Alþýðublaðið - 14.10.1964, Qupperneq 3
GÓÐUR TiL NJÖSNA
ALÞÝOUBLAÐIÐ -- 14. október 1964 3
VOSHNOK' .....
París, 13. okt. (NTB-Reuter).
Hin nýja geimferá Rússa hefur
greinilega hernaðarþýðingu, að
því er franskir sérfræðingar sögðu
í kvöld. Svipaðar skoðanir hafa
verið látnar í ljós annars staðai;
í heiminum. ,
Því er haldið fram, að geimfar
af „VoskIiod“-gerð sé mjög vel
fallið til njósna. „Njósnagervi-
linettir" þeir, ;sem til eru, geta
MWWVWWMMWWMVWW
Nýju Dehli, 13. okt.
(NTB - Reuter)
GOPAL Vinayak Godse,
bróðir mannsins, sem myrti
Gandhi, Nathuram Godse,
var látinn laus í dag, en fyr-
ir fimmtán árum var hann
dæmdur í ævilangt fangelsi
fyrir aðild að morðinu.
París, 13. okt. (NTB-AFP)
STJÓRN frönsku bændasam
takanna ákvað í dag að
halda áfram mjólkurverk-
fallinu, sem undanfarið hef-
ur staðið yfir. Talið er mögu
legt að verkfallið muni
næstu daga ekki verða eins
útbreitt og verið hefur.
Stuttgart, 13. okt. (NTB-Rb)
LÖGREGLAN í Stuttgart
upplýsti í dag, að tveir hljóð
færaleikarar úr Prag kam-
merhljómsveitinni hefðu
beðizt hælis, sem pólitískir
flóttamenn í Vestur Þýzka-
landi. Báðir eru ungir menn,
annar 21 árs, hinn 28 ára,
Ottava, 13. okt. (NTB-Rb.)
í DAG lauk hinni opinberu
heimsókn Elísabetar drottn-
ingar til Kanada. Drottning-
in hélt heimleiðis í dag með
flugvél. Hún fékk yfirleitt
mjög góðar móttökur nema
í Qucbec, þar sem frönsku-
mælandi Kanadamenn eru í
meirihluta.
Leopoldville, 13. okt. (NTB-
AFP). - Forsætisráðherra
Kongó, Moise Tsjombe kom
aftur til Leopoldville í dag,
og fögnuðu honum þúsundir
manna á flugvellinum við
borgina. Margir báru spjöld
með lofsyrðum um Tsjom-
,be, en svívirðingum um Ben
Bella forseta Alsír og fleiri.
veitt fjölda upplýsinga, en þeir
geta ekki túlkað athuganir sínar
á fyrirbrigðum á jörðunni eða í
gufuhvolfinu. Þeir sjá t.d. ekki
greinarmun á eldlogum frá brenn
sluofni eða eldflaug.
Bandaríkjamenn hafa svipaða
geimferðaráætlun í undirbúningi
og kallast hún á dulmáli „Manned
Orbiting Laboratory" eða MOL.
Notað verður 12 lesta geimfar,
og mun hin stóra Titan-3 eldflaug
koma því á braut umhverfis jörðu.
En Titan-3 verður ekki tilbúin
fyrr en 1968.
Um borð í „Mol-eldflaugunum
verða nokkrir menn og geta þeir
verið í geimnum í einn mánuð.
Blaðið „Baltiniore Sun“ fullyrðir
að sovézka geimfarið hafi hernaðar
lega þýðingu á nokkrum sviðum,
fyrst og fremst varðandi njósna-
starfsemi og fjarskipti. Blaðið
telur annars mikiivægasta tilgang
'■ovézku geimferðarinnar liafia ver-
ið þann, að rannsaka vandamál
þyngdarleysisins. Bandaríkin eiga
enn ólokið margra ára starfi til að
ná svo langt, sagði blaðið.
Reykjavík, 12. okt. OO.
BRUNAÆFINGAR fóru fram
í flestum barnaskólum í Reykja
vík í dag. Myndin er tekin
porti Miðbæjarbarnaskólans
þar sem börnin streyma út úr
skólanum. Þar var grerð athug-
un á hve langan tíma tæki að
tæma skólann ef eldur brytist
út. Reyndist það taka eina mín-
útu frá því brunabjallan glumdi
þar til öll börnin voru komin
út.
Genf, 13. okt. (NTB . Rb.)
SENDINEFNDIR Suðuf-Afríku og
Portúgal neituðu að yfirgefa fund-
arsalinn á fundi alþjóða fjarskipta.
sambandsins í Genf í dag, eftir að
samþykkt hafði verið að meina
þessum nefndum að taka þátt í
störfum fundarins. Þessi ákvörð-
un var samþykkt með 27 atkvæð-
um gegn níu.
Geimferðinni lauk
fyrr en ætlað var
MOSKVU, 13. október (NTB-
Reuter). — Sovézku gelmfararnir
þrír I „Voskhod" lentii geimafri
sínu í dag eftir sólarhrlngsferð
umhverfis jörðina. Geimfararnir
voru við góða heilsu og var inni-
lega tékið af vísindamönnum og
fréttamönnum þegar geimskipið
lenti á stað einum skammt frá
skotstaðnum í Kazakstan. Skömmu
eyrissjóða stofnað
wwwwwwwwwww
30. september s. 1. var hald-
inn í Reykjavík stofnfundur Lands
sambanda lífeyrissjóða. Að stofn-
un þessara samtaka stóðu 31 líf-
eyrissjóður, sem fulltrúa áttu á
stofnfundinum eða höfðu tilkynnt
um þátttöku í sambandinu.
