Alþýðublaðið - 13.10.1964, Side 16
BLÖÐISVIÞJOD
MEÐ LOFILEIÐUM
Stokkhólmi, 12. okt. (NTB)
4SÆNSK blöð' reyna nú að fá al-
tnenningsálitið með Loftleiðum og
fteina því gegn SAS í loftferða-
'deilu Skandinavia og islendinga.
Síðdegisblöðin í Stokkliólmi,
.„Expressen” og Aftonbladet”
JEylktu sér i dag um Loftleiði og
tiáldu því fram, að islenzka flug-
félagið þjónaði hagsmunum
sænskra neytenda. Mörg ö.nnur
sænsk blöð, bæði i Stokkhólmi og
úti um land, hafa beint harðri gagn
rýni á SAS og sænsk loftferða-
yfirvöld undanfama daga vegna
framkomu þeirra gagnvart Loft-
lelðum.
Sambönd ungra jafnaðarmanna
í Danmörku, Noregi og Svíþjóð
Framhald á 15. síðu.
Mvæðagreiðsla hjá prenturum í gær
tim heimild til vinnustöðvunar
■Reykjavík, 12. okt. ÁG.
ATKVÆÐAGREIÐSLA stóð yfir
* dag hjá Hinu íslenzka prentara-
•félagi um lieimild fyrir stjórn fé-
■tagsins til að boða vinnustöðvun.
'Að undanförnu hafa samninga-
tfundir staðið yfir hjá prenturum
®g prentsmiðjueigendum, en nú
■átefur siitnað upp úr viðræðum.
Prentarar héldu félagsfund í
i}ær þar sem stjórnin gerði grein
fyrir viðræðunum. Lýsti fundur-
inn fylgi sínu' við stefnu stjórn-
arinnar í samningaumleitunum óg
ákveðið að láta fara fram at-
kvæðagreiðslu um heimild til
vinnustöðvunar. Talning atkvæða
mun fara fram annað kvöld,
þriðjudagskvöld.
Samningarnir munu liafa strand
að á kröfu um styttingu vinnu-
tíma.
* PÁLL, TÓMAS OG KJAR
VAL FÁ HEIÐURSLAUN
ÞRÍR LISTAMENN hljóta í fyrsta sinn heiðurslaun úr rík-
issjóði samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, sem rikisstjóm lagði
fyrir Alþingi í gær. Það eru þeir jóhannes S. Kjarval, Páll
ísólfsson og Tómas Guðmundsson og hljóta þeir 75.000 krónur
hver.
Um langt árabil hafa tveir rithöfundar, þeir Halldór
ness og Gunnar Gunnarssón hlotið slíka heiðurslaun á fjárlög-
um, en nú er hinum brem bætt við. Þfcssir fimm menn em nefnd
!r sérstaklega af Alþingi, en að öðru leyti gerir fjárlagafrum-
varpið ráð fyrir, að veitt verði 3,1 miiljón til skálda, rithöfunda
og listamanna, og hefur því fé venjiiiega verið. úthlutað af sér-
stakri nefnd. ,,
<lltVWVVVtWMMVWWMWMMUWWVWWWW
Við Hvalsnesskirkju. Guðmundur Guðmundsson, form. sóknarnefndar, sem fann legstein
Steinunnar fyrir tiiviljun og Gísli Guðmundsson, kirkjuhaldari, sem las á steininn og uppgötvaði
hvað hér var komið í leitirnar.
Steinninn fannst fyrir
hreinustu tilviljun
Reykjavík, 12. okt. OÓ.
FUNDINN er við Hvalsness-
kirkju legsteinn Bteinunnar,
dóttur Hallgríms Péturssonar.
Steinn þessi hefur verið týndur
í hátt á aðra öld, þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir til að hafa
upp á honum.
Alþýðublaðið hafði í dag
tal af Gisla Guðmundssyni,
kirkjuhaldara í Hvalsnesi, og
sagði hann að steinninn hefði
fundist sl. laugardag fyrir
hreinustu tilviljun. Var verið
að vinna að undirbúningi að því
að steypa nýja stétt að og með
fram kirkjunni. Þegar búið var
að slá upp mótunum kom í ljós
að steinar stóðu upp úr gam-
alli hleðslu s<.';n þarna var fyr
ir og hefðu náð upp úr steyptu
stéttinni. Bóndinn á Bala, Guð
mundur Guðmundsson, formað
ur sóknamefndar Hvalsnessókn
ar, var að vinna þar við og var
að taka upp þá steina sem of
hátt stóðu. Byrjar hann á steini
Framhald á síðu 4
Legsteinn Steinunnar, eina
sýnilega og áþreifanlega handa
verk séra Hallgríms í Hvals-
nesi. Eins og sjá má er letrið
á steininum vel læsilegt og má
þakka þvi hve lengi hann hefur
legið á grúfu.
