Alþýðublaðið - 04.11.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.11.1964, Blaðsíða 2
Bltstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjórl: Ámi Gunnarsson. — Bitstjómarfulltrúi: Eiöur Guönason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsiö við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðubiaðsins. — Askriftargjald lcr. 80.00. — 1 lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útgefandl: Alþýðuflokkurinn. EINAR SENDIR BREZNEV SKEYTI ÞAÐ hefur vakið mikla athygli, að íslenzkir kommún'istar eru nálega þeir einu í Evrópu, sem ekki hafa látið í ljós minnstu áhyggjur út af falli Krústjovs eða krafizt skýringa á örlögum hans. Þvert á móti virðast kommarnir okkar vera orðn- ir harðir fylgismenn hinna nýju herra í Moskvu. Hinn 22. október birtist í blaðinu Pravda í Moskvu heillaskeyti frá Einari Olgeirssyni til Brez nevs. Skeytið var á þessa leið: „Til fyrsta ritara miðstjórnar Kommúnista- flokks Sovétríkjanna, félaga L. I. Breznev. Sendi persónulega einlægar árnaðaróskir. Við óskum þér af öllu hjarta gæfu til að verða vitur leiðtogi flokksins. Formaður Sameiningarflokks alþýðu, Sósía- listaflokks íslands, Einar Olgeirsson, Reykjavík.“ Þetta heillaskeyti talar sínu máli. Einar byrj- ar á persónulegri kveðju, en svo segir hann „Við!! og undirritar skeytið sem formaður Sósíalista- flokksins. Hvorki Einar eða flokkurinn hafa haft neitt við fall Krústjovs að athuga. Það leynir sér ekki, hvemig sambandið er milli Einars og Sósíalistaflokksins annars vegar og valda manna í Moskvu hins vegar. BLÖÐIN OKKAR ÞEGAR FREGNIN um lausn prentaraverkfalls ins barst út um borgina í gær, heyrðist ungur mað ur segja við félaga sinn: „Nú koma blöðin aftur, og þá byrja árekstrar og slys, rán þjófnaður og önn ur afbrot á nýjan leik.!< Þessi orð voru að vísu ekki mælt í fullkominni alvöru. Samt er ekki laust við, að mörgum þyki friðsamlegri dagar, þegar engin blöð koma út og þau minna ekki á hinar svörtu hliðar mannlífsins, sem jafnan fá meira rúm í blöðum en hinar björtu. í Ekki verður deilt um hina miklu þýðingu dag- blaða í nútíma þjóðfélagi, þá þjónustu sem þau veita lesendum sínum og það hlutverk, sem þau fara með í lýðræðislegu þjóðfélagi. Hins vegar gætu þau viðbrögð, sem áður voru nefnd, orðið ís- Ienzkum blaðamönnum umhugsunarefni. Þegar fólk tekur blaðastöðvun sem hvíld, bendir það án efa til þess, að blöðin séu yfirspennt, geri of mikið úr tíðindum, haldi uppi of hóflausum skrifum um menn og málefni. wmmmpwmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm STARFSFÓLK ÚTVEGSBANKANS KOM EKKI TIL VINNU Á MÁNUDAGINN Var með þvl að mófmæla ráðningu úfibússtjóra á Ákureyri. Reykjavík, 3. nóv. — AG. Á mánudaginn mætti starfsfólk Útvegsbankans og útibúa hans ckki til vinnu. Gerðu starfsmenn þetta til aS mótmæla ráðningu úti- bússtjóra við útibú bankans á Ak- ureyri, af því aö ekki var ráðinn bankastarfsmaður í þá stöðu. Starf útibússtjóra við útibú bankans á Akureyri var auglýst til umsóknar í sumar. Sóttu sex um : starfið, þar af fimm starfsmenn Útvegsbankans. Á fundi banka- ráðs nú rétt fyrir síðustu mán- aðamót, var ákveðið, að Bragi Sigurjónsson yrði settur útibús- stjóri til sex mánaða. Á fundi Starfsmannafélags Út- Jóhannes Elíasson bankastjóri tilkynnir þeim, sem úti biðu, að banka stjórarnir séu til viðtals, en að öðru leyti falli