Alþýðublaðið - 04.11.1964, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.11.1964, Blaðsíða 1
| JOHNSON í Háskólabíói. Ilíorfur- kl. 2.30 í nótt: li 111 fcf '5§i |§|||| i§ S .§11 li í 58 ÍÍH *jB| '1 NEW YORK, 3. nóvember (NTB-Reuter). JOHNSON forseti er öruggur um stórsigur í banda- j rísku forsetakosningunum. Búizt er við að hann vinni stærri sigur en Roosevelt 1936. Um kl. 1 í nótt eftir íslenzkum tíma var munurinn á atkvæðamagni John- sons og Goldwaters sem svarar 4 á móti 3. Johnson hafði sigrað í ríkjum eins og Kentucky, þar sem repú- blikanár sigruóu í tveim síðustu forsetakosningmn, og Tennessee, sem hefur fylgt repúblikönum siðan 1952. Auk þess hafði hann tryggt Sér Connecticut, Maryland, New Hampshire, Massachusetts, Maine, Vermont og West Virginia. Hann hafði betur en Goldwater í öðrum austurríkjum. Goldwater sigraði í suðurríkjunum Missisippi, Alabama og South Carolina eins og við hafði verið búizt. Johnson sigraði í Maine og Vermont, sem alltaf hafa kosið repú- blikana, og héit North Carolina, sem fyigt hefur demókrötum. Einnig sigraði hann í New Jersey. Þessi ríki hafa alls 37 kjörmenn. Bandaríska útvarpsfyrirtækið NBC spáði því eftir miðnætti, að Johnson mundi sigra með um 60—70% greiddra atkvæða, en þegar síðast fréttist, var því spáð, að hann mundi fá 63% og jafnvel var búizt við að hann fengi ekki svo mikið. í Ohio leiddi Johnson, en það er eitt af þeim ríkjum, sem Gold- water hefur lagt sérstaka áherzlu á og taldi, að hann gæti sigrað í. Ohio hefur verið talið eitt af höfuövígjum repúblikana og Nixon sigr- aði þar með 265.000 fleiri atkvæðuin en Kennedy 1960. Johnson sigraði í Olclahoma, sem kosið hefur repúblikana. í síð- ustu kosningum fékk Nixon 533.039 fleiri atkvæði í ríkinu en Kenne- dy. Einnig sigraði Johnson í Indiana og District of Colombia, þar sem höfuðborgin Washington er, en þar var kosið í fyrsta skipti í ár. Atkvæðaskiptingin kl. 1,30 í nótt: Johnson 9.245.000 atkvæði; Goldwater 6.310.000 atkvæði. Demókratar hafa a. m. k. unnið 11 af 35 sætum í öldungadeild- inni, sem kosið var um. Johnson sigraði í ríkinu New York, sem hefur flesta kjörmenn af öllum ríkjunum. Johnson hafði þá forystuna í svo mörgum ríkjum að útlit er fyrir, að hann vinni mikinn yfirburðasigur. Reiknað "var með að hnan fengi m’illi 448 og 513 kjörmenn, en kjörmenn eru alls 538. Klukkan 1,30 var búizt við því eftir reikniheilum, að Johnson Fyrri skeyti: New York, 3. nóv. (NTB-R). Allt benti til þess að kjörsókn yrði mikil í bandarísku kosning- unum í dag — en bæði Johnson forseti og Goldwater öldunga- deildarmaður hafa sagt, að það mundi boða sigur sinn. En allar síðustu skoðanakannanir, gerðar skömmu áður en kjörstaðir voru opnaöir, spá enn glæsilegum sigri Johnsons. Eftir hádegi að Austur-Banda- ríkjatíma var kjörsókn svo mikil, að svo virtist sem meira en 71 miiljón kjósenda mundu neyta atkvæðisréttar síns eins og spáð var fyrirfram. í Kaliforníu var gert ráð fyrir 90% kjörsókn og í Chicago nær 92%. Kjörsókn var einkum mikil í blökkumannakjör- dæmum og í suðurríkjunum. — Framhald á 3 síðu fengi 63%. wtwmmwwmtmMwtwu Bræðurnir sigruðu KEUKKAN 2 í nótt var talið að Robert Kennedy, fyrrv. dómsmálaráðherra, mundi sigra Kenneth Keating, fram bjóðanda repúblikana, í öld- ungadeildarkosningunni í New York. Bróðir hans, Edward Kcnnc dy, hafði þegar sigrað með yfirburðum í Massachusetts, þó að hann hefði legið á sjúkrasæng alla kosningabaf áttuna. tvmwwwtttwtwwwv Johnson greiðir atkvæði í heimabæ sínum, Johnson City í Texas. — (Símsend mynd frá UPI). i ★ EINN af blaðamöunum Alþýðublaðsins, Eiður Guðnason, hef- ur undanfarna daga dvalizt í Bandaríkjunum og fylgzt með kosningabaráttunni þar vestra. Vegna prentaraverkfallsins liafa greinar hans ekki getað birzt fyrr en nú. í opnunni í dag birt- um við tvær af greinum hans, | Einar sendi I Brezhnev skeyti f JfW ISPdhf'f T V / W ^ a®ra um kosningafund hjá Jolui- m k son, hina um fund frá Goldwnter. j -sjá leiðara WWMWWWWWWWW ’

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.