Alþýðublaðið - 06.11.1964, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.11.1964, Blaðsíða 1
44. árg. — Föstudagur 6. nóvember 1964 — 245. tbl. Töppfundur komm únista í Moskvu Moskva, 5. nóv. (NTB-R). Sjö manna nefnd fulltrúa kín- versku stjórnarinnar og kommún- I GÆR var unnið að því að koma fyrir nýjum símaklefa á horni Bankastrætis og Lækjar&ötu. Er klefinn að mestu úr gleri og hinn ný- tízkulegasti í útliti. Er von- andi að skemmdarfýsn manna fái ekki útrás í klefanum, og Reykvíkingar geti notið góðs af þessari sjálfsögðu þjón- ustu Landssímans. Gamli símaklefinn á Lækjartorgi lengi gegnt merku hlutverki í bæjarlífinu, en þó ekki alltaf getað þjónað tilgangi sínum vegna verka liandóðra Reykvíkinga. Er vonandi að símaklefar, eins og hinn nýi, ver'ði settir úpp víðar í bænum. Að slíku er menningarbragur og þægindi, e. ef þeir fá að vera í friði. Fékk 260 þús. króna sekt Reykjavík, 5. nóv. -— GO. DÓMUR í máli skipstjórans á tog aranum Aldershot frá Grimsby féll á ísafirði í morgun. Skipstjór- inn var dæmdur í 260 þusund kr. sekt og afli og veiðarfæri voru gerð upptæk. Hann áfrýjaði dómn um. Jóhann Gunnar Ólafsson, bæjar fógeti á ísafirði, kvað upp dóminn. Frakkar bölsýn- ir á framtíð EBE Gfeorges Pompidou forsætisráð- herra lýsti þvi yfir í dag, að Efna- hagsbandalagið mundi gefa upp öndina, ef samningar þeir, sem hin sex aðildarríki bandalagsins hefðu gert með sér, yrðu ekki fram- kvæmdir. Pompidou fuilyrti, að Frakkar stæðu enn fast við það, að EBE yrði einnig að verða sameiginleg- ur markaður að þvi er landbúnað- arafurðir varðaði. Um afstöðuna til NATO sagði Pompidou, að franska stjórnin | íhugaði ekki, hvort hún ætti að , draga sig út úr samvinnunni í I bandalaginu. Stjórnin hefði ekki ! látið nein ummæli falla, sem túlka mætti í þá átt. Hins vegar væru mörg vanda- mál í starfi NATO. Skipulag banda lagsins og hermálastefna þess væri óviðunandi að skoðun Frakka. Ef kjarnorkuflota bandalagsins (MLF) yrði komið á fót, mundi hann reynast þýzkt-bandarískt kjarnorkulið. Þetta væri ósam- rýmanlegt fransk-þýzka vináttu- samningnum og vörnum Evrópu. Hann kvað Frakka ekki mundu hætta samvinnu við Breta um smíði Coneord-þotna nema þvl aðeins að engin lcið önnur væri fær. Opinber franskur formælandi liefur borið til baka orðróm tun, að de Gaulle forseti hafi fyrir- skipað „tafir” af Frakka hálfu í samvinnu þeirra við Breta um, að grafin verði göng undir Ermar- sund. istaflokksins með Chou-En-Lai forsætisráðherra í broddi fylking- ar kom til Moskva í dag. Fundir Chou-En-Lais með hinum nýju leiðtogum Sovétríkjanna verða fyrstu viðræður æðstu leiðtoga hinna tveggja landa síðan í júlí í fyrra. Formlega koma Kínverjarn- ir til að verða viðstaddir bylting- arhátíðina 7. nóvember og kom- múnistaleiðtogar annarra landa eru einnig komnir til Moskva í sama skyni. Hins vegar hverfa byltingarhá- tíðahöldin í skugga funda kín- versku fulltrúanna og hinna nýju sovézku leiðtoga með Leonid Bresj nev flokksritara, Alevei Kosygin forsætisráðherra og Anastas Myk- oyan forseta í broddi fylkingar. Samskipti Kínverja og Rússa hríð versnuðu síðustu mánuði valda- tíma Krústjovs og Moskvaviðræð- urnar kunna að hafa víðtæk áhrif varðandi þá viðleitni, að koma aftur á einingu í heimshreyfingu kommúnista, að því er sagt er af vestrænni hálfu. Vitað er, að Chou-En-Lai for- sætisráðherra mun ræða við sov- ézku leiðtogana, en ekki er sagt hve lengi kínverska sendinefndin mun dveljast í Moskva. Sennilega fer hún