starfsemi bankans niður. SAFRAN LEIKUR HÉR I KVÖLD Reykjavík 3. nóv. GO. KLUKKAN 7 annaö kvöld, mið vikudag, leikur sovézki sellóieik- arinn Daníel Safran í Austurbæjar bíói. Safran þessi er álitinn einn af fremstu sellósnillingum heims og hefur víða leikið við frábæra dóma, allt frá A-Evrópulöndunum vestur til Bandaríkjanna og .Jap- an. Safran fæddist árið 1923 í Leníngrad. Hann hóf hljóðfæranám sitt á níunda árinu hjá föður sín- um sem einnig var sellóleikari og konsertmeistari við sinfóníuhljóm sveitina í Leningrad. 10 ára hélt hann fyrstu liljómleikana, en fyrsta stórsigur sinn vann hann 14 ára gamall, þegar hann vann. 1. verðlaun í samkeppni fyrir fult orðna, en honum hafði fyrir náð og miskunn verið leyft að vera með. Eftir þennan sigur keypti stjórn in handa honum forláta hljóð- færi, 17. aldar Amatti selló og hefur hann ekki skilið það við sig síðan. Hann hefur ennfremur unnið tvennar alþjóðlegar keppn ir í Prag og Búdapest árin 1949 og 1950. Hljómleikarnir annað kvöld eru haldnir á vegum MÍR, en undir- leikari verður eiginkona lista- rr j ninsins, Nina Mus/'njan. Þau hjónin og fleiri gestir íslenzkir og sovézkir, snæddu hádegisverð í boði menntamálaráðherra í dag. vegsbánkans síðastliðinn föstudag, voru samþykkt mótmæli gegn því, að ekki skyldi hafa verið ráðinn til starfans einhver af banka- starfsmönnum þeim, sem um sóttu. i. Á laugardagsmorgun ákvað stjórn starfsmannafélagsins, að fylgja mótmælum fundarins eftir með því að starfslið bankans mættl ekki til vinnu á mánudag. Til- kynnti hún bankastjórum og f®r- manni og varaformanni banka- ráðs þessa ákvörðun. Bæði banka- stjórarnir og formaður og vara- formaður bankaráðs vöktu athygll stjórnar starfsmannafélagsins & því, að með slíkum aðgerðum, væri starfsmannafélagið að brjóta landslög, og gæti skapað sér á- byrgð. Kröfðust bankastjórarnir þess af stjórn starfsmannafélags- ins. að starfsmenn mættu til stari'a á mánudagsmorgun samkv- venju, og óskuðu eftir að stjóm- in léti starfsmenn bankans vitá um þessa kröfu bankastjóranna. Þessu neitaði stjórn starfs- mannafélagsins, og mættu starfs- menn því ekki til vinnu í bankan- um á mánudaginn. í gærmorgun mættu starfsmenn svo aftur til vinnu. ’fi Komin undir þak Framhaid af 16. síðu hægt að segja að veðrið væri gott þá. Allan iaugardaginn vann fjöldi manns við að moka snjó af þakinu og um hádegl á sunnudaginn v^r hægt að byrja að steypa aftur. Síðan var unnið stanzlaust í einn sói; arhring af fullum krafti og var lokið við að steypa þakið unj hádegi síðastliðinn mánudag þann 12. október. Verksmiðjuhúsið er að mestu ein hæð og er Þar hátt undir loft. í hluta hússins er loft- hæðinni skipt í tvær hæðir og er skrifstofa °g kaffistofa & þeirri efri. Allur gólfflötue húgsins er vinnusalur, mjög rúmgóður. Yfirumsjón með bygging- unni hefur Ríkharður Stein- bergsson, verkfræðingur úe Reykjavík. — Varðandi stærð hússins sagði hann, að þa# væri um 800 fermetrar og umi 4000 rúmmetrar. Breidd húss- ins er 23 metrar og lengd 35 metrar. Eins og fyrr segir er verk- smiðjuhúsið nú risið, eni geymsluhús fyrir tunnurnar & að komia, við hlið þess. Á þafl að vera stórt stálgrindarhús og er nú verið að byrja á grunnl þess. Vonir standa til, að Tunnu- verksmiðjan á Siglufirði getl hafið störf um næstu áramót. 2' 4. nóv. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.