Alþýðublaðið - 17.10.1964, Síða 1

Alþýðublaðið - 17.10.1964, Síða 1
Verkaniannaflokkuriiin .. ... 317 (unniS €1, tapað 5) Íhaldsflokkurinn ............ 303 (unnið 5, tapaS 61) Frjálslyndi flokkurinn .......... 9 (unnið 4, fapað 2) Óháðir .... 0 (unnið 0, tapa$ 2) Otalið í 1 kjördæmi. V Wilson og- kona hans veifa mannfjöldanum. Myndin er tekin þegar sýnt þótti, að Yerkamannaflokkurinn hlyti meirihluta og Wilson yrði falið að mynda stjórn. (Símamynd frá UPI). LONGON, 16. okt. (NTB-Rayter) — Hinn nýi forsætisráðherra Breta, Harold Wilson, tilnefndi í kvöld Pat rick Gordon Walker sem utanríkisráð herra í stjórn sinni. Hann tilnefndi Denis Healey sem landvarnanðherra, James Callaghan sem fjármálaráS- herra og George Brown sern efna- hagsmálaráSherra. Þegar Wilson verS ur fjarverandi á Brown a3 gegna starfi fcrsætisráðherra, þótt hann hafi enn ekki formlega fengið t'rtil vara-forsætisráðherra. Herbert Bowden verður forseti leyndarráSs og leiðtogi Verkamanna fiokksins í neðri deildinni, en Lord Gardiner forseti lávarðadeiidarinn- ar. Edward Short verður „svipa" flokksins í neðri deiidinni. Sennilega verður allur ráðherra listi Wilsons birtur á laugiardag. Gordon Walker féll í kjördæmi sínu, Smethwick í Ðirmingham, en búist er við, að hann fái fyrsta trygga sætið, sem lo nar, í auka kosningum. Stuðningsmenn hinnar nýju ríkisstjórnar benda á, að lagalega sé ekkert því tií fyrir- stöðu, að ráðherra sé utan þings H'ramh. á hls 4 PEKING, 16. október (NTB-Reuter). — Kínverjar sprengdu í dag fyrstu kjarnorkusprengju sína, og þar með er Kína orðin fimmta kjam orkuveldi heimsins. Jafnframt Týstu Kínverjar því yfir, að þeir mundu aldrei beita kjarnorkuvopuum að fyrra bragði. í fréttatilkynningu frá Peking segir: — KínverjaT' sprengdu kjarnorkusprengju í "vesturhluta tíma) 16. október 1964 og gerðu sína. Ekkert var upplýst um stærð eða afl sprengjunnar, en sagt að „kjarnorkusprengjan væri ennþá pappírstígrisdýr”. í yfirlýsingunni var ítrekað, að Kínverjar yrðu aldrei fyrstir til að beita kjarn- orkusprengju. Lagt var til, að haldinn yrði fundur æðstu marina allra þjóða, þar sem rætt landsins kl. 15.00 (07.00 að ísl. þar með fyrstu kjarnorkutilraun yrði um bann við öllum kjarnorku vopnum og eyðingu þélrra. . Utanríkisráðherra í Bandaríkj anna, Dean Rusk, sagði 29. sept- ember,- að Kínverjar mundu gera fyrstu kjarnorkuvopnatilraun sína í næstu framtíð. Þauífjögur rlki. sem ráða yfir kjarnerkuvopnum auk Kína, eru Bandaríkin, Sovét- rikin, Bretland og Frakkland. Fréttastofan Nýja Kína hafði beðið áskrifendur sína um að verða viðbúnir mikilvægri frétt kl. 23.00 eftir Peking-tíma (kl. 15 að ísl. tíma). Fréttin barst nákvæm- lega kl. 15 að íslenzkum tíma, og batt enda á bollaleggingar um væntanlega sprengingu. í tilkynningunni ségir, að hin velheppnaða tilraun sé árangur ötuls starfs og góðrar samvinnu kínvprskra verkamanná, verkfræð- inga og tæknifræðinga, vísinda- manna og allra vinnandi manna, sem tækju þátt í uppbyggingu land Framhald á 4. síöu. RÖSSLAND RÆTT í REYKJAVÍKI VIÐBURÐIRNIR í Rúss- landi og Kína hafa vrldið mikluni heilabrotum á líorð- urlöndum, og hafa ríkis- stjórnir rætt þá á funvínm NTB segir í skeyti frá Stokk- hólmi, að utanrikisráðheriar Nörðurlandanna komi saman á fund í Reykjavík 27. þ.m. og muni þar fá tækifæii til að ræða hin gerbreyttu við- horf, sem skapast I;af». Munu þeir væntanlega faha til Reykéavíkur Thoisígn Nilsson frá Svíþjóð, Per Hækkeruþ frá Danmörku og Halvard Lange frá Nóregji, en Guðmundur í. Guðmmds son situr fundinn af íshh-.ds hálfu. UWMWWMWMWWHOWV

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.