Alþýðublaðið - 17.10.1964, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 17.10.1964, Qupperneq 13
KRÚSTJOV Frh. af 3. síðu. flokka annarra landa. Hann var fyrir skömmu í Peking í sam- bandi við 15 ára afmæli Kín- verska alþýðulý,veldisins. Sagt er, að ritstjórarnir tveir og yfirmaður sjónvarps- og út- varpsnefndarinnar, séu einu hátt- settu mennirnir, sem Krústjov skipaði í embætti, er vikið hefur verið úr starfi. Hinn þrekva'xni, Ijóshærði Adsjúbei, sem er kvæntur dóttur Krústjovs, varð ritstjóri „Izvest- ia“ 1959. Hann var eindregið fylgi andi utanríkisstefnu tengdaföður síns og fór í mörg mikilvæg ferða lög á vegum Krústjovs. Hann var nýlega í. Vestui’-Þýzkalandi og hitti Erhard kanzlara að máli. Eft ir þessa heimsókn var tilkynnt, að Krústjov mundi fara í heim- sókn til Vestur-Þýzkalands. í ritstjórnartíð Adsjúbeis var erlendum fréttum veitt aukið rúm f „Izvestia", og einnig var gefið út sunnudagsblað. sem hefur lilot ið miklar vinsældir. Krústjov var viðstaddur fund- inn í miðstjórn kommúnista- flokksins í fyrradag þegar afsögn lians var samþykkt. Samkvæmt heimildunum er óljóst, hvort mál ið hafi verið ítarlega rætt, en ýmislegt bendir til þess, að Krú- stjov hafi staðið andspænis óhagg anlegri staðreynd. Enn fremur er skýrt svo frá. að stjórnum komm únistalandanna hafi verið skýrt frá mannaskiptunum, áður en til kynnt var um þau opinberlega. Fyrsta opinbera starf Alexei Kosygins sem forsætisráðherra Sovétríkjanna var að sitja hádeg isverð til heiðurs forseta Kúbu, Osvaldo Dorticos. Forseti Sovét- ríkjanna. Anastas Mikojan, var einnig viðstaddur. Johnson forseti kvaddi í dag nánustu ráðunauta sína í stjórn málum á sinn fund í Hvita hús- inu til að ræða þróun mála í Sovét ríkjunum. Af opinberri hálfu er sagt, að Johnson forseti hafi tek ið fyrir allar huganlegar afleiðing ar fráfarar Krústjovs. Hann ræddi m.a. við Dean Rusk utanríkisráð herra, Robert McNamara land- varnaráðherra og yfirmann leyni þjónustunnar, John McCone. Að þessum viðræðum loknum átti Jo hnson fund með sendiherra Sovét ríkjanna í Bandaríkjunum, Ana- toli Oobrynin. Sendiherra Sovétríkjanna í Hol landi, I. Toegarinov, fór í heim sókn í utanríkisráðuneytið í Haag í dag og skýrði Victor Marijnen forsætisráðherra frá breytingun- um í Sovétríkjunum. í ýfirlýsingu sem vestur-þýzka stjórnin gaf út segir, að vestur- þýzka stjórnin muni áfram halda sinni fyrri stefnu þrátt fyrir breyt ingarnar í Sovétríkjunum. BJARNI Framh. af 16. síðu. vörzlu íslendinga séu fádæma vanhirðu. Auðvitað báru íslendingar þetta strax til baka. íslenzkir prófessorar og bókaverðir lýstu því skorinort yfir, að hin 12000 handrit á íslandi væru vel varð veitt og hirt. En engum datt í hug að geta um aldur þeirra, eða hvort þar væri um skinn- bækur að ræða. Þeir töluðu bara um handrit. 12000 handrit! Og viðbrögðin létu ekki lengi á sér standa. Þýðingar á um- mælum íslenzkra fræðimanna og bókavarða um sín 12000 hand rit eru hér í landi álitin eiga við „membran'-skinnbækur, og er nú slegið upp í öllum blöð- um með stórum yfirskriftum. Og nú segja Danir: Hversvegna Karlmenn Karlmenn vantar til frystihússtarfa. Uppl. í síma 41868 og 36286. H raðftystihúsið Hvammur h.f. Kópavogi v/Fífuhvammsveg. eigum við að skila þessum fáu handritum, sem við höfum, úr því að íslendingar eiga 12000 handrit. Það gerir ekki leikinn hæg- ari fyrir okkur, sem erum að reyna iað koma vítinu fyrir dönsku þjóðina, þegar hægt er að bera fram fullgild orð ís- lenzkra fræðimanna um 12000 handrit á íslandi, án þess þar sé nokkur grein gerð fyrir því hverskonar handrit sá átt við. Kjarni baráttunnar gegn heim flutningi skinnbókanna er í því fólginn, að ýkja sem mest hand ritaeign íslendinga, og þess vegna verða íslenzkir fræði- menn að gæfca