Landssamband lífeyrissjóða
hyggst gæta hagsmuna lífeyris-
sjóða á sviði löggjafar og vinna
að því, að ríkisvaldið taki rétt-
mætt tillit • til sarfsemi og þarfa
lífeyrissjóðanna, m.a- með því, að
fullrúar þeirra séu til kvaddir,
þegar ákvarðanir eru teknar um
málefni, sem varða samskipti líf-
eyrissjóðina. Enn fremur er það
tilgangur sambandsins að vinna
<að samræmingu reglna um þau
málefni, se mvarða samskipti líf-
eyrissjóðann'á innbyrðis, og loks
er ætlunin að hafa handbærar upp
lýsingar um löggjöf og reglur um
lífeyrissjóði, reglugerðir og starfs
reglur þeirra lífeyrissjóða, sem í
sajnbandinu eru, svo og tölulegar
upplýsingar um starfsemi þeirra
og fleira.
Hver lífeyrissjóður, sem öðl-
<ast hefur viðurkenningu fjármála-
ráðuneytisins samkvæmt lögum
um tekjuskatt og eignarsbatt, getur
gerzt meðlimur sambandsins.
Stjórn sambandsins fram til
næsta <aðalfundar skipa eftirtaldir
menn: Guðjón Hansen, trygginga-
Sræðingur. Gífeli Ólafsson, fort-
stjóri. Hermann Þorsteinsson,
fulltrúi. Ingólfur Finnbogason,
húsasmíðameistari. Til vara: Kjart
an Ólafsson prentari, og Tómas
Guðjónsson, vélstjóri,
síðar hófu læknar rannsóknir sín
ar á þeim.
Að sögn fréttastofunnar Tass
lenti geimfarið kl. 07.47 eftir ísl.
tíma, 24 klukkustundum og 17
mínútum eftir geimskotið og eftir
16 hringferðir um jörðu.
Stjórnarmálgangið „Izvestia"
segir, að geimfarinn hafi verið
lent eftir nýrri aðferð, þannig að
geimfarið sveif hægt til jarðar í
fallhlíf. í lendingunni sjálfri
hafði ferðin verið minnkuð svo
mikið, að hún var nálega engin.
Stigið var á hemlana þegar geim
farið var yfir Afríku, og það var
yfirmaðurinn um borð í geimfar-
inu, Vladimir Komarov ofursti.
sem stjórnaði lendingunni.
Blaðið segir, að áhöfnin hafi beð
ið um að fá að lialda ferðinni
áfram í einn dag til viðbótar til
að gera ítarlegri rannsóknir, en
beiðninni hefði verið hafnað.
Það kom á óvart, að ferðin
stæði aðeins í einn sólarhring.
Þegar geimfarinu var skotið var
sagt, að ferðin mundi standa
lengi, og gert var ráð fyrir að
húp stæði í eina viku. í morgun
bárust fregnir víða að, m.a. frá
Bochum-athugunarstöðinni í V-
Þýzkalandi, að kallmerkin frá
„Voskhod” væru orðin dauf.
Skömmu síðar var skýrt frá lend-
ingunni.
Þegar „Voskhod" lenti hafði
geimfarið farið um 700.000 km. og
verið í mestu jarðfirð sem mann
að geimfar hefur verið í, um 400
km. Þetta var einnig fyrsta geim
far lieimsins mannað fleiri en ein-
um: geimfara.
Þetta var í fyrsta sinn sem Rúss
ar sendu mannað geimfar á loft í
16 mánuði og stytzta ferð mann-
aðs geimfars síðan Juri Gagarin
varð fyrsti geimfari Sovétríkj-
ajnna og heimsjlnsj 1961. Meitið
setti Bykovsky í fyrra með 81
hringferð á nær fimm sólarhring
um. Búizt hafði verið við, að nýja
geimfarið ætti að setja nýtt heims
met.
Af vestrænni hálfu í Moskvu er
talið, að marka megi af orðalagi
hinna ýmsu opinberu tilkynninga
um ferðina, að ef til vill hafi ekki
allt farið samkvæmt áætlun. Tass
sagði m. a., að Komarov ofursta
hefði verið skipað að lenda í 17.
Framhald á 4. síðu.
Þrjú útköll
Reykjavík, 13. okt. EG.
Slökkviliðið í Reykjavík var
þrisvar sinnum kvatt út í gærdag;
auk þess sem það fór upp að Ála-
fossi, eins og frá er skýrt á öðrum
stað í blaðinu.
Klukkan 13.45 var slökkviliðið
kvatt að Aðalstræti 9. Þar vakti
reykur af bréfi, sem fallið hafði
upp fyrir þvottapott, grun um eld,
en svo reyndist þó ekki vera.
Klukkan rúmlega 15 var slökkvi-
liðið kvatt að Kópavogsbraut 79,
Þar var smávægilegur eldur í
bílskúr, sem varð fljótt slökktur,
og tjón ekki teljandi.
Þá var slökkviliðið kvatt að Ein-
holti 4, klukkan 'rúmlega fimm,-
þar hafði kviknað í skúr, Skemmd
ir urðu litlar.