Alþýðublaðið - 14.10.1964, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 14.10.1964, Blaðsíða 15
stað hér í grenndinni. Það hef- ur leikið grunur á að hann hefði framið innbrotið hjá Loaders- hjónunum og Milstrom-fjölskyld unni, en þegar seinna innbrotið var framið, liafa fjölmörg vitni borið, að hann hafi verið á krá einni í Paddington. Hún leit á Pétur. — Þú hefur líklega sagt honum sóiarsöguna? — Já, sagði Pétur. . — Allt eins og það lagði sig? — Já. — En það er óneitanlega svo- lítið skrýtið að Tom skyldi hafa valið hús mitt, sagði hún. — Ég fer ekki í sama flokki og það fólk, sem hann græddi mest á. En honum var víst farið að ganga illa upp á síðkastið. Hann drakk of mikið og raupaði of mikið. Þess vegna var farinn að falla á hann grunur. Verið getur að sam verkamenn hans hafi ákveðið að kála iionum af. þeirri ástæðu.. Hún barði stuttum sterkum fingrum sínum léttilega á stól- arminn. — Þetta hlýtur að vera verk samverkamanna hans. Þeir liafa framkvæmt þetta hér í liús inu til að flækja þér í máliö. Það var heppilegt, að þú skyldir hitta Margaret. Pétur stóð upp. — Ég er að hugsa um að hringja til hennar, sagði hann. Mig langar til að vita hvort lögreglan er búin að heimsækja hana, til að. fá það staðfest sem ég sagði. — Bíddu aðeins, sagði hún. Þú ert ekki fastagestur á Hvíta hestinum eða hvað? — Ég held ’að ég hafi aldrei k'omið þar fyrr en síðastliðinn siinnudag, sagði hann. — Ertu að velta því fyrir þér, h'vort það var ekki eins mikil •tilviljun og leit út fyrir að Anna og Tom hittust þar? — Já, sagði hún. — Ég er búinn að velta þessu fyrir mér líka sagði hann. Ég held að það sé ekkert óhreint við það. Ég stanzaði bara þarna af því að mér flaug það í hug. — En Margaret og Owen eru vel kunnug staðnum, ekki satt? — Ég veit ekki hvað seg.ia skal um það. Ég held þau séu sæmilega kunnugt flestum krám hér í grenndinni. Hann fórj út. Ég heyri lágán smell, þégar hann lyfti símtólinu, og . svo heyrði ég kliðinn af rödd hans. Dr. Lindsay sneri sér að mér. .— Anna, hefur þér nokkurn tíma dottið í hug að þessi fyrsti fundur ykkar, — þegar þið hitt- úð Tom og Söndru fyrst, hafi ekki verið eins mikil tiiviljun og hann leit út fyrir að vera? . — Mér datt í hug, þegar Daniel Barfoot spurði mig ná- kvæmlega spumingarinnar. En eins og hann hafði lagt spurn- inguna fram, þá var eins og hann grunaði Pétur um að hafa átt ein hvem þátt í að við hittumst þarna. — Já, ég hef svolítið hugsað um það, sagði ég. — Ég hef líka verið að hugsa um hvers vegna Sandra var svona skelfd þarna um morguninn. Mér datt sem snöggvast í hug, að hún væri hrædd við að ferðast á bifhjól- inu með Tom, því han var greini lega ekki í ástandi til að aka því eins og maður. En mér finnst það ekki passa við það, sem síðan hefur skeð. Dr. Lindsay gretti sig þreytu- lega. — Hvenær fannst þér hún vera hrædd? — Þegar hún sá mig tala við Tom 1 fyrsta skipti. .— Áttu þá við, að þú haldir, að þetta hafi alls ekki verið skipuiagður fundur, heldur haf- ið þið meira að segja alls ekk* átt að hittast? — Ég veit ekki, en það gæti svo sem verið. Hún brosti. — Jæja, ég botna hvorki upp né niður i þessu. Það ter bezt ég fari að hugsa um eitt- hyað að borða handa okkUr. Ég finn sennilega eitthvert snarl í isskápnum. Ég sagði henni, að ef liún segði mér hvað ég ætti að gera, þá skyldi ég taka til matinn, en um leið kom Pétur inn aftur. — Margaret og Owen koma hingað eftir nokktar mí'nútur, vV'v !; ; sagði hann. Lögreglan er búin að vera hjá þ'eim, til að fá staðfest það, sem Anna og ég sögðum um ferðir okkar í dag. Lögregl- an er nýfarin frá þeim og þeg- ar ég hringdi voru þau um það bil að leggja af stað til okkar. — Jæja, við