ekki þaðan fyrr en um miðja næstu viku, samkvæmt góð- um heimildum. Það kom mjög á óvart að valda mikill maður eins og Chou-En-Lai skyldi verða formaður kínversku sendinefndarinnar á byltingaraf- mælinu. Chou er kunnur fyrir mikla þekkingu á hugmyndafræði- legum vandamálum, er reyndur stjórnmálamaður og góður samn- ingamaður. Meðal annarra kommúnistaleið- toga, sem komu til Moskva í dag voru austur-þýzki kommúnista- leiðtoginn Walter Ulbricht, pólski kommúnistaleiðtoginn Gomulka og utanríkisráðherra hans, Adam Rapacki, og tékkneskir kommún- istaleiðtogar, en athygli vakti að flokksleiðtoginn Novotny var ekki í þeirra hópi. Leiðtogar frá öllum kommúnista ríkjum nema Albaníu munu mæta og búizt er viff raunverulegum „toppfundi” landanna í Moskva. Fréttaritari Reuters í Moskva seg- ir, að þessi fundur geti orffiff einn sá mikilvægasti í sögu kommún- istahreyfingarinnar. Búizt er við að rætt verffi ítarlega um ástand- ið í herbúðum kommúnista og samskipti austurs og vesturs. Taliff er, aff vænta megi mikilvægra á- kvarðana. Engin opinber tilkynning hefur verið gefin út um, að toppfundur verffi haldinn, og búizt er við að allar viðræður fari með leynd. —- Búizt er við, að tilkynning verði gefin út í lok viðræðnanna. Sovézkar heimildir vöruðu 1 dag við of mikilli bjartsýni varð- andi horfur á skjótum og algerum sættum með Sovétríkjunum og Kína. Lögð var áherzla á, að djúp stæður ágreiningur væri með Framhald á 4. síðu. Skutu eldflaug sem á að taka myndir af Marz Cape Kennedy, 3. nóv. ntb-r. Bandarikjamenn skutu I dag á loft eldflaug af gerðinni Mariner, sem er ætlaff aff taka myndir af st.iörnunni Marz. Eldflaugin vegur 260 kíló og hún á að fara 563 km. vegalengd. Er tækjum hennar ætlað aff framkvæma mestu geim rannsóknir, sem Bandaríkjamenn hafa framkvæmt. Ef allt gengur eftir áætlun, og sjónvarpsvél eld- flaugarinnar sendir myndir tll jarðar, verffa þaff 22 myndir, sem hún tekur á 30 mínútum meffan eldflaugiu er í 13.840 km. f jarlægff frá Marz. En þctta verffur ekki fyrr en 17. júlí á næsta ári. Berlingur birti leyni- skýrslu uni handritin KAUPM ANNAHOFN, 5. nóvember (NTB-Ritzau) — „Berlingske Aftenavis* birti í dag lista fræðslumálaráðuneyt isins yfir handrit þau, sem af- henda á íslendingum úr safni Árna Magnússonar. -Lista þess- um hefur verið haldið strang- lega leyndum tij þeSsa. Á listanum eru mörg hundr uð handrit, sem ráðuneytið tel ur að afhenda verði, þar eð telja verði þau íslehzka menn ingareign. Listann sömdu tveir embættismenn 1961, þeir Palle Birkelund, ríkisbókavörður, og prófessor Peter Skautrup. Per sónulega eru þeir báðir and- vígir því, að safni Árna Magn ússonar verði skipt, en engu að síður inntu þeir starf sitt af höndum að skipun ráðuneyt isins. Listinn hefur aldrei ver ið birtur. Formaður hinnar svokölluðu Handritanefndar 1964, prófess or Johannes Bröndum-Nielsen, sem fékk að skoða listann í fyrsta skipti í dag, sagði að nokkur handritanna, sem á listanum væru, gætú ekki heyrt undir skilgreiningu lag anna á því, sem væri .„íslenzk menningareign." En hann lagði áherzlu á að hvorki hann sjálf ur né aðrir nefndarmenn gætu á nokkurn hátt fallizt á hug- myndina um afhendingu hand ritanna og skiptingu hins stóra safns. .Berlingske Aftenavis“ gagn rýndi harðlega í dag fram- komu yfirvaldanna í handrita málinu. Ekki hefði verið ráð- færzt við sérfræðinga, sem vegna þekkingar sinnar hefði falið að gæta sögulegra mæta landsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.