Alþýðublaðið - 04.11.1964, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 04.11.1964, Blaðsíða 15
Loftið í íbúðinni var heitt o" þungt, svo ég opnaði alla glugga. Á meðan stóð Pétur þögull og fletti verkefnabókum sínum, sem þegar voru orðnar svartar af Lundúna-ryki, rétt eins og við hefðum verið burtu lengri tíma. Þegar ég kom aftur inn í dag- stofuna úr eldhúsinu, horfði hann á mig. Það var ekki fyrr en þá að ég veitti eftirtekt hve harðir andlitsdrættir hans voru orðnir. Það var eins og húðin liefði verið strekkt á andliti hans. — Jæja, nú skulum við leggja málið niður fyrir okkur, sagði hann snögglega. — Við skulum gera ráð fyrir, að ég hafi logið að þér. Við skul um gera ráð fyrir, að það hafi verið ég sem þú sást í garðinum síðdegis í gær. Við skulum . . . Við gerum ekki ráð fyrir neinu slíku, greip ég frammi í, gekk til hans og tók utan um hann. Mér fannst ég ekki hafa gert þetta svo lengi og myndi varla hvernig það var. — Bíddu nú hæg, sagði hann og færði sig burtu frá mér. —. Við gerum ráð fyrir hlutunum til að geta rökrætt þá. Við segj um að ég hafi logið að þér. Að það hafi ekki verið ég, sem þú sást í garðinum. Að ég hafi log ið að þér að það haf* verið Ivy May, sem hringdi og bað mig að hitta sig. Og við skulum segja að Margrét hafi logið með mér og fyrir mig. Jæja, hvað finnst . þér um það? — Mér geðjast ekki að því, sagði ég. — O.víst. — Nei, því þetta er ekki þann- ig, sagði ég. Vöðvarnir í kinnum hans herpt úst á ný. — En þú heldur að það sé svona, er það ekki, Annie? — Nei, alls ekki. — Og ég get ekki sannað, að svo sé ekki, er það? sagði hann. — Ég get ekki útskýrt þetta undarlega háttarlag Jess við Tom. Og þú getúr verið viss um, að mér tekst ekki að eyðileggja fjarvistarsönnun Ivy May, vegna þessarar símhringingar. Svo Þarna sérðu! Er þetta nokkuð, sem þú getur sætt þig við? — Ó, Pétur — — Nei, nei, sagði liann. — þetta er mikilvægt. Ég veit ekki hvað þú heldur um þetta sím- tal. Kannske þú treystir ekki Mars. Barry, vinkonu Ivy, eins .Tskilyrðislaust og Jess. En þú treystir Jess. Það geri ég einnig og ég held þú hafir séð það sem ekki útskýrt það“. — Við skulum ekki reyna að þú sagðist hafa séð, þótt ég geti útskýra það, sagði ég. — Það skiptir.ekki máli. — Végna þess að þið Owen hafið bæði ákveðið að nefna það ekki við lögregluna? Það er ekki það, sem okkur greinir á um. — Nei, en — en ég held alls ckki að það hafi verið þú, sem ég sá! sagði ég. Með blíðri og nærri auð- mjúkri röddu sagði hann: — Ég held þú vitir það samt, Anna mín, og ef þú trúir því ekki núna, er það vegna þess, að Margrét er víðsfjarri, og þú kem ur til með að trúa því strax og þú sérð okkur tvö saman aftur. í augnabiikinu er ég að hugsa um að fara og reyna að finna hinn hundinn. Ég fann heimilis- fang í íbúð Ivy, sem ég held að liafi verið hjá Tom og Söndru, og jafnvel þótt hundurinn sé dauður núna, eins og Tomjgætu nágrannarnir hafa séð einhvern tíma. Ég kem einhvern tima seinna, með þér til Barfoot, vina þinna. Hann hafði fært sig í átt til dyranna, meðan hann talaði. Um leið og ég sagði: — Gerðu það ekki, Pétur — farðu ekki, opnaði hann dyrnar og gekk út. Mér brá, er hann skellti hurð- inni harkalega á eftir sér. Ég hljóp á eftir honum, en þegar ég komst til dyranna, var hann stokkinn niður stigann og úr augsýn. Augnablik stóð ég þarna sljó og reyndi að gera mé,r grein fyrir, hversu slæmt ástandið var fyrir okkur. Ég fékk krámpa- kipp í magann, er ég hugsaði til þess, að kannske væri þetta slæmt og kannske