að andardráttur hefur teppzt og í þeim tilfellum kemur blástursað- ferðin að góðu haldi og að auki er hún svö einföld að hvert barn get- ur auðveldlega lært hana. í fyrrgreindu tímariti er enn- fremur bent á nauðsyn þess, að auka m.jög hjálp í viðlögum kunn- áttu almennings. Segja má, að í Cadillac 1965 sé allt nýtt nema mótorinn, það er sá sami og áður var, 340 hest afla V-3 mótor. Mótorfestingar eru nýjar og segja framleið- endur að það hafi í för með sér enn þýðari gang en áður. Þeir sem hafa áhuga á að fá sér Cadillac geta valið um ell- efu gerðir. CADILLAC hefur löngum þótt vera einhver glæsilegasti bíll- inn sem framleiddur er í Banda ríkjunum. Miklar breytingar hafa orðið á honum í ár; útlit- ið verulega breytt frá því sem áður var, og segja talsmenn framleiðenda að aldrei hafi átt sér stað jafnveigamiklar breyt- ingar á Cadillac frá því fram- leiðsla hans hófst. Sú breyting, sem flestir reka sennilega áugun fyrst í er að uggarnir að aftan eru nú horfn- ir, en Cadillac var fyrsti bíll- inn sem kom fram með slíka ugga, þótt aðrar verksmiðjur fylgdu svo í kjölfarið. ÁRLEGA bíða eitt hundrað þús- und manns bana í bifreiðaslysum um víða veröld. Talið er, að fimmta hverjum manni af þess- um hundrað þúsundum megi ÁRIÐ 1953 var bílainnflutningur í Danmörku gefinn frjáls. Síðan þá hefur bílafjöldinn í landinu fer- faldast og snemma á þessu ári voru rúmlega 800 þúsund bílar í Dan- mörku, en voru ekki nema 200 þúsund 1953. Þá var einn bíll á hverja 33 íbúa landsins en nú er einn bíll á sjöunda hvern íbúa. Bílaverð hefur ekki ' hækkað nema litið á þessum árum en laun hafa hinsvegar hækkað mun meira þannig að menn eru nú langt um færri stundir en áður að vinna sér fyrir nýjum bíl. Nú lætur nærri að fluttir séu inn 100 þúsund bílar á ári, en 1953 voru ekki fluttir inn nema fimm þúsund. Búizt er við, að árið 1980 verði bílarnir í Danmörku orðnir tvær milljónir. FJORFALT FLEIRI BIFREIÐIR MILLJÓNASTI VOLVO- BfLLINN FRAMLEIDDUR ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 8. október 1964 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.