Alþýðublaðið - 10.10.1964, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 10.10.1964, Blaðsíða 15
Við Pétur virtumst horfast í augu einhvers óratíma. Meðan á því stóð datt mér í hug, að eng- inn getur horft eins fast og á- kveðið í augu manns. eins og sá, sem er staðráðinn í að ijúga ein- hverju að manni. Þegar ég komst að því, að Pétur var að Ijúga, varð hugur minn skýr á nýjan leik og nú sá ég allt ljóst fyrir mér. — Það varst þú, sem ég sá. Pétur, sagði ég. — í guðanna bænum láttu ekki sem það hafi verið einhver annar. Segðu það hvorki við mig eða lögregluna, því það geta fleiri hafa þéð þig heldur en ég. — Hlustaðu nú á mig, Anna, Sagði hann þýðlega. — Þú sást mig EKKI. Hafir þú séð ein- hvern, þá hefur það verið Tom. Þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í þrjú, var ég enn að leita að þqssu kaffihúsi v:ð veg- inn til London. Það hafði enginn heyrt um það getið, sem ég innti !eftir því, og ég held hreinlega að það sé alls ekki til. Ég held að Ivy May hafi bara hringt til að fá mig á brott úr húsinu. Segðu mér nú hvernig þau fóru að koma þér út? — Ég veit, að það varst þú, sem ég sá. Pétur, sagði ég. ____ Eftir augnablik verðum við að kalla á lögregluna. — í guðanna bænum, liann greip skyndilega fram í fyrir mér og barði hnefanum í eldhús borðið. — Þú sást Tom, og ef þú trúir mér ekki, þá geturðu spurt Margaret. Ég tók hana upp í bílinn, þegar klukkuna vantaði um það fimmtán mínútur í þrjú, þar sem hún beið á stoppistöð skammt frá Hvíta hestinum. Þegar ég gafst upp við að leita að þessu kaffihúsi ók ég henni heim, áður en ég kom hingað Segðu mér hvernig þau fóru að því að koma þér út? — Margaret! — Ef hann hefði ekki minnzt á liana, liefði ég sagt honum frá Jess, og reynt að gefa hohum tækifæri til að skýra þetta allt. En fyrst Margaret var blönduð i málið, fannst mér útilokað að ég gæti talið hann á að treysta mér. Það var bezt að hann treysta Margaret í framtíðinni. Ég yppti öxlum. _______ xom hringdi, sagði ég. __ Ég sagði honum ekki að þú hefðir farið að hitta Ivy May, en sagði hins vegar, að ég byggist ekki við þér heim fyrr en einhvemtíma síð- ar um daginn. Hann sagðist ekki geta beðið, hann þyrfti að skýra svolítið fyrir þér, sem væri af- ar mikilvægt. Ég spurði hvort nokkurt gegn væri í að ég kæmi í þinn stað og við ákváðum að hittast fyrir utan pósthúsið klukkan þrjú, en hann lét bara aldrei sjá sig. Auðvitað gerði hann það ekki. Þau þurftu bara að koma okkur báðum út úr húsinu. Þau vissu að mamma mundi verða upptek in, hún er það alltaf á þessum tíma dags, og frú Joy er hér heldur aldrei um þetta leyti. E£ þau gætu komið okkur á brott, 25 voru ekki lengur neinar hindran ir í vegi þeirra. — En Tom vildi tala við þig, því hann sagðist vera að fara á brott, og taldi ef til vill að hann mundi ekki sjá þig aftur. Hann bað mig að segja þér að það mundi verða bezt fyrir alla, ef hann hyrfi, og hann Iagði á- herzlu á að ég segði þér, að hann hefði sagt þetta. Hann getur ekk- ert hafa vitað nm að Ivy May hringdi í þig. — En hann talaði við þig, ekki satt? sagði Pétur, og hann fékk þig til að koma til fundar við sig. Spákonuspi! með íslenzkum skýr- ingartexta. S -L. -L X Laugavegi 47. Sími 16031. — Attu við, að hann háfi eftir allt aðeins viljað tala við mig, en ekki við þig? Hann hefur sennilega aðeins verið að athuga málið til að ganga úr skugga um, hvort við hefðum ekki bæði farið að hitta Ivy May. Þegar hann svo vissi, að þú hafðir ekki farið, bað