Alþýðublaðið - 04.11.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.11.1964, Blaðsíða 3
HEILDARAFLINN JÓKST UM NÆR FJÓRÐUNG Reykjavík 3. nóv. GO. 31. JÚLÍ var heildarafli lands- manna kominn upp í 636,539 tonn, eða 148,866 tonnum meira en á sama tíma í fyrra og er það' um það bil fjórðungsaukning-, Megin aukningin liggur í síld- inni, eða um 100,000 tonn, en ann ar afli hefur líka' aukist úr 287 þús und tonnum í 336 þúsund, en hlut deild togaranna í þeim afla fer enn minnkandi. Loðnu, humar og rækjuveiði er hins vegar nokkru minni en á sama tíma í fyrra. í beinu framhaldi af hinum stór aukna síldarafla hefur bræðslan aukist úr 126,6 þúsund tonnum í 263,7 þúsund þ. 31. júlí. Söltun var hins vegar u-þ-b. helmingi minni eða 21,3 þúsund tonn á móti tæpum 44 þúsund tonnum á sama tíma í fyrra. Aðrar greinar vinnslunnar eru í svipuðum hlut- föllum og fyrr. , Kosningarnar Framh. af 1. síðu. Demókratar telja, að 90% blökku- manna muni kjósa þá. Veður var gott um allt land, og stuðlaði að góðri kjörsókn. Víða að bárust fréttir um langar bið- raðir fyrir framan kjörstaði. Fyrirfram var gert ráð fyrir, að 71 milljón manna mundu neyta atkvæðisréttar síns. í forsetakosn- ingunum 1960 kusu 68.8 milljónir og var það met. Síðan hafa 5 milljónir nýrra kjósenda bætzt í hópinn og auk þess liafa íbúar liöfuðborgarinnar Wasliington fengið kosningarétt í fyrsta sinn. Auk þess bendir allt til þess, að þeidökkum kjósendum muni f jölga talsvert, enda hefur svokall aður kosningaskattur veriff afnum inn. Gerðar hafa veriff aðrar ráð- stafanir til að auðvelda þeim að rreyta atkvæðisréttar síns. Johnson gekk til kosninga með vígorði um, að haldið verði áfram stefnu John F. Kennedys, en Barry Goldwater hefur boðið kjós endum íhaldssama leið. Þótt skoðanakannanir hafi liermt, að Johnson gæti fengið allt að helmingi fleiri atkvæði en Goldwater, hafa repúblikanar og Barry Goidwater sagt það bjarg- fasta sannfæringu sína, að þeir muni bera sigur af hólmi. Þeir segja m. a. að margir íhaldssamir Mvmutvtwmutuwuvw Spilðkvöld í Firðinum Spilakvöld Alþýðuflokksfé- lagsins í Hafnarfirði verð'ur nk. fiinmtudagskvöld (annaó kvöld) í Alþýðuhúsinu klukk- an 8,30. Meff þessu spila- kvöldi hefst þriggja kvölda keppni. Keppt verffur um glæsileg heildarverðlaun. — Verið með frá upphafi! Spiluð verður félagsvist, sameiginleg kaffidrykkja og Guðmundur í. Guðmundsson utanríkisráðherra, flytur á- varp. Að' lokum verffur stig- inn dans. Fólk er vinsamlega beðið að mæta stundvíslega. WWWWMMMMHtMWWW repúblikanar hafi setið heima í fyrri kosningum, þar eð of lítill munur væri á stefnu flokkanna. Nú bjóðist þeim önnur leið, og flestir þeirra, sem svarað hafi spurningum 'skoðanakannanastofn ana „veit ekki,” muni kjósa repú- blikana. Demókratar telja það góðs viti, að veður er gott á kjördag, þar eð mun fleiri demókratar hafi skrásett sig til kosninga en repú- blakanar. Johnson forseti var í hópi þeirra, sem kusu snemma. Hann kaus í Johnson City í Texas, þar sem hann liefur kosið í 34 ár. — Flestir aðrir frambjóðendur kusu einnig í kjördæmum sínum, Hu- bert Humphrey varaforsetaefni demókrata í Waverley í Minnesota, Barry Goldwater í Phönix í Ariz- ona og varaforsetaefni repúblik- ana, William Miller í Oleott í New York ríki. Margar mikilvægar kosningar fara fram í einstökum ríkjum og af þeim vekúr kosningin um ann- an fulltrúa New York ríkis í öld- ungadeildinni mesta athygli. Þar eigast við Robert Kennedy, fyrr- um dómsmálaráðherra, og Kenn- eth Keating, öidungadeiidarþing- maður repúblikana. f Kaliforníu reynir fyrrverandi blaðafulltrúi Kennedys forseta, Pierre Salinger, að vinna í kosn- ingum til öldungadeildarinnar. — Andstæðingur hans er George' Murphy, fyrrum kvikmynda- stjarna. f Arkansas býður ríkisstjóri demókrata, Orville Fanbus, sig fram í sjötta sinn. Andstæðingur