Alþýðublaðið - 04.11.1964, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 04.11.1964, Blaðsíða 14
Þá eru blessaðar bækurnar farnar að streyma. En mesta stórfréttin úr Iieimi bók- menntanna gerðist um dag1- inn, þegar ég lánaði vini mínum bók — og hann skil- aði henni aftur . .. Kvenfélag Alþýðuflokksins Bazar Kvenfélags Alþýðu- flokksins verður í byrjun des ember. Starfjð er hafið. Fél agskonur hittast í skrifstof- unni í Alþýðuhúsinu á fimmtudagskvöldum. Hafið samband við Bergþóru Guð mundsdóttur, Brávallagötu 50, simi 19391, Kijgjbjörgu Eggertsdóttur, Grémmel 2, sími 12496, Ingveldi Jónsðótt ir, Brávallagötu 50, sími 15129, Rannveuru Eyjólfs- dóttur, Ásvallagötu 53, sími 12638, Svanhvíti Thorlacius Nökkvavogi 60, sími 33358, Fanney Long Brekkugerði 10, sími 10729 og Hólmfríði Björnsdóttur, Njarðargötu 61 sími 11963. — WILSON Framh. af bls. 3. í ræðunni er ekki sagt frá ein- stökum atriðum í sambandi við þjóðnýtingu stáliðnaðarins. En AFP hermir, að stjórnin hyggist aðeins þjóðnýta stærstu stáliðn- aðarfyrirtækin. Tíu fyrirtæki fram leiða 80% stáls þess sem fram- leitt er í Bretlandi og búizt er við að minni fyrirtækin verði áfram í einkaeign. Hins vegar verði ná- kvæmt eftirlit haft með þeim. í umræðunum eftir hásætisræð- una mótmælti Sir Alec Douglas Home, fyrrum forsætisráðherra Mikill sigur margoft er í myrkri tímans falinn. En seint mun gleymast, hve Goldwater glæsilega féll í valinn. Kankvís. Úr vísnabókinní Dómarinn Jón, þú dæmir mig, dómurinn sá, er skæður. Dómarinn sá mun dæma þig, sem dómunum öllum ræður. Sendi drottinn mildur mér minn á öngul valinn, flyðru þá, sein falleg er, fyrir sporðinn alin. Krefst ég allra krafta lið kvæðið sé eflandi, að aldrei fjallafálur þið, farið úr heimalandi. Bið ég höddur blóðugar, þótt bregði upp faldi sínum, ránar dætur reisugar rassi að vægja minum. Látra-Björg 7.00 12.00 13.00 14.40 15.00 17.40 18.00 18.20 18.30 Miðvikudagur Morgunútvarp — Veðurfregnir ..— Tón- leikar — Fréttir — 7.50 Morgunleikfimi 8.00 Bæn Hádegisútvarp. „Við vinnuna11: Tónleikar. „Við, sem heima sitjum“: Framhaldssagatt „Kathrine" eftir Anya Seton; V. Sigurlaug Ámadóttir þýðir og les. Síðdegisútvarp. Framburðarkennsla í dönsku og ensku. Útvarpssaga barnanna: „Þorpið sem svaf“ eftir Monique de Ladebat. —. Unnur Eiríks dóttir þýðir og les; III. Veðurfregnir. Þingfréttir. —. Tónleikar. 18.30 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. 20.00 Konur á Sturlungaöld; II. Helgi Hjörvar. 20.20 Kvöldvaka: a) Ferð til Noregs. — Fyrri hluti. Hallgrímur Jónasson. b) íslenzk tónlist: Lög eftir Friðrik Bjarna- son. c) Sálmaskáldið Brorson. — Tveggja alda ártíð. Séra Felix Ólafsson. 21.30 Hljómsveit Magnúsar Péturssonar leikur. Söngvari: Rúnar Guðjónsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Létt músik á síðkvöldi. 23.00 Bridgeþáttur. Hallur Símonarson. 23.35 Dagskrárlok. harðlega þjóðnýtingu stáliðnaðar- | ins. íhaldsmenn mundu greiða at- j kvæði gegn öllum frumvörpum, sem væru sósíalistísk í eðli sínu. Harold Wilson forsætisráðherra sagði, að James Callaghan fjár- málaráðherra mundi bera fram frumvarp um aukafjárlög að lokn- um umræðunum um hásætisræð- una, sem mun standa til mánudags. Hann bað vini Breta að líta á nýju innflutningstollana sem nauðsyn- lega bráðabirgðaráðstöfun til að bregðast við alvarlegum vanda, en stjórnin vildi þvert á móti frjáls- ari lieimsverzlun og aukna sam- keppnisgetu brezks iðnaðar. — Stjórnin hefði ekki gert þessa ráð stöfun með glöðu geði, en ekki hefði verið um annað að velja en nokkrar slæmar leiðir. . Um stefnuna í varnarmálum sagði Wilson, að engar þær upp- lýsingar, sem Verkamannaflokk- urinn hefði fengið eftir að hann komst í stjórn hefðu breytt fyrri skoðunum hans í varnarmálum. ---------1--- Stöðin heyrðist til Noregs, en ekki til Reykjavíkur Reykjavik, 3. nóv. — GO. Á sunnudaginn gerði Slysa- varnafélagið tilraunir með ýmsar neyðartalstöðvar til notkunar í gúmbátum. Alls voru gerðar 8 út- sendingar. í ljós kom við prófan- irnar, að engin hinna útlendu stöðva er góð á meiri vegalengd, en ca. 20 mílum, en stöð, sem ný- Iega er farið að framleiða hjá Landssímanum var áberandi bezt og það svo, að engin hinna kemst í samjöfnuð. Athyglisvert við prófunina á sunnudag, var, að sendingar frá stöð, sem Heitir Lifeline (ekki Link line) heyrðist alla leið til Noregs og Ilollands, þó að hún heyröist ekki í Reykjavík. Auk stöðva í landi tóku björg- unarbáturinn Gísli J. Johnsen og tveir björgunarbátar þátt i til- raununum. Samkomulag Framhald af 16. síðu. Prentarar fá nú 3.6% kauphækk un, 3% aldursuppbót og auk þess fá vaktavinnumenn og þeir sem sem vinna við dagblöðin nokkra hækkun. Einnig fá prentarar þriggja daga aukningu á sumar- leyfi sínu. Spilakvöld í Kópavogi * ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG Kópavogs hefur félagsvist í félagsheimilinu, Auðbrekku 50, næstkomandi föstudags- kvöld klukkan 8,30. MMHMHHHMttHMHMHMt Minningarspjöld Menningar og niinningarsjóðs kvenna fást á eft irtöldum stöðum: Bókabúð Helga- fells, Laugaveg 100, Bókabúð Braga Brynjólfssonar, Bókabúð ísa foldar í Austurstræti, Hljóðfæra- húsi Reykjavíkur, Hafnarstræti 1 og í skrifstofu sjóðsins að Laufás- veg 3. — Stjórn M. M. K. Sunnan gola, dálítil súld, en síðan bjartara. f gær var logn að kalla og þurrt norðan og austan lands, en þoka á Vesturlandi. í Reykjavík voru sunnan 2 vindstig og hiti 8 stig. Qct/VM Goldwater hefði bakað Johnson, ef hann hefði Iátið sér vaxa bítla- hár . . . 14 4.. nóv. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.