hann þig að koma og hitta sig. En það er aðeins sem ég skil ekki, Anna . . . Pétur starði á máðan gólfdúk- inn eins og byggist við að geta lesið svarið úr mynstri hans. — Það er engu líkara en Tom hafi komið liingað til að stela skart- gripunum hennar mömmu. Skart gripnum hennar mömmu! Ég mundi verða hissa ef samanlagt verðmæti þeirra færi yfir fimm tíu pund. Við höfum alltaf litið svo á, að Tom legði sig ekki nið- ur við svoleiðis smámuni, og að hann kynnti sér yfirleitt aðstæð- ur á þeim stað, sem hann ætlaði að leggja til atlögu við. Það passar því engan veginn að hann hafi komið hingað til að Ieita að skartgripum. — Af hverju ertu svona viss um að hann hafi komið hingað til að stela? spurði ég. — Það er einn af evrnalokk- unum hennar við hlið hans á gólfinu, sagði Pétur. — Ég Ieit aðeins inn í herbergið hennar. Hún hefur geymt skartgripina sína í gömlum fílabeinskassa, en ég sá hann standa opinn og gal- tóman á borðinu. Þegar hann minntist á eyrna- lokkinn, mundi ég að hann var með perlu. Perlur aftur og enn. Hvítar perlur boða tvíburum allt. — Hvar eru skarteripirnir? spurði ég, og ætlaðí að fara að spyrja hann, hvort hann héldi að Tom hefði verið myrtur vegna þessara skartgripa, sem varla voru einu sinni þess virði stela þeim, en þá heyrðum við allt í einu að lykli var stungið í uuayranuroina. jretur siun.n. ui dyra og fór fram og stóð milli líksins og dr. Lindsay, þegar hún kom inn. Hann hafði ætlað sér að búa hana undir það, sem í vændum var, hún ýtti honum ákveðin til hliðar og gekk að líkinu. Ég :á að hún beygði sig yfir það og skoðaði augun. Síðan leit hún á Pétur og sá þá, hve óskaplega þeir voru líkir og það var eins og hún tryði ekki sínum eigin augum. — Þið eruð auðvitað búin að kalla á lögregluna, var það fyrsta sem hún sagði, um leið og hún rétti sig uppv — Nei, raunar . . . — Eruð þið ekki búin að því, eruð þið alveg frá ykkur. Hún stikaði beint að símanum og þreif tólið og valdi númer. — Hvað er langt síðan þetta skeði, spurði hún. SÆNGUR v- s<i*» Endurnýjum gömlu sængurnar. Seljum dún- og fiðurheld ver. NÝJA FIBHRHREINSUNIN Hverfisjrötn 57A. Síml 16738. — Ég veit það ekki sagðl Pét- ur, við vorum hvorugt heima. { — Hún hafði nú fengið sam-i> band og bað um að fá að tal»{ við Belden yfirlögregluþjón. Hún fékk strax að tala við^ hann, og sagði honum að morð. hefði verið framið heima hjá henni. Ég heyrði á rödd hennar,- að sá sem hún talaði við var sennilega gamall vinur eða óvin ur hennar, því hún þekkti hann{ bers.ýnilega vel. Ekki gat ég sagt til um hvort; mundi heldur vera tilfellið, þaðj var ómögulegt að ráða af rödd,! hennar. !• Hún lagði símtólið á og snerl sér að Pétri. Það var auðséð, að hún var reið. — Komið þið, sagði hún, og gekk inn í setustofuna. — Nö vil ég fá að vita hvað skeði, og það fljótt, þvi við höfum ekkij' mikinn tíma til stefnu. Ég skali, líka fá að vita um þig Anna og1' hvað þið tvö þóttust vera að; gera, þegar þið áttuð fyrir lönguf að vera búin að hringja á lög-, regluna. Sáuð þið ekki að hér; hafði vfcrið framið morð eðai’ hvað? Vissuð þið ekki að það; var skylda ykkar að kalla sam: stundis á lögregluna? í; Pétur kom á eftir henni ogi* svaraði henni fremur kulda-'í. HVER ER MAÐURINN? SVAR: Séra Bjarni Jónsson. að ,6)on öc Tiatl 33 msa .iiöb nBmca cnlca ðs xtiiol w '33 —» •llia 13 3Ö 16334 TEmNARIi , Ua* ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 10. október 1964 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.