^mimmmmwwMWWWwwwwwMwwwwMMWMwwwwwwwwwwwwwwMwwwMi
FLÚÐI BROTT AF
SLYSSTAÐNUM
Reykjayík, 12. okt. ÓTJ.
Réttindalaus ökumaður Taunus
bifreiðar lagði á flótta á ofsahraða
eftir að hafa ekið á tvo drengi
austantil á Fossvogsvegi kl. hálf
átta í gærkvöldi. Bróðir hans, sem
átti Taunusinn gaf sig svo fram við
lögregluna eftir að auglýst hafði
verið í útvarpi eftir bílnum.
, Drengirnir tveir, Hallmundur
Guðmundsson, Tunguvegi 42, fll
ára) og Björgvin Björgvinsson
Tunguvegi 40, (10 ára) voru á
heimleið. eftir Fossvogsveginum
þegar bifreið ók á þá. Hallmund-
ur skall fyrst upp á vélarhlífina
og þeyttist þaðan fram á veginn,
en Björgvin fékk högg á liendina
og valt um koll.
Þegar ökumaðurinn hémlaði,
drapst á bílnujn, og stóð Björgvin
á fætur, gekk að hönum og bank-
aði I rúðuna. En ökumaðurinn
skeytti því engu, leit ekki á hann
heldur ræsti bílinn á nýjaji leik,
og ók burt á miklura hraða. Björg-
vin hljóp þá til félaga síns, til aS
lijálpa honum á fætpr, og komust
þeir í hús þar sem þeir gátu gert
aðvart um slysið.
Strax ,í gærkvöldi var auglýst
í útvarpinu eftir Taunusbifreið-
inni, og skömmu seinna kom eig>-
andi hennar til lögreglunnar og
tjáði henni að bróðir hans hefði
verið ökumaðurinn. Sá er aðeins
1<8 ára gámall, frá ísafirði, og er
nýkominn til Reykjavíkur.
Að því-er liann tjáði lögreglunni
tók hanp fyrir nokkru bílpróf á
ísafirði, I sem hann kveður svo
ganga í gildi þegar hann verðut
17 ára. Aðspurður um hvérs-
vegna hánn hefði lagt á flótta,
svaraði hann þvi til, að hann hefði
orðið hræddur, ^ert sér grein
Frh. á 13. síðu.
Trúnaðarmanna
fundur í kvöld
FUNDUR trúnaðarmanna
(hverfisstjóra) Alþýöuflokks-
félags Rcykjavíkur verður
haldinn í Ingólfs - café (inn-
gangur frá Ingólfsstræti) í
kvöld kl. 8.30.
Fundarefni:
1. Erlendur Vilhjálmsson,
formaður félagsins, ræð-
ir vetrarstarfið.
2. Trúnaðarmenn gera til-
lögur um fulltrúa félags-
ins á flokksþing.
3. Eggert G. Þorsteinsson,
aiþingismaður, ræðir um
húsnæðismál og svarar
fyrirspurnum.
Kaffiveitingar.
it*wmiw*wwvmww4%v
■ '
13. október 1S64
Reykjavík, 12. okt. ÁG.
KOSNING fulltrúa á þing Al-
þýðusambands íslands fór fram
í þrem félögum í Reykjavik um
helgina. Kosið var í Iðju, félagi
verksmiðjufólks, Múrarafélaginu
og mjólkurbúðiun. í öllum þessum
félögum báru listar stjórna og
trúnaðarmannaráða sigur úr být-
um.
í Iðju var kosið um tvo lista,
A-lista (kommúnistarl og fram-
sóknarmenn) og B-lista (lýðræð-
issinnar). A-listinn hlaut 386 at-
kvæði og B-listinn 766.
Fulltrúar Iðju á þing ASÍ verða
Framh. á bls. 15.
KOSIÐ í IÐJU, MÚRARA-
FÉLAGINU OG HJÁ ASB