sæi ég hann aldrei aftur. Sjálfkrafa sneri ég aftur inn í íbúðina og skellti hurðinni á eftir mér. Því næst flýtti ég mér út á stigapallinn laftur, niður einn stiga og niður á næsta pall, en úr glugganum þar gat ég séð út á götuna. Ég hélt kannske að ég gæti séð á göngulagi Péturs og á því, hvernig hann færi inn í bílinn og æki brott, hvað honum væri efst i huga þessa stundina. Ég beið. Ég sá, að bílnum var lagt við gangstéttina litlu neðar í götunni, svo ég sá að hann hafði ekki verið fljótari mér, og að ég hafði ekki misst af hon- um, meðan ég sneri aftur inn í íbúðina. Ég veit ekki, hve lengi ég hafði beðið, áður en ég gerði mér ljóst, að það hafði tekið hann óeðlilega langan tíma að komast niður á götuna. Ég hafði séð tvo aðra menn koma út, stíga inn í bíl og aka burtu. Það virtist sem Pétur væri að hangsa einhvers staðar niðri. Ef til vill, hugsaði ég vonglöð, hefði hann skipt um skoðun og ákveð- ið að koma upp aftur, og annað um ímyndaða hundi, eða að taka hvort hætta við leitina að þess- mig með sér. Ég hljóp niður stigana til móts við hanri. Á pallinum, tveim hæðum neð ar, fann ég hann, alblóðugan í framan og meðvitundarlausan. XII. KAFLI. Ég ldýt að hafa æpt upp, því strax voru dyrnar á einni íbúð- inni opnaðar, og konan, sem þar bjó, kom fram á ganginn. Áður en ég komst seinustu skrefin til Péturs, hafði hún kallað: Hreyf- ið hann ekki — hreyfið liann ekki! Seinustu tvö árin höfðum við ■aðeins boðið góðan dag og gott kvöld, þegar við hittumst i stig- anum. Hún var ein af þessum hæglátu konum, um fimmtugt, sem læðast inn og út úr holum sínum, án þess að eftir því sé tekið; virðast enga vini eiga og skilja ekki eftir sig nein spor, er þær hverfa. En svo einn góð- an veðurdag segir þér einhver, að þær reki umíangsmikil fyrir tæki, svo að segja upp á eigin spýtur af miklum krafti og ef einhver fer að lýsa þeirra mann gerð, kemur í ljós, að þær eru gáfaðar, duglegar og á sinn hátt aðlaðandi. Frú Perry var mjög dugleg núna. Það var hún, sem kallaði á sjúkrabilinn, og þegar hún sá mig standa þarna utan við mig og hjálparlausa sendi hún mig upp til þess að pakka niður ’uossjeuuno JBuuno i NNnmavw na hsah ‘ SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængurnar. Seljum dún- og fiðurheld ver. NÝJA FIÐTTKHRErNSUNIN Hverflgffötu S7A. Síml 167S8. þeim hlutum, sem Pétur þyrftl á að halda á sjúkrahúsinu. Húui hélt hinum íbúum hússins í fjar lægð, ekki alveg laus við sigur-' hrós þess, sem fyrstur er á stað. inn og þess, sem hefur rétt til, að ganga á milli áhorfendanna' og þessa forvitnislegfe hlutar, [ sem skeð hafði. Allt þetta gerðl■> hún með ákveðni og festu, og ég -j var henni þakklát fyrir. Einnig i var ég henni þakklát fyrir, &8 gera þetta ekki að neinum til- finningaleik. Hún hafði ekki séð . mennina tvo, sem ég sá koma 1 út úr húsasamstæðunni og fara 3 inn í bil og aka brott. Þess vegna datt henni ekki annað £ hug en að Pétur hefði einfaldlega runn ið til, í stiganum og dottið. Hefði hún haft hinn minnsta grun unt eitthvað annað, hefði liún áreið- , anlega krafist þess, að lögreglan yrði kölluð á staðinn. Húsbyggjendur Baðkör, stálvaskar, salerni, j handlaugar, blöndunar- tæki og kranar. S BURSTAFELL, byggingavöruverzlun, > Réttarholtsvegi 3. Sími 4-16-40. Áskrlffasíminn er 14900 ®P1B __j,ag eru bara fjórar mínútur eftir þangað til ábyrgðto e*- úr gildi pabbi. TEIKNARU # ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 4. nóv. 1964 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.