Alþýðublaðið - 04.11.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.11.1964, Blaðsíða 6
 BAK VIÐ TJÖLDIN Ameríkumenn eru nú farnir að nálgast það að gera jafnmrkið veður út af brúðkaupum og jarðarförum, og það er sko ekkert smáræði. í New Yorkborg einni er árlega eytt um 4,2 milljörðum króna í giftingar. Klókur kaupsýslumaður hefur innréttað sérstakan giftingasal, sem rúmar 4000 gesti og býður upp á fyrsta flokks þjón- ustu og eftirlíkingu af „brúðkaups-fossinum", Niagara Falls, og kapellu, svo að hægt sé að hafa hjónavígsluna á staðnum. Brúðurinn birtist á palli, eins og kæmi hún ofan úr skýjunum, og pallurinn snýst síðan, svo að fólk geti dáðst að henni og kjóln- um frá öllum 'hliðum. Og þegar hún svo gengur til kapellunnar, er hún umvafin, eins og af kraftaverki, mjúku og dularfullu ljósi. Það er eiginlega synd, að laftd, sem hefur fundið upp svo dásamleg brúðkaup, skuli líka standa fremst í hjónaskilnaða-iðn- aðinum. 0—0 Eins og kunnugt er hefur starf jarðarfarastjóra í Bandaríkj- unum gefið talsvert af sér á seinni árum, enda er starfið orðið svo veigamikið í þjóðlífinu vestur þar, að skrifaðar eru bækur um þetta síðasta og endanlega „status-symbol“. Það er svo að sjá, sem jarð- arfarastjórn sé nú talin hluti af vísindunum fyrir vestan haf, a. m.k. virðist sem háskólinn í Illinois teiji það, því að nú hefur verið stofnuð við þann skóla sérstök háskóladeild fyrir jarðarfara- stjóra. 0—0 * Hér er ný saga í safnið um mannætur, sem alltaf eru að verða sjaldgæfari og sjaldgæfari: Landkönnuður í svörtustu Afríku var kynntur fyrir ættarhöfð- ingja og ræddi við hann lengi dags. Á meðan á samtalinu stóð spurði hann: — Eru enn til mannætur í ættflokki yðar? — Nei, nei, við erum búnir að útrýma mannátinu. — Hvenær gerðist það? — Fyrir viku. — Og hvernig fóruð þið að því? — Ó, það voru ekki nema fjóx-ar mannætur eftir, og við borð- uðum þær. 0—0 Flækingur stóð við dyrnar á franskri höll og svo vildi til, að frúin sjálf opnaði dyrnar. „Eðla frú“, sagði hann, „ekki vill víst svo til, að til sé hér í höllinni eitthvað af gömlum fötum, sem þér gætuð gefið mér?“ Hallarfljóðið var hjartagott og rótaði til í fataskápnum — og kom svo með gamlar buxur. „Þér getið vafalaust notað þessai’, góði minn“, sagði hún ,„l.i ég vil vekja athygli yðar á, að það tekur svo sem tvo tíma að gera við þær.“ „Ó“, sagði flækningurinn, „hafið ekki áhyggjur af því, kæra frú. Gefið yður bara góðan tíma. Ég kem bara í kvöld og sæki þær.“ I 0—0 í Stuttgart gerðist það fyrir skemmstu, að Carl nokkur Wein- er mætti ekki fyrir rétti, þar sem hann skyldi svara til saka fyrir að eiga einn séi'lega hættulegan lögi’egluhund. Sá góði Carl Weiner var hins vegar afsakaður, þegar í ljós kom, að hann hefðx ekki komizt að heiman -fyrir hundinum, og senda ! '”',rð lögregluþjón til að losa hann úr prísundinni. 0—0 Skólaskip danska ríkisins, „Danmark“, er nýkomið aftur til Kaup- mannahafnar eftir fjögurra mánaða siglingru um Atlantshaf. Danmai’k varð annað í kappsiglingu skólaskipa yfir Atlantshaf og á úthaldinu kom það m. a. til New York í sambandi við heimssýninguna. 0—0 Eins og kunnugt er, stendur franska stjórnin í miklu stríði við ’ ændur, sem erast allkröfuhai'ðir. Þetta V-"’*' Pompidou, forsæt- isráðherra til að segja við einn starfsbróður sinn: „Konungveldin falla, ef þau leggjast gegn kröfum fólksins — lýðveldin falla hins vegar, ef þau verða við þeim.“ $ 4. nóv. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.