Alþýðublaðið - 17.10.1964, Qupperneq 8
ÞETTA SEM KALLAÐ
ER LIST.
Fáeinar athugasemdir um
kvikmyndagerð ættu að rúmast í
þessum málskrafsmiklu minning-
um. Að sönnu hafa ýmsar snotrar
bækur verið skrifaðar um þetta
efni; en þær hafa flestar þann á-
galla, að boða einhliða kvikmynda
smekk höfundar síns. Slík bók ætti
ekki að vera nema handbók um
tækni, um handverkið í iðninni.
Þar fyrir utan ætti greindum nem-
anda að notast sín eigin listgáfa.
Áhugamaður með sköpunargáfu
þarf ekki á að halda nema beina-
grind tæknikunnáttu. En lista-
manni er bezt að njóta fuilkomins
frelsis að gera það sem er óvana-
legt; því eru fyrstu myndir margra
leikstjóra frumlegar og ferskar.
Kenningasmíð um línu og rúm,
byggingu, hraða osfrv. kann að
vera góð út af fyrir sig, en kem-
ur leik ekki við; og henni hættir
til að stirðna í kreddu. Einföld
viðhorf eru ævinlega bezt.
Eg hef fyrir mína parta and-
styggð á myndbrögðum: mynda-
töku frá sjónarhól kolamolans í
arninum, eða þegar vélin fylgir
leikara gegnum hótelfordyri eins
og hún væri á reiðhjóli. Slíkt þyk-
ir mér ódýrt og ómerkilegt. Ef
áhorfandi þekkir sviðsmyndina
þarf hann engin leiðinda ferðalög
fram og aftur um tjaldið til að
sjá leikarann fara stað úr stað.
Slíkir tilburðir draga úr hraða
og eru leiðir og óþægilegir; sliku
er stundum ruglað saman við
þetta sem kallað er „list”. Þegar
myndavélin er lögð á gólfið, eða
þegar hún flögrar kringum nasa-
götin á leikaranum, — þá er það
vélin, sem leikur en ekki leikar-
inn. Vélin ætti ekki að trana sér
fram.
Timasparnaður er enn sem fyrr
höfuðdyggð í kvikmyndagerð. —
Þetta vissu þeir báðir Eisenstein
og Griffith. Snögg klipping og
myndskipting eru undjrstaða kvik-
myndatækni.
Eg furða mig á sumum gagn-
rýnendum sem kalla myndatöku-
tækni mína gamaldags, finnst ég
ekki fylgjast með tímanum. Hvaða
tíma þá? Tækni mín byggist á
mínum eigin niðurstöðum, mínum
eigin viðhorfum og rökum; ég
skipti mér ekki áf því sem aðrir
gera. Ef maður ætti að „fylgjast
með tímanuiú”' í listum væri
Rembrandt sveitamaður í saman-
burði við Van Gogh.
Fyrst verið er að tala um kvik-
myndagerð, kynnu fáein orð að
koma sér vel fyrir þá, sem ætla
að ráðast í súper-dúper-stórmynd.
Satt að segja eru slíkar myndir
auðveldastar viðfangs allra kvik-
mynda. Til þeirra þarf hvorki í-
myndunarafl né hæfileika til leiks
eða leikstjórnar. Allt og sumt sem
á þarf að halda er tíu milljón
dollarar, fjölmenni, búningar og
viðamiklar sviðsmyndir; svo er
hægt, í algleymi líms og lérefts,
að flota Kleópötru niður Nílar-
fljót, fylkja tuttugu þúsund
aukaleikurum yfir Rauðahafið,
eða blása niðúr veggi Jerikó-
borgar; þetta er allt komið undir
hagleik byggingamanna. Yfirmar-
skálkurinn situr í sínum stjórn-
arstól yfir handriti sínu og kort-
um meðan liðþjálfar hans géys-
ast í kófinu yfir landið og etja
fram fylkingum; eitt blístur
merkir „tíu þúsund inn frá vin-'
stri”, tvö blístur „tíu þúsund frá
hægri“, þrjú blístur ,allir áfram
nú, og á þá!”
Flestar þvílíkar myndir fjalla
um súpermann. Hetjan getur
hoppað, stokkið, skotið, barið og
elskað alla aðra í myndinni sund-
ur og saman. Með þessu móti eru
öll mannleg vandamál leyst, nema
vandinn að hugsa.
LEIKHÚSMENNSK.
Fáein orð líka um leikstjórn.