hans er bróðir Nelsons Rockefell- ers, ríkisstjóra New York rikis, Winthrop Rockefeller. Þær fréttir berast frá austur- ströndinni að kjörsókn hafi verið mjög góð og margir kjósendur kjósi Johnson forseta en frambjóð endur repúblikana til fulltrúa- deildarinnar. Úrslit- voru birt mjög snemma í tveim litlum kjördæmum, Dix- ville í New Hampshire og Wash Woods í Virginia. í fyrrnefnda kjördæminu eru átta á kjörskrá og kusu þeir repúblikana að venju, þ. e. Goldwater. í Wash Woods voru 13 kjósendur og kusu þeir allir Jolinson. Kosningabaráttan hefur verið óvenjuhörð, og hefur verið kölluð hin grófasta í sögu Bandaríkj anna. Aðalútflytjandi pólskrar vefnaðarvöru til fatnaðar. ,CONFEXIM' Sienkiewicza 3/5, Lódz, Pólland Sími‘ 285-33 — Símnefni: CONFEXIM, Lódz hefur á boffstólum: Léttan sem þykkan fatnað fyrir konur, karla og börn. Prjónavörur úr ull, bómull, silki og gerfi- þráffum. Sokka, allar gerffir. Bómullar- og ullarábreiffur. -^- Handklæffi „frotte“. -^- Rúmfatnaff. -^- Fiskinet af öllum gerffum. Gólfteppi. -^- Gluggatjöld. Gæði þessara vara byggist á löngu starfi þúsunda þjálfaðra sérfræðinga og að sjálfsögðu fullkomnum nýtízku vélakosti. Vér bjóffum viffskiptavinum vorum hina hag- kvæmustu sölu- og afgreiffsluskilmála. Sundurliðaðar, greinilegar upplýsingar geta menn fengið hjá umboðsmönnum vorum: ÍSLfNZK ERLENDA VERZLÚNARFÉLAGINU H.F. Tjarnargötu 18,J Reykjavik eða á skrifstofu verzlunarfulltrúat Póllands, Grenimel 7, Rvík. Wilson fylgir fast fram stefnu sinni London, 3. nóv. (NTB-R). Hin nýja stjórn brezka Verka- mannaflokksins tók skýrt fram í hásætisræffu sinni í dag, aff hún væri staffráðin í aff framfylgja langflestum hinum umdeildu stefnuskráratriðum sínum, þótt flokkurinn hafi affeins fimm at- kvæða meirihluta í Neffri málstof- unni. Elízabet drottning, sem setti þingið meff allri þeirri viffhöfn sem tilheyrir, sagði í hásætisræffu, aff stjórnin muni bráfflega þjóð- nýta stáliffnaffinn á ný. Hún sagði ennfremur, að stjórn- in mundi bera fram jákvæða til- lögu um stöðu kjarnorkuvopna í NATO. Bretar muni vinna að því að koma í veg 'fyrir útbreiðslu kjarnorkuvopna. í alþjóðamálum hyggst stjórn- in vinna að minnkun spennunnar í samskiptum austurs og vesturs, sagði drottningin í hásætisræð- unni. Því mundi stjórnin veita SÞ nýjan og öflugan stuðning í því mikilvæga verkefni samtakanna, að forða heiminum frá stríðshætt- unni. Stjórnin mundi einnig í- huga á hvern hátt Bretar gætu auðveldað friðargæzlustarf SÞ. Stjórnin muni styðja varnir hins frjálsa heims, mikilvægasta verkefni NATO, og vilji að Bretar taki fullan þátt í starfsemi At- lantshafsbandalagsins og annarra samtaka, sem komið hafi verið á fót til að efla sameiginlegar varn- ir. Drottningin sagði, að stjórnin mundi bráðlega gera ráðstafanir til að þjóðnýta járn og stáliðnað. í hásætisræðunni voru einnig boðaðar ráðstafanir gegn kyn- þáttamisrétti, nýjar ráðstafanir til að efla þróunina í efnahags- og félagsmálum í þróunarlöndunum og tilraunir til að auka heims- verzlunina á þann hátt, að bilið milli ríkra þjóða og fátækra mjókki. Stjórnin hét ennfremur umbót- um í skattamálum og launastefnu, sem yrði á nánu sambandi við framleiðnina. Hún hét róttækum breytingum í nýtízkuhorf í trygg- ingarmálum, afnámi gjalds á lyfj- um, sem iæknar hinnar opinberu heilbrigðisþjónustu setja upp, — auknum fjárveitingum til trygg- ingamála og að flokksmönnum yrði frjálst að ákveða hvort þeir vildu að daufarefsing yrði afnumin eða ekki. Fyrsta alvarlega deilan sem.bú- ast má við eftir hásætisræðuna mun snúast um þá yfirlýsingu, að stjórnin muni þjóðnýta járn- og stáliðnaðinn. Ekki er enn ljóst hvort þjóðnýtingin verði fram- kvæmd fyrir jól. Frh. á 14. síöu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 4. nóv. 1964 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.