skulum fá okkur að borða, hvað sem þvi líður, sagði dr. Lindsay. — Komdu, við skulum hjálpast að. Ég bauðst enn á ný til að gera þetta ein, en hún virtist kunna því betur þessa stundina að haf- ast 'eitthvað að, heldur en að sitja auðum höndum. Þegar við vorum komin með kalt nautakjöt, brauð og ost inn í borðstofuna hringdi dyrabjalla. Hún lét mig um að klára að leggja á borðið, og flýtti sér til dyra, því hún bjóst við að Loaders hjónin væru að koma. Það voru þá ekki þau, sem höfðu hringt, heldur var fyrsti blaðamaðurinn kominn. Hann var þarna úr grenndinni, ungur maður og var að flýta sér mjög, því hann þurfti að koma frétt- inni til einhverrar fréttastofu í London, og vildi umfram allt verða fyrstur með hana. Dr. Lindsay kannaðist aðeins við hann, og, var vingjarnleg, en föst fyrir, og komst ekki að því, síem mestu máli skipti, að maður- inn, sem myrtur var, hafði verið tvífari fóstursonar hennar. Svo komu fleiri fréttamenn, en aðrir. létu sér nægja að hringja. Flestir þeirra voru ágengari en sá fyrsti hafði verið, en eftir að Loaders hjónin komu. sá Owen alveg um að eiga við þá. Margaret sat hjá okkur í - borðstofunni. Hún vildi ekki borða neitt, en sagði að þau Owen væru þegar búin að snæða kvöldverð. Hún var kyrrlátari en ég hafði áður séð hana. Hún rétt aðeins leit á Pétur, en svo saí hún bara og handlék salt og piparkrúsir, sem voru fyrir fram- an hana á borðinu. Þegar dr. Lindsay fór að spyrja hana út úr, sagði hún eins frá og Pétur hafði gert. Hann hafði hitt hana á strætisvagnastoppi- stöðinni, þegar klukkuna vantaði fimmtán mínútur í þrjú. Svo höfðu þau í sameiningu leitað að þessu kaffihúsi, og svo hafði hann ekið henni heim. Þannig kvaðst hún hafa sagt lögreglunni frá þessu, og Owen hafði sagt þeim frá því, er hann tók mig upp í bílinn á stoppistpðinni og ók mér til Lachaster. Hún horfði á mig þegar liún var að segja •frá þessu og það var eins og væri svolítil undrun í augnaráði henn- ar, og hún hélt áfram að hand- leika kryddkrúsirnar eins og þær væru peð á skákborði. Dr. Lindsay hafði borðað eins -og ekkert hefði í skorizt. Þegar ,1 SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængtirnar. Seljum dún- og fiðurheld ver. NÝJA FIÐURHREINSUNIN Hverflsgctu S7A. Síml 16738. því var lokið hallaði hún sér aft- ur á bak í stólnum og andarp- aði þreytulega. —. Þetta er gott, Margaret, sagði hún. Ég þóttist sjá það á 1 honum, þegar ég kom, að hann hefði verið myrtur ekki seinna en j klukkan þrjú, áreiðanlega ekki ! mikið seinna. Það gat heldur ekki ! hafa verið mikið fyrr, því Anna og frú Joy fóru ekki héðan fyrr § en klukkuna vantaði fimmtán í mínútur í þrjú. Við virðumst öll i hafa fjarvistarsannanir á þeim • tíma, sem um er að ræða, Það er ekki verra. Það kemur þó að ' minnsta kosti í veg fyrir þras, þó ekki sé annað. En samt er ég hrædd um að það eigi eftir að verða alls konar þras, þegar það kemst í blöðin að Tom og Pétur hafi verið tvíburar. Hvað varst þú að gera þama á strætisvagna- stoppistöðinni, Margaret? — Margaret var að horfa á mig, svo ég sá mætavel hvernig augu hennar stækkuðu, þegar þessi spurning var lögð fyrir hana. Svo var eins og það brygði fyrir einhverri aðvörun í augna- ráðinu, sem hún sendi mér. Það. var í rauninni óþarfi hjá henni, því ég hafði ekki ætlað mér að draga frásögn hennar í efa. — Þótt skrýtið sé, sagði hún, HVER ER MAÐURINN? Þór Sandholt, skólastjóri. GRANNARNIR fsrf. — Pú. getur fundið migr nppi í ieikfangadeUdinni, þeirar þú e ert búin að verzla. .' • • • W§K0DQ©Q3I2 TEIKMARIí , ■ 'V.li'OM ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 14. október 1964 U £

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.