Sálfræðilegur skilningur skiptir
mann mestu við að leiðbeina leik-
urum í leik. Nýr leikari kann að
bætast í hópinn, þegar myndin
er langt komin; jafnvel ágætur
leikari kann að verða óstyrkur í
nýju umhverfi. Þá getur lítillæti
leikstjórans komið honum vel,
eða svo hefur mér oft reynzt. Þó
ég vissi vel hvað ég vildi, vék
ég mér að nýja leikaranum, sagði
honum ég væri þreyttur, áhyggju-
fullur og í vandræðum með fram-
haldið. Fyrr en varði var hann
kominn yfir óstyrkinn og farinn
að hjálpa mér; og ég náði fram
góðum leik.
Leikritahöfundurinn Marc Con-
nelly orðaði eitt sinn þá spurn-
ingu, hvort viðhorf leikskáldsins
ætti fremur að mótast af vití-
munum eða tilfinningu? Eg held
tilfinningar skipti meira máli a£
því þær eru áhrifameiri í leik-
húsi; leikhúsið er samið að til-
finningu mannsins, sviðið, for-
sviðið og rautt fortjaldið; öll
hreyfing byggingarinnar miðar að
tilíinningunum. Auðvitað eiga
vitsmunirnir sinn þátt, en hann
skiptir minnu. Þetta vissi Tsje-
kov, og Molnár, og mörg leikskáld
önnur. Þeir vissu líka skil á því
hve sjálf leikhúsmennskan skiptir
miklu máli: liún er undirstaða alls
leikskáldskapar.
Leikhúsmennska er að mínum
skilningi dramatísk framsetning-
argáfa lfet augúnablksins. —
•Bók er lokað snögglega; kveikt í
sígarettu; skothvellur utan sviðs,
hróp, dynkur; áhrifasterk inn-
ganga eða útganga. Þetta kann að
virðast smávægilegt; en af þessum
toga er skáldlist leikhússins spunn-
in — sé rétt og smekkvíslega á
öllu haidið.
Óleikræn hugmynd er lítils
verð; aðalatriði er að ná áhrifum.
Leikhúsmaður getur náð áhrifum
úr engu efni.
Til dæmis um þetta get ég
nefnt forleik sem ég setti á svið
með mynd minni Parísarkonu í
New York; en í þann tíð voru
slíkir forleikir hafðir með öllum
löngum myndum, og stóðu um það
bil hálftíma. Eg hafði hvorki hand-
rit né söguefni; en ég mundi eft-
ir viðkvæmnislegri litprentun
«em var kölluð „Beethovensónat-
an.” Myndin sýndi vinnustofu
listamanns; nokkrir bóhemar,
sátu þar í dapurlegu hálfrökkri og
hlýddu á fiðluleik. Eg setti þessa
mynd svo á svið, með eins eða
tveggja daga fyrirvara.
Eg fékk mér píanóléikara,
fiðluleikara, dansmenn og söngv-
ara, og notaði mér svo þau leik-
brögð sem mér voru tiltæk. Gest-
irnir sátu í hægindum eða á gólf-
inu og dreyptu á viskí, snéru baki
við áhorfendum og skeyttu þeim
engu. Fiðlarinn lék sónötuna; þeg-
ar varð þögn heyrðist fyllfraftur
brjóta. Þegar sónatan var leikin,
dansararnir höfðu dansað og
söngmaðurinn sungið Auprés de
ma blonde voru sagðar tvæí’ setn
setningar. Einn gesturinn sagði:
„Klukkan er orðin þrjú, ég verð
að fara.” Og annar svaraði: „Já,
við þurfum allir að fara”; menn
skröfuðu þannig að vild meðan
þeir gengu út. Þegar sá -síðasti
var farinn sína leið kveikti gest-
gjafinn sér í sígarettu og fór að
slökkva ljósin í vinnustofurini, en
á götunni fyrir utan heyrðist
sungið. Og þegar sviðið var orðið
aldimmt, nenia tunglsljós inn um
glugga fyrir miðju, fór húsráðandi
einnig lít; og tjaldið féll hægt og
hægt meðan söngurinn smádvín-
aði og hvarf.
Meðan þessu fór fram hefði mátt
heyra saumnál detta í salnuín. í
heilan hálftíma var ekkert sagt:
ekkert gerðist á sviðinu nema fá-
ein venjulegt vaudeville-atriði.
Samt voru leikendur kallaðir fram
níu sinnum á frumsýningunni.
TILFINNINGAMÁL.
Eg fæ ekki af mér að láta sem.
ég hefði gaman af Shakespeare íl
leikhúsinu. Tilfinningar mínar-
eru bundnar nútimanum. Shakes