orða sinna, þegar þetta mál er rætt“. Stanislavskij lagði, til dæmis, mest upp úr „innri veruleika” leiks; þetta skilst mér merki að „vera“ í stað þess að „leika". Þetta kallar á innlífi, hæfileik að lifa lífi annarra; maður verður að kunna að skynja hvað sé að vera öm eða ijón, skynja sálarfar per- sónunnar; — vita hver viðbrögð hennar yrðu við hverjar kringum- stæður. Þessi þáttur leiklistar verður ekki kenndur. Það er óþörf kenning að maður verði að þekkja fortíð og ævisögu persónu sinnar. Enginn höfundur gæti samið leikriti eða hlutverki öll þau skynbrögð sem Eleonora Duse tjáði áhorfendum. Þar voru víddir handan við skynjun höf- undarins. „Sannleikur” er marg- tuggið, frumspekihugtak; én sann- leikurinn er margur, og einn jafn góður öðrum. Klassískur leikstíll í Comédie Franeaise er jafnsenni- legur og svokallaður raunsær leikur í verkum Ibsens. Hvort tveggja heyrir undir uppgerð, — hvort tveggja á að skapa ímynd sannleika, og í öllum sannleika felast ævinlega frjókorn ósann- inda. Látið stilla bifreiðina fyrir veturinn! BÍLASKOÐUN Sbúburfitu 32. Sfml 13-102. Nú er tíminn að ryðverja bifreiðina með TECTYL! Sérstætt eins og yðar . eigið fingrafar. E.TH. MATHIESEN h.f. LAUGAVEG 178 - SÍMl 36570 Minning Framhald af 7. síðu kvörðunarhæöleika. Allt samspil framkomunnar gerði það að verk um, að hann sýndist höfði hærrt en áðrir menn, þótt hann væri það ekki í sentimetrum. Svo kveð ég minn gamla vin. Kynni mín við hann hafa orðið mér mikils virði. Sigvaldi Hjálinarsson. Greinin átti að birtazt í gær en komst ekki vegna þrengsla. •• RYÐVORN Grensásveg 18, síml 1-99-4S vHELGflSON/_ _ a a SÚÐRRyO.G 20 K/GRAIN IX leqsíeinaiK oq ° pl ötur ° OPNAN frb.j mætast í fullkomnu jafnvægi kann að verða yfirburðaleikari. Eg veit ekki margt um „skóla” í leiklist. Einn skilst mér miði að þróun persónuleikans, — sem vel mætti vera þroskaminni með sumum leikurum. Að leika er reyndar ekkert annað en að lát- ast vera annað fólk. Persónuleiki verður ekki skilgreindur; og hann birtist ævinlega í leik hvernig sem að er farið. En flestar að- ferðir hafa nokkuð til síns máls. ÁSVALLAGÖTU 69. SÍMI 2 15 15 og 2 15 lfl. KVÖLDSÍMI 3 36 87. TIL SÖLU: 2ja herbergja íbúð á 1. hæð í Hlíðahverfi. Herbergi í risi fylgir, með sér snyrtingu. Góð ur staður. 3ja herbergja íbúð í nýlegu sam býlishúsi í Vesturbænum. 4ra herbergja nýleg íbúð í sam býlishúsi rétt við Hagatorg. Glæsilegur staður. 5 herbergja jarðhæð á Seltjarn- arnesi. Sjávarsýn. Allt sér. Fullgerð stóríbúð í austurbæn- um. 3—4 svefnherbergi, stór stofa ásamt, eldhúsi og þvotta húsi á hæðlnni. Hitaveita. TIL SÖLU í SMÍÐUM: 4ra herbergja mjög glæsileg f- búð í sambýlishúsi í Vestur- bænum. Selst tilbúin undir tré verk og málningu, til afhend- ingar eftir stuttan tíma frá bært útsýni, sér hitaveita. Sam eign fullgerð. 4ra herbergja íbúð á 4 hæð f nýju sambýlishúsi á Háaleitis- hverfi. Selst tilbúin undir tré- verk til afhendingar eftir stuttan tíma. Sér hiti. Mikið útsýni. Sameign fullgerð. FOKHELT einbýlishús á Flötun um í Garðahreppi. 4 svefnher- bergi verða í húsinu, sem er óvenjuvel skipulagt. Stærð: ca. 180 ferm. með bílskúr. TIL SÖLU í GAMLA BÆNUM. 5 herbergja íbúð, ásamt kjall- ara (tveggja herbergja fbúð) við Guðrúnargötu er til sölu. Hagstætt verð. Munið að eignasklptl ern *fi möguleg hjá okkur. Næg bílastæðl. BQaþjónnata vlð kaunendur. Jarðarför Steinunnar Jóhannesdóttur, Vífiisgötu 12, fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 20. þ. m. kl. 10,30 f. h. Blóm og kransar afbeðið, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofanir. — Athöfninni verður útvarpað. Aðstandendur. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 17. október 1964 13

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.